Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Qupperneq 26
42 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 Fólk í fréttum Magnús Pétursson Magnús Pétursson, forstjóri Rík- isspitalanna, Silungakvísl 18, Reykjavík, telur að nokkur hundruð milljónir vanti upp á að endar nái saman við rekstur stóru sjúkrahús- anna á yfirstandandi ári. Þetta kom fram í DV-frétt á mánudaginn var. Starfsferill Magnús fæddist i Reykjavík 26.5. 1947. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1968, BA-prófi í hagfræði frá Uni- versity of York í Englandi 1971, stundaði framhaldsnám í þjóðhag- fræði við Lundúnaháskóla 1973-74 og framhaldsnám í hagfræði og skipulagsfræði við háskólann í Um- eá í Svíþjóð 1974-76. Magnús var kennari við MÍ og Gagnfræðaskólann á ísafirði 1971-73, sérfræðingur hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun frá 1976, skrif- stofustjóri þar 1980-81, hagsýslu- stjóri ríkisins 1981-88 og 1990-91, varafulltrúi Norðurlanda í stjóm Alþjóöagjaldeyrissjóðsins í Was- hington DC 1988-90, ráðuneytis- stjóri i fjármálaráðuneytinu 1991-98 og hefur verið forstjóri Rikisspítal- anna frá 1998. Magnús var ritari nefndar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga 1976-80, sat í stjórn Nordisk Ministerráds Budgetutskott 1977-79, í stjóm Norræna hagrannsóknar- ráðsins 1982-85, í stjóm Steinullar- verksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki 1982-86, í stjóm Stjómunarfélags ís- lands 1987-88 og frá 1990, í stjóm Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri 1991-93, í stjóm SKÝRR 1992-95 og SKÝRR hf. 1995-96, stjórnarformaður Söfn- unarsjóðs lífeyrisréttinda frá 1993 og hefur setið í fjölda stjómskipaðra nefnda um fjármál og heilbrigðismál. Fjölskylda Magnús kvæntist 29.8. 1970 Jensínu Hildi Eiríks- dóttur, f. 30.7. 1947, kenn- ara. Hún er dóttir Eiríks Guðbjarts Ásgeirssonar, f. 1.7. 1921, d. 13.10. 1983, og k.h., Katrínar Oddsdóttur, f. 17.3. 1923, d. 27.4. 1982, húsmóður. Dóttir Magnúsar og Karólinu Erlu Sveinsdóttur er Helga Björk, f. 2.6. 1968, þroskaþjálfi í Reykjavík. Böm Magnúsar og Hildar era Ei- ríkur Tómas, f. 29.3. 1971, bifvéla- virki í Reykjavík; Jón Ragnar, f. 13.4. 1975, rafvélavirki í Reykjavík; Katrín, f. 14.4. 1981, nemi. Albróðir Magnúsar er Pétur Óli Pétursson, f. 29.3. 1949, fram- kvæmdastjóri, búsettur í Rússlandi. Hálfsystkini Magnúsar, samfeðra, eru Guðmundur Ágúst, f. 25.4. 1953, félagsfræðingur, búsettur í Reykja- vík; Ingibjörg, f. 28.11. 1954, félags- ráðgjafi, búsett í Þýskalandi; Pétur, f. 3.11.1956, jarðfræðingur, búsettur í Reykjavik; Guðrún, f. 20.4.1961, fé- lagsfræðingur, búsett í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar: Pétur Pét- ursson, f. 21.8. 1921, d. 27.10. 1996, skrifstofustjóri og alþm. í Reykja- vík, og f.k.h., Ragnheiður Magnús- dóttir, f. 28.12. 