Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Augiýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Gefum þeim vopnin Vanmáttur lýðræðisríkja að koma vitinu fyrir glæpa- menn sem stjórna ríkjum víða um heim með harðri hendi, hefur berlega komið í ljós í viðureigninni við Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu. Hótanir hafa dugað skammt og loftárásir sem NATO hóf í liðinni viku endurspegla aðeins hve illa Vesturlönd hafa haldið á málum gagnvart Balkanskaga. Þar skiptir grunnhyggni og skammsýni bandarískra stjómvalda mestu. Saga Milosevic er saga ofbeldis. Árið 1991 hvatti hann Serba til vopna í Slóveníu og Króatíu og þegar fyrr- nefnda landið lýsti yfir sjálfstæði réðst Milosevic til at- lögu. Her Slóveníu var undir átökin búinn og hrakti Serba til síns heima. Frá þeim tíma hafa Slóvenar búið við efhahagslegan uppgang og frið. Aðrir nágrannar Milosevic hafa ekki verið jafnheppnir, enda ekki búið yfir sömu fyrirhyggju og Slóvenar. Staðreyndin er sú að stefna Vesturlanda hefúr öðm fremur tryggt völd Slobodans Milosevic. í júní 1991 lagði James Baker, þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, leið sína til Belgrad og lýsti yfir stuðningi Bandaríkjanna við sameinaða Júgóslavíu og þar með við Milosevic. Tveim- ur mánuðum síðar réðust Serbar á Króatíu. Sameinuðu þjóðimar gripu til örþrifaráða og settu vopnasölubann á Júgóslavíu, sem gerði ekki annað en lama andstæðinga Milosevic, sem hafði næg aðföng af vopnum. í byrjun sumars 1992 hófu Serbar sprengjuárásir á hina forn- frægu borg Sarajevo. Árásirnar stóðu yfir á íjórða ár og Sarajevo varð tákn vanmáttar og getuleysis lýðræðis- ríkja gagnvart ofbeldi siðlausra glæpamanna, undir for- ystu Milosevic sem kom upp dauðabúðum fyrir Króata og múslima, í stíl nasista. Það var ekki fyrr en Biil Clinton Bandaríkjaforseti heimilaði 1993 vopnasendingar frá íran til Króatíu og Bosníu að þessi ríki gátu veitt glæpalýðnum mótspymu. En aftur gerðu vesturveldin, undir forystu Bandaríkj- anna, sig sek um afglöp þegar þau með Dayton-friðar- samkomulaginu tryggðu Milosevic í sessi og gerðu hon- um kleift að ráðast til atlögu við Kosovo sem áður naut sjálfstjórnar. Staðreyndin er sú að Milosevic og hans líkar þrífast á ófriði - þeir ríkja í skjóli ótta, yfírgangs og glæpa. Allar til- raunir þjóða heims til að koma vitinu fyrir hann hafa ver- ið tilgangslausar. Milosevic, eins og aörir af sama sauða- húsi, verða ekki stöðvaðir nema með vopnavaldi. Þetta sýndi Slóvenia, og síðar Króatía og Bosnía, þegar þau loks- ins fengu vopnin í hendumar. Slobodan Milosevic hefur ráðið rikjum hjá Serbum í 12 ár, fyrst sem forseti Serbíu og síðan sem forseti sambands- ríkis Serbíu og Svartfjallalands. Á þessum tíma hefur hann kveikt hvert ófriðarbálið á fætur öðru á Balkanskaga og það síðasta logar enn í Kosovo. íbúar Kosovo, sem em að miklum meirihluta Albanir, standa varnarlausir gegn of- ríki Serba. Tilraunir umheimsins til að koma á friði hafa reynst árangurslausar og eftir margra mánaða innantóm- ar hótanir hófust loftárásir NATO. Lærdómurinn af samskiptum Vesturlanda við Milosevic er einfaldur. Það er ekki hægt að koma á friði við mann sem vill ekki frið. Það er ekki hægt að standa aðgerðalaus þegar glæpamenn á valdastóli ráðast til atlögu. En fyrst