Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Page 10
10
\ennmg
MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1999
Stundir milli stríða
Caput hópurinn stend-
ur nú á þessu ári fyrir
tónleikaröð, þar sem
meðlimir hópsins koma
fram á einleikstónleik-
um. Fyrstur í röðinni
var Siguröur Halldórs-
son sellóleikari sem hélt
tónleika í Salnum í
Kópavogi á sunnudags-
kvöldið. Boðið var upp á
efnisskrá að hætti Caput,
sem samanstóð af verk-
um frá síðustu tveimur
áratugum og svo sónötu
Kodálys fyrir einleiks-
selló, ópus 8, frá 1915.
Klingende Buchstaben,
eða Klingjandi bókstafir,
eftir Alfred Schittke frá
1988 var samið í tilefni 40
ára afmælis sellistans
Alexanders Ivshkins og
er unnið út frá þeim bók-
stöfum í nafni hans, sem
einnig tákna nótur, sem
birtast svo í ýmsum
myndum eins og sagt er í
efnisskrá. Það virkaði á
mig sem pínulítið
heilakreistulegt í byrjun
frá hendi höfundar og
ekki alveg tandurhreint
frá hendi Sigurðar, en úr
þeim hlutum rættist er
líða tók á og var verkið í heild ágætlega flutt
með tilheyrandi fiffi. Daninn Hans Abra-
hamsen átti næstu tvö verk Hymne frá 1990
og Storm og stille frá 1988, ágæt verk bæði
tvö og hnitmiðuð og gerði Sigurður þeim góð
skil með afar sannfærandi leik. Ego is
Emptiness frá 1998, eftir Svein L. Björnsson,
passaði ágætlega inn í efnisskránna sem
svona stund milli stríða, með einfaldri tærri
línu sem Sigurður hummaði með líkt og
hann væri aleinn í heiminum og fórst það
vel úr hendi.
Uppreisn æru
Hinn fjölbreytti og litríki hljóðheimur sell-
Sigurður Halldórsson sellóleikari.
Tónlist
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
ósins birtist svo í öllu sínu veldi í verki Haf-
liða Hallgrímssonar Solitaire, enda þekkir
hann hljóðfærið út og inn og notfærir sér þá
möguleika sem hljóðfærið býður upp á í
verkinu, án þess að það hljómi nokkurn tíma
eins og í einhverju tilraunaskyni. Verkið er
í 5 köflum, Oration, Serenade, Nocturne, Dir-
ge og Jig, sem eru hver um sig algerir gull-
molar og voru hreint afbragðs vel leiknir af
Sigurði - ekki síst Serenaðan, þar sem
strengim-
ir eru
plokkaðir
og boginn
látinn
eiga sig,
sem var
alveg
glimrandi
fínt, eða
sorgar-
ljóðið nr.
4, sem var
verulega magnað og
seiðandi í meðforum
hans.
Þetta verk gerir
miklar kröfur til flytj-
anda og síst minni ger-
ir sónata Kodálys sem
var síðust á efnis-
skránni. Þetta er mik-
ið meistaraverk og
tímamótaverk fyrir
sellóið, en með því
fékk sellóið uppreisn
æru sem einleikshljóð-
færi, eftir þá löngu
þögn sem hafði ríkt
allt frá dögum Bachs.
Sigurður lék sónötuna
af þeim mikla þrótti og
tilfínningahita sem
hún býður upp á,
þannig að alger unun
var á að hlýða, hvergi dauður punktur og
flestar þær tækniþrautir ágætlega leystar
sem í verkinu leynast og þá sérstaklega í
hinum skemmtilega ungverskættaða
lokakafla, þar sem aUt ætlar
um koll að keyra. Sigurði
lætur vel að túlka þessa tón-
list og greinilega hafði hvergi
verið kastað til höndunum í
undirbúningi þessara tón-
leika, enda hef ég það fyrir
vist að hann ætli sér að hljóð-
rita þessa efnisskrá og hlakka
ég til að fá að njóta þess að
hlýða á hana aftur.
