Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6, APRÍL 1999 Viðskipti_____________________________________________________________________________________________________pv Þcttd hfilst' ,, „Hlutabréfaviðskipti námu 605 m.kr. í liðinni viku ,,, KEA og Marel hækkuðu mest ... Hlutabréf Skinnaiðnaðar lækkuðu um 20,5% í litlum viðskiptum ,,, Dow Jones vísitalan enn yfir 10.000 stig ,,, Dollarinn sterkur á gjaldeyrismörkuðum ... Vísitala upplýsingatækni á VÞÍ hefur hækkað um 60% frá áramótum ,,, Miklar hækkanir á íbúðarhúsnæði Mikil eftirspum og takmarkað framboð af íbúðarhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu hefur gert það að verkum að raunverð hefur hækkað mikið að undanfomu. Þessi hækk- un nemur 12,4% frá miðju ári 1997 og hækkunin frá janúar 1998 nemur 10,8%. Það eru margar skýringar á þessum hækkunum. I fyrsta lagi varð 7% samdráttur í íbúðabygging- um árið 1997. Þá hefur batnandi efnahagur heimilanna sett þrýsting 12,4% á einu og hálfu ári á íbúðaverð. Einnig hefur flutningur fólks af landsbyggð- inni haft sitt að segja. í krónutöl- um er þessi hækkun jafn- vel enn meiri því raunverð Raunverð íbúðarhúsnæðis á 1 ' höfuðborgarsvæðinu 1990=100 uo íbúðarhús- næðis er vísitala sem mælir kaupmátt í húsnæði. Þannig að ef kaup- máttur launa eykst hraðar en sem nemur hækkun íbúðaverðs þá lækkar raunverð íbúðarhúsnæðis. Á síð- asta ári nam aukning í nýbygging- um 5% og búist er við sömu aukn- ingu á þessu ári. Á móti þessari hækkun vegur þungt að framboð á lánsfé til íbúðakaupa hefur aukist og vaxtakostnaður farið lækkandi. Þannig hafa möguleikar fólks til að koma þaki yfir höfuðið aukist þrátt fyrir hækkandi verð. -BMG Olíuverð á uppleið - þegar haft áhrif hér á landi Verð á olíu á heimsmarkaði hefur hækkað töluvert að undanförnu. Þessi verðþróun hefur þegar haft áhrif hér á landi, en á fimmtudag hækkuðu öll olíufélögin verð. Sið- astliðið ár reyndist olíuframleiðend- um erfitt og mikið framboð af olíu leiddi til mikilla verðlækkana á síð- asta ári. í kjölfarið hafa OPEC-ríkin reynt að semja um að draga úr framleiðslu og þar með framboði til þess að hækka verðið. Þessir samn- ingar hafa reyndar skilað litlum ár- angri og sams konar samningur var gerður á síðasta ári sem ekki var staðið við. Það er því óljóst hvort þessar aðgerðir nú skila tilætluðum árangri því einstök lönd hafa mik- inn hvata til að brjóta slíkt sam- komulag ef aðrir olíuframleiðendur standa við það. Góðu fréttirnar og slæmu fréttirnar Góðu fréttirnar við þessa þróun eru náttúrlega þær að lágt olíuverð bætir hag neytenda. Lágt olíuverð skiptir íslenska útgerð líka miklu máli enda er eldsneytiskostnaður stór biti útgerð. En þetta lága verð hefur líka slæmar hliðar. Leiddar hafa verið líkur að því að þetta lága verð geri það að verkum að hagnað- ur og endurfjárfesting margra olíu- framleiðenda sé lítil sem engin. Við þær aðstæður kemur upp sú staða fyrr eða síðar að draga verður skarplega úr framleiðslu og þá get- ur olíuverð hækkað hratt. Þá getur Vöruskiptajöfnuður 19.411 heimsbyggðin átt von á að upplifa sömu aðstæður og sköpuðust á átt- unda áratugnum þegar olíuverð snarhækkaði um mörg hundruð prósent. Þá var ekki að sökum að spyrja og djúp heimskreppa skall á. Þannig að hægt hækkandi olíuverð um þessar mundar kann að vera já- kvæð þróun til lengri tíma litið. -BMG arkaðshvísl Sjávarútvegsfyrirtæki á VÞÍ: Afkoman versnar 11 í n i il í 97 98 uuomunaur nunoirsson ó ou Hraðfrystíhúsið 179 40 Krossanes 110 37 SAMTALS 3.097 2.347 Samherji áhugasamur Það verður ekki af þeim Sam- herjafrændum skafið. Sögusagnir um að þeir ágimist stóran hlut í Út- gerðarfélagi Akureyringa hafa ver- ið háværar en munu ekki eiga við mikil |!1 rök að styðjast. Hitt 1 "W » er annað að þeir k - J frændur horfa sunn- ;"S ar og renna hýrum JjjS augum á Vinnslu- stöðina. Ekki er ljóst hvað fyrir ^þeim vakir, hvort