Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 Fréttir SÍF-hlutabréf konu lenti í hrakningum hjá íslandspósti: Fannst eftir þriggja mánaða leit - var undir tölvu - eigandinn hefur enn ekki fengið bréfið „Þegar ég varð þess vör um jóla- leytið að það var komið áþyrgðar- þréf til sonar míns en ekkert til min fór ég að undrast og spyrjast fyrir hjá SÍF. Fékk ég að vita að hlutabréfið hafði verið sent mér, en ekki skilað sér til min,“ segir Geir- laug Sigurðardóttir í samtali við DV. Geirlaug lenti í því að ábyrgð- arbréf til hennar með hlutabréfi í SÍF týndist hjá íslandspósti. Bréfið er nú fundið, tæpum þremur mán- uðum síðar. Hlutabréfið var sent frá skrif- stofu SÍF í Hafnarfirði á heimilis- fang Geirlaugar. Hún átti von á þvi að það bærist henni milli jóla og nýárs og kvartaði þegar engin til- kynning barst um ábyrgðarbréf. Hún segir að leitað hafi verið að bréfinu hjá íslandspósti án árang- urs og skömmu fyrir áramótin seg- ir Geirlaug að talsmenn íslands- pósts hafi talið bréfið glatað. Hún hefði því að ráði lögmanns síns krafist skaðabóta vegna hugsanlegs gengistaps og skaða sem hún kynni að verða fyrir og greiddi íslands- póstur henni 25 þús. kr. skaðabæt- ur. Jafnframt var leitað eftir ógild- ingu bréfsins, en það er þriggja mánaða ferli með þeim aðdraganda að auglýst er eftir bréfinu í Lögbirt- ingablaðinu. Komi það ekki fram innan þriggja mánaða er hægt að ógilda það og gefa út nýtt í þess stað. Þessi frestur rennur út nú um mánaðamótin. En í síðustu viku hafði Geirlaug samband við skrif- stofu SÍF til að leita frétta og fékk þá að vita að bréfið hefði fundist undir tölvu hjá íslandspósti og væri komið til baka til skrifstof- unnar fyrir um viku síðan ásamt afsökunarbeiðni frá íslandspósti. Geirlaug hafði í gærkvöld ekki fengið hlutabréfið í hendur og er óánægð með það og einnig með að hafa ekki fengið strax að vita þegar bréfið loks fannst eftir að hafa ver- ið týnt í um þrjá mánuði. Þá fmnst henni ankannalegt að starfsmenn íslandspósts biðji SÍF afsökunar en ekki sig, eiganda bréfsins. Hjá íslandspósti fengust þær upplýsingar í gær að bréfið hefði verið ranglega merkt af hálfu send- anda þess i upphafi. Svo virðist sem ábyrgðarbréfið hafi einhvern veginn ratað úr sjónmáli fyrir slysni. Eiganda bréfsins hafi mjög skjótlega verið greiddar ríílegar skaðabætur, 25 þúsund krónur, þrátt fyrir að hámarksskaðabætur fyrir týnd ábyrgðarbréf séu 3500 krónur. En vitanlega harmi Is- landspóstur að bréílð skyldi týnast og hafl fyrirtækið beðið eiganda þess afsökunar á mistökunum. -SÁ Flytja þurfti konu með þyriu Landhelgisgæslunnar á laugardag eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla í Grímsnesi, skammt frá Kerinu. Slysið varð um kaffi- leytið á laugardag og er talið að önnur bifreiðin hafi eklð á röngum vegarhelmingi. Bílstjóri og tveir farþegar voru fluttir til Selfoss og þaðan á Sjúkrahús Reykjavíkur. DV-mynd HH Norðurland eystra: Listi Samfylk- ingar ákveðinn DV, Akureyri: Framboðslisti Samfylkingar- innar á Norðurlandi eystra var samþykktur á fundum kjördæm- isráða A-flokkanna um helgina, en listinn er þannig skipaður: 1. Svanfríður Jónasdóttir al- þingismaöur, Dalvíkurbyggö. 2. Örlygur Hneflll Jónsson lög- maður, Húsavík. 3. Kristin Sigursveinsdóttir iðjuþjáifí, Akureyri. 4. Pétur Bjamason fram- kvæmdastjóri, Akureyri. 5. Hadda Hreiðarsdóttir nemi, Akureyri. 6. Heimir Ingimarsson fram- kvæmdastjóri, Akureyri. 7. Ólafur B. Einarsson húsa- smiöur, Kópaskeri. 8. Halldór Guðmundsson bif- vélavirki, Ólafsfirði. 9. Þórunn Þorsteinsdóttir af- greiðslustjóri, Þórshöfn. 10. Sigrún Stefánsdóttir nemi, Akureyri. 11. Jón Helgason, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, Akureyri. 12. