Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 31 KOMIN AFTUR Apple hefur ekki undan að fram- leiða nýju iMac-tölvumar og eru þær að seljast upp um þessar mund- ir. Margir hafa velt fyrir sér ástæð- unni fyrir þessu og sýnist sitt hverj- um. Opinher skýring Apple er að iMac-tölvurnar eru einfaldlega svona yfirmáta vinsælar en suma er farið að gruna að ástæðan sé að von sé á nýrri línu frá Apple innan skamms. Sölumenn í Bandarikjunum kvarta sáran yfir því hve lítið fáist af nýju lita-iMac-tölvunum og segja að ástæðan fyrir skortinum hrein- lega geti ekki verið sú að Apple 2000-vandinn skellur á innan skamms: Fjórðungur vandans á jessu ári Rannsóknarhópurinn Gártner Group, sem er leiðandi í rann- sóknum á 2000-vandanum í heim- inum, gaf í síðustu viku út árs- fjórðungsskýrslu sína. Þar kemur m.a. fram að um fjóröungur erfið- leika vegna 2000-vandans mun eiga sér stað á þessu ári. Að því er fram kemur í skýrslunni munu einungis 8 til 10% erfiðleik- anna eiga sér stað í janúar á næsta ári. Alls telur Gartner Group að 55% 2000-vandans muni eiga sér stað árið 2000. . Erfiðleikarnir fara fyrst að láta á sér kræla í júlí og svo kemur önnur hrina í október á þessu ári, að mati hópsins. Þetta er vegna þess að þessir mánuðir marka upphaf fjárhagsára margra fyrir- tækja og tölvur þeirra fara að nota dagsetningar sem ná til næsta árs í útreikningum sínum. Að mati Gartner Group getur þetta sett strik í reikning margra fyrirtækja sem hingað til hafa einungis búist við vandræðum í janúar á næsta ári og eru ekki viðbúin tölvuvandræðum eftir einungis þrjá mánuði. Hin gríðarstóra CeBIT tækni- og tölvusýning var haldin í Hannover í Þýska- landi fyrir skömmu. Sýningin er hvorki meira né minna en sú stærsta sinn- ar tegundar í heiminum og því er ekki óeðlilegt að þátttakendur í sýningunni geri sitt besta til að ná athygli sýningargesta. Þessi ágæti maður kynnir hér þjónustu America Online með því að messa yfir skaranum ofan af risastórri eftirlíkingu af tölvu. PASKA Tl'. P0CS"“iR Húfur. hanskar luffur ■20% Skfðahjálmar skíðagleraugu -15% Brettapakki 30% SKIÐAPAKKAR OftO/ Brettafatnaður "ZD /o -20-40% SKIÐAGALLAR 3.900 til 7.900 Gönguskíða akki TILBOÐ 0Z0N úlpur og buxur -30% frá 14.668 Skíðaskór -ic ono/ alurairwauc ‘ I 5-30% G0TUSK0RA 1.900 töppurLnw i úíívót n i / / U3J1ÁJ1 ■3l)]311j1 - Orðrómur um Apple: Nú geta skíðaáhugamenn áttað sig á færð í skíðalöndum Reykjavíkur áður en lagt er af stað í skíðaferðina. Skíðavefur settur upp Ný lína gæti verið væntanleg © Husqvarna Husqvama heimilistækin eru komín aftur til landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar aila virka daga frá 9:00 -18:00. Endurnýjum góð kynni! lógmúla 8 • Simi 533 2800 Fyrir skemmstu var opnaður ný- stárlegur „Skíðavefúr“ á slóðinni www.esso.is, en þar er á ferðinni samstarfsverkefni fyrirtækisins og íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur. Það var Margmiðlun hf. sem sá um að hanna og smíða vefinn en þar er blandað saman fjölbreytilegri internettækni og nýstárlegir mögu- leikar miðilsins nýttir til hins ýtrasta. Á Skíðavefnum er að fmna ítar- legar upplýsingar um skíðafærð, skyggni, veðurhorfur og færð á veg- um til og frá tveimur aðalskíða- svæðum landsins. Um er að ræða annars vegar Bláfjöll og hins vegar Skálafell. Með þessu framtaki getur almenningur nú einfaldlega farið á Netið og kynnt sér á örskotsstundu ástandið í þessum eftirlætis skíða- svæðum íbúa á höfuðborgarsvæð- inu. Tengil inn á Skíðavefínn er jafn- framt hægt að finna á Vísi.is. Skortur á hinum nýju iMac-tölvum frá Apple hefur ýtt undir orðróm um að ný lína sé væntanleg. anni ekki eftispum. Þess vegna hef- ur þessi orðrómur vaknað, menn halda að Apple sé einfaldlega að þurrka lagerinn af „gömlu“ iMac- tölvunum til að rýma fyrir hinni dularfullu nýju línu. Tímasetningin ýtir líka undir orðróminn um uppfærslu tölvanna því tölvuframleiðendur eiga það oft til að endurnýja framleiðslulínur sinar á 90 daga fresti. Fyrsti iMac- inn var gefmn út í ágúst 1998 og ný lína með hraðari örgjörvum og fjöi- breyttu litavali kom á markaðinn i janúar 1999. Með hliðsjón af því er ekki ólíklegt að eitthvað spennandi gerist hjá Apple í apríl eða maí. En þetta er allt á orðrómsstiginu enn þá og Steve Jobs, framkvæmda- stjóri Apple, neitar að ræða þessi mál. Hann hefur lagt á það áherslu innan fyrirtækisins að skrúfa fyrir alla leka í fjölmiðla og því munum við varla komast að því hvort fótur er fyrir orðrómum um nýja línu fyrr en Jobs ákveður að rétti tíminn sé kominn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.