Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 12
12 Utgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aóstoóarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Skýr skilaboð „Við þurfum háa vexti til að koma í veg fyrir ofþenslu." Þessi skilaboð Birgis ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra á ársfundi Seðlabanka íslands í liðinni viku eru skýr og afdrátt- arlaus. Með þeim er ljóst að Seðlabankinn ætlar ekki að hnika frá aðhaldssamri stefnu í peningamálum. Þessu ber að fagna - raunar má halda því fram að í hvert skipti sem seðlabankar heims taka af skarið og lýsa yfir aðhaldi í peningamálum, þá beri að fagna, a.m.k. að öðru óbreyttu. Við íslendingar höfum lifað við mikla efnahagslega hagsæld undanfarin árin. Við höfum uppskorið eins og sáð hefur ver- ið. Hagvöxtur hefur verið með því mesta sem þekkist. Ráðstöf- unartekjur hafa hækkað og á liðnu ári jókst kaupmáttur ráð- stöfunartekna á mann um 9%. Vandinn sem við blasir er hins vegar mikil einkaneysla, sem er að hluta til drifin áfram af skuldaaukningu heimil- anna. En einnig veldur fyrirhyggjuleysi margra sveitarfélaga áhyggjum og ljóst er að mörg þeirra eiga eftir að glíma við miklar byrðar í framtíðinni - byrðar sem íbúarnir verða að axla með auknum álögum og/eða minni þjónustu. Við íslendingar erum vanari því að spila góðærinu út úr höndunum en að leggja fyrir á góðum árum til hinna mögru. Hófið virðist ekki auðlært og fylgifiskur hagsældar hefur ver- ið ístöðuleysi og óstjórn í peningamálum. Sú tíð virðist að baki og raunar hefur nýr hugsunarháttur náð fótfestu í ríkis- fjármálum, þó svo böndin þar mættu vera styrkari. Lítið má hins vegar bera út af til að ekki fari illa. Stöðug- leikinn sem landsmenn hafa notið undanfarin ár er fallvaltur. Aðhaldssemi Seðlabankans kemur ekki í stað ráðdeildar í op- inberum fjármálum ríkis og sveitarfélaga eða skynsamrar fyr- irhyggju heimila og fyrirtækja. Góðar fyrirætlanir seðlabankamanna við að tryggja hér stöðugt verðlag skipta engu ef þeir sem sitja á valdastólum ríkisstjórnar kunna ekki fótum sínum forráð. Nú í aðdrag- anda kosninga hljóta hugmyndir um aukið sjálfstæði Seðla- bankans að vakna. Miklu skiptir að sjálfstæði bankans sé þannig að í raun skipti litlu eða engu hverjir sitja í ríkisstjórn á hverjum tíma. Sjálfstæði Seðlabanka íslands er annars vegar tryggt í lög- um og hins vegar með þeim hefðum sem skapast í samskipt- um bankans og ríkisstjómar. Á undanfórnum misserum hafa verið stigin mikilvæg skref í framfaraátt, sem skapað hafa hefð fyrir sjálfræði Seðlabankans, en eftir er að tryggja sjálf- stæðið enn betur í lögum. Það ætti að verða eitt af fyrstu verk- um nýrrar ríkisstjórnar þegar Alþingi kemur saman að lokn- um kosningum. r Iþróttagarpur kveður Sigurður Sveinsson er í senn einn litríkasti og mesti íþrótta- maður okkar íslendinga síðustu áratugi. En fyrst og fremst var og er Sigurður Sveinsson, með leikgleði sinni og prúð- mennsku, fyrirmynd allra þeirra ungu drengja og stúlkna sem keppa að því að ná langt í íþrótt sinni. Enginn átti von á því að Sigurður Sveinsson yrði