Sigurður Halldórsson, selló,
Salurinn, 11. apríl
Draumalandið
Einn kunningi minn sagði mér nýlega að
uppáhalds tómstundaiðja sín væri að flauta
hetjutenóratryllinn Sjá dagar koma falskt - og
reyna þannig að líkja eftir tónlist úr hryllings-
mynd. Víst er að mörgum tenómum finnst
hryllilegt að konur séu að taka að sér „karl-
mannsverk" og syngja Sjá dagar koma,
en svona teygir jafnréttisbaráttan sig
víða. Rannveig Fríða Bragadóttir
söng Sjá dagar koma á Kirkjubæj-
arklaustri fyrir ekki svo löngu
síðan, og nú hefur Judith Gans
sópran fetað í fótspor hennar,
eins og heyra má á nýjum
geisladiski sem ber heitið
Draumalandiö. Þar er 27
einsöngslög að fínna og er
undirleikari Jónas Ingi-
mundarson. Jónas var
líka undirleikari Rann-
veigar Fríðu á Klaustri,
svo óneitanlega berast
böndin að píanóleikar-
anum; kannski er hann
að gefa hetjutenórum
langt nef og benda þeim
á að þeir geti ekkert sem
konur geti ekki gert eins
vel. Á efhisskránni em
margir slagarar eftir Sig-
valda Kaldalóns, en þar er
líka að fínna almennileg
sönglög á borð við Sólroöin
ský eftir Áma Bjömsson og
íslenskt vögguljóö á hörpu eft-
ir Jón Þórarinsson.
Vel unninn og smekklegur
Karlakórinn Fóst-
bræður liðsinnir
undirleikar-
anum í
fyrstu
Geislaplötur
Jónas Sen
Judith
Gans
sópran-
söngkona.
þremur lögunum, en það era Draumalandiö
eftir Sigfús Einarsson, Þei, þei og ró, ró eftir
Björgvin Guðmundsson og Sjá dagar koma,
sem er eftir Sigurð Þórðarson. Svona „bak-
raddaö karlakórahumm" er alltaf hálf hall-
ærislegt og hljómar eins og tónlist í Jólaæv-
intýri Mikka eða einhverri álíka væminni
Disneymynd. Þess ber að geta að karlakór-
inn Fóstbræður er langt frá því að vera
slæmur kór, þeir eru bara ekki á réttum stað
hér. Að öðru leyti er þessi geisladiskur vel
unninn og smekklegur, túlkun og hraðaval
era alls staðar sannfærandi, nema
kannski í Sólskríkjunni eftir Jón
Laxdal, sem er heldur hæg og
klunnaleg. Jónas Ingimundar-
son er ágætis undirleikari og
hefur greinilega leiðbeint
söngkonunni af kunnáttu,
enda syngur hún prýðilega þó
hún sé kannski örlitið nef-
mælt. í bæklingnum sem
fylgir diskinum er vitnað í
ritdóm eftir Jón Ásgeirsson
um tónleika með Judith
Gans, þar sem segir að fram-
burður söngkonunnar sé
ótrúlega góður og innlendir
söngvarar mættu taka hann
sér til fyrirmyndar. En ef vel
er að gáð og heymartólin sett
upp, heyrir maður að Judith
hefur ekki tekist að breiða al-
mennilega yfír Texashreiminn. Fyrir út-
lending er þetta samt ágætt og mega bæði
söngkonan og undirleikarinn yfirleitt vel viö
una.
Draumalandið
Romantic Art Songs of lceland
Judith Gans, sópran
Jónas Ingimundarson, píanó
Árni gefur út bók um Chopin
í fyrradag var hér sagt frá dálítið óvenjuleg-
um - og kannski ekki grafalvarlegum - hug-
myndum bandarísks tónlistargagnrýnanda en
hann vildi halda upp á 150 ára dánarafmæli tón-
skáldsins Chopins með því að banna allan flutn-
ing á verkum hans í eitt ár þar eð hann telur að
það mundi verða til þess að
við nútímamenn endurapp-;
götvuðum nýjabrumið í
þeim. Þetta er kannski ekki
alveg það sem nestor ís-
lenskra pianóleikara, Ámi
Kristjánsson (á mynd),
mundi leggja til. Niutíu og
þriggja ára gamall er hann
að gefa út bók um Chopin í
tilefni af áðumefhdu dán-
arafmæli hans og er hún
byggð á ævilöngum kynnum
af og túlkun á tónlist hans. Áður hefur Ámi þýtt
bækur um önnur heimsþekkt tónskáld.
