Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 40
Vinningstöhir laugardaginn: 27, 18|Í22?34 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1. 5 af 5 0 2.008.520 2. 4 af 2 151.170 3. 4 af 5 39 11.600 4. 3 af 5 1.712 610 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 Frjálslyndir á Vestfjöröum: Guðjón A. lík- lega í 1. sæti Sverrir Hermannsson, formaöur Frjálslynda flokksins, sagöi við DV í ^ gærkvöld að framboðslisti flokksins á Vestfjörðum yrði væntanlega tilbúinn í dag. Hann vildi ekki greina frá því hver myndi skipa efsta sæti listans, en samkvæmt heimildum DV er Guðjón A. Krist- jánsson, formaður FFSÍ og varaþing- maður Sjálfstæðis- flokksins, sá sem skipa mun sætið. Guðjón A. Krist- Samkvæmt sömu jánsson. heimildum var ætlunin að af- greiða málið formlega nú í morg- unsárið. ( Samkvæmt sömu heimildum hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, ekki síst Einar Oddur Kristjánsson, lagt hart aö Guðjóni að fara ekki fram fyrir Frjálslynda flokkinn, enda mun það setja áfram- haldandi þingmennsku Einars Odds í uppnám. -SÁ Ólga á Höfn í Hornaflrði: Borgarafundur um afbrot ungmenna . , íbúar á Höfn í Homafírði ætla að koma saman annað kvöld til að ræða slæmt ástand sem skapast hefur í bæn- um vegna afbrota nokkurra ungmenna á aldrinum 16-20 ára. Þau hafa iðulega komið við sögu lögreglu, sem hefur nokkur málanna til rannsóknar. Nú síðast á föstudag kom til átaka milli eins af ungu mönnunum og manns í bænum á götu úti. Hann er ekki talinn mikið slasaður. Þá drápu nokkrir af ungu mönnunum tvö hreindýr, annað með byssu og hitt með boga. Einn þeirra er einnig grunaður um að hafa kveikt í húsum vfða um land. Ffkni- efnalögreglan gerði á dögunum húsleit hjá nokkrum í hópnum og fannst lítil- ræði af fíkniefnum. -hb *■ Allt á floti í partíi: Klósettið gaf sig Nemendur í Verslunarskóla íslands stóðu fyrir gleði á veitingastaðnum Pizza 67 við Tryggvagötu á föstudags- kvöld. Þangað flykktust nemendur en þegar staðnum var gert að loka héldu á annað hundrað skemmtanaþyrstir nem- endur í samkvæmi í heimahúsi á Áifta- nesi. Þar stóð gleðin fram undir morgun eða allt þar til klósett í húsinu gaf sig, þannig að ailt var á floti. Slökkviliðinu í Hafnarfirði barst tilkynning um lekann klukkan rétt rúmlega 6 á laugardags- morgun. Þegar það kom á staðinn hafði tekist að þurrka upp mesta vatnið og var ekki þörf á aðstoð þess. Nemendum- , j,ir létu óhappið ekki stöðva gleðina og héldu henni áfram. -hb Háhyrningurinn Keikó var f essinu sínu þegar hinar glæsilegu Fordstúlkur sóttu hann heim í Klettsvíkina á laugardag. Stúikurnar, sem allar eru komnar í undanúrslit Ford-fyrirsætukeppninnar, dvöldu í góðu yfirlæti í Eyjum um helgina. DV-mynd Ómar Ólga í Qölbýlishúsi á Akureyri vegna sölu á íbúð: Undirskriftasöfnun gegn nýjum íbúa - krefjast riftunar á kaupsamningi Flestir húsráðendur í fjölbýlis- húsi við Sunnuhlíð á Akureyri hafa safnað undirskriftum sem beinast gegn væntanlegum íbúa í húsinu, manni sem dæmdur hefði verið fyr- ir kynferðislega áreitni gegn ung- lingum. Fólkið vill ekki að maður- inn flytji í fjölbýlishúsið þar sem þeir telja að bömum og unglingum geti stafað hætta af honum. Maður- inn keypti nýlega íbúð í húsinu af Starfsmannafélagi- Reykjanesbæjar. Búið er að undirrita kauptilboð en kaupsamningi ekki enn verið þing- lýst. íbúarnir í fjölbýlishúsinu hafa komið undirskriftalistunum á fram- færi við starfsmannafélagið og við fasteignasöluna á Akureyri sem annaðist sölu á íbúðinni ásamt kröfu um að sölunni verði rift. DV ræddi í gærkvöld við einn íbúanna sem að þessari undir- skriftasöfnun standa. Hann óskaði ekki eftir að koma fram undir nafni, en sagði að ástæðan væri sú að um- ræddur kaupandi hefði hlotið dóm, fésekt og skilorðsbundna fangavist fyrir fáeinum árum fyrir kynferðis- lega áreitni gegn unglingum. Hann sagði íbúa fjölbýlishússins óttast um öryggi barna sinna, auk þess sem söluhæfi íbúða þeirra rýmaði flytti maðurinn í húsið. Viðmæl- andi blaðsins kvaðst hins vegar gera sér grein fyrir því að lagalega hefðu ibúarnir mjög takmarkaðan grandvöll til að gera kröfur af þessu tagi. DV hafði samband við Sigurð Helga Guðjónsson hæstaréttarlög- mann og formann Húseigendafé- lagsins. Hann sagði að engin lög væru til sem beinlínis heimiluðu fólki að velja sér nágranna. Menn yrðu að taka því sem að höndum bæri í þessum efnum og segja mætti að nýir íbúar kæmu sem óskrifað blað inn í fjölbýli og fortíð þeirra gæfi ekki tilefni til útilokunar. Hins vegar væra úrræði i fjöleignarhúsa- lögunum og í grenndarrétti gagn- vart óróaseggjum sem brjóta af sér gagnvart nágrönnum sínum eftir að þeir eru fluttir inn, hafi brotið átt sér stað í viðkomandi fjöleignar- húsi. Sigurður sagði þó að íbúar gætu hugsanlega átt einhvern neyð- arrétt út frá sjónarmiðum grenndar- réttar, ef t.d. um væri að ræða það að margyfirlýstur og alþekktur hryðjuverkamaður ætlaði að setjast upp í fiöleignarhúsi. -SÁ I Sa sokkabuxur MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Veðrið á morgun: Éljagangur norðan- og austanlands Á morgun verður norðangola eða -kaldi, en stinningskaldi austast. É1 norðan- og austan- lands en léttir til um landið vest- anvert. Frost um nær allt land, 0 til 7 stig, mest verður frostið á Norðurlandi en á Suðurlandi verður hitinn jafnvel rétt yfir frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 45. Jómfrúrferð Luxair til Islands Fyrsta flug Luxair-flugfélagsins í Lúxemborg til islands var flogið í nótt. Vélin lenti í Keflavík skömmu eftir miðnætti og hélt af landi brott á ný um klukkutíma síðar. Með vélinni frá Lúxemborg til ís- lands voru rúmlega 50 farþegar en með henni til baka fóru 98. Vélin var því nánast fullskipuð en ails tekur hún 115 farþega, 12 á fyrsta farrými en 103 í almennu farrými. Luxair flýgur milli Lúxemborgar og Keflavíkur tvisvar í viku fram til 28. október. Flogið verðui' frá Islandi um kl. eitt aðfaranótt mánudags og um kl. 18 á fimmtudagskvöldum.-SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.