Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 16
Óskarsverðlaunaafhendingin er nokkur bíómynd. Tár, gleði, harmur og Ásgrímur Sverrisson horfði á herlegheitin ræðum með að halda stemningunni uppi. Stöðugt fliss hennar og yfirlýs- ingar um hversu vel hún væri að skemmta sér bentu til þess að tviræð og hrekkjótt kerskni hennar væri ekki að virka. Ýmislegt annað áber- andi klúður setti svip sinn á kvöldið; Mariah Carey virkaði afar taugaó- styrk við hlið yfirvegaðrar Whitney Houston þegar þær sungu saman „When You Believe"; Val Kilmer átti í mesta basli með baldinn hest þegar hann kynnti innslag til heiðurs vestr- um; Anne Heche varð fórnarlamb tæknilegra bilana en svo kaldhæðnis- lega vildi til að hún var að kynna tækniverðlaun hátíðarinnar; en at- hyglisverðast var að upplifa hin mis- jöfnu viðbrögð gesta við heiðursverð- launum til handa leikstjóranum Elia Kazan. Maðurinn og mótsögnin Mikill stormur hafði geysað um nokkra hríð vegna þessara verðlauna í Bandaríkjunum þar sem margir muna glöggt að það var Kazan sem einna fyrstur beygði sig fyrir þrýstingi nornaveiðara á sjötta áratugnum og nefndi nöfn þeirra félaga sinna sem hann taldi að væru hallir undir kommúnisma. Afleiðingar þessara gjörða hans sem og fleiri manna urðu til þess að eyðileggja feril fiölda- margra hæfileikamanna og setja sót- svartan blett á sögu Hollywood. Nokkur hluti viðstaddra reis á fætur, þar á meðal hinn vinstrisinnaði War- ren Beatty, en Kazan leikstýrði hon- um í fyrstu mynd hans, Splendor in the Grass, árið 1961 og gerði hann að stjömu. Aðrir gestir sátu en klöpp- uðu kurteislega, þar á meðal Spiel- berg, og enn aðrir sátu með kross- lagða arma, þar á meðal prinsipp- mennirnir Nick Nolte og Ed Harris. Kazan, sem vissi greinilega upp á sig skömmina en hefur ekki enn beðist formlega afsökunar á atferli sínu forðum daga, var stuttorður. Hann þakkaði Akademíunni fyrir hugrekki og rausnarskap og sagðist svo bara ætla að láta sig hverfa. Sem hann og gerði því hann hélt ekki til fundar við blaðamenn eins og vaninn er að verð- launahafar geri undireins og þeir hafa fengið styttuna í hendur. í hverjum manni búa mótsagnir og Kazan er engin undantekning. Hann var nefnilega sjálfur rammpólitískm- réttlætismaður sem jafnan var hug- leikin staða lítilmagnans. Myndir hans bera því vitni: kynþáttafordóm- ar í Gentlemen’s Agreement og Pin- ky, barátta gegn spillingaröflum í Boomerang og On the Waterfront, byltingarhugsjónir í Viva Zapata og rótlaus ungdómur í East of Eden, svo einhverjar af myndum hans séu nefndar. Kazan er einn af meisturum Hollywood, afbragðsleikstjóri sem átti meðal annars hvað mestan þátt í að laða fram fijálslegri leikstíl í kvik- myndum en áður hafði tíðkast. Að- ferð þessi er gjarnan kennd við „met- hod“ og byggð á kenningum Stan- islavskys hins rússneska um að nálg- ast persónumar innan frá með ná- kvæmri krufningu og algerri sam- sömun. Marlon Brando, James Dean og Montgomery Clift voru helstu merkisberar þessarar nálgun- ar í fyrstu en menn á borð við Robert De Niro, A1 Pacino og Dustin Hoffman áttu eftir að lyfta þessu flaggi enn hærra svo nú jaðrar við að „method" aðferðin sé hið almenna