Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Page 2
2
MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999
Fréttir
Stuttar fréttir r>v
Enn umbrotatímar á smásölumarkaði:
Nóatún, 11-11 og
KÁ vilja hlut í 10-11
- stór hlutur í fyrirtækinu til sölu hjá Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum
Kaupás hf., rekstrarfélag Nóa-
túnsbúða, 11-11 og verslana Kaupfé-
lags Árnesinga, hefur þreifað á
kaupum á 27% eignarhlut Eignar-
haldsfélagsins Alþýðubankans í
Vöruveltunni hf. sem rekur á annan
tug 10-11 búða og undirbýr opnun
fleiri búða. Talið er að kaupvirði
þess hlutar gæti numið hálfum
milljarði króna, enda þótt 10-11 eigi
fæstar þær fasteignir þar sem búð-
imar eru til húsa. Ljóst er þó að
„hinum valkostinum" í verslunar-
geira landsmanna, keppinaut
Baugsbúðanna, nægir ekki rúmur
fjórðungshlutur í 10-11, meira þarf
til að fara með stjóm fyrirtækisins.
Þorsteinn Pálsson, stjórnarfor-
maður Kaupáss hf., sagði i gær að
það væri rétt að félagið hefði kann-
að marga kosti til að styrkja stöðu
sína. Einn þeirra væm bréfin sem
Eignarhaldsfélag Alþýðubankans
vill gjarnan losna við. Það væri svo
allt annað mál hvort af kaupum
yrði.
Margir hafa áhuga
„Við keyptum þessi bréf á síðasta
hausti til aö selja þau og það verður
gert. Það hafa margir áhuga á þess-
um bréfum," sagði Sigurður Jón,
fjármálastjóri eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankans. Hann hvorki játaði
né neitaði að Kaupáss-menn væru
að bera víurnar í hlutabréfin í
10-11. „Við tilkynnum þegar búið er
að ganga frá sölusamningum," sagði
Sigurður Jón.
Rekstur 10-11 búðanna undir
stjórn Eiríks Sigurðssonar kaup-
manns hefur gengið vel, hagnaður
frá fyrsta degi árið 1992. Eiríkur
íslandsmótið í skyndihjálp fór fram í gær í íþróttahúsi Fjölbrautaskólans í
Breiðholti. Þar var keppt um hverjir yrðu keppendur íslands á Evrópumóti
Rauða krossins í skyndihjálp í Austurríki. Rauði krossinn hefur um áratuga-
skeið breitt út þekkingu í skyndihjálp með námskeiðum og þjálfun leiðbein-
enda. DV-mynd GVA
o
X JOÖOÖÖ0C
Sigurðsson, forstjóri 10-11, er sagð-
ur lítt ánægður með hina nýju aðila
sem vilja koma inn í fyrirtækið,
keppinautar á markaðnum, en hann
er eigandi að 25% hlutafjár sem
skráð er á nafni konu hans, Helgu
Gísladóttur. Þrátt fyrir eign minni-
hluta hefur Eiríkur tögl og hagldir í
fyrirtækinu og ræður stórum meiri-
hluta, að talið er. I umræðunni er
talaö um að Baugur eigi stóran hlut
í 10-11 en Jóhannes Jónsson kaup-
maður hafnaöi því þegar DV ræddi
við hann í gær. Hann viðurkennir
hins vegar að við stofnun 10-11 hafi
þeir Eiríkur unnið við að koma fyr-
irtækinu á fót.
í nóvember var 75% hlutafjár í
10-11 selt og annaðist íslandsbanki
söluna. Fyrirtækið Fagbréf eignað-
ist stóran hluta í 10-11 en það félag
samanstendur af eigendum Heklu,
Tryggingastöövarinnar, Sambíó-
anna og fleiri fjárfesta. Tilkynnt
hefur verið að bréfin fari á markað
í þessum mánuði. -JBP
Ingibjörg hafnar gagnrýni kennara:
Tala um óskiljanlegt
frumhlaup borgarstjóra
Formenn svæðafélaga Kennara-
sambands íslands, sem funduðu í
Vestmannaeyjum í gær, lýstu yfir
„megnri óánægju með ummæli og
vinnubrögð borgarsfjórans í Reykja-
vík“, eins og segir i fréttatilkynningu.