íþrótta- maður, enda glímdi hann við erfiðan mjaðmasjúkdóm á sínum fyrstu árum. Læknar töldu það af og frá að drengurinn ætti eft- ir að stunda íþróttir að neinu marki. Úrtöluraddir áttu ekki þá frekar en síðar við skap Sigurðar Sveinssonar. Af festu, óbilandi kjarki og seiglu, sem alla tíð síðan hefur einkennt þennan merka íþróttamann, yfírvann Sigurður veikindin. Innan vallar sem utan hefur lífsgleðin fylgt Sigurði Sveins- syni, sem nú hefur leikið sinn síðasta handboltaleik. Ailir þeir sem unna handbolta og íþróttum yfirleitt gera sér hins vegar vonir um að íslenskur handbolti fái að njóta hæfileika hans í náinni framtíð, enda hefur Sigurður Sveinsson sýnt og sannað að þjálfun liggur ekki síður fyrir honum en leikurinn sjálfur. Óli Björn Kárason ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 Þegar þetta er skrifað hafa loft- árásir Nató á Serba staðið í tvo daga. Viðbrögð hrannast upp - nú síðast skoða ég pistil í Morgun- blaðinu þar sem látin er í ljós nokkur fyrirlitning á „sjálfskipuð- um fulltrúum hins góða í heimin- um“ sem muni vafalaust mótmæla „aðgerðum þessum“. Ekki þuifa menn að telja sig betri en aðra menn þótt þessi lofthemaður sé þeim lítt að skapi. En fyrst hann er hafinn, í nafni heilagrar baráttu fyrir mannhelgi Kosovo-Alhana, er ekki úr vegi að minna fyrst á það að lofthernaður bitnar alla jafna fyrst og fremst á venjulegum borgurum, þeim sem síst skyldi - meðan valdsherrar margsekir og herforingjar þeirra em í tiltölulega litlum háska eins og dæmi sanna. Ný stefna? Loftárásirnar eru gerðar í nafni þeirrar stefnu að mannréttindi hafi algjöran forgang í samskiptum ríkja - þeir valdsmenn sem sekir eru um mannréttindabrot í stórum mæli, eins og Milosevic og hans menn vissulega em orðnir, eigi von á hörðum refsingum, hervald ekki undanskilið. Það væri - þrátt fyrir það sem áður segir um lofthernað - reyndar nokkur ástæða til að fagna stríði Nató gegn Serbum núna - ef minnstu líkur bentu til þess að verið væri að fylgja þessari stefnu eftir í rammri Þorpið brennt, fólkið heimilislaust. Myndin gæti verið frá Kosovo en hún alvöra. Og skuli héðan í frá með erfrá Kúrdabyggðum íTyrklandi. Heilagt stríð eða hræsni? sama hætti brugðist við öllum slíkum af- brotum. En því er ekki að heilsa. Serbar munu saka Nató um mikla hræsni, að hafa valið þá sérstaklega til hirt- ingar - og þeir hafa því miður allt of mikið til síns máls. Nú sem fyrr eru Serbar einir gerðir sekir um flest illt sem gerist á Balkanskaga. Þegar til dæmis Króat- ar notfærðu sér Bosn- íustríðið til að reka 300-400 þúsund Serba með brennum og morð- um frá heimkynnum þeirra í Krajina-héraði í Vestur-Króatíu, þá kom enginn því sára- saklausa fólki til bjarg- ar. Og Serbar gátu sagt með nokkrum rétti: Króatar sleppa ekki aöeins við refsingar, __ heldur og gagnrýni, af því þeir eru í náðinni hjá Þjóðverj- um og Vatíkaninu. Útbreidd tvöfeldni. Pistilhöfundurinn sem áður var nefndur segir: „íslendingar geta ekki litið undan þegar fjöldamorð Kjallarinn Arni Bergmann rithöfundur og þjóðernishreins- anir eiga sér stað í Evrópu." Alveg rétt. En þeim hefur