Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999
Fréttir
17
Páll Skúlason rektor, til hægri, var áhugasamur um samstarf sveitarfélag-
anna á Austurlandi og kvað það mjög jákvætt að þau sameinuðust um fram-
kvæmdir. Með Páli var Rögnvaldur Olafsson dósent. DV-mynd Júlía
MARGAR LAUSNIR
VIÐ RSKSTUR
GÓÐRA BÍLA
Háskólastofa
á Austurlandi
DV, Höfn:
Meðal mála sem tekin voru fyrir á
sameiginlegum fundi bæjarráða
þriggja stærstu sveitarfélaganna á
Austurlandi - Hornafjarðar, Austur-
Héraðs og Fjarðabyggðar, sem hald-
inn var á Höfn í síðustu viku, var
stofnun Hákskólastofu á Austurlandi.
Hugmyndin er að sú stofnun verði
á Höfn og sagði Gísli Sverrir Árnason,
forseti bæjarstjórnar á Hornafírði, að
vonir stæðu til að hægt yrði á næstu
dögum að gera samkomulag um
hvernig samstarfi sveitarfélaganna og
Háskóla íslands yrði háttað. Stefht
verður að þvi að Háskólastofan geti
tekið til starfa eftir 1 til 2 ár.
Margar hugmyndir komu fram um
nýtingu hákólastofunnar og talaði
Páli Skúlason, rektor Háskóla íslands,
sem mætti á fundinn, um að koma
upp kennslu á háskólastigi sem tengd-
ist því sem þegar hefur verið gert á
Austgörðum á undanfórnum mánuð-
um, svo sem fjarkennslu og fræðslu-
neti Austurlands. Stofnun þessi yrði
mikilvægt skref í eflingu hyggðar í
fjórðungnum og myndi skapa ómetan-
leg tengsl allra íbúa hans við Háskóla
íslands.
Bæjarráðin þrjú hafa lýst áhyggj-
um sínum vegna ónógra íjárveitinga
til reksturs framhaldsskólanna í fjórð-
ungnum og fela forsetum bæjarstjórn-
anna, að höfðu samráði við skóla-
meistara, að vinna að því að tryggja
rekstrargrundvöll skólanna til fram-
tíðar með viðunandi fjárveitingum.
-JI
Segðu okkur hvað þ«i gerir,
við höfum það sem þú þarft
og bjóðum þér heildarlausn
fyrir þitt fyrirtæki:
REKSTRARLEIGA
FJÁRMÖGNUNARLEIGA
BÍLALÁN
KAUPLEIGA
Akranes:
Tækjaminjasafn
í Görðum
DV, Akranesi:
Landmælingar íslands, sem flutt
hafa starfsemi sína á Akranes, hafa
óskað eftir samstarfi við Akranes-
kaupstað um að koma á fót tækja-
minjasafni í tengslum við Byggðasafn-
ið i Görðum á Akranesi. Landmæling-
ar eiga á fórum sínum frá gamaili tíð
mikið af tækjum og tólum sem notuð
voru til landmælinga á árum áður.
Forráðamenn Akraneskaupstaðar
hafa enn sem komið er einungis sam-
þykkt að geyma umrædd tæki á safn-
inu meðan grundvöllur fyrir tækja-
minjasafn er kannaður nánar. Viljayf-
irlýsing var lögð fyrir bæjarráð Akra-
ness fyrir skömmu til umfjöllunar.
Gestum, sem komu á Byggðasafnið
i Görðum á síðasta ári, fjölgaði nokk-
uð frá því sem var 1997. Gera má ráð
fyrir að fjöldi safngesta verði i fram-
tíðinni um 5500-6000 árlega. Árið 1998
voru safngestir rúmlega 5600 en árið
1997 voru þeir 5300.
-DVÓ
Aukasólir yfir Reynisfjalli í vikunni. DV-mynd Njörður
Þrjár sólir á lofti
DV.Vík:
Það var glæsilegt sólarlagið hjá
Víkurbúum nú í vikunni. Þegar sólin
var að síga vestur yfir Reynisfjallið
fylgdu henni tvær spegilmyndir niður
af himninum og baugmyndun um-
hverfis allt saman. Þessi geislabrot
sem sáust eru oft kölluð aukasólir, en
áöur fyrr voru þær kallaðar gíll og
úlfur. Gíli er það sem er vestan eða
hægra megin við sólu og úlfurinn er á
eftir henni.
Til er máltæki sem segir: „Ekki er
gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir
renni“. Það er forn hjátrú sem þessari
myndun tengist. Ekki var talið sama
hvort aukasólir sáust á austur- eða
vesturhimni. Ef þær sjást í austri
mun það vita á slæmt veður, en gott ef
þær sjást í vestri. Þær aukasólir sem
sáust svo skýrt í Vík voru í vestri, svo
Mýrdælingar mega því búast við að
framundan sé veðursæld og vetri fari
fljótt að halla.
ÞJÓNUSTUSAMNINGAR
ATVINNUBÍLAR
FyRI RTÆKJ AÞJ ÓN USTA
Grjótháls 1
Sfmi 575 1200
Söludeild 575 1225/575 1226
NH.
Sii