Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Qupperneq 29
J3V MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
r
5
Fjölbreytni einkennir verkin í Ný-
listasafninu.
Ef ég stjórnaði
heiminum
Samsýning átta myndlistar-
manna frá Glasgow stendur nú
yfir í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b
í Reykjavík. Sýningin ber heitið If
I Ruled the World og sýnendur eru
listamennirnir Claire Barclay,
Roddy Buchanan, Martin Boyce,
Ross Sinclair, Bryndís Snæbjöms-
dóttir, Simon Starling, Rose
Thomas og Clara Ursitti. Ef ég
stjórnaði heiminum er titill á dæg-
urlagi sem Tony Bennett gerði
frægt, en þetta er jafnframt sú yf-
irskrift sem hópurinn hefur valið
sýningunni. í verkum sínum
draga þau upp, hvert fyrir sig,
mynd af nýjum raunveruleika
samsiða þeim sem hefur verið ráð-
andi á tuttugustu öldinni. Lista-
Sýningar
mennirnir vinna í blandaða tækni
og í margvísleg efni.
Claire Barclay vinnur með efni
og form úr umhverfmu, sem hún
endurvinnur og gefur nýtt nota-
gildi. Roddy Buchanan vinnur
með samfélögin i samfélaginu.
Textaverk Martin Boyce er mynd-
ræn lýsing af ferð í eyðimörkinni.
Ross Sinclair skapar rýmisverk
sem byggjast á smækkaðri mynd
af heiminum. Bryndís Snæbjöms-
dóttir vinnur með endurmat á
tengslum mannsins við menningu
sina og umhverfi. Simon Starling
vinnur með tímaferli og orku og
tilflutning hennar. Rose Thomas
vinnur aðallega með gerninga,
sem síðan eru endurfluttir á
myndbandsformi og Clara Ursitti
sýnir verk sem höfðar til lyktar-
skynsins. Sýningarnar eru opnar
daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur
2. maí.
Um dýrið innra
Félag íslenskra fræða boðar til
fundar í Skólabæ í kvöld, kl. 20.30,
með Aðalheiði Guðmundsdóttur bók-
menntafræðingi. Erindi Aðalheiðar
nefnist Um dýrið innra. Varúlfar í is-
lenskum miðaldabókmenntum. Að er-
indi loknu verða almennar umræður.
Hugræktarnámskeið
fyrir konur
Didi, sem er leikskólastjóri og jóga-
kennari, heldur fjögurra kvölda hug-
ræktarnámskeið fyrir konur að Þorra-
götu 1 og hefst það í kvöld, kl. 20. Á
námskeiðinu kennir hún konum að
sigrast á öryggisleysi, kvíða- .og ótta-
tilfinningu og hvemig megi sækja
andlegan styrk og sjálfstraust úr iðr-
um andans.
Samkomur
Listaverk og tví-
tekningar þeirra
Á morgun, kl. 12, flytur Roger Poui-
vet, dósent í heimspeki við Rennes-há-
skóla í Frakklandi, fyrirlestur sem
hann nefnir The Work of Art and Its
Doubles (Listaverk og tvítekningar
þeirra) og verður hann fluttur á ensku
í stofu 201 í Árnagarði. í þessum lestri
mun Roger Poivet ræða um vem-
fræðilega stöðu listaverka og „tvítekn-
inga“ þeirra, til dæmis viðgerðir, eft-
irlíkingar og upptökur. Fyrirlesturinn
er öllum opinn.
íslenskur módern-
ismi
Ólafur Gíslason, sérfræðingur við
Listasafn íslands heldur fyrirlestur í fyr-
irlestraröðinni íslenskur módemismi í
Listasafni íslands í kvöld kl. 20.15.
Gaukur á Stöng:
Órafmögnuð og rafmögnuð Sóldögg
Hin vinsæla hljómsveit Sóldögg
ætlar í fyrsta skipti að koma fram
órafmögnuð (unplugged) í kvöld á
Gauki á Stöng. Mun hljómsveitin
leika mikið af frumsömdum lögum í
breyttum útsetningum, eins og lagið
Geng í hringi, sem er nýjasta smá-
skifulagið af plötu þeirra, Sóldögg,
sem kom út fyrir síðust jól, en það
lag er farið að heyrast í útvarpi um
þessar mundir. Annað kvöld
skemmtir Sóldögg einnig á Gaukn-
um, en þá verður klónni stungið í
samband og mun sveitin leika mik-
ið af eigin lögum. Það kvöld verður
jafnframt síðasta kvöld Ásgeirs Ás-
geirssonar, gítarleikara hljómsveit-
arjnnar, sem er að halda af landi
brott til frekara tónlistamáms.