1924, húsmóðir. Ætt Pétur var sonur Péturs, vinnumanns á Álftá, Pét- urssonar, b. í Efrilág í Eyrarsveit, Péturssonar. Móðir Péturs vinnu- manns var Andrea Andr- ésdóttir. Móðir Péturs alþm. var Ólafia, vinnukona í Álft- árstekk og síðar verka- kona í Reykjavík, Eyjólfs- dóttir, b. í Brautarholti og í Álftárstekk, Erlends- dóttir, b. í Skíðsholtakoti, Þórðar- sonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Jónsdóttir. Móðir Ólafíu var Hall- dóra Guðrún, systir Sigríðar, ömmu Bjöms Á. Guðjónssonar, trompet- leikara og hljómsveitarstjóra. Hall- dóra Guðrún var dóttir Jóns, b. á Ferjubakka, Tómassonar og Guð- rúnar Guðmundsdóttur. Ragnheiður er dóttir Magnúsar, b. á Vindheimum í Skagafirði, Sig- mundssonar, b. á Vindheimum, bróður Katrínar, ömmu Guðmund- ar í. Guðmundssonar ráðherra og Svanhvítar, móður Davíðs Gunnars- sonar, fyrrv. forstjóra Ríkisspítal- anna og nú ráðuneytisstjóra heil- brigðisráðuneytisins. Bróðir Sig- mundar var Eyjólfur, faðir Þórðar, prófessors og hæstaréttardómara, föður Magnúsar, upplýsingafulltrúa NATÓ. Annar bróðir Sigmundar var Magnús, prófastur og alþm. á Gilsbakka, faðir Péturs ráðherra, föður Ásgeirs, fyrrv. sýslumanns og Stefáns bankastjóra, föður Einars augnlæknis. Sigmundur var sonur Andrésar, alþm. í Syðra-Langholti, bróður Helga í Birtingarholti, föður Ágústs alþm. Andrés var sonrn' Magnúsar, alþm. í Syðra-Langholti, Andréssonar, og Katrínar, systur Kolbeins á Hlemmiskeiði, langafa Guðríðar, ömmu Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Katrín var dóttir Ei- ríks, ættföður Reykjaættar, Vigfús- sonar, og Ingunnar Eiríksdóttur, ættföður Bolholtsættar, Jónssonar. Móðir Sigmundar var Katrin Eyj- ólfsdóttir frá Snorrastöðum, systir Guðmundar, langafa Þorsteins borg- arfógeta, föður Ástríðar Thoraren- sen forsætisráðherrafrúar. Móðir Magnúsar í Vindheimum var Mon- ika, systir Helgu ljósmóður, ömmu Indriða G. Þorsteinssonar, rithöf- undar og fyrrv. ritstjóra. Helga var einnig amma Sveins, föður Jóhanns Péturs, fyrrv. formanns Sjálfsbjarg- ar sem nú er látinn. Monika var dóttir Indriða, b. á írafelli, Ámason- ar, og Sigurlaugar ísleifsdóttur. Móðir Ragnheiðar var Anna Jó- hannesdóttir, b. í Neðra-Nesi á Skaga, Jóhannessonar, b. í Björgum á Skagaströnd, Loftssonar, b. í Björgum, Magnússonar. Móðir Jó- hannesar í Neðra-Nesi var Guðný Guðmundsdóttir, b. á Ósi á Skaga- strönd, Oddssonar. Móðir Önnu var Margrét Stefánsdóttir, b. í Syðra- Mallandi, Jónssonar, b. á Selá, Sig- urðssonar. Móðir Margétar var Ragnhildur Gottskálksdóttir, b. á Mallandi, Eirikssonar, og Valgerðar Ámadóttur. Magnús Pétursson. Afmæli Kristján Adolfsson Kristján Adolfsson, bifreiðarstjóri og fyrrv. skipstjóri, Stuðlaseli 21, Reykjavík, er fimmtugur i dag. Starfsferill Kristján fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Stýrimannaskólann í Vest- mannaeyjum og lauk þaðan skip- stjómarprófum 1971. Kristján stundaði sjómennsku frá 1965, varð fyrst stýrimaður er hann var nítján ára og skipstjóri er hann var tuttugu og