tekist ágætlega vel að horfa undan og æmta hvorki né skræmta þegar bandamenn þeirra í Nató, Tyrkir, hafa neitað mörgum milj- ónum Kúrda sem búa í landi þeirra um öll mannrétt- indi. Milosevic hef- ur í Kosovo átt í stríði við eigin þegna, hann hefur látið brenna þorp og flæma fólk frá heim- „Þeir eru gagnrýndir og þeim jafnvel refsað fyrir mannrétt- indabrot sem ekki eru Natóríkj- um ogþá sérstaklega Bandaríkj- unum að skapi. Aðrir sleppa. “ kynnum þess. Það sama hafa Tyrkir lengi stundað í byggðum Kúrda (hafa þeir eytt þar 2000 þorpum eða 4000, hver veit?). Þeir meira að segja neita að viður- kenna að Kúrdar séu til og banna notkun tungu þeirra - en annað eins hefur Milosevic aldrei dottið í hug að gera í Kosovo. Og allir þegja: íslendingar jafnt sem Bandaríkjamenn. Svona er þetta um allan heim. Þeir em gagnrýndir og þeim jafn- vel refsað fyrir mannréttindabrot sem ekki era Natóríkjum og þá sérstaklega Bandaríkjunum að skapi. Aðrir sleppa. Engum hefur t.d. dottið í hug að refsa Indónes- um fyrir að drepa þriðja hvert mannsbarn á Austur-Tímor og flytja Javamenn inn í staðinn. Enda var Súharto einræðisherra hinn þægilegasti hagsmunum Bandaríkjanna og bandariskra fjárfesta. En af hverju stafar þá skyndileg umhyggja Clintons fyr- ir Albönum í Kosovo? Er nokkuð á þeim að græða? Ekki beinlín- is - nema hvað minna má á það að Bandaríkin standa höll- um fæti í heimi múslíma vegna þess að þau styðja jafn- an ísraela gegn Palestínu- mönnum. Það bætir að nokkru ímynd þeirra í þessum heimi ef hægt er að vísa til þess að í Bosníu og Kosoyo hafi þeir staðið með múslímum. Enda hafa Tyrkir einmitt núna sent þakk- læti til Nató fyrir að refsa andstæðingum „trú- okkar“, Albananna í Serbum, bræðra Kosovo. Ámi Bergmann Skoðanir annarra Misheppnuð byggðastefna „Byggðastefnan undanfarin ár hefur misheppnast algjörlega og ríkisstjórninni hefur ekki tekist að framfylgja eigin tillögum, s.s. að fjölgun starfa á veg- um ríkisins verði úti á landi. Það er lítið gagn í til- lögum sem ekki er fylgt eftir í verki og nýjustu til- lögur ríkisstjórnarinnar í byggðamálum era gagns- lausar ef raunverulegur vilji og fjármagn fylgir ekki í kjölfarið." Lilja Rafney Magnúsdóttir í DV 31. mars Kattarþvottur stjórnar- formannsins „Þrátt fyrir kattarþvott stjórnarformannsins standa staðreyndir málsins óhaggaðar eftir. 16 ára unglingar í Unglingavinnunni eru sviptir kjarabót- um með siðlausum hætti á meðan aðrir hópar í þjóð- félaginu fá verulegar kjarabætur. Störf unglinganna era hin sömu eða sambærileg og forverar þeirra í vinnuskólanum hafa sinnt um áraraðir." Kjartan Magnússon í Mbl. 31. mars Andúð á hermennsku á fslandi „Okkur fannst að ekki væri sæmandi sjálfstæðri þjóð að hafa erlendan her í landinu og ísland ætti að standa utan við hvers konar hernaðarbrölt. Hér hef- ur löngum verið mikil andúð á hermennsku og stríðsrekstri. íslendingar hafa aldrei borið vopn á aðra þjóð og aldrei lotið heraga. Staða okkar íslend- inga, fortíð og hefð, er öll önnur en flestra nálægðra þjóða." Ragnar Arnalds í Mbl. 31. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.