viðmið hvað varðar leikstil kvik- mynda. Það var því ekki nokkur spurning að hann var vel að verð- laununum kominn en eftir stendur að hann skuldar samferðamönnum sín- um skýringar eða í það minnsta af- sökunarbeiðni. Á það má þó benda að ef hann hefði haldið kjafti hefði leik- stjórnarferill hans verið rústaður með ótilgreindum afleiðingum fyrir kvikmyndasöguna. Fjör í leiknum Skemmtiatriði kvöldsins var tví- mælalaust hinn ofsaglaði Roberto Benigni sem lét sig ekki muna um að skoppa á sætisbökum, hóta því að njóta ásta með öllum viðstöddum og klára sinn takmarkaða orðaforða í ensku! Hann var maður kvöldsins og vel að sínum óskurum kominn, sagð- ist að vísu ekki eiga þá skilið en vildi samt fá fleiri. Svona menn eru þyngdar sinnar virði í gulli og ekki skemmir að myndin hans er hreint ágæt. Jim Carrey átti líka gott inn- legg þegar hann mætti til að kynna klippverðlaunin en áður hafði hann sjálfan sig að háði og spotti með því að brotna saman yfir því að hafa ekki einu sinni fengið tilnefningu fyrir The Truman Show, nokkuð sem kom á óvart, svo ekki sé meira sagt. Óneitanlega leiddi maður hug- ann að því hversu skemmtilegur hann hefði getað verið sem kynnir kvöldsins, hann hefði getað mjólkað þennan vonbrigða- og afbrýðisemis- þátt og hleypt þannig svolitlu Qöri í leikinn. Það sem gladdi mig þó mest var að sjá gömlu kempuna James Coburn fá óskar fyrir frábæran leik sinn i hinni lítt þekktu mynd Pauls Scraders, The Af- fliction (hún fæst á myndbandaleig- um og er afbragð). Það er nefnilega svo oft sem Akademían stingur dúsu upp í einhverja aldraða stjörnuna, sérstaklega þegar uppgötvast að hún hefur ekki fengið nein verðlaun á löngum ferli og er um það bil að hrökkva upp af. í þetta skiptið var engu slíku til að dreifa. Coburn, sem leikið hefur í á sjötta tug mynda á lit- ríkum fjörutíu ára ferli, stóð hér keikur meðal starfsbræðra sinna, sem allir höfðu gert afar vel, og hafði betur. Hollywood er grimm og mis- kunnarlaus borg, fljót að gleyma, samanber máltækið „Þú ert aðeins jafngóður og síðasta myndin þín“. í tilfelli Cobums hitta þessi orð beint í mark en með yfirbragði hins ljóð- ræna réttlætis. Ásgrímur Sverrisson ► FYLjGIR myndavél! 6TOFKAÐ HSI - G Æ ÐI EBU OKKUR HUOLEIKIN / Óskarsverðlaunaafhendingin 1999 var endurtekið efni, fastir liðir eins og venjulega, uppfylltar vonir og brostnir draumar, óhófleg tilfmninga- semi, glæsikjólar og glitrandi stjöm- ur í bland við góðar kvikmyndir og ekki alveg eins góðar. Við höfðum séð þetta allt saman fyrr en samt var allt einhvem veginn öðruvísi en áður. Óneitanlega var athöfnin nokkuð meira spennandi en oft áður þar sem ekki var borðleggjandi að ein mynd rakaði saman flestum verðlaunum. