Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Side 27
MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999
39
[meira á|
uðurland
Selfoss. Ölfusárbrú og Selfosskirkja.
um hvemig framboðinu vegnar en
það verður nánast útilokað fyrir
það að ná inn þingmanni.
Þá býður Húmanistaflokkurinn
fram i kjördæminu sem og annars
staðar á landinu. Þeirra leiðtogi er
Sigrún Þorsteinsdóttir, fyrrum for-
setaframbjóðandi. Hún er frá Vest-
mannaeyjum en fylgi við framboð-
ið mælist ekki í skoðanakönnun-
um.
Spenna
ísólfur Gylfi Pálmason berst fyrir
pólitísku lífi sínu í kosningunum.
Aftur á móti hefur þriðji maður á
lista Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Þ.
Ólafsson, allt að vinna. Samkvæmt
kosningaspá Vísis þyrfti Framsókn-
arflokkurinn að vinna um 400 at-
kvæði af Samfylkingunni til þess að
ná öðrum manni inn sem kjör-
dæmakjörnum en Samfylkingin
næði þá engu að síður uppbótar-
þingmanninum. Hann myndi hún
vinna af Sjálfstæðisflokknum. En
Framsóknarílokkurinn á engu að
DV-mynd Hilmar Þór
síður góða mögifleika að fá uppbót-
arþingmann í kjördæminu ef niður-
stöður kosninga í öðrum kjördæm-
um verða honum hagstæð. Sam-
kvæmt kosningaspá Vísis 14. þ.m.
er það illmögulegt en margt getur
breyst. Önnur framboð í kjördæm-
inu verða þó líklega að bíða betri
tíma til að koma manni inn á þing.
Efstu menn á Suöurlandi teknir tali:
Byggða- og atvinnumál í brennidepli
Margrét Frímannsdóttir:
Samfylkingin
verður sigurvegari
„Ég er mjög bjartsýn fyrirpessar
kosningar. Ég tel að við höfum
nokkuð góða stöðu hér í kjördæm-
inu,“ segir Mar-
grét Frímanns-
dóttir, oddviti
Samfylkingarinn-
ar. Aðspurð seg-
ist Margrét telja
að Samfylkingin
hafi góða mögu-
leika á að haldá
báðum þing-______
mönnum sínum á Suðurlandi.
„Okkar vonir standa til þess að
Samfylkingin verði sigurvegari
kosninganna á Suðurlandi og haldi
sínum mönnum." En Margrét segir
þó erfitt að spá um úrslitin. „Póli-
tískt landslag er aö nokkru breytt
frá síðustu kosningum, þannig að
það er erfiðara að spá. En það er
alla vega ijóst aö við verðum aö
vinna vel og kosningarnar verða
spennandi," segir Margrét.
Guðni Ágústsson:
Eigum góða
möguleika
„Við eigum góða möguleika í þess-
um kosningum. Við höfum staðið
við þau fyrirheit sem við gáfum fyr-
ir síðustu kosningar og viljum fá
umboð til að
stjóma áfram,“
segir Guðni
Ágústsson, efsti
maður Framsókn-
arflokksins. „En
þetta er barátta.
Til að halda
tveimur þing-
mönnum þurfúm
við að vera stærri en Samíylkingin,
því við fáum ekki jöfnunarsætið."
Guðni telur að Isólfúr Gylfi Pálma-
son, annar maður á hsta Framsókn-
arflokksins, sé að berfast fyrir póli-
tísku lífi sinu, en segir jafhframt: „Ef
ég tapa ísólfi Gylfa fyrir borð, eins
og þessi skoðanakönnun gefúr til
kynna, verð ég heldur ekki til stórá-
taka fyrir Sunnlendinga. En ég kvíði
engu í þessum efnum. Við erum
bjartsýnir og uppskerum eins og við
sáum,“ segir Guðni.
Ragnar Alexander Þórsson:
Sjálfstæðis-
flokkurinn and-
stæðingurinn
„Viö erum með góð málefni og
emm því auðvitað bjartsýn," segir
Ragnar Alexander Þórsson, oddviti
Vinstri hreyfmgarinnar - græns
framboðs. „En auðvitað kemur þetta
allt í ljós þegar
búið er að telja at-
kvæðin.“ Ragnar
segist finna fýrir
því að barátta í
kosningunum sé
frekar lítil. „Ég
fmn reyndar ým-
ist fyrir áhuga eða
ákveðinni deyfð í
kjördæminu. En við vildum gjaman
aö hinir flokkamii- létu meh-a á sér
bera. Það styrkir okkur. Og við lít-
um svo á að viö séum höfuðandstæð-
ingur Sjáifstæðisflokksins í þessum
kosningum,“ segir Ragnar.
Eggert Haukdal:
Er hóflega
bjartsýnn
Eggert Haukdal, efsti maöur á
lista Frjálslynda flokksins, vonar
það besta fýrir kosningamar. „Við
erum svona hóflega bjartsýnir fýrir
þessar kosningar og vonum það
i
m
besta,“ segir Eggert, sem spáir að
Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig
manni í kjördæminu. „Það er fráleitt
að hugsa sér það.