Skemmtanir
Hans sæti í Sóldögg tekur Gunnar
Þór Jónsson, sem meðal anars hefur
leikið með Spur. Á laugardagskvöld
leikur Sóldögg á Bárunni á Akra-
nesi.
Tríó Björns og Egill
Boðið verður upp á góða tónlist á
veitinga- og skemmtistaðnum Ála-
foss fot bezt í Mosfellsbæ annað
Sóldögg leikur á Gauknum í kvöld.
kvöld, þegar tríó gítarleikarans
Bjöms Thoroddsen ásamt söngvar-
anum geðþekka, Agli Ólafssyni,
mæta á staðinn. Auk þeima skipa
hljómsveitina Gunnar Hrafnsson á
bassa og Ásgeir Óskarsson á tromm-
ur. Tónleikamir hefjast kl. 22.
Bubbi á Fógetanum
í kvöld heldur Bubbi Morthens
tónleika á veitingastaðnum Fóget-
anum. Á dagskránni verða gamlir
gullmolar í bland við nýtt og óút-
komið efni. Tónleikarnir hefjast
stundvíslega klukkan 22.00.
Veðrið í dag
Hægviðri og léttskýjað
Á sunnanverðu Grænlandshafi er
allmikil 1036 mb hæð sem hreyfist
suður á bóginn, en yfir S-Skandin-
avíu er víðáttumikil 984 mb lægð
sem þokast norðvestur.
Minnkandi norðvestanátt er á
Austurlandi og léttir til, en annars
víða hægviðri og léttskýjað. Suð-
vestangola eða kaldi og dálítil snjó-
koma eða slydda á Vesturlandi, en
gengur í norðaustan stinningskalda
með éljum á Vestfjörðum í nótt.
Frost víða 1 til 5 stig í dag en hlán-
ar vestanlands og með suðurströnd-
inni yfir daginn.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
norðan gola og léttskýjað, en suð-
vestna gola eða kaldi og dálítil snjó-
koma eða slydda. Hæg norðlæg átt
og úrkomulítið í nótt. Minnkandi
frost og hiti 0 til 3 stig síðdegis.
Sólarlag í Reykjavík: 20.57
Sólarupprás á morgun: 05.57
Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.26
Árdegisflóð á morgun: 05.43
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri léttskýjaö -10
Bergsstaöir
Bolungarvík alskýjaö -2
Egilsstaöir -4
Kirkjubœjarkl. léttskýjaö -5
Keflavíkurflv. léttskýjaö -5
Raufarhöfn léttskýjaö -6
Reykjavík skýjaö -6
Stórhöföi léttskýjaö -5
Bergen alskýjaö 0
Helsinki skýjaö 4
Kaupmhöfn léttskýjaó 5
Ósló úrkoma í grennd 4
Stokkhólmur 5
Þórshöfn slydda 2
Þrándheimur skýjaó 4
Algarve heiðskírt 15
Amsterdam snjóél. á síö. kls. 2
Barcelona skýjaö 11
Berlín rigning 3
Chicago léttskýjaö 5
Dublin léttskýjaö -3
Halifax snjóél á síö. kls. 1
Frankfurt skýjaó 4
Glasgow snjóél -1
Hamborg þokumóða 2
Jan Mayen skýjaö -5
London léttskýjaö 1
Lúxemborg skýjaö 2
Mallorca skýjaö 7
Montreal léttskýjaö 4
Narssarssuaq rigning 1
New York heiöskírt 9
Orlando heiöskírt 15
París rigning 4
Róm hálfskýjaó 9
Vin léttskýjaö 8
Washington heiöskírt 8
Winnipeg 9
Pétur og Ingibjörg
eignast systur
Litla telpan sem er á
milli systkina sinna fædd-
ist 4. janúar síðastliðinn,
kl. 22.17. Hún var við fæð-
ingu 3140 grömm að
Barn dagsins
þyngd og 50 sentímetra
löng. Foreldrar hennar
eru Arnbjörg Pétursdóttir
og Haraldur Ólafsson.
Systkini hennar tvö heita
Pétur Ingi, sem er sjö ára,
og Ingibjörg, fimm ára.
Hálka á
Norðurlandi
Góð færð er í nágrenni Reykjavíkur og um Vest-
urland. Mokstur hófst á Bröttubrekku í morgun. Á
Vestfjörðum var einnig í morgun verið að moka
Steingrímsfjarðarheiði. Nokkm- hálka er á Norður-
landi og mokstur hefur verið í gangi austan Akur-
Færð á vegum
eyrar og með ströndinni til Vopnafjarðar. Einnig
var verið að moka um Mývatns- og Möðrudalsöræfi,
Vopnafjaröarheiöi og alla aðalvegi á Austfjörðum.
