Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 16
ennmg ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 16 f_______________________ Þegar það gerist Tónleikaröðin Tíbrá heldur áfram af fullum krafti í Salnum í Kópavogi og fer nú óðum fækk- andi þeim hljóðfærum sem á eft- ir að fulireyna þar með heilum tónleikum. Á þriðjudagskvöld var það Kristinn H. Árnason sem var þar mættur með gítar- inn sinn. Fyrsta verk á efnis- skránni var Andante Largo ópus 5 nr. 5 eftir Femando Sor, afar viðkvæmnislegt og gegnsætt verk og undurfagurt í einfald- leika sínum og hreint afbragðs vel leikið af Kristni. Annað verkið er öllu flóknara í bygg- ingu en ekki síður brothætt, hin fræga Chacconna í d-moll úr annarri partítu Bachs fyrir ein- leiksfiðlu. Hinn mikli gítargúrú Andrés Segovia sagði eitt sinn um umskrifanir af þessu tagi: „Fögur og glæsileg kona getur klæðst því sem hún kærir sig um hverju sinni, það mun varla skaða né gera minna úr fegurð hennar heldur draga fram nýja töfra“. Það era virkilega orð að sönnu hvað varðar þessa umrit- un, sem verður þó kannski ekki eins kraftmikil og frumgerðin en einhvem veginn svo miklu tærari. Leikur Kristins var líka þannig að oft á tíðum lá við að maður héldi niðri í sér andan- um til þess að brjóta ekki upp þá mögnuðu stemningu sem hann náði að skapa. Hver nóta og hver hending var úthugsuð, þó ekki þannig að það skyggði á heildarmyndina, og flnustu blæ- brigði komust vel til skila í þessum dásam- lega sal. Verk Jóns Ásgeirssonar, Fjórar stemningar, sem skiptist í forspil, söknuð, rímnalag og óþol, er einkar skemmtilega skrifað og gefa titlar þáttanna íjögurra besta lýsingu á því. Kristinn H. Árnason - „hógvær glæsileiki'' Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir Nostrað við hverja nótu Leikur Kristins var vel mót- aður þótt maður væri svolítið farinn að sakna kraftsins sem gítarinn getur vissulega búið yfir, þótt hljóðlátur sé. Sá kraft- ur býr líka í verki Joaquin Tur- ina, Hommage á Tarrega, sem var á dagskrá eftir hlé. Verkið er í þremur köflum sem bera nöfn spænskra dansa: Garrotin, Soleares og Fandanguillo. Oft er það svo með spænska tónlist að hún ber með sér ákveðna reisn sem erfítt er að útskýra og er þetta verk ekki undanskilið þvi. Kristni tókst með eindæmum vel að ná fram þessari reisn og lék verkið, að því að mér liggur við að segja, af hógværum glæsileika. Það sama má segja um verk Isaacs Albeniz, Granada, Asturias, Cordoba, Zambra Granadina og Sevilla, sem eru hvert og eitt lofsöngur til þeirra héraða sem titill þeirra vísar til, en þau voru upprunalega samin fyrir píanó og hvert öðra fallegra. Það var greinilegt að nostrað hafði verið við hverja nótu og sem fyrr nutu fíngerð smáatriði sin einkar vel í salnum þar sem heyrðist hvorki hósti né stuna úr áheyrendum sem sátu grafkyrrir i sætum sín- um og hlýddu á í mikilli andakt, enda einstaklega vel leikið, að visu fannst mér vanta svolítinn blóðhita í Sevilla sem var heldur varfæmislegt. Þetta voru hrífandi tónleikar þar sem flytjandinn náði einhvem veginn svo mikilli nálægð við áheyrendur og þegar það gerist er það alltaf sérstök upp- lifun. Guð er til... og ástin: Poppstjarna á útkjálka veraldar Sjálfsagt getur einfald- leikinn varla orðið meiri hér á landi en búseta yflr vetrarmánuðina á fámennri eyju. Það þarf því engan að undra að þegar þekkt popp- stjarna kemur inn í slíkt samfélag þá umturnast lif