„Borgarstjórinn blandar saman
tveimur ólíkum hlutum, annars vegar
launaukakröfum grunnskólakennara
í Reykjavík og hins vegar drögum að
tilraunaverkefni á vegum Sambands
íslenskra sveitarfélaga og Kennarafé-
laganna. Þetta frumhlaup Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur er óskiljanlegt
og gæti lagt í rúst það jákvæða starf
sem fulltrúar kennara og sveitarfélag-
anna hafa unnið að undir heitinu
„Nám á nýrri öld“. Fundurinn telur
eölilegt að kennarar í Reykjavík fái
launaauka í samræmi við það sem
hefur verið samið um víða um land,“
segir í fréttinni sem undirrituð er af
formönnum 8 svæðisfélaga.
„Auðvitað er ég ekki að rugla
neinu saman. Ég hef tengt þetta
tvennt saman frá fyrstu tíð, annars
vegar því að við þyrftum að sjá fram
á breytingar á vinnufyrirkomulagi i
skólunum á næsta skólaári til þess að
við værum tilbúin að borga þennan
launaauka. Þannig að það hefur alltaf
verið ljóst gagnvart kennurum i
Reykjavik að þetta tvennt væri sam-
tengt,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir í samtali við DV.
Ingibjörg sagði að Reykjavíkurborg
væri fullgildur aðili að launanefnd
sveitarfélaga sem semur við kennara
og fleiri fyrir hönd borgarinnar. Hún
segir að launaaukinn sem slíkur sé
ekki samningsatriði, það sé samning-
ur í gildi. Hvert sveitarfélag fyrir sig
verði að ákveða fyrir hvað það er til-
búið að greiða einhvem launaauka.
„Reykjavík og Kópavogur eru í
sömu sporam. Auðvitað hefur þetta
alltaf verið með nokkuð öðrum hætti
en hjá sveitarfélögum úti á landi þar
sem það hefur tíðkast að greiða
ákveðnum hópum kaupauka. Það hef-
ur verið leið sveitarfélaganna til að
keppa við höfuðborgarsvæðið um
menntað vinnuafl," sagði Ingibjörg.
-JBP
Stærsta hafrannsóknaskipið heitir Árni Friðriksson:
Nærri tuttugu komu til sjósetningar
Nærri tuttugu manna íslensk
sendinefnd var viðstödd þegar nýju
hafrannsóknaskipi var gefið nafn í
skipasmiðastöðinni Asmar í
Talcahuano í Chile á laugardaginn
við sjósetningu þess. Það var Ingi-
björg Rafnar, eiginkona Þorsteins
Pálssonar sjávarútvegsráðherra,
sem gaf skipinu nafnið Árni Friö-
riksson. íslensku gestirnir eru frá
Hafrannsóknastofnun, Jóhann Sig-
urjónsson forstjóri, auk Jakobs Jak-
obssonar, forvera hans í starfi, sem
var í bygginganefndinni. Þá voru
fulltrúar útgerðarmanna mættir á
staðnum, sem og ráðuneytismenn
og makar. Skipið er 1.200 brúttó-
rúmlestir að stærð og er stærsta
skip sem Hafró hefur eignast.
Reikningurinn til útgerðar-
innar
Reiknað er með að kostnaðurinn
við smíðina muni verða hátt i millj-
arður króna en ráðist var í smíðina
þegar útgerðarmenn gengust undir
að láta skattleggja greinina um
milljarð á næstu árum til að fá full-
komið hafrannsóknaskip.
„Þetta mun breyta miklu fyrir
okkur, stærra og öflugra skip en
við höfum áður haft, aðbúnaður
verður allur betri til visindarann-
sókna,“ sagði Gunnar Stefánsson,
aðstoðarforstjóri Hafró, við DV í
gærkvöld.
Hann sagði að með nýja skipinu
mundi leggjast af leiga á stærstu
togurum flotans til rannsókna á
djúpslóð. Slík leiga væri í dag ein
til tvær milljónir króna á dag. Enn-
fremur kæmi nýi Ámi Friðriksson
sterkur inn í togararallið, það hefði
þann kraft sem til þarf til þeirra
rannsókna.
Skipið er 70 metra langt og 14
metra breitt, búið fjórum 100 kw
vélum. Ganghraði þess verður um
16 sjómílur.
