Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 1999 Spurningin Ætlar þú að fara í siglingu með ferjunni á Lagarfljótinu? (Spurt á Egilsstöðum) Freyja Gunnarsdóttir: Já, auðvit- að. Jón Snæbjörnsson: Ég hef enga ferju séð. Vala Garðarsdóttir: Þú átt að spyrja þegar hún er komin. Páll Pálsson: Ég veit það ekki. Maður verður að skoða það þegar skipið er komið. Arndís Þorvaldsdóttir: Já, auðvit- að. Ég verð skipsjómfrú á þessari ferju. Haukur Kjerúlf: Já, hvað held- urðu. Auðvitað. Lesendur Lífeyrissjóðir og sparnaður Kvótalausir sjómenn funda. Greinarhöfundur segir bætur til handa sjó- mönnum hafa verið skertar með afgreiðslu lagafrumvarps fyrr á árinu. Óli skrifar: Á meðan umræðan var um lífeyr- issjóðina í landinu og hvatningu til aukins lífeyrissparnaðar almenn- ings vakti það athygli að á sama tíma flutti fjármálaráöherra Geir H. Haarde frumvarp um skerðingu á lífeyrisréttindum sjómanna að til- lögu stjórnar sjóðsins en í henni sit- ur m.a. Guðmundur Hallvarðsson, flokksbróðir Geirs. Það var lagt til að skerða bótagreiðslur til elli- og örorkuþega um 12 prósent sem var samþykkt. Og daginn eftir að þetta er sam- þykkt stendur forsætisráðherra í ræðustól á landsfundi flokks síns og fullyrðir að kjör örorku- og ellilíf- eyrisþega hafi aldrei verið betri. Ég veit sjálfur dæmi þess að bætur til öryrkja sem fær greitt úr lífeyris- sjóði sjómanna muni lækka um 20.000 krónur á mánuði þegar þessi (ó) lög taka gildi. Ég vil sömuleiðis vekja athygli á því að þetta er ekki fyrsta skerðingin sem dynur á sjó- mönnum því að frá árinu 1970 hefur sjóðurinn skert bótagreiðslur úr sjóðnum í kringum 40% Er ekki komin tími til að taka til í þessum sjóðum og gripa til annara aðgerða eins og t.d að lækka stjórn- unarkostnað en ég hef það fyrir satt að stjórn lífeyrissjóðs sjómanna þiggi litlar 20.000 kr. á mánuði fyrir fundarsetu í sjóðnum og stjórnar- formaður 40.000 kr. en fundur er haldinn einu sinni í mánuði. Þokka- legt tímakaup það. Hver er það sem ákveður laun þessara stjórnar- manna? Og verða þau lækkuð um 12 prósent þann fyrsta júlf eins og bæt- ur til sjóðsfélaga?! Athugasemd frá Hundaræktarfélaginu Valborg Kjartansdóttir, formað- ur Hundaræktarfélags íslands, og Valborg Kjartansdóttir, for- maður Siðanefndar Hundarækt- arfélags Islands, skrifa: Undirritaðar vilja koma eftirfar- andi á framfæri vegna tveggja frétta, sem tengjast nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Mörtu Gylfadóttur gegn Hunda- ræktarfélagi íslands. Blaðamaður hefur fjallaö um mál- ið á tiltölulega málefnalegan hátt, frekar hlutlaust. Það ber þó að geta þess að okkur hafa að hluta til ver- ið lögð orð í munn og viljum við því koma eftirfarandi á framfæri. Okk- ar persónulega skoðun á þvi hvort við viljum hafa Mörtu í félaginu eða ekki kemur þessu máli ekki við. Við höfum hins vegar bent á að félagið hafi sýnt það í verki að vilja láta Mörtu bera ábyrgð á brotum á grundvallarreglum félagsins, sem eru byggöar á dýraverndarsjónar- miðum. Það er rétt sem kemur fram í blaðinu að þær reglur eru félags- mönnum mikilvægar og haldið verður áfram að fylgja þeim eftir á viðeigandi hátt. Við höfðum að auki ekki frum- kvæði að því að tengja eldri athafn- ir Mörtu við þau mál sem tengjast félaginu og sem fyrr eru nefnd. Mál- in eru aðeins skyld að því leyti að þau varða meðferð á dýrum og blaðamaður ber einn ábyrgð á sín- um efnistökum að því leyti. Skólamál í ólestri Tryggvi Björnsson skrifar: Éinu sinni var sagt að menntun- argildi hverrar þjóðar mætti ráða út frá ungbamadauða i landinu. Sem betur fer telst hann með því lægsta sem þekkist í heiminum hér á landi og verður vonandi áfram. En menntun þjóðarinnar er því miður ekki með því besta sem þekkist í heiminum. Það er og verður eitt af helstu vandamálum þjóðarinnar á næstu öld hvernig tryggja megi að íslendingar bjóði upp á menntakerfi sem þjóðin mun sætta sig við. Það mun sömuleiöis verða einn aðalhöf uðverkurinn hvernig tryggja megi að nógu margir kennarar verði starfandi á landinu. Það verður að- eins gert með því að koma til móts við launakröfur kennara enda út- skrifast nógu margir kennarar á hverju ári en allt of fáir fara í [UÍ)[!i[M þjónusta allan sólarhringi ftðeins 39,90 mínútan Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem bfrt verða á lesendasíðu Nemendur i Vesturbæjarskóla. - Greinarhöfundur telur launamál í Reykjavík verri en annars staðar á landinu. kennslu. En hvað hefur verið gert á þessu kjörtímabili í þessum málum? Málefni grunnskólans eru komin yfir til sveitarfélaganna og virðast hafa algjörlega staðnað eftir það. Launin hafa raunar hækkað í öllum sveitarfélögum nema Reykjavík. M.