og fremst ættu lýðræðisríkin að hafa lært af biturri reynslu að nauðsynlegt er að gefa fórnarlömbum ofbeldismanna tækifæri til að verja hendur sínar. Loftárásir NATO nú voru óhjákvæmilegar, en þær em afleiðing rangrar og bamalegrar stefhu Vesturlanda gagnvart Júgóslavíu. Óli Bjöm Kárason „Sú nýja lífssýn sem við í Samfylkingunni viljum bjóða eldra fólki, öryrkjum og einstæðum foreldrum upp á, er öryggi - öryggi i lífsafkomu og möguleikar til lifandi og skapandi þátttöku í þjóðfélaginu - ekki bara rétt fyrir kosningar, heldur allt kjörtímabilið." Samfylkjum um meira réttlæti grunnlífeyrir og tekjutrygging fylgi launavísitölu. Ef teknar eru með ein- xlaunavísitölu. Enn meiri munur er á þessu kjörtíma- bili ef borin eru sam- an hækkun lág- markslauna, launa- vísitölu og hækkun á grunnlífeyri og tekjutryggingu. Fyrsta verk núver- andi ríkisstjórnar var að klippa á tengsl lífeyris- greiðslna og launa. Öryrkjabandalagið hefur m.a. bent á að afleiðing þess varð sú að lágmarkslaun „Ríkisstjórnarflokkarnir skildu eldra fólk og öryrkja eftir, þrátt fyrir að þeir hefðu haft 100 millj- örðum meira í tekjur til ráðstöf- unar en ríkisstjórnin sem starf- aði á tímabilinu 1991-1995. Það segir margt um forgang núver- andi ríkisstjórnar.“ Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir oddviti Samfylkingar- innar í Reykjavik „Ríkisstjórnarflokk- amir skildu eldra fólk og öryrkja eftir, þrátt fyrir að þeir hefðu haft 100 milljörðum meira í tekjur til ráðstöfunar en rikisstjómin sem starfaði á timabilinu 1991-1995. Það segir margt um forgang nú- verandi ríkisstjómar.“ í grófum dráttum hafa tekist á tvenns konar meginsjónar- mið meðal íslendinga - sjónarmið jafnræðis og sjónarmið sér- hyggju. Við í Sam- fylkingunni viljum heQa til vegs á ný sjónarmið samhjálp- ar, réttlætis og jafnað- ar. Það sem einkennir kjörtímabilið sem seim er liðið er vax- andi misrétti og stétta- skipting. Kjör lífeyrisþega sl. 8 ár Þrátt fyrir góðærið á þessu kjörtímabili eru fjölmennir hópar útundan - aldraðir, öryrkjar, einstæðir foreldrar og láglauna- fjölskyldur. Til vitnis um það eru eftirfar- andi upplýsingar frá Þjóðhags- stofnun: í lok kjörtímabils síðustu ríkis- stjómar vantaði 191 kr. á grunnlíf- eyri og tekjutryggingu til að lífeyr- isgreiðslur fylgdu launavísitölu. Ef teknar era með eingreiðslur vora lífeyrisgreiðslur 654 kr. yfir launavísitölu. Nú í lok kjörtimabils þessarar ríkisstjómar vantar 986 kr. til að hafa sl. 5 ár hækkað um 52%, launavísitala um rúm 30% og grunnlífeyrir og tekjutrygging um 17,4%. Undir þessum kring- umstæðum talar formaður Sjálf- stæðisflokksins um mikla þjóðar- velmegun. í því hlýtur líka að fel- ast þverstæða þegar þessi sami formaður ýtir undir græðgi og eignagleði meðan heilu þjóðfé- lagshópamir hafa orðið útundan. 100 milljörðum meira ítekjur Þegar Samfylkingin bendir á þá staðreynd að lífeyrisþegar hafi verið skildir eftir i góðærinu, þá slá stjóm- arherramir sér á brjóst og segja að kjör þeirra hafi þó batnað verulega á þessu kjörtímabili. En staðreyndin er sú að í góðærinu vora verst stöddu hóparnir skidir eftir. Ofan- greindar tölur Þjóðhagsstofnunar staðfesta það. Ríkisstjórnarflokkam- ir skildu eldra fólk og öryrkja eftir, þrátt fyrir að þeir hefðu haft 100 milljörðum meira í tekjur til