Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 9 r Batnandi mönnum er best að lifa: Gore gaf stór- til líknarmála Indónesía: Örðugt að halda úti heiðarlegum kosningum Andrúmsloft ofbeldis og bar- áttu kann að koma í veg fyrir að hægt sé að halda heiðarlegar kosningar í Indónesíu í júni næstkomandi. Þetta er skoðun Suhartos, fyrrver- andi forseta lands- ins, en hann veitti sitt fyrsta viðtal í gær frá því hann yfirgaf forsetastól- inn i mai á síðasta ári. Suharto segir það áhyggjuefni að stjómmálaflokkum hafi fjölgað úr þremur í 48 að undanförnu. „Þegar flokkarnir voru aðeins þrír gat verið örðugt að halda úti heiðarlegum kosningum. Ég dreg í efa að það sé mögulegt þegar 48 flokkar eru í framboði," sagði Suharto. Hann viðurkenndi þó að almennar kosningar væru ein leið til umbóta, en núverandi ástand væri til þess fallið að ýta undir áhrif kommúnisma í land- inu. Grænland: Al fé A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, og Tipper eiginkona hans bættu svo sannarlega ráð sitt í fyrra. Hjónin gáfu þá hvorki meira né minna en sem svarar rúmlega einni milljón íslenskra króna til góðgerðarmála. Árið á undan gáfu þau ekki nema um tuttugu og fimm þúsund krónur og þótt mörgum skrýtið. Þetta kemur fram í upplýsingum um tekjur og skatta varaforsetans, og forsetans líka, sem embættis- menn Hvíta hússins gerðu opinber- ar í gær. Samkvæmt skattaskýrslu þénuðu Gore-hjónin 224.376 dollara, eða nálægt 16 milljónum króna, ár- ið 1998 sem er nokkur hækkun frá árinu 1997 þegar þau þénuðu 197.729 dollara. Bill Clinton forseti og Hillary þénuðu nokkru meira, eða 504.109 Al Gore bætti ráð sitt í fyrra og gaf rausnarlega til líknarmála. dollcira, sem jafngildir rúmum 35 milljónum króna. Það er nokkru minna en árið á undan þegar tekjur forsetahjónanna námu 569.510 doll- urum. Embættismenn Hvíta hússins gerðu sérstakt far um að benda á hve raunsnarlegur varaforsetinn hefði verið við góðgerðarstofnanir. Framlög hans til líknarmála runnu til heimilisleysingja og geðsjúkra, auk þess sem hann styrkti kirkju- og menntastofnanir. Gore, sem að öllum líkindum verður forsetaefni demókrata í forsetakosningunum á næsta ári, mátti þola háð og spott fyrir góðgerðargjafir sínar 1997. Repúblikanar gengu meira að segja svo langt að uppnefna hann nískupúka. En batnandi manni er best að lifa. Forsetakosningar í Alsír: Óttast kosningasvik Mesti demanta- fundur til þessa Mikið magn demanta fannst nýlega á Grænlandi. Að sögn heimastjómarinnar er það fyrir- tækið Minerals og Monopros Ltd sem á heiðurinn af fundinum. Hans Kristian Schonwandt, sem veitir auðlindastofnun Græn- lands forstöðu, segir fundinn stórt skref fram á við í demtanarann- sóknum. Demantafundurinn nú er hundraðfalt stærri en sá síðasti á Grænlandi. Lest seinkar Að minnsta kosti eins árs seink- un verður á því að fyrirhugað jarð- lestakerfi í Kaupmannahöfn verði tekið í notkun. Að því er danska blaðið Jyllands- Posten sagði í morgun er það danska ríkisendurskoðunin sem upplýsir þetta í leynilegu bréfi. Fyrirtækið sem vinnur verkið skýrði frá því í fyrra að jarðlestin yrði ekki tilbúin á réttum tima árið 