Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útf>áfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
r
NATO er að tapa stríðinu
Hörmulegt er sjá gamlan vin liggja í eymd og volæði
fyrir hunda og manna fótum og þola spörk frá hvaða
dólgi sem er. Verra er, þegar vinurinn afneitar ástandi
sínu og þykist vera brattur í ræsinu. Þannig bregzt Atl-
antshafsbandalagið við spörkum Milosevics.
Nató er að tapa stríðinu. Bandalagið hefur ekki heft
hernaðargetu Serbíu til að hrekja íbúana úr Kosovo.
Bandalagið hefur ekki bætt ástand Kosovara, sem eru al-
mennt komnir á flótta. Bandalagið hefur ekki reynzt
vera trúverðugt, því enginn treystir raupi þess.
Með því að draga Kosovara að samningaborðinu í
Rambouiilet og láta þá skrifa undir samkomulagið um
Kosovo, hefur Atlantshafsbandalagið tekið ábyrgð á vel-
ferð hins nýja skjólstæðings án þess að standa við hana.
Meira að segja hafa samningamenn verið myrtir.
Flóttamenn eru orðnir tæp miUjón í Makedóníu og Al-
baníu. Ríki Atlantshafsbandalagsins verða á sinn kostn-
að að taka við fólkinu, sjá því fyrir matvælum og heilsu-
samlegum aðstæðum. Milosevic er að takast að hreinsa
Kosovo af níu af hverjum tíu íbúum landsins.
Á fimmtíu ára aflnæli Atlantshafsbandalagsins er
stefna þess í Kosovo bókstaflega í rjúkandi rústum. Samt
var allt fyrirsjáanlegt, sem þar hefur gerzt. Til dæmis var
í leiðurum DV fyrir nokkrum árum sagt nokkrum sinn-
um, að Bosnía yrði endurtekin í Kosovo.
Dálkahöfundar víðar um heim hafa spáð harmleiknum
í Kosovo og getuleysi Atlantshafsbandalagsins til að taka
á málinu. Bent hefur verið á, að loftárásir á hemaðarlega
mikilvæga staði mundu ekki fá Milosevic Serbíuforseta
til að víkja frá þjóðarhreinsuninni í Kosovo.
Ráðamönnum Atlantshafsbandalagsins hefur marg-
sinnis verið bent á, að annað hvort yrði að láta Milosevic
eiga sig eða tefla fram hundrað þúsund manna landher,
studdum hernaðarþyrlum. Loftárásir mundu einar sér
ekki tryggja framgang markmiða bandalagsins.
Persóna Milosevics hefur verið skýrð og borin saman
við persónu Saddams Husseins. Þjóðarmarkmið Serba
um hreinsun annarra þjóða hefur verið augljóst öldum
saman. Tilgangsleysi loftárása einna sér hefur víða kom-
ið í ljós og nú síðast í Tsjetsjeníu og írak.
Tekizt hefur að sprengja innanríkisráðuneytið í
Belgrað, nokkrar brýr á Dóná og tefja fyrir umferð skipa
um ána. Að flestu öðm leyti hafa loftárásimar verið
marklitlar. Þær hafa stundum legið niðri vegna veðurs
og á góðviðrisdögum hefur hittni verið léleg.
Ógæfusemi er einkenni ráðamanna bandalagsins og
ráðamanna utanríkisráðuneyta og hermálaráðuneyta að-
ildarríkjanna. Þeir lesa ekki sagnfræðina, þeir hlusta
ekki á ráð og þeir hafa ekki greind til að skilja stöðuna.
Þeir hafa rekið gagnslausan lofthernað í tvær vikur.
Úr því sem komið er, neyðist bandalagið til að fara
með landher inn í Kosovo, gera loftárásir á Milosevic
sjálfan, stjórnarbyggingar og hermálaráðuneyti hans,
draga þúsundir brjálaðra Serba fyrir nýja stríðsglæpa-
dómstólinn í Haag og lýsa yfir sjálfstæði Kosovo.
Eftir meðferð Milosevics á Nató er ekki lengur hægt
að sæta samkomulagi um sjálfstjórn Kosovara innan
ríkjasambands Júgóslavíu. Ekki er heldur lengur hægt
að sæta því, að Milosevic sé áfram við völd í Serbíu.
Glæpir Serba í Kosovo hafa breytt stöðunni.
En því miður hafa ráðamenn vestursins og bandalags
þess hvorki þekkingu né greind til að skríða upp úr
eymd og volæði sínu á fimmtíu ára afmæli Nató.
Jónas Kristjánsson
Frá Kosovo. - Greinarhöfundur telur að um leið og loftárásum hafi verið hótað hafi stríði verið lýst yfir.
Loftárásirnar
marka tímamót
arbroddi hafa sýnt fá-
dæma hroka og
ósveigjanleika í
Kosovo-deilunni. Það
eitt að stilla stjóm
Júgóslavíu upp gagn-
vart tveimur kostum,
annars vegar fyrirfram
ákveðnum samningi
sem felur í sér hernám
NATO í Júgóslavíu og
að öðmm kosti loft-
árásum NATO á land-
ið, gerði stjóm
Júgóslavíu ókleift að
líta svo á að um frjálsa
samninga væri aö
ræða. í raun var lýst
yfir striði á hendur
Júgóslavíu um leið og
„Þróunin undanfarna mánuöi í
Kosovo-deilunni sýnir að ímynd
NATO sem friöarafls er alger
blekking, svokallað friöarhlut-
verk NATO hefur falliö um sjálft
sig.u
Kjallarinn
Einar Ólafsson
rithöfundur
Atlantshafsbanda-
lagið hefur nú tekið
það skref sem marg-
ir hafa óttast allt frá
þvi það var stofnað
fyrir hálfri öld. í
fyrsta sinn hefur
bandalagið gert árás
á fullvalda ríki.