þriggja ára á mb. Magnúsi Magnússyni VE 112. Kristján var fyrst á Ingþóri VE 75 en lengst af á skuttogaranum Klakki VE 103 þar sem hann var yfirstýri- maður og afleysingaskipstjóri. Kristján kom í land 1988. Hann ekur nú eigin sendibifreið auk þess sem hann er stjórnarformaður Sendibílastöðvar Kópavogs. Kristján sat lengi í trúnaðar- mannaráði Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Verðandi í Vest- mannaeyjum og var formaður fé- lagsins 1982-85. Hann sat í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands 1983-85 og hefur verið stjómarformaður Sendibílastöðvar Kópavogs frá 1995. Fjölskylda Kristján kvæntist 25.12. 1974 Guðríði Óskarsdóttur, f. 23.12. 1952, húsmóður. Hún er dóttir Óskars Markússonar, f. 12.8. 1918, d. 12.2.1996, verkamanns á Patreksfirði, og k.h., Svövu Einarsdóttur, f. 9.7. 1914, d. 17.7. 1980, verkakonu. Börn Kristjáns og Guðríðar era Andri, f. 20.2. 1990; Dagný, f. 5.1. 1994. Systkini Kristjáns era Sólveig, f. 1946, fisk- vinnslukona og starfs- maður við Sjúkrahús Vestmannaeyja; Kristín, f. 1947, kaupkona í Ólafs- firði; Jóna, f. 1950, bakari og ræst- ingakona á Akranesi; Guðrún, f. 1952, starfar við heimilishjálp, bú- sett í Kópavogi; Guðmundur, f. 1955, húsamiður í Hafn- arfirði; Sofiía, f. 1959, sjúkraliði og lyfjatækn- ir, búsett í Reykjavík. Hálfsystir Kristjáns, sammæðra, er Þorgerð- ur Amórsdóttir, f. 1945, kaupkona í Reykjavík. Hálfsystir Kristjáns, samfeðra, er Hafdís, f. 1947, hjúkrunarkona. Foreldrar Kristjáns era Adólf Magnússon, f. 12.2. 1922, skipstjóri í Vestmannaeyjum, og k.h., Þorgerður Sigríður Jónsdótt- ir, f. 19.7. 1922, húsmóðir. Kristján Adólfsson. Ólafur Gunnarsson Ólafur Gunnarsson, deildarsérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, Kaplaskjólsvegi 57 A, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Flens- borgarskólanum í Hafn- arfirði 1979, viðskipta- fræðiprófi frá HÍ 1986, stundaði nám í heilsuhag- fræði við Endurmenntunarstofnun HÍ 1991-92 og stundaði síðan nám í ýmsum greinum fyrirtækjakjarna, einkum á endurskoðunar- og stjóm- unarsviði við HÍ 1993-95. Þá stund- aði hann nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og lauk þaðan 7. stigs prófi í klassískum gítarleik 1983. Ólafur var starfsmaður hjá Framkvæmdastofnun ríkisins sumrin 1982 og 1983, stundakennari við MK 1985-86, við Flens- borgarskóla 1986-87, var viðskiptafræðingur hjá Verðlagsstofnun 1986-87 og 1988-90, kennari við Samvinnuskólann á Bif- röst 1987-88 og hefur ver- ið deildarsérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun frá 1990. Ólafur var garðprófastur á Nýja Garði 1983-85, sat í nefnd viðskipta- ráðuneytisins um vanda verslunar í dreifbýli 1989, í stjórn orlofssjóðs starfsmanna Alþingis og Ríkisend- urskoðunar frá 1992 og í stjórn Starfsmannafélags Rikisendurskoð- unar frá 1995. Fjölskylda Ólafur kvæntist 20.2. 1993 Helgu Sveinbjörgu Hilmarsdóttur Knud- sen, f. 20.6. 