ráðstöf- unar en ríkisstjómin sem starfaði á timabilinu 1991-1995. Það segir margt um forgang núverandi ríkis- stjórnar. í niðursveiflunni í efnahags- og at- vinnulífmu árin á undan var þó reynt að láta kjör lífeyrisþega fylgja launaþróun á almennum markaði. Ríkisstjórnin virðist einungis muna eftir þessum hópum í kosn- ingabæklingum sínum rétt fyrir kosningar. Siðan era þeir gleymdir. Ekki kæmi heldur á óvart þótt hún léti eitthvað af hendi rakna til þess- ara hópa nú á síðustu vikum kjör- timabilsins - eða rétt áður en stjómarflokkamir þurfa á atkvæð- um þessara hópa að halda. Réttlæti og sanngirni Sú nýja lífssýn sem við í Sam- fylkingunni viljum bjóða eldra fólki, öryrkjum og einstæðum foreldram upp á, er öryggi - ör- yggi í lífsafkomu og möguleikar til lifandi og skapandi þátttöku í þjóðfélaginu - ekki bara rétt fýrir kosningar, heldur allt kjörtímabil- ið. Réttlæti, sanngimi og jafnræði verður þungamiðjan í stefnu Sam- fylkingarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir annarra Öðruvísi greiðsluvandi „Þau vandræði sem við eram að horfa á hér era fyrst og fremst afleiðingar gríðarlegrar lántöku til neyslu og einkanota. Þetta fólk hefur margt fallið fyrir öllum þessum tilboðum sem rignir yfir heimil- in. Það er kannski með 10-12 raðgreiðslusamninga, yfirdrátt í ótal lánastofnunum og greiðslukortin i botni. En fáir bjóðast til að hjálpa fólki að reikna út kostnaðinn af þessu öllu saman. Fyrir 2-3 árum var fólk oft með mjög mikil uppsöfnuð vanskil; meðal- talið var ein og hálf milljón. En mér sýnist að van- skilin hafi lækkað, þrátt fyrir enn hærri skuldir - sem ég skýri svo að fólki veitist nú léttara að skuld- breyta. Þetta er kannski hluti þessa aukna framboðs, að skuldbreyting er auðveldari um leið og þessi neyslulán verða miklu lengri." Elín Sigrún Jónsdóttir, forstöðum. Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, í Degi 26. mars. Raunveruleg nýsköpun „Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur hlutverki að gegna og ég tel þörf fyrir slíka stofnun, enda geng- ið út frá því að stjórnendur Nýsköpunarsjóðs líti á erindi sem berast stofnuninni af víðsýni og fram- sýni, og þó með arðsemissjónarmið að leiðarljósi. Það hlýtur því að skipta meginmáli að nýjar hug- myndir séu vel skilgreindar og framkvæmanlegar og einnig sé áhersla lögð á þau verkefni sem leitt geti til raunverulegrar nýsköpunar í atvinnulifinu og bætt stöðu þess í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi." Sólveig Pétursdóttir í Viðskiptablaðinu 24. mars. Fýrsta sparnaðartillagan „Allir vita að ljárhagur borgarinnar er erfiður og skuldir hennar hafa næstum tvöfaldast á valdaskeiði R-listans. Kjaraskerðing tO sextán ára unglinga er fyrsta spamaðartillagan sem komið hefur frá R-list- anum um langt skeið og er talið að hún muni spara borginni um 1.800 þúsund krónur.... Flestir hefðu bú- ist við því að R-listinn gripi til annarra sparnaðar- leiða en að skerða kjör sextán ára unglinga sem njóta ekki samningsréttar. Nú vita Reykvíkingar betur. Borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar R-listans telja sig greinilega hafa fundið breiðu bökin í borginni, sem eiga að axla kjaraskerðingu, mitt í góðærinu." Kjartan Magnússon í Mbl. 26. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.