Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 14
lögfræoinga O.J. Simpson er búinn að finna ráð til að bjarga fjárhag sínum sem hefur væntanlega versnað eitthvað eftir að hann tapaði einkamáli sem fjölskylda Nicole Brown höfðaði á hendur honum og þurfti að borga 33,5 milijónir dala í skaðabætur. Þessi fyrrverandi fótboltamaður mun nú á næstunni birtast á sjón- varpsskjám Bandaríkjamanna og auglýsa Dial-A-Lawyer eða Hringdu- í-lögfræðing þjónustuna. En fólk getur tæpast búist við því að fá jafn- góða lögfræðiaðstoð og O.J. fékk á sínum tfma því gamli lögfræðingur- inn hans er farinn f fangelsi. Kannast ekki við kynlífsklúbba Hjónin Tom Cruise og Nicole Kid- man eru nú á kafi í lögsókn á hend- ur slúðurblaðinu The National Enquirer. í grein sem blaðiö birti var ýjað að þvf að hjónin hefðu búið sig undir hlutverk sín f sfð- ustu mynd Stanley Kubricks, Eyes Wide Shut, meö því að fara á kyn- lífsklúbba og skoða S&M myndir. Einnig var sagt að Kubrick heitinn hefði hvatt þau til að taka ecstasy. Hjónin segja að verið sé að reyna að sverta minningu Kubricks og lofa því að blaðið verði tekið til , bæna. irtyard, útfuiluir ifgafullu tópa. American History X greinir frá ungum manni og hvernig fjölskylda hans sundrast þegar hann fremur morð. Myndin er sögð frá sjónarhomi Dannys Vinyard (Edward Furlong). Hann lýsir bróður sínum, Derek (Ed- ward Norton), sem hefur verið í einu allsherjar reiðikasti eftir að faðir hans var myrtur við skyldustörf sín með slökkviliðinu. Við fylgjumst með hvemig afburðagáfaður og duglegur drengur fyllist af svo miklu hatri og reiði að það endar með þriggja ára fangelsisvist. Myndin gerist á einum sólar- hring og einnig í endurliti. Hún byrjar í raun þegar Derek kemur út úr fangelsinu og í faðm fjölskyld- unnar. Seinna er greint frá því að Derek hafi átt stóran þátt í því að of- sækja minnihlutahópa með samtök- um sínum, D.O.C. Þegar út er komið virðist allt vera óbreytt. Kærasta hans vill hann enn þá, móðir hans einnig og Danny, litli bróðir hans, er allshugar feginn að átrúnaðargoð hans er aftm- komið heim til sín. En Derek er breyttur maður og vill ekk- ert hafa lengur með sína gömlu félaga að gera og hefur því skiljanlega mikl- ar áhyggjur þegar hann sér að litli bróðir hans stefnir í alveg sama farið. Hann ákveður að reyna að gera eitt- hvað í málunum og þar með er dramatísk forsenda myndarinnar komin á gott skrið. En Danny er kom- inn á kaf í alls konar rasistafræði og vill ekki viðurkenna að Derek sé orð- inn annar maður. Hann skilar inn ritgerð um Mein Kampf í skólanum og er tekinn inn á teppi fyrir það. Honum er gert að skrifa ritgerð um Derek eða vera rekinn úr skólanum. Þegar Derek sjálfur tekur vel í þetta renna tvær grímur á Danny. Hvort á hann að tjá sínar eig- in tiifinningar um bróður sinn og þann hræðilega glæp sem hann framdi eða taka afstöðu með félögmn sínum í D.O.C. og líta á bróður sinn sem hetju og píslarvott? David McKenna er handritshöf- undur og segir hann að myndin sé til- raun til að ijalla um ástæður fyrir hatri. Hvers vegna hatar fólk hvað annað? Hann segir að í þessu tilfelli byrji hatrið innan fjöl- skyldunnar. McKenna tók fjöldann allan af ; „snoðhaus- ; um“ í viðtal og eyddi gífurlegum tíma í að fylgjast með þeim við leik og störf. „Ég hafði séð margar grunnhyggnar heimildarmyndir um þessi efni og mig langaði að sýna hvernig góðir krakkar úr góðum fjölskyldum geta umbreyst og týnst. Leikstjóri myndarinnar er Tony nokkur Kaye og hefur hann aðallega unnið við auglýsingagerð og tónlist- armyndbönd. Hann er einnig þekktur fyrir að taka myndir sínar sjálfur og er þessi mynd engin undantekning. Hann var staddur hér á landi fyrir skemmstu við að mynda auglýsingu. Hver veit nema hann geri aðra mynd í fullri lengd á næstunni? Anne Dudley semur tónlistina og muna ef- laust margir eftir henni vegna ósk- arsins sem hún fékk fyrir The Full Monty á sínum tíma. Hún samdi einnig tónlistina í The Crying Game og hefur unnið með popptónlistar- mönnum á borð við Frankie Goes to Hollywood og fyrrverandi umboðs- manni Sex Pistols, Malcolm