Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
Mígleki af
brjósthaldinu
Getur Jennifer Aniston horft
framan í heiminn eftir uppákom-
una á súsjíbamum í Los.Angeles
á dögunum? Brjóstahaldið henn-
ar fór að mígleka og stúlkan
varð rennandi blaut. Þannig er
■ að leikkonan fræga og kærasta
Brads Pitts fór út að borða með
nokkrum vinum sínum og var í
vatnsfylltu brjóstastækkandi
brjóstahaldi. Einn vinurinn tók
þá upp á þeim óskunda að stinga
gat á brjóstahaldið og því fór
sem fór.
Neeson öfundar
konurnar smá
írska leikaranum Liam Neeson
finnst dálítið erfitt að átta sig á
kvenfrelsishreyfingunni. Sjálfur
öfundar hann þó konur fyrir
hversu opnar þær eru. „AUt i
fina með kvenfrelsið, en á sama
tíma erum við karlamir dálítið
smeykir við það,“ segir hann i
viðtali við tímaritið Movieline.
„Við vorum ekki hafðir með í
ráðum í þessari frelsisbaráttu,"
segir stórleikarinn enn fremur.
Sviðsljós
Erkipopparinn Michael Jackson tárfellir:
Michael Jackson brast í grát þeg-
ar hann ræddi um þær sálarkvalir
sem fylgdu því að vera stimplaður
barnaníðingur.
1r' „Ég mundi frekar skera mig á
púls en gera barni mein. Ég gæti
aldrei gert það. Enginn getur
ímyndað sér hvað þessi viðurstyggi-
legi orðrómur hefur valdið mér
miklum þjáningum," segir poppar-
inn í viðtali við breska blaðið Mirr-
or. Jackson hefur ekki fyrr opinber-
að tilfinningar sínar vegna þessa.
Eins og lesendur eflaust muna
sakaði þrettán ára piltur Jackson
um að hafa misnotað sig kynferðis-
lega. Það var árið 1993. Jackson
neitaði ásökunum piltsins, en
greiddi honum engu að síður stórfé.
Talið er að greiðslan hafi numið um
einum milljarði íslenskra króna.
Sjálfúr á Jackson tvö böm með
^eiginkonu sinni, hjúkrunarkonunni
Debbie Rowe.
Oléttumynd af Michael Jackson og Debbie Rowe. Jackson tekur mjög nærri
sér orðróminn um að hann sé barnaníðingur.
„Ég elska bömin mín mjög heitt.
Þau hafa breytt mér og afstöðu
minni til lifsins," sagði popparinn.
Það skyggir þó á gleðina, sagði
hann, að orðrómurinn um meinta
misnotkun á börnum hefur ekki dá-
ið. Og orðrómur þessi var nærri bú-
inn að binda enda á söngferil
Jacksons.
„Ég vildi bara óska þess að fólk
léti mig friði. Ég vil bara vera heið-
arlegur og láta gott af mér leiða,
gera fólk hamingjusamt,“ sagði
Jackson.
Popparinn hefur sent frá sér nýja
plötu sem hann tileinkar flótta-
mönnunum frá Kosovo. Allur ágóðu
af sölu plötunnar rennur til fómar-
lamba þjóðernishreinsana Serba.
„Ég verð svo dapur þegar ég sé
myndirnar af þessum vesalings
börnum. Þær koma mér til að gráta
á hverjum einasta degi,“ sagði popp-
arinn Michael Jackson.
Latínuskutlan Jennifer Lopez þykir einhver kynþokkafyllsta leikkonan í Hollywood um þessar mundir. Og skal eng-
an undra. Kynbræður hennar og systur eru líka stórhrifin af henni og sýndu það í verki í vikunni. Þá fékk hún verð-
laun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Out of Sight með hnjáskelfinum George Clooney.
Robbie drekkir
sorgum sínum
Breski verðlaunapopparinn
Robbie Williams drekkti sorgum
sínum með hinni undurfögru
Andreu Corr eftir að hann frétti
að stóra ástin í lífi hans, Jacqui
Hamilton-Smith, ætlaði að ganga
í það heilaga. Robbie og Jacqui
vom saman í heilt ár áður en
upp úr slitnaði. Pilturinn brast í
grát þegar honum bárust tíðind-
in. Samt er hann nú orðinn ald-
-arfjórðungs gamall. Brúðkaups-
tíðindin urðu bara til að minna
Robbie á að núverandi samband
hans við dýringastúlkuna Nicole
Appleton er í algjöru hassi.
Söngfugl og
leikkona óvinir
Söngfuglinn Mariah Carey og
leikkonan Cameron Diaz þola
hvor aðra ekki. Sérstaklega er
söngkonunni þó i nöp við
leikkonuna eftir aö sú síðar-
nefnda lýsti yfir vanþóknun
sinni á tónlist þeirrar fyrr-
nefndu í blaðaviðtali. Reyndar
sagði Cameron að ef einhver
vildi pína hana væri árangurs-
ríkasta leiðin sú að binda hana
og þvinga til að hlusta á plötur
með Mariuh Carey.
Kryddbarnið
í þotugengið
Ekki er ráð nema í tíma sé
tekið. Kryddpían Victoria ætlar
að venja mánaðargamlan sinn
við þotulifinu. Strax í næstu
viku halda þau til Suður-Frans
til að dvelja í glæsikofa Eltons
Johns gleraugnapoppara og í
vikunni þar á eftir verður farið
með bamið til New York. Það er
nú eins konar ferð til upprunans
því þar kom sá stutti undir, nán-
ár tötekið í Brooklyn.
Mundi aldrei nokkurn
tíma gera barni mein