1963, BS í líffræði og flugfreyju. Hún er dóttir Hilmars Knudsen, f. 5.10. 1941, yfirverkfræð- ings í Reykjavík, og k.h., Ólafar Birgisdóttur Knudsen, f. Kjaran, 30.3.1942, BA í þýsku og myndlistar- manns. Synir Ólafs og Helgu Sveinbjarg- ar era Hilmar Birgir, f. 18.7. 1989; Gunnar Bimir, f. 28.2.1994. Systkini Ólafs eru Anna María, f. 19.11. 1960, húsmóðir og kennari, búsett í Hafnarfirði; Stefán, f. 26.9. 1963, garðyrkjufræðingur, búsettur í Kópavogi; Vigdís, f. 5.10. 1965, leik- kona í Reykjavík; Þóra Rósa, f. 5.10. 1965, líffræðingur, búsett í Reykja- vík. Foreldrar Ólafs era Gunnar Héð- inn Stefánsson, f. 5.4. 1925, d. 29.3. 1981, flugumferðarstjóri í Reykja- vík, og Þóra Soffia Ólafsdóttir, f. 18.4. 1931, fulltrúi í Reykjavík. Ætt Gunnar Héðinn var sonur Stefáns Guðnasonar, skósmiðs og verk- stjóra í Reykjavík, og k.h., Vigdísar Sæmundsdóttur. Þóra Soffía er dóttir Ólafs Gunn- arssonar, útvegsb. á Kljáströnd í Höfðahverfi, og k.h., Önnu Maríu Vigfúsdóttur. Ólafur Gunnarsson. Til hamingju með afmælið 14. apríl 90 ára Jón Sigurgeirsson, Spítalavegi 13, Akureyri. 75 ára María Lilja Jónsdóttir, Hafrafellsfrmgu 1, Kópaskeri. 70 ára Páll Jóhannesson múrarameistari, Leirabakka 8, Reykjavík. Margrét Þorvaldsdóttir, Lækjarsmára 4, Kópavogi. Áslaug Jónasdóttir, Munkaþverárstræti 33, Akureyri. 60 ára Guðlaug Pálsdóttir, Ljósheimum 6, Reykjavík. Birgir Finnsson, Langagerði 5, Reykjavík. Þorsteinn Theódórsson, Gullsmára 5, Kópavogi. Karl Arnar Helgason, Heiðarholti 28, Keflavík. Agnar Sigurþórsson, Bleiksárhlíð 25, Eskifirði. 50 ára Sigrún Kristjánsdóttir, Höfðavegi 28, Húsavík. Helga Jónsdóttir, Brekkugötu 8, Reyðarfirði. Svandís Rafnsdóttir, Einbúablá 17, Egilsstöðum. Sigurður E. Jóhannesson, Engjavegi 55, Selfossi. Jóhann Gíslason, Kirkjuhúsi, Eyrargötu, Eyrarbakka. Gerhard Martin König, Sólheimum, Grímsnesi. 40 ára Magnús Ægir Karlsson rafvirki, Bæjargili 64, Garðabæ. Björg Dan Róbertsdóttir, Nökkvavogi 19, Reykjavík. Dana Dung Thi Quach, Ljósheimum 12 A, Reykjavík. Katrín Sigurþórsdóttir, Kleppsvegi 118, Reykjavík. Elín Bára Birkisdóttir, Laugamesvegi 72, Reykjavík. Ólafur Gunnarsson, Kaplaskjólsvegi 57 A, Reykjavík. Brynjólfur Gunnarsson, Aðallandi 3, Reykjavík. Sigríður Kjartansdóttir, Þverási 2, Reykjavík. Magnús Jóhann Jóhannsson, Mánabraut 4, Kópavogi. Arnaldur Amarson, Sæbraut 19, Seltjaraarnesi. Haraldur Sveinn Gunnarsson, Melabraut 33, Seltjarnamesi. Svanhildur Þórarinsdóttir, Miðvangi 63, Hafnarfirði. Ólafur Einarsson, Gesthúsavör 6, Bessastaðahreppi. Rósinkar Aðalbjamarson, Ásabraut 16, Keflavík. Skarphéðinn Jónsson, Borgarbraut 3, Hólmavík. Sigrún S. Þór Björnsdóttir, Vallargötu 1, Siglufirði. Bernard Hendrik Gerritsma, Kringlumýri 17, Akureyri. Svanborg Svanbergsdóttir, Fellshlíð, Eyjafjarðarsveit. Þorsteinn Finnbogason, Hásteinsvegi 56, Vestmannaeyjum. Eva Ulrik Schmidhuber, Högnastíg 52, Flúðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.