Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 32
Vimiingstölur laugardaginn: 03.04.’£ .Vv t 2 113 f'23 ( 28f31 #11 ^ Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 1 3.414.140 2. 4 af S+& 3 110.470 3. 4 af 5 58 9.850 4. 3 af 5 2.297 580 .3 Tölur og vinningsupphæðir í Víl Jókertölur vikunnar: 0 3 7 7 5 H§ FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Sigurður Nordal um frétt Sjónvarpsins um meint milljarðasvik: Líf mitt í rúst ■ ■* „Ég mun leita allra leiða til að hreinsa mannorð mitt eftir þenn- an fréttaflutning Ríkis- sjónvarpsins. Klukkan átta á laugardagskvöldið var ég glaður ungur maður. Tíu mínútum síð- ar var líf mitt í rúst,“ segir Sigurður Nordal um fréttir Ríkissjón- varpsins um helgina, þar sem greint var frá því að Sigurður væri eftirlýstur af Interpol vegna meintra miiljarðasvika í grískum viðskiptaheimi. Sigurður Nordal. „Þessi fréttaflutningur er hrein aftaka á mannorði mínu og þeir reyndu ekki einu sinni að ur á Spáni undanfarin ár og stundað viðskipti með tryggingar. Sjálfur segir hann að tryggingavið- skiptum sínum í Grikk- landi hafi endanlega lokið í september i fyrra. Frétt Ríkissjónvarpsins sé upp- spuni frá rótum, byggð á lygi úr grísku slúðurblaði. „Ég mun nú leggjast yfir þetta mál ásamt lög- fræðingum og vinum og stefna Ríkissjónvarpinu finni ég á því einhvern fl.öt,“ segir Sigurður Nor- dal, en hann er sonur Jó- hannesar Nordal, fyrrver- andi seðlabankastjóra. -EIR hafa samband við mig,“ segir Sigurður, sem hefur verið búsett- Gæsluvél til Albaníu - áform um tuttugu flóttamenn til íslands „Við verðum í sambandi við flóttamannaráð Sameinuðu þjóð- anna og það mun skýrast í dag Alvarlegasta slysið í Bláfjöllum varð á föstudaginn þegar maður lenti þar í vélsleðaslysi. Þyrla sótti manninn og flutti á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. DV-mynd S. Mest um snjóbrettaslys Að sögn vakthafandi sérfræðings á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur var töluvert mikið af óhöppum og slysum tengdum vetraríþróttum um páskahelgina. Sýnu meira var um snjóbrettaslys en skíða- eða vélsleðaslys. Áverkarnir eru marg- víslegir, en þó mun vera algengast í tilvikum sem þessum að fólk beri fyrir sig hendurnar og hljóti af því brákuð eða brotin bein. Alvarlegasta slysið í Bláfjöllum varð á fóstudag þegar þyrla sótti mann sem lent hafði í vélsleðaslysi. Maður- inn hlaut alvarlegan áverka á hálsi en mun þó ekki vera í lífshættu. -þhs hvort einhverjir flóttamenn koma til baka með flugvélinni," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra í gærkvöld. Flugvél Land- helgisgæslunnar var í gær hlaðin teppum, vatni, dýnum og áhöld- um til matargerðar, sem leggja átti af stað með til Albaníu í morgun. Verið er að leita leiða til að flóttamenn komi með vélinni til baka til landsins. Ef það tekst geta allt að 20 manns komið með henni. Áætlað var að ríkisstjómin kæmi saman til fundar klukkan tíu í morgun. Þar átti að fara yfír möguleikana á því að fá flótta- menn til baka með Gæsluvélinni. Þá átti að taka ákvörðun um heildarfjölda flóttamanna sem teknir yrðu hingað til lands. Ut- anrikisráðherra kvaðst myndu gera tillögu um tiltekinn fjölda en vildi ekki greina frá þeirri tölu í gærkvöld. Hann kvaðst einnig myndu leggja fram tillögu um að íslensk stjórnvöld styrktu bæði flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna svo og Rauða krossinn fjárhagslega og ynnu með báðum stofnununum. -JSS Þriggja ára bílstjóri - ók í gegnum skrifborð Þriggja ára drengur skreið upp í bifreið í sýningarsal notaðra bíla hjá Toyota-umboðinu við Smiðjuveg í Kópavogi, setti í gang og ók á fullri ferð afturábak í gegnum skrifborð i sýningarbás. Sölumaður sem.sat við skrifborö- ið náði að henda sér til hliðar á síðustu stundu. „Það var mesta mildi að ekki fór verr,“ sagði Helgi Bjöm Krist- insson, sölustjóri notaðra bíla hjá Toyota. „Við höfðum ekki reiknað með þessum reynsluakstri en bill- inn stöðvaðist loks á steinvegg." Vegna brunavama er bílaum- boðum skylt að hafa lykla í öllum bílum sem staðsettir em í sýning- arsölum og er það skýringin á því að guttanum tókst að ræsa Toyota-bifreiðina, sem er rauð Corrolla ‘98. Ökumanninum virt- ist ekki brugðið eftir aksturinn, en bifreiðin var töluvert skemmd og skrifborð sölumannsins ónýtt. Foreldrar drengsins festu kaup á annarri Toyotu í skyndingu og yf- irgáfu sýningarsvæðið með bíl- stjórann unga í aftursætinu. -EIR FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 6.APRIL1999 Flugvél Landhelgisgæslunnar var í gær hlaðin hjálpargögnum sem fara til Albaníu. íslensk stjórnvöld leita leiða til að flóttamenn komist með henni til baka. DV-mynd S. Veðrið á morgun: Rigning og rok Á morgun verður sunnan stinningskaldi eða allhvasst og rigning, einkum sunnan- og vest- anlands. Veður fer hlýnandi í bili. Veðrið i dag er á bls. 37. Dísel 2,7 TDI sjálfskiptur Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfba 2 Sími 525 8000 www.ih.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.