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum virtist ekkert geta komið í veg fyrir stórsigur hins óbreytta Ryans en skjótt skipast veður í lofti, gaman- saga um þekkt leikritaskáld aftan úr öldum reyndist skæður keppinautur og stóð loks uppi sem sigurvegari kvöldsins. Shakespeare gamli hefur síður en svo sagt sitt síðasta orð. Mulningsvélin Miramax Úrslitin eru kannski fyrst og fremst sigur fyrir Miramax-maskín- una og óviðjafnanlega hæfileika Weinstein bræðra, forstjóra Miramax, til að selja heiminum myndirnar sínar. Miramax háði harða áróðursstyrjöld síðustu vikum- ar fyrir afhendinguna fyrir Shakespe- are in Love og tókst að vekja Dreamworks, framleiðanda Saving Private Ryan, af nokkuð værum blundi með þeim afleiðingum að þeir kepptust við að toppa hvor annan í auglýsingum og öðm brambolti. At- gangurinn undirstrikar enn og aftur þá staðreynd að óskarsverðlaunin em fyrst og síðast markaðssetningar- tæki, straumlínulöguð vél hönnuð af bandaríska kvikmyndaiðnaðinum til að viðhalda goðsögninni um sjálfan sig. Allt ber þetta fagurt vitni miklum sölumannshæfileikum en hefur minna að gera meö innihald kvik- mynda. Gwyneth Paltrow hefur nú fengið inngöngu í meistaraflokkinn eftir að hafa verið ung og upprennandi í nokkur ár. Það hefur verið athyglis- vert að fylgjast með umbreytingu hennar úr ferskri jaðarstelpu í meg- instraumsprinsessu sem á hvíla mikl- ar væntingar. Það eru í raun mjög einfóld skilyrði sem leikkona þarf að uppfylla til að geta talist með stóra stelpunum í Hollywood; getur hún „opnað“ mynd eða ekki, það er að segja dregur nafn hennar nægilegan fjölda áhorfenda í bíó á fyrstu sýning- arhelginni? Þessari spurningu þarf Paltrow að svara játandi helst á næstu misserum svo ekki fari fyrir henni eins og Sharon Stone, Söndru Bullock eða Juliu Roberts sem átt hafa vægast sagt grýttan feril eftir góða byrjun (Julia virðist reyndar öll að koma til en hinar eru ennþá í eyði- mörkinni). Enn í leit að viðurkenningu „Ósigur" Spielbergs var og svolít- ið óvæntur. Maður bjóst við að hin áhrifamikla og meistaralega saman- setta mynd hans myndi hafa betur í glímunni við hina laufléttu en glitr- andi Shakespeare-mynd. Engu að síður er vafasamt að tala um „ósigur" því maðurinn fékk óskar fyrir leik- stjóm, auk þess sem myndin vann einnig fyrir bestu kvikmyndatöku, hljóð, áhrifahljóð og klippingu; vitnis- burður um það stórkostlega hand- hragð sem einkenndi Saving Private Ryan og jafnan má búast við af Spiel- berg og hans teymi. En fyrir mann sem svo opinskátt þráir viðurkenn- ingu starfssystkina sinna („leyfist mér að segja að mig langaði virkUega í þetta?“ sagði hann með leik- stjómaróskar í hendi) hljóta úrslitin að teljast nokkur vonbrigði. Áhuga- sömum til frekari fróðleiks skal bent á mjög athyglisvert viðtal við meist- arann á slóðinni http.//www.filmun- limited.co.uk/Feature-Story/Obser- ver/0,4120,36445,OO.html þar sem hon- um er fylgt eftir í þrjá daga skömmu fyrir óskarshátíðina. Klúður og vandræðagangur Annars var hátíðin í ár einkenni- leg blanda af vandræðagangi og óvæntum tilfinningaupphlaupum. Whoopi Goldberg, sem var langt frá sínu besta, átti í töluverðum vand- Canon Ixus L-l €> 26 mm linsa með Ijósopi 2,8 O Sjálfvirkur fókus og auðveld filmuísetning O Lágmarksfjarlaegð frá myndefni er aðeins 0,45 m O Möguleiki á dagsetningu og texta aftan á mynd O Sjálfvirkt, innbyggt flass með vörn gegn rauðum augum Fermingartilboð 16 f Ó k U S 26. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Fókus (26.03.1999)
https://timarit.is/issue/198621

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Fókus (26.03.1999)

Aðgerðir: