Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 15 » .4 ^jJl/J/>2JJj- Róbert Max Garcia og Hörður Garðarsson: Milosevic Júgóslavíu forseti grimmileg- ur og bú- inn sverði. Verkið hannaði Róbert Max Garcia. DV-mynd Teitur gandi listamenn Sköpunargáfan fékk svo sannarlega að njóta sín hjá fyrirtækinu Norma í Garðabæ á dögunum, en þar hafa nemendur Fjöbrautaskóla Garðabæjar átt þess kost und- anfarið að sækja vikulangt suðunámskeið sem hluta af skyldubundnu verk- og listnámi. Tilveran brá sér í Garðabæinn ogfékk að sjá brot af afrakstrinum. Minnismerki um hund og gítarstandur É Hörður með öskubakkann, en ekki verður annað sagt en hönnunln sé nokkuð nýstárleg. DV-mynd Teitur ' g ákvað að gera þennan hund til I minnngar um hundinn hennar Auðbjargar sem dó fyrir stuttu. Auðbjörg er mjög ánægð og ætlar að koma honum fyrir í garðinum heima hjá sér,“ sagði Róbert Max Garcia, sem var ásamt átta skólafélögum sin- um staddur í fyrirtækinu Norma í Garðabæ á dögunum. Þar hefur verið komið upp sérstakri kennslustofu í rafsuðu fyrir nemana, en boðið hefur verið upp á þessi námskeið í nokkur ár. Námskeiðið stendur í eina viku og skiiar krökkunum þremur einingum til stúdentsprófs. Kominn tími á hvíld Róbert var í óða önn að slípa og leggja lokahönd á hundinn, en hann var búinn að gera meira, því í homi skólastofúnnar stóð jámkarl, mikilúð- legur á svip og vopnaöur sverði. „Þetta er Slobodan, for- seti Júgóslavíu. Mig langaði að gera styttu af honum, þótt hún sé honum alls ekki til dýrðar, enda styð ég ekki stríðið í Kosovo. Styttan á að mig á að til ei menn sem fylgja sinni sannfær- ingu og láta aldrei undan. Fyrir þeim eiginleika ber ég virðingu,1' segir Róbert og bæt- ir við að lokaverkefhið verði af ailt öðrum toga, stórt jámblóm sem hann ætlar að gefa syni sínum. Hörður Garðarsson, félagi Róberts og nemi á félagsfræðibraut, hafði ekki verið alveg eins stórtækur, en var þó búinn að ljúka við forláta öskubakka. „Ég ætla að gefa reykingamanni sem ég þekki þennan öskubakka. Annars ætla ég að búa til gítarstand því mig hefur lengi vantað eirrn slíkan. Það er stórskemmtilegt að læra suðuna. Þetta er hagnýtt og gott nám. Það var líka kominn tími á að hvíla sig aðeins á skólabókunum," segir Hörður Garð- arsson. -aþ Gunnar Bergmann: Auðveldara en ág bjóst við unnar Bergmann útskrifast JÉI úr Fjölbrautaskólanum í vor þannig að rafsuðunámskeiðið er með því síðasta sem hann gerir áður en stúdentsprófm skella á með fullum þunga nú eftir páskana. „Þetta er gagnlegt námskeið það er engin spuming. Það kom mér meira minna Gunnar Bergmann ber sig fagmannlega að við smíði stofuborðsins. DV-mynd Teitur aö segja dáhtið á óvart hversu gaman er að fást við þetta. Við erum náttúr- lega heppin með kennara, því hann Jónas er toppmaður i faginu,“ segir Gunnar um leið og hann mundar suðutækin af öryggi. Hann er langt kominn með lítið stofuborð en hvert lokaverkefhið verður segir enn óá- kveðið. „Það er auðveldara en ég bjóst við að ná tökum á þessum. Hvað ég geri hins vegar við þetta borð veit ég ekki. Það hlýtur að mega nota það einhvers staðar," segir Gunnar. Rafsuðan á greinilega vel við Gunnar og hann segist staðráð- inn í að nýta sér það sem lærir á námskeiðinu í framtíðinni. Verknámi hans er þó lokið við FG en hann hefur þegar lokið einkaflugmannsprófi og stefhir á flugmannsnám strax næsta vet- ur. „Flugið verður vonandi mitt framtíðarstarf en það er aldrei að vita nema maður laumist í suðuna svona í frístundum. Mig langar að smíða stiga og sitthvað fleira,“ segir Gunnar Bergmann. -aþ Það er víst eins gott að hafa vanan mann á svæðinu, en Jónas Þórðarson, suðumaður til fjörutíu ára, sá um að krakkarnir lærðu réttu handtökin. Jónas sagði hópinn efnilegan og að stelpurnar gæfu strákunum ekkert eftir. DV-mynd Teitur Auðbjörg Björnsdóttir: Vildi prófa að vera listamaður ig langaði að prófa að verða listamaður og rækta sköpunargáfuna," segir Auðbjörg Bjömsdóttir, nemi á nátt- úrufræðibraut í Fjölbrautaskólan- Auðbjörg var önnum kafin þegar blaðamann og Ijós- myndara DV bar að garði, enda hefur hún aðeins viku til að Ijúka verkefnum sínum. DV-mynd Teitur um í Garðabæ, jiegar hún er spurð um ástæðu þess að hún valdi aö læra rafsuöuna. „Ég hef ekki svo mikið snert á neinu þessu líku áður og var dálítið hissa hvað er gaman að þessu. Það er líka gott að fá fri frá náminu í viku og ekki spilla einingamar sem við fáum hér fyrir. Lokaverkefnið mitt verður væntanlega kertastjaki handa foreldrunum og eitt stykki öskubakki fyrir sjálfa mig,“ segir Auðbjörg. Aðeins tvær stelpur em í níu manna hópnum frá FG og ekki stendur á skýringunni hjá Auð- björgu. „Þaö er einfaldlega erfitt að vinna með strákum og ekki allar stelpur nógu vel andlega stemmdar til að ráða við það. Það þyrfti að vera sérstakt kvennanámskeið í suðunni," segir Auðbjörg sposk á svip. „Rafsuðan er einfaldari en ég bjóst við og maður er fljótur að ná tökum á undirstöðuatriðunum þótt það sé auðvitað langur vegur í að verða meistari í faginu,“ segir Auð- björg Bjömsdóttir. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.