þeir vilja fyrirtækið allt eða kaupa stóran hlut. Þar getur afstaða Geirs Magnússonar, forstjóra Olíu- félagsins, sem er stærsti hluthafi Vinnslustöðvarinnar, skipt miklu. Hvaö m I gerir Sighvatur? í sjávarútvegi eru allir að velta þvi fyrir sér hvað Sighvatur Bjarna- son, fyrrum framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, ætlar að taka sér fyrir hendur. Hann tók af skar- ið og sagði upp starfi sínu, en ljóst þykir að helstu eigendur Vinnslu- stöðvarinnar studdu hann eindreg- ið í að halda áfram. En Sighvatur vildi hætta og flytja til Reykjavíkur. Mörgum kom á óvart að hann skyldi ekki vilja sitja áfram í stóli stjórnarformanns SÍF, en síðasta miðvikudag tók Friðrik Pálsson, fyrrum forstjóri SH, formannssæt- ið. Því er nú hvíslað að Sighvatur ætli sér í fiskútflutning og því taldi hann ekki við hæfí að halda áfram hjá SÍF. Heildarafkoma sjávar- útvegsfyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfa- þing íslands versnaði um 750 milljónir króna á liðnu ári. í heild nam hagnaður fyrirtækjanna 2.347 milljónum króna, en árið 1997 skilaði rekstur- inn í heild 3.097 milljón- um króna í gróða. Mesti hagnaðurinn var í heild hjá Samherja eða 706 milljónir króna, en af- koma dótturfélaga hafði þar veruleg og jákvæð áhrif. Þá skilaði Grandi 403 milljónum króna í hagnað og Haraldur Böðv- arsson 270 mflljónum. í samantektinni er aðeins miðað við þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem miða reikningsár sitt við almanaks- árið, en nokkur fyrirtæki taka mið af fiskveiðiárinu, en þau eru: Bása- feU, Fiskiðjusamlag Húsavlkur og Vinnslustöðin. -BMG Delta í tapi Veruleg umskipti til hins verra urðu hjá lytjafyrirtækinu Delta á liðnu ári. Tap ársins var 32,5 miUjónir króna en árið á undan græddi fyrirtækið 126,5 miUjónir. Ford fækkar fólki Ford-bílaverksmiðjunar ætla að fækka starfsmönnum í Bret- landi um 680. Fækkunin er liður í að auka hagkvæmni rekstrar, en aUs vinna 26.800 manns hjá Ford í Bretlandi. Yahoo! í netútvarp Yahoo! netmiðillinn hefur keypt netútvarpsfyrirtækið Broad- cast.com. Kaupverðið er 4,4 millj- arðar doUarar og er greitt með hlutabréfum. Líklegt er að keppi- nautar Yahoo! feti í sömu spor og tryggi sér netútvarpsfyrirtæki. Forðist Jökul hf. Sérfræðingar Kaupþings hafa ráðlagt fjárfestum frá því að kaupa hlutabréf í útgerðarfyrir- tækinu Jökli hf. á Raufarhöfn. Eins og fram kom í DV í síðustu viku var afkoma Jökuls hf. á Raufarhöfn með afbrigðum léleg á síðasta ári. Þeir Kaupþings- menn leiða að því líkur að breyt- ingar getið verið í vændum, sér- staklega í ljósi þess að forráða- menn fyrirtækisins gera ekki ráð fyrir að hagnaður verði af land- vinnslu á næstu misserum. Lítið atvinnuleysi í Bandaríkjunum Atvinnuleysi í Bandaríkjunum fór niður í 4,2% í síðasta mánuði en það er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í 29 ár. Þessar fréttir hleyptu lífi í fjármála- markaði vestanhafs en fjör á skuldabréfabmörkuðum hafði verið lítið. Þessar fréttir komu mönnum á óvart, en spár um að uppsveiflunni í bandarísku efna- hagslífi sé lokið hafa ekki ræst undanfarin ár. Á hverju ári er spáð niðursveiflu en hún lætur ekki enn á sér kræla. Aldrei meira at- vinnuleysi í Japan Á sama tíma og fréttir berast af litlu atvinnuleysi í Bandarikjun- um þá mælist mesta atvinnuleysi í sögunni í Japan. Atvinnuleysi í febrúar var 4,6% og er það mesta frá því mælingar hófust árið 1953. Vel nýttur tími ng gott skipulag skiptir sköpum í rekstri fyrirtækja. Mað notkun netþjóns og nattölva í stað hofðbundinna PC tölva er unnt að lækka rekstrar- kostnað vorulega og tryggja um loið skjótari dreifingu hug- búnaðar, takmarkalausan aðgang og meira rekstraröryggi. Kynntu þér kosti hinnar nýju ■=: 7 ZH IBM Network Statiun hjá ráðgjöfum Nýherja. NYHERJI Skaftahlið 24 • Sími 569 7700 http://www.nyharji.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.