Reiknað er með að skipið komi
til landsins í haust tilbúið til haf-
rannsókna og þá verða komin í það
öll fullkomnustu siglinga- og vís-
indatæki. Kjölur skipsins er
óvenjulegur, svokallaður fellikjöl-
ur, sem gerir kleift að sökkva berg-
málsmælingatækjum jafnvel við
talsvert öldurót. Um borð eru vist-
arverur fyrir 32, áhöfn og vísinda-
menn.
Árni Friðriksson mun bera skrá-
setningamúmerið RE 200 og skipa-
skrárnúmer 2350. -JBP
Bónus í Póllandi?
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs hf., segir að Bónus sé
með til athugunar I samvinnu viö
norskan sam-
starfsaðila að
opna Bónus-
verslun í Pól-
landi og víðar.
Telur Jón Ás-
geir í viðtali í
Morgunblaðinu
að íslensk sér-
vöruverslun geti á næstu árum
orðið samkeppnisfærari en nú við
erlenda sérvörusala.
Tekjur af bílum
í máli Boga Pálssonar, for-
manns Bílgiæinasambandsins, á
aðlfundi sambandsins kom fram
að bílgreinin er ein mikilvægasta
tekjulind ríkissjóðs og á þessu ári
stefnir i að tekjur ríkissjóðs verði
yfir 30 milljarðar króna og er þá
miðað við 35% aukningu í inn-
flutningi á nýjum bílum. Það sem
af er árinu hefur aukningin verið
45%.
D-listi eykur fylki sitt
Sjálfstæðisflokkurinn á Norð-
urlandi eystra hefur aukið fýlgi
sitt verulega að undanförnu ef
marka má skoðanakönnun Rann-
• sóknarstofnunar Háskólans á Ak-
ureyri sem unnin var fyrir Dag.
Hefur flokkurinn 37,7% fylgi hjá
þeim sem afstöðu tóku. Sam-
kvæmt þessari könnun fengi Sam-
fylkingin aðeins 14,7% atkvæða,
VG 20,6% og Framsóknarflokkur
26,2%.
Lætur smíða skip í Kína
íslendingar eiga fyrsta fiski-
skipið sem smíðað er fyrir Evr-
ópubúa í Kína. Útgerðarmaður-
inn Öm Erlingsson, sem gerir út
fi'á Keflavík, er eigandi fjölnota
skips sem nú er í smíðum í Kína.
Sameinast
Búið er að sameina Slysavarna-
félag íslands og Landsbjörgu í eitt
félag og verður nafn þess Slysa-
vamafélagið
Landsbjörg,
landssamband
björgunar-
sveita. Frá
þessu var geng-
ið um helgina
og er verðandi
formaður sam-
takanna Ólafúr Proppé.
Lítið til félagsmála
Útgjöld til félagsmála á Evr-
ópska efnahagssvæðinu eru lægst
á íslandi og íslendingar verja
minnstum fiármunum til fiöl-
skyldu- og bamamála af öllum
löndum á Norðurlöndum. Þetta
kemur fram í bæklingi sem jafn-
réttisráð hefúr gefið út um stöðu
fiölskyldunnar hér á landi.
150 millóna kr. halli
Hallinn á rekstri Kaupfélags
Borgfirðinga á síðasta ári nam
157 milljónum króna samkvæmt
rekstrarreikningi. í fyrra nam
tapið 43 milljónum. KB segir að
rekja megi stóran hluta tapsins til
reksturs fimm hlutdeildarfélaga.
Skattleggja kvótann
Steingrímur J. Sigfússon full-
yrðir að Rikisskattstjóri hafi sent
sér bréf þar sem segir að hægt sé
að skattleggja
kvótagróða. Að
sögn Stein-
gríms er sam-
kvæmt þessu
bréfi misskiln-
ingur hjá for-
sætisráðherra
að þessi skatt-
lagning gangi gegn stjórnar-
skránni. Steingrimur segist ætla
að birta bréfið næstu daga. Sjón-
varpið sagði frá.
Gamalt fólk ánægt
í viöhorfskönnun sem Gallup
gerði um hagi fólks á aldrinum 65
til 80 ára kemur í ljós þegar á
heOdina er litið að fólk á þessum
aldri er afar ánægt með lífið-HK.