Góð færð er svo þaðan suður um til Reykjavíkur.
Ástand
Skafrenningur
E3 Steinkast
121 Hálka
CD Ófært
0 Vegavinna-aBgát H Öxulþungatakmarkanir
III Þungfært © Fært fjallabdum
Öskubuska (Drew Barrymore) og
prinsinn (Dougray Scott).
Öskubuska
Ever After, sem Regnboginn sýn- f
ir, er ævintýri sem gerist á sautj-
ándu öld. Aðalpersónan er Danielle,
gáfuð og falleg stúlka sem hefur dá-
læti á góðum bókmenntum. Getur
hún auðveldlega haldið uppi sam-
ræðum um bókmenntir og vitnar i
Útópíu eftir Thomas More þegar
það á við. Þótt með sanni megi segja
að Ever After sé Öskubuskuævin-
týri, þá er það ekki sama ævintýriö
og amma sagði, enda hafði leikstjór-
inn og handritshöfundurinn Andy
Tennant alltaf að leiðarljósi aö
Danielle væri sjálfstætt hugsandi
stúlka. Hún velur að
búa hjá vondri stjúp- ’/////////
Kvikmyndir
móður eftir að faðir
hennar deyr og er langt í frá að vera
hjálparvana þegar í harðbakkann
slær. Því líkist hún mun meira sjálf-
stæðum nútímakonum en ungum og
vel uppöldum stúlkum af aöalsætt-
um á sautjándu öld.
Með hlutverk Daniellu fer Drew
Barrymore. Auk hennar leika í
myndinni Anjelica Huston, Dougray
Scott, Patrick Godfrey, Jeroen
Krabbé, Timothy West og Jeanne
Moreau.
Nýjar myndir i kvikmyndahusum:
Bíóhollin: Payback
Saga-Bíó: Jack Frost
Bíóborgin: One True Thing
Hóskólabíó: A Civil Action
Háskólabíó: Dóttir hermanns grœtur ei
Kringlubíó: Mighty Joe Young
Laugarásbíó: Blast From the Past
Regnboginn: Life Is Beautiful
Stjörnubíó: Still Crazy
Krossgátan
1“ 2« 3« 4« 5« 6« 7«
8° D ° 9« o °
10« D 11« D “ o °
12« 13« “ 14« 0 15« °
16« D B D 17« 0 18«
n 19« ° a 20« °
21« B n 22« a Ð o
Lárétt: 1 kjáni, 8 grandi, 9 ask, 10
þráðarkeflið, 12 svik, 14 áflog, 16
blása, 17 blóm, 19 nískupúka, 21 sjór,
22 skop.
Lóðrétt: 1 komumann, 2 mjúk, 3 ösl-
aði, 4 strákar, 5 furða, 6 stilla, 7
geymi, 11 gubbaðir, 13 kvenmanns-
nafn, 15 eyðir, 16 handlegg, 18 berja,
20 öðlast.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 gómar, 6 aá, 8 æði, 9 sótt, 10
fálkana, 13 ultu, 14 rak, 16 skarpur,
18 maðka, 20 mó, 21 áni, 22 átak.
Lóðrétt: 1 gæfu, 2 óð, 3 miltað, 4 ask-
ur, 5 róar, 6 at, 7 áta, 11 álkan, 12
nauma, 15 krók, 16 smá, 17 pat, 19 ká.
Gengið
Almennt gengi LÍ14. 04. 1999 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 72,670 73,050 72,800
Pund 117,680 118,280 117,920
Kan. dollar 48,730 49,030 48,090
Dönsk kr. 10,5700 10,6280 10,5400
Norsk kr 9,4060 9,4580 9,3480
Sænsk kr. 8,7960 8,8440 8,7470
Fi. mark 13,2080 13,2880 13,1678
Fra. franki 11,9720 12,0440 11,9355
Belg. franki 1,9468 1,9585 1,9408
Sviss. franki 48,9500 49,2200 49,0400
Holl. gyllini 35,6400 35,8500 35,5274
Þýskt mark 40,1500 40,3900 40,0302
ít. lira 0,040560 0,04080 0,040440
Aust. sch. 5,7070 5,7420 5,6897
Port. escudo 0,3917 0,3941 0,3905
Spá. peseti 0,4720 0,4748 0,4706
Jap. yen 0,609700 0,61340 0,607200
Irskt pund 99,720 100,320 99,410
SDR 98,860000 99,45000 98,840000
ECU 78,5300 79,0100 78,2900
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270