Uppröðunin á
lista er ekki
þannig að það sé
stormandi lukka
með það,“ segir
hann. Eggert segir
að sjávarútvegs-
málin séu stærstu
mál kosninganna.
„Menn verða að sjá það að rétt fisk-
veiðistjómun er launastefha við-
komandi byggðarlags. Gjafakvótinn
breikkar bilið milli ríkra og verr
settra og i dag era engar breytingar
fýrirsjáanlegar á þessari stefnu, ef
stjómarflokkamir verða áfram við
völd. Það þykjast allir vilja breyting-
ar því þeir era hræddir við umræð-
una í þjóðfélaginu, en það er aðeins
yfirvarp,“ segir Eggert.
Sigrún Þorsteinsdóttir:
Þörfhumst
málsvara á Alþingi
Sigrún Þorsteinsdóttir, oddvTti
Húmanistaflokksins, segir að
flokkkurinn leggi áherslu á að ná
einum manni inn á þing. „Við höf-
um ekki veriö í sviösljósinu í lang-
an tíma, en von-
umst til þess að
ná manni á þing
til að eiga þar
málsvara.
Húmanistaflokk-
urinn leggur
áherslu á breyt-
ingar á þjóðfélag-
inu til aö koma
húmanismanum á,“ segir Sigrún.
„Við teljum aö núverandi alþingis-
menn séu veraleikafirrtir," segir
hún og leggur áherslu á að nauð-
synlegt sé að afnema fátækt og
beina peningunum inn í réttan far-
veg. „Það gerum við með því að
stofha einn sameiginlegan lifeyris-
sjóð sem allir greiða í og öryrkjar
og ellilífeyrisþegar fá greitt úr.
Greiðsla til þessara hópa á að vera
90.000 kr. á mánuði sem kostar ár-
lega 30 milljarða. Inn í lífeyrissjóð-
ina koma árlega 30 milljarðar og
þar að auki era notaðir 16 mflljarð-
ar til að greiða núverandi bætur.
Þannig að svigrúmið er ríflegt ef
viljinn er fyrir hendi.“
Árni Johnsen:
Ætlum að ná
þremur mönnum
„Okkar markmið er að ná þrem-
ur þingmönnum. Miðað við eðlileg-
ar kringumstæður á Suðurlandi og
á landinu eigum við möguelika á
að ná þremur,“
segir Árni John-
sen, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins á
Suðurlandi.
„Sjálfstæðis-
flokkurinn er
sterkasta aflið á
Suðurlandi og liMfc ’%
það má lesa það ——
út úr sögu Suðurlands á þessari
öld, að þegar flokkurinn hefur ver-
ið öflugastur hefur árangurinn
verið öflugastur fyrir kjördæmið
og framfarir mestar." Árni segir aö
þriðji maður Sjálfstæðisflokksins
verði uppbótarþingmaður og stað-
an hafi ávallt verið sú að Fram-
sóknarflokkurinn hafi verið sterk-
ur - hafi verið með tvo þingmenn.
„Alþýðubandalagið hefur haft
tryggan mann en Alþýðuflokkur-
inn hefur haft mjög veika stöðu á
Suðurlandi og nýtur lítils trausts.
Ég býst því við að það verði erfitt
fyrir ýmsa að kjósa bræðinginn
núna, sem er fyrst og fremst stein-
barn Alþýðuflokksins sem hefur
kokgleypt Alþýðubandalagið,“ seg-
ir Árni.
Mikilvægustu
málin í
kjördæminu
Dil
Framsóknarflokkurinn
1. Atvinnumál.
2. Ferðaþjónusta.
3. Menntamál.
4. Samgöngumál.
5. Byggðamál.
Frjálslyndi flokkurinn
1. Byggðastefna.
2. Vegir og slitlög.
3. Landbúnaðarmál.
4. Velferðarkerfið.
5. Iðnaður.
Húmanistaflokkurinn
1. Afnám fátæktar.
2. Byggðamál. 3. Mannréttindi
fyrir homma og lesbíur. 4.
Kvótamálið. 5. Aðskilnaður
ríkis og kirkju.
©
Samfylking
1. Atvinnumál.
2. Menntamál.
3. Sjávarútvegur.
4. Velferðarkerfið.
5. Kjör ungs fiölskyldufólks.
V
Sjálfstæðisflokkurinn
1. Styrkja atvinnuumhverfið
enn frekar.
2. Betra vegakerfi.
3. Uppbygging heilbrigðisþjón-
ustu.
4. Lækkun orkuverðs. 5. Efling
menntunar og menningar.
Vinstri hreyfingin -
grænt framboð
1. Atvinnumál.
2. Samgöngumál.
3. Félagsmál.
4. Umhverfismál.
5. Utanríkismál.