McL- arens. Myndin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og verður hún frum- sýnd í Háskólabíói í kvöld. Ari Eldjárn Öfgahópar í Bandaríkjunum hafa komið sér vel fyrir á Netinu. Þetta gósenland frelsis og fjölbreytni hefur ýtt mjög undir vöxt þessara hópa og gert öfgamönnum kleift að þefa uppi skoðanabræður sína. Sækja meira svigrúm á Netið Kynþáttahatur er ekkert nýtt af nálinni og eins og fram kemur í kvik- myndinni American History X eru til j þar í landi ýmsir hópar sem segjast berjast gegn blökkumönnum, gyðing- um, innílytjendum og alls konar minnihlutahópum. í myndinni er sagt frá litlum hóp, D.O.C., sem er stofnaður af aðalpersónu myndarinn- ar Derek Vinyard. Vinyard segir að hópurinn sé alls ekki samansafn af sveitalubbum í hvítum sloppum sem brenni krossa heldur séu þetta vönd- uð og góð samtök sem beiti sér fyrir því að hvítir krakkar geti gengið um götur í hverfi sínu óáreittir. Mikil hugsjón það. Samtökin gera hins veg- ar ekkert af viti, eru mest í því að halda sóðaleg partí, álíka sóðalega tónleika, vitna í Hitler, snoða sig og ráðast á innflytjendur, blökkufólk og . gyðinga. En eru margir svona hópar starf- andi í Bandaríkjunum? Erfitt er að segja til um það. Það er helst að svona hópar séu áberandi á einum vettvangi: Netinu. Þar er að frnna fordómarnir skína í gegn og tilgang- þónokkurt magn af reiðilegum heimasíðum með margs konar hláleg- um röksemdum fyrir því að hvíti maðurinn sé öllu æðri. „Hræsni", „afætur“, „víðsýniskjaftæði", og fleiri stór orð koma oft fyrir og oftar en ekki er innflytjendum kennt um allt sem farið hefur úrskeiðis í þjóðfélag- inu. Alls konar ósanngjamar spum- ingar eru settar fram, t.d. er spurt hvers vegna meirihluti bandarískra tukthúslima sé svartir karlmenn. Margir ganga alla leið og halda því fram að ástæðan fyrir því sé sú að þeir séu einfaldlega óæðri, að þeir muni aldrei geta aðlagast siðuðu sam- félagi og best væri að „senda þá bara heim með bananabátnum". Sumir átta sig þó á því að það er ekkert vit í svona tali og reyna að vera fágaðri sem rasistar. Þessir menn halda þvi fram að þeir hafl ekk- ert á móti blökkumönnum, þeir vilji bara ekki búa með þeim. Þetta er ekki orðað á jafn óheflaðan máta en urinn helgar meðalið. Enginn af þess- um mönnum býður upp á neina lausn á þessum „vandamálum" nema þá kannski einn og einn fanatíker sem vill fara að stunda þjóðflutninga á nýjan leik. Flestar ganga þessar heimasíður út á að tala um aús konar hættulegar bækur og ræða alls konar galla á menningu minnihlutahópanna. Hip- hop tónlist er tekin alveg sérstaklega fyrir og hef ég sjaldan lesið aðra eins vitleysu á ævi minni og þegar ég las eitthvert bréf mn tilurð hip-hop tón- listar, að einhver eiturlyfjabaróninn hefði fundið hana upp til að auka sölu á varningi sínum og að öll hip-hop tónlist sé bara gerð til að upphefja eit- urlyf. í bréfinu er sagt að ástæðan fyrir því að engan gruni nokkum skapaðan hlut sé sú að allir séu svo uppfullir af „víðsýniskjaftæði" að þeir taki ekki eftir því að samhliða hlustun á þessa tónlist blossi upp sterk eiturlyfjafíkn. Merkileg rök- semd. Hvergi er þó útskýrt hvemig tónlistin veki þessar kenndir og að lokum er tíundað að best sé bara að skjóta alla þessa rappara og losna þannig við eiturlyfjavandann. Ef til vill er þetta dálítið öfgakennt dæmi, en svona er hugsunarháttur- inn. Menn fálma út höndunum þang- að til þeir grípa í eitthvert efni sem þeim er illa við og reyna þá að rétt- læta hatur sitt með því að kenna efn- inu um hina og þessa hluti. En á Net- inu er minna um stórtæka rasista. Mest em þetta bara einhverjir vit- lausir krakkar í leik sem þeim finnst bæði hættulegur og fullorðinslegur. Hin ýmsu samtök greina frá fjölda fé- laga og em það oft furðulega háar töl- ur. Ber því ekki að taka þær alvar- lega. En einn fáfróður krakki að „flippa" á Netinu getur vissulega orð- ið tíl þess að umbreyta hugsunar- hætti ótal ungmenna og því er þetta hættulegt. Netið getur verið öflug málpípa. Ari Eldjám ■ 11! f Ó k U S 26. mars 1999 1-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.