2000 en til þessa hefur ekki verið ljóst hve mikil seinkunin yrði. Sex frambjóðendur í forsetakosn- ingunum sem verða í Alsír á fimmtudag hafa óskað eftir fundi með fráfarandi forseta til að stöðva kosningasvik sem þeir segja að séu þegar hafin fyrir hönd frambjóð- anda hersins. Búist var við að sexmenningamir hittu forsetann í morgun. Frambjóð- endurnir ræddu saman í gær og að þeim fundi loknum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust hafa sannanir fyrir kosningasvindli í herbúðum þar sem hermenn, lög- regluþjónar og tollverðir byrjuðu að kjósa á mánudag. Jack Kevorkian fer í steininn. Sjálfsmorðs- læknirinn dæmd- ur í fangelsi Bandaríski læknirinn Jack Kevorkian, sem frægur er fyrir að aðstoða dauðvona sjúklinga við að stytta sér aldur, var dæmdur í 10 til 25 ára fangelsisvistar í gær fyrir iðju sína. Mál var höfðað gegn honum fyrir aö aðstoða fár- sjúkan mann frá Michigan. Atvik- ið var tekið upp á myndband og sýnt í sjónvarpsþættinum 60 mín- útum. Kevorkian hefur lengi barist fyrir lögleiðingu sjálfsmorðs með aðstoð. í myndbandsupptökunni skoraði hann á saksóknara að sækja sig til saka svo hægt væri að gera út um mál þetta í eitt skipti fyrir öll. Ekkja mannsins sem Kevorki- an, eða doktor dauði, eins og hann var kallaður, var dæmdur fyrir að aðstoða bað dómarann að sýna miskunn við ákvörðun refs- ingarinnar. Allt kom þó fyrir ekki. Kevorkian hefur aðstoðað að minnsta kosti 130 manns yfir móðuna miklu. Yfir fimm hundruð námsmenn söfnuðust saman við hús hæstaréttar í Kuala Lumpur í gær til þess að sýna fjármálaráðherranum fyrrverandi, Anwar Ibrahim, stuðning. Vopnaðar sveitir leystu upp fundinn. Símamynd Reuter Anwar dæmdur til fangavistar: Brást ókvæða við Anwar Ibrahim, fyrrverandi fjár- málaráðherra Indónesíu, brást ókvæða við dómi sem kveðinn var upp yfir honum í gær. Samkvæmt dómnum er Anwar Ibrahim gert að sitja í fangelsi næstu 24 árin. Ákær- umar snerta kynlífsháttalag ráð- herrans fyrrverandi, en hann var einnig sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á- rannsókn málsins með því að gefa lögreglu fyrirskipanir. Anwar hafði gert ráð fyrir tveggja ári fangelsisdómi og því var úrskurðurinn í gær mikið áfall. „Þetta er forkastanlegt og klass- ískt dæmi um pólitíska spillingu sem kollríður öllu hér á landi,“ sagði Anwar í yfirlýsingu sem hann flutti fyrir utan dómhúsið í gær. Enn frekari réttarhöld bíða Anwars sem á yfir höfði sér fimm spillingarákærur og því gæti fang- elsisdómur hans lengst enn frekar. BEIHÞYN N I N G [Jeinþynning er sérstakiega vandamái meðal aldraðra þar sem beinþéttnin rýrnar með aldri. Ætla má að um 1000 beinbrot á ári tengist beinþynningu hér á landi, þar at eru meira en 300 mjaðmarbrot og hvert slíkt brot kostar eina og hálfa milljón króna í meðferðar- kostnað. Góð lyf eru nú til gegn beinþynningu þegar það á við. Frekari rannsókna er þó þörf á hvernig best er unnt að hindra beinþynningu og beinbrot aldraðra sem virðast meira vandamál hér og á hinum Norðurlöndunum en víðast annars staðar í heiminum. Gunnar Sigurðsson, prófessor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.