þeirra sem þar búa. Sjón- varpsmyndin Guð er til... og ástin gerist á slíkri eyju, sem í myndinni nefnist Fugley. Við eram stödd i byggð niðurníddra húsa sem eiga fátt sameiginlegt með nútímanum. Það eina sem minnir utandyra á nú- tímann er símaklefinn. Snjór er yfir öllu, hvasst og kalt, sem sagt íslensk veðr- átta eins og hún gerist verst. Samt er þetta staðurinn þar sem Villa poppstjarna, sem á lag númer sjö á breska vinsældalistanum, ætlar að hvíla sig. í fór með Villu era henn- ar helsta aðstoðarkona og tónskáld, sem er afbrýöi- söm út í velgengni Villu, Ijósmyndari, sem tekur ljósmyndir í tíma og ótíma, auk þess sem hann drekkur sig fullan með oddvitanum, og kærasti Villu, sem eitt sinn var kallaður Bibbi litli en vill nú láta kalla sig Nagla. Fyrir á eyjunni eru fimm persónur, oddvitinn, sem puntar sig upp í til- efni komu gestanna, Stína, sem rekur kaffi- stofu sem selur bjór og sterk vín (það fer ekki á milli mála að þama fæst aðeins ein bjórtegund), félagarnir Palli og Maggi, verkamenn sem lagfæra það sem lag- færa þarf og aðkomukenn- ari, ung, fótluð kona sem flaggar gervifætin- um í tíma og ótíma og veit sitthvað um Nagla sem hann er ekkert alltof hrifinn af. Hvað Villa sér við þennan útkjálkastað og hvers vegna hún kom þangað er aldrei ljóst, Bibbi litli (Rúnar Freyr Gíslason) sem kallar sig Nagla. en á eyjunni finnur hún hina einu sönnu ást, sem er verkamaðurinn Palli. Á einu and- artaki er þessi veraldarvana poppstjama orð- in ástfangin upp fyrir haus af kauðslegum verkamanni sem hefur það að leiðarljósi að pípulagningar gangi betur ímyndi maður sér kúk renna gegnum lögnina. Þessi ást popp- stjörnunnar skapar stórt vanda- mál, ekki bara finnst Nagla hann vera útskúfaður heldur er Palli svo gott sem trúlofaður Stínu sem er hin rólega, trú- fasta sveitastúlka, sem Guðrún frá Lundi skrifaði um í sínum Sjónvarp Hilmar Karlsson bókum. Þessi mikla ást Villu skapar sem sagt vandamál sem leiðir út frá sér til annarra persóna svo ekki sé talað um vandamálið sem aumingja Palli stendur frammi fyrir. Handritið að Guð er til... og ástin er eftir Illuga Jökulsson og tekst honum vel upp í samtölum sem virka eðlileg og eru stund- um fyndin á kostnað persónanna. Og þar erum við komin að meinsemd myndarinn- ar, því segja má að persónurnar séu hver annarri leiðinlegri og ótrúverðugar. Ást Villu sem er þunga- miðja myndarinnar verður nánast afkára- leg þar sem maður fær aldrei áhuga á henni sem manneskju. Ekki fæst heldur innsýn í mannlífið á eyjunni, myndin er nánast eins og einþáttungur með engum aukapersónum. Guð er til... og ástin er eitt af lokaverkefn- um útskriftarnema við Leiklistarskóla ís- lands og gert í sam- vinnu við Sjónvarpið og era útskriftamem- ar í öllum hlutverkum nema gestaleikarinn Magnús Ólafsson sem leikur lítið hlutverk oddvitans. Það verður að segja leiklistar- nemunum til hróss að ekki er að sjá að reynsluleysi fyrir framan kvikmyndavélina hái þeim, en þau ná ekki að blása lífi í per- sónurnar. Hilmar Oddsson, leikstjóri og klippari, hefur reynsluna og það er ekki síst honum að þakka að oft má sjá fagmannlega unnin atriði í sjónvarpsmynd sem er álíka áhugaverð og kalt andrúmsloftið utandyra. Leikstjóri: Hilmar Oddsson. Handrit: lllugi Jökulsson. Tónlist: Þorvaldur B. Þorvalds- son. Leikarar: Egill Heiðar Anton Pálsson, Hinrik Hoe Haraldsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, Maria Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Karl