Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Brýn úrlausnarmál Málefni íjölskyldunnar vega þungt í málflutningi stjómmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa, í að- draganda þingkosinganna. Hið sama gildir um ýmis mál sem flokka má undir mannréttindamál, málefni hópa með ýmsar sérþarfir, fatlaða, öryrkja og sjúklinga. Þótt margt hafi verið vel gert í þessum málum í velferðarsam- félagi okkar virðist oft og tíðum draga úr áhuganum að loknum kosningum, þegar kemur að efndum loforða sem gefin hafa verið. Þetta vita þeir sem fara fyrir þessum hópum. Þeir funda því með frambjóðendum til þess að fá fram stefnu og markmið einstakra flokka og knýja á um framkvæmd- ir um leið og vakin er athygli á stöðu einstaklinga og fjöl- skyldna sem oft búa við mikla erfiðleika eða jafnvel óvið- unandi ástand. Mörg þessara mála eru ekki borin á torg enda afar persónuleg. Stundum verður þó ekki hjá því komist að nefna slík dæmi, enda skiljast þau betur en langar þulur um tölur og hlutföll. Sem dæmi má nefna afar gagnlegan fund sem foreldra- félag geðsjúkra bama boðaði til með frambjóðendum flokkanna í vikunni. Þar voru aðstæður þessara barna og fjölskyldna þeirra kynntar. Þrjár dæmisögur voru raktar um alvarlega sjúk börn í mikilli lífshættu og greint frá neyðarástandi á heimilum þeirra. Þrátt fyrir lífshættuna kom fram að bam í slíkri hættu þurfti að bíða í 18 sólarhringa eftir plássi á sjúkrahúsi. Annað barn komst ekki á sjúkrahús vegna þess að það veiktist á sunnudegi, þegar barna- og unglingageðdeild Landspít- alans var lokuð. Foreldrafélagið benti með réttu á mismunun eftir sjúk- dómum. Það yrði aldrei liðið að fótbrotið bam eða ann- að með bráða botnlangabólgu yrði látið bíða meðferðar. Félagið gerir rétt í að vekja athygli á vondri stöðu þar sem hinir minnstu bræðra okkar eiga í hlut. Aðstand- endur barnanna hafa barist áfram, stundum vonlítilli baráttu, og talið sig standa eina. Með stofnun félags kem- ur í ljós að margir eru í sömu sporum. Sameinaðir standa þeir betur að vígi og opna augu annarra. Það er nauðsynlegt, enda segir formaður félagsins að ástandið sé hrikalegt og nauðsynlegt að finna úrræði sem fyrst, bráðamóttöku, fleiri innlagnapláss, langtímameðferð, sérhæfðan skóla og hvíldarvistun til þess að létta oki af langþreyttum aðstandendum. Aðrir hópar hafa einnig valið þá leið að kynna fram- bjóðendum stöðu sína og leita um leið svara við spurn- ingum og fá fram stefnu framboðanna. Það gerðu til dæmis fulltrúar fatlaðra, Þroskahjálp, Styrktarfélag van- gefmna og Foreldrasamtök fatlaðra. Sameiginleg niður- staða var sú að fatlaðir skuli hafa sama rétt og aðrir þjóð- félagsþegnar varðandi atvinnu, menntun og önnur al- menn réttindi eftir því sem geta þeirra og aðstæður leyfa. Það er mikilvægt að vekja athygli á þessum málaflokk- um og tækifærið er nú fyrir kosningarnar. Efnahagsleg- ur stöðugleiki sem ríkt hefur, í raun efnaleg velsæld flestra, veitir aukið svigrúm til þess að huga að þessum þáttum sem svo miklu skipta. Verkefnum hins opinbera verður að forgangsraða og fá eru brýnni en að draga úr neyð sjúkra og aðstandenda þeirra og rétta hlut þeirra sem búa við skarðan hlut, auk þess að aðstoða aðra til sjálfsbjargar. Kjósendur hafa valdið eftir rúma viku, eftir að hafa metið stefnu og málflutning frambjóðenda. Þeirra er líka eftirlitshlutverkið á kjörtímabilinu. Jónas Haraldsson „Aldraðir og öryrkjar hafa sjálfir snúist til varnar og vakið athygli á málum sínum.“ Lítilsvirðing við aldraða og öryrkja Öryrkjar hafa ekki'’í mörg hús aö venda og geta ekki gert mikið i stöðu sinni. Aldraðir eru einnig varnarlitlir gagnvart umhverfi sínu. Samfélagið hefur sérstakar skyldur gagnvart þessum hópum byggðar á samhjálp og virðingu. Þess vegna er framkoma ríkis- stjómarinnar gagnvart öryrkjum og öldruðum óþolandi. Rangfærslur ríkis- stjórnarinnar Ríkisstjómin segir að kaupmátt- ur bóta hafi hækkað um 22%. Ingi- björg Pálmadóttir, Sólveig Péturs- dóttir og fleiri stjómarliðar hafa klifað á þessu. Þetta er rangt vegna þess að þessa tölu er aðeins hægt að finna út gagnvart 3% bótaþega skv. upplýsingum samtaka þeirra. Framsetning stjórnarliða er því alvarleg blekking og rangfærsla. Stað- an er enn verri þegar skoðað er hvemig við stöndum okkur í alþjóðlegum samanburði. Við erum langt á eftir öðrum þjóð- um. í nýrri skýrslu Þjóðhags- stofnunar, „Búskapur hins op- inbera 1997-1998“, er fróðlegur kafli um almannatryggingar L, og velferðarmál í alþjóðlegum samanburði. Þar kemur m.a. fram að það vantar tugi milljarða inn í velferðarkerfið hérlendis til að við stöndum jafnfætis öðrum þjóðum. Þá er búið að taka tillit til