Þessi árás var gerð
án þess að sam-
þykki Sameinuðu
þjóðanna lægi fyrir
og án þess að við-
komandi ríki hafi
ógnað aðildarríkjum
NATO.
Það er ljóst að
NATO-ríkin líta á
það sem rétt sinn að
skerast í leikinn
innan landamæra
annarra ríkja þegar
þeim þóknast. Þetta
er svo stórt skref og
slík ögmn við ríki
utan NATO, það sem
við gætum með
nokkrum rétti kallað
alþjóðasamfélag, að
furðu gegnir hversu
litlar umræður hafa
orðið um það og að ákvörðunin
hefur ekki verið borin undir þjóð-
þing annarra aðildarríkja en
Bandaríkjanna.
Hroki NATO-ríkjanna
Flestir em sammála um aö ekki
hafi verið rétt aö horfa þegjandi
upp á það sem var aö gerast í
Kosovo. En aðfarimar benda ekki
til aö friðarvilji hafi legið að baki.
NATO-ríkin með Bandaríkin í far-
loftárásum var hótað. Eðli málsins
samkvæmt gátu fulltrúar NATO-
ríkjanna þvi ekki gegnt hlutverki
sáttasemjara. Það hefði í rauninni
þurft sáttasemjara til að leysa deil-
una milli Júgóslavíu og NATO.
Skrípaleikm-inn, eða öllu heldur
harmleikurinn, náði hámarki þeg-
ar annar deiluaðilinn var látinn
skrifa undir samning án þess að
hinn aðilinn væri við borðið. Setj-
ast menn ekki yfirleitt niður sam-
an til að skrifa undir þegar búið er
að semja?
Eflum hlutlaus samtök
Án þess að gera lítiö úr ofbeldi
Júgóslavíu-stjómar gegn Kosovo-
Albönum eða ábyrgð hennar má
fullyrða að framkoma NATO-ríkj-
anna hefur orðið til þess að herða
enn fastar þann hnút sem deilan
var i og sá hnútur verður ekki
leystur meö hemaðaraðgerðum.
Yfirmenn NATO hafa lýst því
yfir að NATO geti ekki liðið að
ríkisstjórnir Evrópuríkja beiti
minnihlutahópa ofbeldi í löndum
sínum.
Slíkar yfirlýsingar hljóta að
kalla á sams konar aðgerðir gegn
Tyrklandi, þar sem ríkisstjómin
hefur áratugum saman beitt
Kúrda gegndarlausu ofbeldi. Að-
gerðaleysi NATO gegn NATO-rík-
inu Tyrklandi sýnir best tví-
skinnunginn sem liggur að baki
verkum NATO og NATO-ríkjanna
varðandi Júgóslavíu og Kosovo.
Þróunin undanfama mánuði í
Kosovo-deilunni sýnir að ímynd
NATO sem friðarafls er alger
blekking, svokallað friðarhlut-
verk NATO hefur fallið um sjálft
sig.
Atburðarásin i Kosovo sýnir
hversu brýnt er að efla hlutlaus
samtök á borð- við Sameinuðu
þjóðirnar og Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu og fela þeim
að leita lausna á deilumálum á
borð við Kosovo-deiluna en halda
NATO og öðrum hemaðarbanda-
lögum í skefjum þar til endanlega
verður búið að leggja þau niður.
Einar Ólafsson
Skoðanir annarra
Aukin jaöaráhrif skattkerfisins
„í stefnu VG í efnahags- og skattamálum er ekki
að fmna færri en sjö hugmyndir um nýja skatta og
að sjálfsögðu rætt um að herða á innheimtu þeirra
skatta sem fyrir em. Jafnframt boðar VG eins og
hinn nýi Þjóðvaki þrepaskiptan tekjuskatt en segir
um leið að setja verði skorður við jaðaráhrifum
skattkerfisins! Ef að vinstri flokkarnir ætla ekki að
lækka skattinn eftir því sem tekjur manna hækka er
ljóst að fjölgun skattþrepa eykur jaðaráhrif skatt-
kerfisins."
Úr Vef-Þjóðviljanum 6. apríl.
Úlfur í sauðargæru
„Afinæli NATO hefur gefið herstöðvaandstæðing-
um á íslandi kjörið tækifæri til að kynna sjónarmið
sín. Bima Þórðardóttir hefur verið málsvari þessa
fámenna hóps í marga áratugi og hún er enn við
sama heygarðshomið, heldur fram samsæriskenn-
ingum og tekur afstöðu með þeim, sem hallmæla
Vesturlöndum, og leggja sig fram um aö gera mál-
stað þeirra tortryggilegam, hún telur sig búa yfir
upplýsingum, sem hún segir fjölmiðla halda leynd-
um fyrir öllum almenningi, af því að þeir þjóni ann-
arlegum hagsmunum gróðaafla og úlfa í sauðar-
gæru.“
Björn Bjarnason á heimasíðu sinni 3. apríl.
Hlutur Samfylkingar rýr
„Hlutur Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum
að undanfomu hefur verið heldur rýr og virðist sem
fylgissveiflan sem var í byrjun ársins hafi stöðvast
og að einhverju leyti gengið til baka. Því er alveg
morgunljóst að sú barátta sem nú er að hefjast er
afar mikilvæg, hún snýst um það hvort raunveru-
lega tekst að umbylta fiokkakerfinu eður ei.“
Heimasíða Grósku 6. apríl.