Stefáns- son og Magnús Ólafsson. Dettifoss á BIS Hljómplötufyrirtækið BIS, sem rekið er af kraftaverkamanninum og sérvitringnum Robert von Bahr, heldur ótrautt áfram því brautryðj- endastarfi sínu að gefa út tónlist eftir Jón Leifs. Til þessa hefur BIS gefið út tvær geislaplötur með verkum Jóns, arrnars veg- ar Geysihljómkviöuna og nokkur styttri verk hans, hins vegar Sögusinfóní- una, í báðum tilfellum með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Osmo Vanská. Nú er að koma á markað geisla- plata frá BIS sem nefnist Dettifoss og inniheldur hún konsert Jóns fyrir orgel og hljómsveit, sem nýlega var fluttur hér heima í fyrsta sinn (og í sjónvarpinu í gærkvöldi), tilbrigöi um stef eftir Beethoven, Fine II fyrir víbrafón og strengjasveit og loks Dettifoss, verk fyrir baríton, blandaöan kór og hljómsveit. Eins og fyrri daginn mæðir mest á Sinfóníu- hljómsveit íslands, en í þetta sinn er stjómandi hennar Kínveijinn En Shao. Björn Steinar Sól- bergsson leikur á orgelið, eins og hann gerði raunar á tónleikunum fyrir skömmu, Reynir Sig- urðsson leikur á víbrafón og Loftur Erlingsson syngur barítonhlutverkið í Dettifossi. Fjölþjóðlegt óperukvöld í Salnum Það er umsjónarmanni menningarsíðu stöðugt undranarefni hve margir söngvarar af íslenskum uppruna starfa að staðaldri við óperuhús úti í 1’oimi. Sjálfsagt væri það öllum til iðs ef þeir kæmu oftar heim til i láta heyra í sér, eins og söngv- -amir íjórir sem efna til tveggja iperukvölda" í Salnum i Kópa- ogi í kvöld og annað kvöld kl. 0.30. Þetta era þau Hulda Björk íarðarsdóttir sópran ( á mynd), itarfandi í Bretlandi, Sigríður \ðalsteinsdóttir messósópran, viö nám og störf í Vínarborg, Sigurður Skagijörð Steingríms- son baríton, sem nú æfir fyrir uppfærslu íslensku óperunnar á Leöurblökunni eftir Strauss og Davíð Ólafsson bassi, við nám og störf í Vínarborg, en öll eiga þau raunar að baki náms- og söngferil í þeirri borg. Fjór- menningamir hafa síðan feng- ið til liðs við sig þrjá erlenda vini og kunningja, nefnilega sópransöngkonuna Tone Haugland frá Noregi, tenórinn Tomislav Muzek frá Króatíu og austurríska pianóleikar- ann Kurt Kopecky. í sameiningu ætlar þessi hópur að flytja söng- atriði úr óperunum Cosi van tutte, Brúökaupi Fígarós, Töfraflautunni, Don Giovanni, Don Car- los og La Traviata, úr Fidelio, Lustige Weibe, Car- men og Lakmé. Frakkar og drakkar Á vegum Alliance Francaise að Austurstræti 3 eru oft og tíðum fluttir áhugaverðir fyrirlestrar sem almenningur, að minnsta kosti sá hluti hans sem ekki er talandi á franska tungu, er stundum óþarflega feiminn að kynna sér. Sem er óþarfi, því yfirleitt er allt talað mál á þeim sarn- komum þýtt yfir á íslensku. Nú á fimmtudaginn kl. 20.30 verður haldinn þar fyrirlest- ur, hvers heiti vakti foi-vitni umsjónarmanns, nefnilega „Drakkar“ - gróf róman- tísk málvilla. Fyrirlesarinn er franskur prófessor frá há- skólanum i Caen, Jean Ren- ard að nafni, og ætlar hann að segja frá skringilegum hugmyndum sem uppi vora í Frakklandi á siðustu öld og fyrri hluta þessarar um víkinga og norræna menn. Koma þessar hugmyndir meðal annars fram í skondinni sögu orðsins „drakkar", sem er franska orðið um víkingaskip. Og hér skal aftur áréttað að þótt fyrirlesturinn verði fluttur á frönsku mun hann verða þýddur jafnharðan á íslensku. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.