minna atvinnuleysis og hagstæðrar ald- ursdreifingar hérlendis. Við emm með lélegt velferðar- kerfi Við höfum lengi staðið í þeirri trú að við væram með vel- ferðarþjónustu sem væri sambæri- leg við önnur lönd, sérstaklega á Norðurlöndum. Það er rangt. í skýrslu Þjóðhagsstofhunar kemur fram að við stöndum langt að baki öðrum ríkjum á Norðurlöndum en Skoðanir annarra Margt af því sem andstæðingar aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu óttuðust að myndi gerast, hefur ekki orðið að veruleika ... Vegna Evrópska efnahags- svæðisins njóta Islendingar nú þegar margvíslegra réttinda til jafns við ríkisborgara innan Evrópusam- bandsins. Spurningin er því hvað fæst til viðbótar með beinni aðild og hvaða verð þarf að greiða fyrir þau auknu réttindi. Það þarf að meta af raunsæi." Elías Snæland Jónsson í Degi 29. apríl. Hugverkaþjófnaður „Auglýsendur svífast einskis til að koma vörum við- skiptavina sinna á framfæri. Þeir nota verk lista- manna, látinna eða lifandi, til að skreyta lágkúrulegan áróður sinn. Þetta á við um þá sem auglýsa vöra, hug- verk eða hvers konar „þjónustu". „Óðurinn til gleðinn- ar“, fjórði þáttur og sönghluti níundu og síðustu sin- fónínu Beethovens, hefur margoft verið misnotaður. Tónar Beethovens vora ekki samdir fyrir Evrópusam- bandið. Þeir voru samdir fyrir alla jaröarbúa." Ragnar Lár í Mbl. 29. apríl. Biskup í kosningabaráttuna „Athygli hefur vakið að biskup íslands, Karl Sigur- bjömsson, skuli blanda sér í kosningabaráttuna. Und- anfama daga hafa birst í blöðum auglýsingar í nafni Öryrkjabandalagsins undir yfirskriftinni: „Kjósum við óbreytt ástand?" Undir þessu kjörorði virðist biskupi íslands þykja hæfa að ljá mynd af sér og til- vitnun úr nýárspredikun. Enn fremur er í auglýsingu Öryrkjabandalagsins vitnað í „fréttabréf biskups- stofu“. Tónninn í þeim tilvitnunum er sérlega óvið- felldinn í ljósi þess að þar er mælt í nafni þjóðkirkj- unnar.“ Jakob F. Ásgeirsson i Mbl. 29. apríl EES eða ESB? „Það er yfirlýst stefna beggja stjórnarflokkanna að ekki komi til greina að ganga í Evrópusambandið ef það hefur í för með sér að yfirráð yfir íslensku fiski- miðunum, þeirri auðlind sem velmegun íslendinga byggir öðru fremur á, lendi í höndum útlendinga ... það sem gerir okkar stöðu enn verri er að flestar aðrar þjóðir verja mun meira fé til þessara mála en við. í slíkum sam- anburði er hægt að miða við hlut- fall af landsfram- leiðslu, sem er verðmætasköpun- in í samfélaginu, eða hlutfall af út- gjöldum hins op- inbera. í báðum tilvikum stönd- um við langt að baki öðram þjóð- um. íslendingar Kjallarinn Agúst Einarsson alþingismaður Samfylkingarinnar „Oryrkjar og aldraðir voru skild- ir eftir í uppsveiflunni og síðan beita sjálfstæðis- og framsókn- armenn blekkingum til þess að kasta ryki í augu fólks. Skýrasta svarið eru biðraðir hjá hjálpar- stofnunum.“ era ein ríkasta þjóð í heimi með einna hæstu landsframleiðslu á mann en þessum verðmætum er skipt á óréttlátan hátt. Góðærið fór fram hjá öryrkjum og öldruðum Það hefur verið uppsveifla síð- ustu ár, svokallað góðæri. Það nýttist ekki til að rétta við hag þessa fólks sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Þeir sem höfðu það best áður í hópi aldr- aðra hafa það enn betra núna. Þeir sem lakast stóðu áður hafa dregist enn frekar aftur úr. Misskipting hefur aukist meðal aldr- aðra. Öryrkjar og aldrað- ir voru skildir eftir í upp- sveiflunni og síðan beita sjálfstæðis- og framsókn- armenn blekkingum til þess að kasta ryki í augu fólks. Skýrasta svarið eru biðraðir hjá hjálparstofn- unum. Fólk stendur ekki í slíkum biðröðum að gamni sínu. Samfylkingin er trúverðug Þegar borið er saman við önnur ríki á Norður- löndum verjum við árlega 50 milljörðum minna til velferðarmála en sú þjóð sem kemur okkur næst. Þetta er svo há fjárhæð að fæstir átta sig á því hvað við höfum dregist mikið aftur úr. Þessu þarf að snúa við með auknu fé til öryrkja og aldraðra, m.a. með hækkun grunnlífeyris. Þetta verður ekki gert í einni svipan en Sam- fylkingin hefur lagt fyr- ir þessar kosningar til- lögur til umbóta. Aldraðir og öryrkjar hafa sjálfir snúist til varnar og vakið athygli á málum sínum. Þeir ráða yfir vopni sem bítur best á stjórnmála- menn, þ.e. atkvæði sínu. Samfylk- ingin hefur allt þetta kjörtímabil barist fyrir því að aldraðir og ör- yrkjar fái réttlátan hlut en stjóm- arflokkamir hafa hunsað það. Virði sérhvers samfélags felst í þvi hvemig það kemur fram við aldr- aða og öryrkja. í hugum Sjálfstæð- is- og Framsóknarflokks er samfé- lagið ekki mikils virði mælt á þennan mælikvarða. Ágúst Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.