ö.o. hafa öll sveitarfélög nema Reykjavík áttað sig á því hversu mikilvægt það er að hafa vel laun- aða kennara. Og sögur segja að kennarar, sem búsettir eru í Reykjavík, séu jafnvel tilbúnir að keyra til Hafnarfjarðar og Mosfells- bæjar til þess að kenna þar sem laun eru greidd yfir venjulegan taxta þar á bæ. Hefur virkilega eng- inn áhuga á því að velta þessum málum fyrir sér fyrir komandi öld? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. I>V Hvar er Pólóiö? Konráð skrifar: Ég sá aö Björn Bjarnason mennta- málaráðherra var að skrifa um það á heimasíðu sinni að Svavar Gests- son myndi sem sendiherra í Winnipeg éta með jafnmiklu ágæti tertuna randalín og forsetinn Prins Póló í Varsjá. Var Bjöm þá að vísa til þess þegar forsetinn fór í opin- bera heimsókn ásamt dóttur sinni til Póllands. Fékk forsetinn að gjöf tvær körfur, fullar af þjóð- arsúkkulaði Póllands, Prins Pólói. Önnur var handa þingmönnunum okkar og hin handa forseta og ríkis- stjóm. Og ég spyr núna, hvar er Pólóið? Gilda engar reglur um gjaflr sem forsetinn fær og er þar að auki beðinn um að færa öðrum? Hafa rík- isstjórn og þingmenn fengið Prins Pólóið, eins og um var rætt? Sverrir í Reykjavík Gíslí hringdi: Mikið léttir mér að Sverrir Her- mannsson skuli ætla fram í Reykja- vík. Hann hafði haldið þessu leyndu í langan tíma og leyft ýósendum að velta því fyrir sér hvort hann ætlaði fram á Vestijörðum eða ekki. Reyndar held ég að hann hafi upp- haflega ætlað að fara fram á Vest- fjörðum en þar sem Guðjón A. Krist- jánsson var reiðubúinn að fórna sér í því kjördæmi, er liklega réttast hjá honum að hirða atkvæðin í bænum. Það verður erfitt fyrir Einar Odd Kristjánsson, þingmann Sjálfstæðis- flokksins á Vestíjörðum, að halda sínu þingsæti. Hann er líka svo mik- ill kvótakerfissinni að ég held að Guðjón hafi hann og verði kjör- dæmakjörinn þingmaður. Hann tek- m svo nokkra þingmenn með sér sem uppbótarþingmenn. Skóli á Korpúlfs- stöðum G.B. skrifar: Að hafa skóla á Korpúlfsstöðum er ein besta hugmynd sem ég hef lengi heyrt, en hvemig staðið er að því að þessu sinni er hins vegar fáránlegt. Að ætla að börn i yngstu bekkjum grunnskóla færi sig um set þrisvar sinnum á nokkrum árum milli húsa er óþörf röskun fyrir krakkana. Þeir eiga að venjast sama umhverfmu og reyna að láta sér'líða vel þar sem þeir eru i skóla. Það verður hins veg- ar erfitt fyrir þá þegar þeir era í skólanum á Korpúlfsstöðum því skólahúsnæðið lítur út eins og bygg- ing sem er tilbúin undir tréverk, eins og sjá mátti í sjónvarpsfréttum á dögunum. Og að auki vita börnin lík- lega ekki hvað er upp né niður þegar þau flakka á milli bygginga. Finnum betri lausn handa börnunum. Þau eiga það skilið. Græningjar góðir Kristln skrifar: Kiofningsframboð Samfylkingar- innar, Vinstri hreyfingin - Grænt framboð, er greinOega alvörufram- boð. Það ætti reyndar ekki að koma neinum á óvart þar sem frambjóð- endur þess hafa mikla reynslu og vita því hvað þeir eru að gera. Ég get ekki séð annað en framboðið fái a.m.k. 9-10 prósenta fylgi þar sem Samfylkingin er ekki nógu vel smurð í dag og ekki síst vegna vandræðaá- standsins sem skapaðist i kringum Sigbjörn Gunnarsson, frambjóðanda á Norðurlandi eystra. Græningjarnir hafa vit á því að láta ekkert svona koma fyrir sig og standa þvi vel að vígi þegar aðeins nokkrar vikur eru fram að kosningum. Handboltinn á uppleið Smári skrifar: Úrslitakeppnin í handboltanum hefur farið vel af stað í ár. Það er meiri spenna en áður og leikimir hafa verið hnífjafnir. Vonandi verður framhald á. En mér finnst sem dómgæslan hafi verið nokkuð slök og okkar bestu dómarar eru núna eftirlitsdómarar á leikjum sem ungir og óreyndir dómarar hafa enga getu til að dæma í. Þarf ekki að endumýja í þeirri stétt eins og öðrum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.