Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Qupperneq 23
MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999
35
Fréttir
Sólar/öryggisfilma
Einangrun rofin
í Fljótunum
DV, Fljótum:
Ólafsfiarðarvegur í Fljótum var
mokaður 1 síðustu viku og komust
þá tveir fremstu bæimir í sveitinni
í vegasamband á ný, eftir nær
þriggja mánaða einangrun vegna
ófærðar. Þarna er um að ræða bæ-
ina Þrasastaði og Depla í Austur-
Fljótum, sem eru um 7 kílómetrum
framan við Skeiðsfossvirkjun, sem
er næsta byggð neðar í sveitinni.
Ólafsfjarðarvegur um Fljótin er að
stærstum hluta gamali og niðurgraf-
inn og því er vonlaust að halda hon-
um færum í snjóavetrum eins og nú
er. Leiðin er því frekar opnuð þegar
von er til að mesta vetrarríkinu fari
að linna.
„Ég vonast til að leiðin haldist að
mestu opin hér eftir til vors. Það er
búið að vera ófært á bíl hingað fram
eftir síðan um áramót, ef undan eru
skildir nokkrir dagar í febrúar. Við
höfum geymt bílinn niðri í sveit og
farið á milli á snjósleða, en óneitan-
lega er þægilegra að komast heim á
bílnum," sagði íris Jónsdóttir, hús-
freyja á Þrasastöðum, í samtali við
fréttamann daginn eftir að vegurinn
varð fær.
íris er uppalin á Suðurlandi en
hefur búið á Þrasastöðum í fimm ár
ásamt manni sínum, Jóni Núma-
syni. Þau eiga liðlega tveggja og
hálfs árs gamlan son.
íris segir að tíðarfar í vetur hafi
verið óstöðugt og frekar leiðinlegt,
en þó betra en veturinn 1994-1995,
sem var sá versti síðan hún flutti í
Fljótin.
„Á svona stað veltur á að birgja
sig vel up af allri nauðsynjavöru
áður en vetur sest að á haustin. En
hvað samgöngumar varðar er alveg
ómissandi að eiga góðan snjósleða.
Þá kemst maður oftast á milli, en
verður einfaldlega að sitja heima
þegar vont er. Alla vega förum við
ekki með barnið á sleðanum í mjög
vondu veðri,“ sagði íris.
Ö.Þ.
Flateyri:
Pakkar og pening-
ar á sama stað
DV, Vestfjörðum:
„Sparisjóðurinn og
íslandspóstin gerðu
með sér samstarfs-
Eiríkur Finnur Greipsson sparisjóðsstjóri og Kol-
brún Jónsdóttir að störfum í nýjum húsakynnum
Sparisjóðs Önundarfjarðar. DV-mynd Guðm. Sig.
sammng um sameig-
inlegan rekstur í hús-
næði íslandspósts hér
á staðnum. Það er
töluverð hagkvæmni
í þessu. Við náum að
samnýta starfsfólk
beggja stofnananna
auk þess sem þetta
nýja húsnæði hentar
betur þörfum spari-
sjóðsins heldur en
gamla húsnæðið,"
segir Eiríkur Finnur
Greipsson sparisjóðs-
stjóri á Flateyri.
Sparisjóður Ön-
undarfjarðar á Flat-
eyri hefur gert samn-
ing við íslandspóst
um afgreiðslu fyrir
póstinn á Flateyri og
hefur afgreiðsla sparisjóðsins verið
flutt í pósthúsið þannig að nú eru
pakkar og peningar á sama stað.
Þetta form hefur þegar verið tekið
upp á nokkrum stöðum á landinu og
þótt takast vel.
„Þegar komin verða tilskilin leyfi
frá hinu opinbera mun sparisjóður-
inn stefna að því að yfirtaka póstaf-
greiðsluna á staðnum og póstaf-
greiðslufólkið verður starfsmenn
sparisjóðsins. Það vantar lagaheim-
ild til þess að bankastofnanir geti
rekið pósthús og á meðan sú heim-
ild er ekki til verða stofnanimar að
gera með sér samstarfssamning.
Ráðamenn hafa lýst vilja sínum til
að þessum reglum verði breytt
þannig að við erum ósmeykir og
þetta á að ganga upp. Það leið vika
frá því aö við skrifuðum undir
þennan samstarfssamning þar til
sparisjóðurinn var opnaður á nýja
staðnum. Þetta er alveg ótrúlegt og
heföi ekki gengið upp nema vegna
góðs starfsfólks beggja stofnana,"
sagði Eiríkur.
-G.S.
Guðbjörn Óskarsson, vélamaður hjá Steypustöð Skagafjarðar, stjórnaði
Payloadernum við snjómoksturinn. DV-mynd Örn
Sól- og öryggisfilma á rúCur. Vernd
gegn hita/birtu - upplitun og er góö
pjofavörn.
Litater filmur inn á bílrúöjr, gera bílinn
öruggari, þægilegri, glæsilegri og
seljanlegri.
Asetning meöhita - fagmenn
ffíói (/:
Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770
í tilefni af 10 ára afmæli
Aliraltanda og flutningi
beirra i nýtt Mónustuver
opnar nýtt dekkjaverkstæði
Umfelgun
fólksbíla
kr. 2.880.-
Verð
155 SR13 Kr. 2.720-
175/70 SR13 Kr. 2.800-
105/70 SR13 Kr. 3.540-
105/70 SR14 Kr. 3.550-
205/70 SR14 Kr. 4.250 -
185/05 SR14 Kr. 3.580.
185/05 SR15 Kr. 4.250-
Gylfaflöt 9 - Dekkjaverkstæði s: 5401300 - Hópferðir s: 5401313 - Fax 5401310
FO-4500
• Prentar á A4 pappir
• Laserprentun
• 1 mb í minni (ca 50 síður)
• 50 blaða frumritamatari
• 650 blaða pappírsgeymsla
F-1500M
Faxtæki, sími, símsvari,
Windows prentari, skanni,
tölvufax.og Ijósriti í einu tæki
Sjálfvirkur deilir fax/sími
Hitafilmu prentun
Prentar á A4 pappír
20 blaða frumritamatari
300 blaða pappírsbakki
FÖ-2600
• Innbyggðursími
• Prentar á A4 pappír
• Sjálfvirkur deilir fax/sími
• Símsvara tengimöguleiki
• Laserprentun
• 512 kb minni
• 20 blaða frumritamatari
•100 blaða pappírsbakki
FO-1460
• Innbyggðursími
• Sjálfvirkur deilir fax/sími
• Símsvara tengimöguleiki
• Hitafilmu prentun
• Prentar á A4 pappír
• 20 blaða frumritamatari
• 200 blaða pappírsbakki