Að hluta til er bók Áma ævisaga Chopins þar
sem sérstaklega er farið ofan í saumana á sam-
bandi hans við skáldkonuna George Sand en að
auki gaumgæfir Ámi og brýtur tU mergjar að-
skUjanleg tónverk hans. Viðrar hann hugmynd-
ir sínar um það hvemig beri að leika þau en það
hlýtur að vera fengur fyrir aUa unnendur þess-
ara tveggja meistara píanótónlistarinnar.
Selma Guðmundsdóttir píanóleikari sá um að
slá öU skrif Áma inn á tölvu, en Kristján Áma-
son, skáld og sonur höfundar, ritstýrði bókinni,
sem er rúmlega 100 bls. að stærð. Útgefandi er
Stapaprent í Kefíavík.
Aperto Reykjavik
Eitt helsta tímarit helgað nýlistum og framúr-
stefnu, Flash Art, hefur hingaö tU ekki látið sig
varða það sem er að gerast í íslenskri myndlist.
í febrúarhefti tímaritsíns er þó gerð bragabót því
þar birtist grein eftir HaUdór Bjöm Runólfsson
listfræðing um nokkrar efnUegar listaspírur á
vettvangi nýlistar, Gabríelu
FriðrUcsdóttir (á mynd), Ás-
mund Ásmundsson, Margréti
Blöndal, Katrínu Sigurðar-
dóttur, Hönnu Styrmisdótt-
ur og Þórodd Bjarnason.
Greininni, sem nefnist
Aperto Reykjavik, fylgja
ljósmyndir af verkum
þeirra aUra og verða á
endanum hluti af sér-
stöku kynningar-
prógrammi á heimasíðu
tímaritsins sem opnuð
verður innan tíðar.
Verðim greinin vænt-
anlega tU þess að vekja
athygli á þessum lista-
mönnum víða um
heim en Flash Art er
lesið í um 100 löndum.
Aldamótahús til framtíðar
Sú hugmynd hóps áhugamanna um hönnun
og byggingarlist, að standa fyrir byggingu svo-
neöids „aldamótahúss" í hinu nýja Staðarhverfi
í Reykjavík í tUefni af aldalokum og menningar-
borgarárinu 2000, er að mati umsjónarmanns
menningarsíðu með því allra skynsamlegasta
sem bryddað hefur upp á í tengslum við þessi
umræddu tímamót. Hér er verið að gefa einum
helsta arkitekt okkar af yngri kynslóð, Guö-
mundi Jónssyni (á mynd), tækifæri tU að teikna
„venjulegt" og tiltölulega ódýrt einbýlishús sem
gæti haft fordæmisgUdi fyrir byggingu slikra
húsa á landinu í nánustu framtíð. Ekki er van-
þörf á slíku for-
dæmi, ef marka má
húsin sem spretta
upp eins og gorkúlur
í úthverfum borgar-
innar. Sömuleiðis er
Guðmundi uppálagt
að nota tU bygging-
arinnar besta ís-
lenska hráefni sem
gefst og aðra þá
kosti sem íslenskur
byggingariðnaöur
býður upp á. Sem
gerir aö verkum að
húsið fuUbúið kem-
ur tíl með að hafa
„umtalsvert auglýs-
ingagUdi fyrir ís-
lenskar framleiðslu-
vörur, jafnt á inn-
lendum sem erlendum markaði, „ eins og Eyjólf-
ur Pálsson í Epal, einn aðstandenda „aldamóta-
hússins“ segir i viðtali.
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson