Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 Fréttir Vandræðagangur utanrlkisráðuneytisins með Svavar Gestsson i Kanada: Svavar skipaður aðal- ræðismaður í skyndi - fékk aðeins tveggja vikna dvalarleyfi sem sérlegur sendifulltrúi í Winnipeg felli við hvort við séum með útsendan mann eða heiðursræð- ismann eins og við höf- um gert hingað til. Við erum því eingöngu að Stöðu Neils Bardals, aðalræðis- manns íslands í Winnipeg, hefur verið breytt af íslenska utanríkis- ráðuneytinu, í því skyni að rýma til fyrir Svavari Gestssyni. Svo virðist sem íslenska utanríkisráðu- neytið hafi, eftir að Svavar var kominn til Kanada, rekið sig á það að kanadísk yfirvöld samþykktu ekki að taka á móti sendi- manni frá íslandi til aðseturs í Winnipeg, en ekki í höfuðborg- inni Ottawa. Þegar þetta var komið í ljós hafi utanríkisráðu- neytið gripið til þess ráðs að nánast svipta hinn vel metna ræðis- mann íslands í Gimli, Neil Bardal, aðalræðis- mannstitlinum í Winnipeg og flytja hann á herðar Svavari. Með þessu móti fékk Svavar stöðu .... diplómats í Kanada, en Svernr Haukur Gunnlaugsson, raðu- Neil Bardal var gerður neytisstjori utannkisraðuneyt.sms. aðalræðismaður í heimaborg sinni Gimli. Stórborgin Winnipeg er ekki lengur á hans herðum, heldur Svavars. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins, segir í samtali við DV um þetta mál að breytingin á stöðu Neils Bardals hafi ekki verið gerð gegn vilja Bardals heldur hafi hann sjálfur þvert á móti óskað eft- ir henni. Aðspurður um hvort Svavar hefði ekki getað verið í Manitoba og sinnt þeim verkefnum sem honum eru ætluð nema með því að fá aðalræðismannstitil, sagði Sverrir Haukur: „Þeir eru með í Kanada ákveðið fyrirkomu- lag á því hverjir megi vera útsend- ir starfsmenn erlendra rikja. Sú starfsemi miðast við það að vera með útsenda starfsmenn í Ottawa og/eða á aðalræðismannsskrifstof- um vítt og breitt um Kanada. Þá ræður viðkomandi þjóð, í þessu til- Mikiö kveðjuhóf var haldið Svavari og Guðrúnu Ágústsdóttur konu hans þegar þau yfirgáfu hið pólitíska svið og fluttu til Kanada. Svavar Gestsson, skipaður sendi- herra utanríkisþjónustunnar og ný- útnefndur aðalræðismaður íslands í Winnipeg. fara eftir því fyrirkomulagi sem við þurfum að gera miðað við ósk- ir Kanadamanna," sagði ráðuneyt- isstjóri. Breytt staða „Staða mín er breytt. Eina leiðin til þess að við gætum fengið Svavar viðurkenndan hér í Manitoba, var að gera hann að aðalræðismanni. Ég er enn aðalræðismaður, en fyrst og fremst í Gimli frekar en Winnipeg," sagði Neil Bardal í sam- tali við DV. „Þetta er fyrst og fremst spuming um nafngiftir og titla til að koma til móts við viss formsatriði stjómsýslunnar en ekki að lækka einn né neinn í tign,“ sagði Neil Bardal enn fremur. Á dagskrá er að opna sendiráð í Kanada eftir tvö ár. Þangað til sendiráðið verður stofnað var upp- haflega hugmyndin sú að Svavar yrði sérlegur sendifulltrúi frá sendi- DV-mynd E.OI. ráðinu í Washington, með aðsetur í Winnipeg í Manitobaríki, til að und- irbúa hátíðarhöld vegna aldamót- anna, minnast landafunda nor- rænna manna í Vesturheimi og efla tengsl íslands og Kanada, ekki síst við afkomendur íslenskra landnema þar á 19. öldinni. En þá kom babb í bátinn því að samkvæmt reglum Kanadamanna getur slíkur sérlegur sendifulltrúi, eða special envoy, ekki dvalið í landinu í heil tvö ár, heldur einungis tvær vikur. Það varð því að hafa hraðar hendur og niðurstaðan var sú sem fyrr segir, að útnefna Svavar í skyndi aðalræð- ismann íslands í Winnipeg og forða honum frá því að verða undirmaður ræðismannsins þar, eða gerður aft- urreka ella. DV hefur reynt að ná tali af Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra vegna þessa máls, en án árangurs. -SÁ Sök sjónvarpsins Nú er kosningabaráttan haf- in, eftir því sem flokkarnir segja, án þess þó að kjósendur verði mikið varir við að kosn- ingar séu í nánd. Nema þegar flokkamir halda upp á það að kosningar séu í nánd. Þannig komu Samylkingarmenn sam- an i Háskólabíói um síðustu helgi og sungu svo hátt að eld- varnakerfið gaf frá sér hættu- merki. Davið Oddsson lét líka sjá sig um helgina og innlegg hans í kosningaslaginn var að lesa eftir sig smásögu, sem þótti fyndin. Halldór Ásgríms- son er sömuleiðis að vekja at- hygli á framboði sínu með því heyja stríð niður í Júgóslavíu og segja frá því að hann hafi verið að tala við Al- bright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Eini maðurinn sem talar um pólitíik er Sverrir Her- mannsson og fyrir vikið er ekki á hann hlustað. Á þriðjudag í síðustu viku hófúst almennar stjómmálaumræður