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi, Húsavík. -gk Heimsviðburður í Valaskjálf á Egilsstöðum: My Fair Lady fyrir fullu húsi Hér er stærstur hluti þeirra vinna að sýningunni á My Fair Lady. Fremst frá vinstri: Oddur Bjarni leikstjóri, í köflóttri skyrtu. A bak við hann, skeggjaður, er Charles Ross hljómsveitarstjóri. Herra Higgins - Einar Rafn Haraldsson. Elísa - Agnes Vogler. Alfred Doolittle - Daníel Behrend, með húfuna öfuga. DV-mynd Sigrún „Æfingar hafa gengið ljóm- andi vel. Við byrjuðum 3. febr- úar og höfum verið að á hverju kvöldi, með hléum vegna þorrablóta, flensu og jarðarfara. Það háði okkur svolítið að við fengum ekki Valaskjálf til æfinga fyrr en seinnipartinn í febrúar, en nú er bara finpússim eftir og allt að smella saman,“ segir Oddur Bjami Þorkelsson, sem leik- stýrir My Fair Lady hjá Leik- félagi Fljótsdalshéraðs. Frum- sýning var í gærkvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem áhuga- leikfélag sýnir þetta heims- fræga verk og þurfti leyfi rétt- hafa til. Von var á fólki frá Bandaríkjunum til að sjá sýn- inguna. Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur tekið til sýninga mörg stórverk og er skemmst að minnast þegar Draumur á Jónsmessunótt var sýndur hér fyrir tveimur árum. Sú sýning var úti í skógi og það hefur ekki verið gert annars staðar í heiminum, utan London. Þetta er því að verða regla hjá leikfélaginu að gera eitt- hvað á heimsmælikvarða. í helstu hlutverkum í My Fair Lady eru Agnes Vogler sem Elísa, Einar Rafn Haraldsson sem herra Higgins og Daníel Behrend sem AI- fred Doolittle. Alls vinna um 60 manns að sýningunni. Hljómsveit er frá tónskólum á Héraði. Hljómsveit- arstjóri er Charles Ross. Um bún- inga sér Kristrún Jónsdóttir. -SB Ekki á flæðiskeri Nú munu menn vera að ganga frá starfslokum við Friðrik Páls- son, fyrrverandi forstjóra Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, SH. Eins og lesendur sjálfsagt muna var Friðriki sagt upp störfum í kjölfar hallarbyltingarinn- ar á aðalfundi SH á dögunum. Heim- ildir herma að umræddur starfs- lokasamningur kosti SH litlar 50-60 milljónir króna. Friðrik mun því ekki verða á flæðiskeri staddur næstu árin og fjárhagsáhyggjur víðs fjarri. En hann mmi þó ekki vera á þeim buxunum að yfirgefa slorbransann. Likur eru taldar á að Friðrik yerði kjörinn stjórnar- formaður SÍF, þar sem hann var áður forstjóri, á aðalfundi félagsins á miðvikudag.... Snótin sú Á borgarafundi í Grafarvogi á dögunum var samin ályktun um að næsti samgönguráðherra ætti að koma úr þingmannahópi Reykja- víkur. Ásta R. Jó- hannesdóttir var fljót til og bauðst strax til að gegna því embætti á næsta kjörtíma- bili, enda eini Reykvíkingurinn i núverandi sam- göngunefnd. Geir H. Haarde fjármálaráðherra, sem einnig var á fundinum, mælti þá fram vísu meö Blöndalskum takti og tóni. Hún er svona: Ásta mælir mikið nú margt fer því í verra hún viH verða, snótin sú, samgönguráðherra.. Margt um manninn Eins og fram kom í Sandkorni í liðinni viku er Pétur Pétursson, hinn ástsæli fréttamaður, að hætta á Stöð 2 og fara yfir til GSP-al- mannatenglsa, þar sem hann mun plögga og kenna fólki sitthvað varð- andi framkomu í fjölmiðlum. Pétur hélt mikla kveðju- veislu hjá Hrafni Jökulssyni og félögum á Grand Rokk á laugardags- kvöld. Þar var margt um mannninn, þeirra á meðal góðvinir Sandkorns, fréttamaðurinn Róbert Marshall og söngfuglinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi. Þá heiðr- uðu þau Jónína Benediktsdóttir líkamsræktarfrömuður og Jóhann- es Jónsson, vinur launamannsins, Pétur einnig með nærveru sinni og tóku nokkur dansspor.... Síðasta vígið Mikill metingur hefur alla tíð verið milli Egilsstaða og bæjanna niðri á fjörðunum. Fjarðabúar segja að Egilsstaðir vilji gína yfir öllu og verða höfuð- staður Austurlands. Á sama tíma líta Egilsstaðamenn öf- undaraugum til útgerðarmögu- leika og atvinnu- ástands á flörð- unum. En nú á víst að fara að gera höfn á Egilsstöðum og heyrðist þá einhver fjarðarbúinn tauta að nú væri síðasta vígið að falla og Egilsstaðabúar ætluðu að auki að fá framlag úr hafnarsjóði. Sagði ónefndur fjarðarmaður að það hafi verið eini sjóðurinn sem þeir hafi þóst vissir um að geta haft í friöi fyrir „þessum hérum“.... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.