Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999
21
DV
Fréttir
Vesturland:
Enn fækkar fólkinu
- og flestir úr Hólminum
DV, Akranesi:
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag-
stofu íslands yfir brottflutning fyrstu
þrjá mánuði ársins, fluttust 51 fleiri
frá Vesturlandi en fluttust þangað.
Ef litið er á brottflutta og aðflutta í
stærstu kaupstöðunum á Vesturlandi
kemur í ljós að flestir flytjast frá
Stykkishólmi, eða 16 fleiri en flytjast
þangað, 14 frá Snæfellsbæ, 12 frá
Grundarfirði, 6 frá Dalabyggð og fjór-
ir frá Borgarbyggð. TO Akraness flytj-
ast hins vegar 8 fleiri en flytja frá
staðnum. Alls fluttust 185 manns til
Vesturlands fyrstu þrjá mánuði árs-
ins en 236 fluttust þaðan, eða 51 fleiri.
-DVÓ
Hornafjörður:
Nýr bæjarstjóri
DVi Höfn:
Bæjarstjóraskipti urðu á Horna-
firði 10. apríl þegar Garðar Jónsson
tók við af Tryggva Þórhallssyni,
settum bæjarstjóra frá 4. febrúar sl.
Garðar er viðskiptafræðingur og
var deildarstjóri hagdeildar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga. Garð-
ar er kvæntur Huldu Óskarsdóttur
og eiga þau tvö börn.
Hvemig leggst starfið í nýráðinn
bæjarstjóra?
„Mér líst mjög vel á starfið. Hér
er stórhugur um uppbyggingu stað-
arins, sveitarfélagið er öflugt og hér
er ýmislegt að gerast sem ekki er
venjulegt að gerist i sveitarfélögum
- allt á sama tíma. Hér stendur til
uppbygging á Nýherjabúðum, þar
sem ný fyrirtæki geta komið undir
sig fótunum. Uppbygging fram-
haldsskóla, upplýsingamiðstöðvar
og háskólastofu fyrir Austurland.
Fyrirhugaðar eru stórfram-
kvæmdir við höfnina og Markaðs-
ráð er nýtekið til starfa. Allt þetta,
Tryggvi Þórhallsson (t.v.) tekur nú
við sínu fyrra starfi sem fram-
kvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
sveitarfélagsins. Til hægri er Garðar
Jónsson bæjarstjóri. DV-mynd Júlía
ásamt fjölmörgu öðru, bendir á
áhugavert starf og möguleikamir
em miklir. Ég er bjartsýnn á fram-
tíðina og náttúrufegurð Hornafjarð-
ar er einstök og veðráttan eins og
best gerist á íslandi," segir Garðár
Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.
Júlía Imsland
Togarinn
DV-mynd Halldór
Dalvík:
Arnþór EA til Grindavíkur
DV, Dalvík:
Undirritaðiu hefur verið kaup-
samningur milli Vísis hf. í Grindavík
og BGB hf. i Dalvíkurbyggð um kaup
Vísis á Arnþóri EA 16 og verður skip-
ið afhent þann 23. apríl.
Arnþór EA er 395 brúttótonn að
stærð og er seldur án kvóta. Arnþór
EA er útbúinn til veiða á uppsjávar-
fiski og er gert ráð fyrir að hann fari
til síldveiða hjá nýjum eigendum.
Fyrr á þessu ári festi BGB hf. kaup
á Höfmngi AK 91af Haraldi Böðvars-
syni og hefur það skip fengið nafnið
Arnþór EA 116. -hiá
TRIM/VFORM
$gl * fi e # H> # t f
Grensásvegi 50,
sími 553 3818.
EMqpM
Iií >*, o. /0 rið/
Þjáist þú af vöðvabólgu, þvagleka,
brjósklosi eða viltu bara grenna
þig og losna við cellobte eða
styrkja þig?
Þá ertu
velkomin
í ókeypis
kynningartíma
hjá okkur.
Vatnsnuddbekkur
sem gefur nudd
og góba slökun.
Opið frá kl. 8.00.
i fullkomnu
-avamat 74620
Þvottahæfni „A“
Þeytivinduafköst „B“
Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu
Vindingarhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín
afgangsraki 50%
Mjög hljóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað
Klukka: Sýnir hvað þvottakertin
teka langan tíma. Hægt að
stilla gangsetningu vélar allt
að19tímaframítímann
Öll hugsnaleg þvottakerfi
BRÆÐURNIR
D1ORMSSON HF
Lágmúla 8 • Sími 5332800
Umboðsmenn um allt land!
tm
Heimsending innifalin í verði.