í sjónvarpinu, með þátttöku nokkurra þungavigtarmanna í pólitíkinni. Ekki tókst betur til en svo að áheyrendur sofnuðu flestir undir umræðunni. Nokkur gagnrýni hefur komið fram í kjölfar þessa sjónvarpsþáttar og beinist hún aðallega að þvi hversu daufleg þessi barátta og umræðan sé. Ekki það að talsmenn flokkanna hafl ekki gert sitt besta, heldur hafa þeir ekkert til að tala um og svo hitt, sem er talin aðalskýringin á deyfð- inni, að stjórnendur þáttarins, sjónvarpsmenn- inrir og sjónvarpið sjálft, voru of daufír sjálfir. Það er sem sé búið að finna sökudólginn í þess- ari kosningabaráttu og fer vel á því að skella skuldinni á þá sem í rauninni stjóma sijómmál- unum og umræðunum í landinu og bera alla sök- ina á slakri frammistöðu stjórnmálamannanna. Frambjóöendur hafa sjálfsagt frá ýmsu aö segja og margt um að deila og margar góðar tillögur í farteskinu, en þeir bara komast ekki aö fyrir háif- sofandi og meðvitundarlausum sjónvarpsmönn- um, sem gera allt til að drepa umræð- unniádreifog gera hana leiðinlega. Verst er að sjónvarps- mennimir era ekki sjálfir í framboði, því annars gætu kjósendur láti andúð sína á þeim í ljós með því að kjósa þá ekki. í staðinn neyðumst til að greiða þeim flokkum atkvæði sem hafa allt til bmnns að bera til að gera þessa kosningabaráttu líflega, en komast ekki að fyrir daufum sjón- varpsmönnum. Þar er illa farið með góð atkvæði og illa farið með baráttuglaða frambjóðendur. En þeir geta þó altént lesið smásögur til að hafa ofan af fyrir kjós- endum í aðdraganda þessara kosninga. Nú eða sungiö. Eða háð stríð á Balkanskaganum. Allt nema tala um pólitík, sem enginn kemst upp með vegna lélegrar frammistöðu sjónvarpsins. Sjón- varpið er að eyðileggja kosningabaráttuna. Dagfari Innilegt faðmlag Vel fór á með þeim Gisla Hjart- arsyni, krata og núverandi Sam- fyikingarmanni á ísafirði, og Gunn- laugi Sigmundssyni, þingmanni Framsóknar á Vestflörðum, i hófi vegna endurvígslu flugstöðvarinnar á ísaftrði á dögun- um. Svo innilegt þótti faðmlag þeirra félaga að spumingar vökn- uðu um hvort Gísh væri á leið á eftir sínum gamla félaga úr AI- þýðubandalaginu, Kristni H. Gunnarssyni, yfir í Framsókn - eða hvort Gunnlaugur væri farinn að renna hýrum augum til Samfylk- ingarinnar, þar sem Kristinn hefúr nú yfirtekið toppstöðu Framsóknar í kjördæminu.... Gild afsökun Nú eru einungis tæpar fjórar vikur í kosningar og skjálfti kominn í frambjóðendur. Hver af öðrum dúkka þeir upp þar sem fleiri en einn og fleiri en tveir koma saman, t.d. á íþróttakappleikjum. Þannig mátti sjá vetnisfrömuðinn Hjálmar Ámason á leik Hauka og Aftureld- ingar i úrshtakeppni handboltans á dögunum. Þó bæði lið séu úr kjör- dæmi Hjálmars er hvorugt úr Reykjanesbæ, sem gefúr grunsemd- um um atkvæðaveiðar byr undir báða vængi. Það varpaði hins vegar skugga á meintar veiðar að seuss- nautum Hjálmars var visað úr húsi vegna hegðunar. Hvað sem líður áhuga þingmanna og þingmanns- efha á handbolta, þá má segja aö Þorgerður Gunnarsdóttir, sjálf- stæðiskona í Hafnarfirði, hafi bestu afsökunina fyrir að sjást meðal áhorfenda á handboltaleikjum næstu vikur. Hún er eiginkona Kristjáns Arasonar, sem kominn er í úrslit með liði sinu FH.... Moldin rýkur í Víkurfréttum mátti í vikunni sem leið lesa skorinorta lofgrein um Hjálmar Ámason, þingmann Fram- sóknar. Fyrirsögnin var: Verður er mað- ur verka sinna. í greininni em les- endur hvattir til að tryggja „duglegum þingmanni" sæti á Alþingi með því að kjósa Framsóknar- flokkinn í kosningunum í vor. Ekki er þverfótað fyrir greinum sem þessum um þessar mundir og ekk- ert merkilegt þó þingmenn séu lof- aðir í hástert af aðdáendum sínum. En það sem þykir skjóta heldur skökku við er að höfundur um- ræddrar greinar er enginn annar en Jón Gröndal, stórkrati úr Grinda- vík. „Á dauða minum átti ég von,“ sagði góðvinur Sandkoms og fannst moldin heldur betur farin að rjúka í logn- inu.... Helmingaskipti Töluvert er um það rætt þessa dag- ana að Halldór J. Kristjánsson, sá er settist í stól bankastjóra Lands- bankans í kjölfar skandalmálanna þar á bæ, muni brátt snúa aftur í viöskiptaráðuneytið. Kemur helm- ingaskiptareglan þar við sögu. Rætt er um að Helga Jónsdóttir borgar- ritari verði seðlabankastjóri, setjist í stólinn hans Steingrlms Her- mannssonar. En sjálfstæðismenn gera þá kröfú til landsbankastjóra- stöðunnar. Í því sambandi ber nafn Þórarins V. Þórarinssonar, fram- vkæmdastjóra VSÍ, oft á góma. En þetta getur náttúrlega ekki gerst fyrr en eftir kosningar - og óbreytt ástand.... Umsjón Haukur L Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.