Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1999 Afmæli Guðlaugur Jónsson Guölaugur Jónsson, Þrastanesi 22, Garðabæ, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðlaugur fæddist á Skarði á Skarðsströnd í Dalabyggð og ólst þar upp. Hann var vinnumaður á Skarði um skeið, átti síðan heima í Búðardal en flutti til Reykjavíkur 1954. í Reykjavík starfaði Guðlaugur hjá Bílasmiðjunni hf. 1954-74, starfaði síð- an við Hótel Akranes til 1979 en stund- aði síðan ýmis störf. Fjölskylda Eiginkona Guðlaugs var Ingibjörg Valdimarsdóttir, f. 29.6.1925, húsmóðir í Reykjavík. Hún er dóttir Valdimars Sigurðssonar og Ingigerðar Sigur- brandsdóttur i Rúfeyjum á Breiðafirði. Þau skildu. Böm Guðlaugs og Ingibjargar eru Jón, f. 22.8. 1945, skipstjóri á Akranesi, kvæntur Öldu Særós Þórðardóttur og eiga þau fjögur böm, Þóreyju Jónínu, Guðlaug, Öskar Georg og Sóleyju Sig- urborgu, og fjögur bamaböm; Jóhann- es Kristján, f. 24.1.1948, bifreiðasmiður í MosfeUsbæ, kvæntur Hildi Steinþórs- dóttur og eiga þau fjögur böm, Hjörv- ar. Söndru, Hilmi og Brynjar; Krist- björg Helga, f. 16.10. 1952, kaupmaður, búsett í Garða- bæ, gift Kristjáni Arnfjörð Guðmundssyni og eiga þau sex börn, Guðmund Ingvar, Díönu Guðlaugu, Sylvíu, Ólínu Kristjönu, Sesselju og Amar Gauta, og tvö bama- böm; Valdimar, f. 14.7.1961, búsettur í Reykjavík og á hann þrjú börn, Bylgju Rán, Oddrúnu Rögnu og Jón Þorberg; Ólína, f. 9.6. 1964, ritari, búsett í Reykja- vík, en sambýlismaður hennar er Sig- urður Borgþórsson. Þá ólu Guðlaugur og Ingibjörg upp fósturdóttur, Kristínu Jóhönnu Valdi- marsdóttur, f. 5.8. 1943, búsetta í Reykjavík, og á hún fimm börn, Kjart- an, Sigurð, Guðlaug, Ingibjörgu Sigur- unni og Kolbrúnu, auk þess sem Krist- ín Jóhanna á tólf bamaböm. Albróðir Guðlaugs var Óskar Georg Jónsson, f. 31.10.1915, d. 12.9.1998, sem búsettur var á Ballará í Dalasýslu. Hálfbróðir Guðlaugs, sammæðra, var Marinó Breiðfjörð Valdimarsson, f. 16.4. 1906, nú látinn, var búsettur í Reykjavík. Hálfsystkin Guðlaugs, samfeðra: Ragnar Jónsson, f. 6.2.1908, nú látinn, var búsettur i Kópavogi; Helga, f. 23.9. 1918, búsett í Reykjavík; Ingveldur, f. 27.12. 1927, nú látin, var búsett i Garði. Foreldrar Guðlaugs voru Jón Hannesson, f. 1.2. 1876, d. 20.10. 1933, vinnumaður á Skarði, og Ólína Sesselja Kristjana ívarsdóttir, f. 29.6 1875, d. 9.1.1917, húsfreyja. Guðlaugur Jónsson. Ætt Bróðir Jóns var Sumarliði, snikkari í Búðardal, afi Birgis Óskarssonar deildarstjóra. Jón var sonur Hannesar, b. á Heinabergi, Jónssonar, b. á Hof- akri Jónssonar, b. á Hóli í Hvamms- sveit, Ólafssonar. Móðir Jóns á Hof- akri var Margrét, dóttir Bjöms, b. á Hóli, Magnússonar og Ingibjargar Bjamadóttur. Móðir Hannesar var Ingibjörg Hannesdóttir, b. á Hnjúki, Andréssonar, b. á Krossi, Hannesson ar, b. á Hamarlandi, Bjömssonar. Móð ir Ingibjargar var Guðrún Gísladóttir b. á Gmnnasundsnesi í Eyrarsveit Magnússonar, b. þar, Þorsteinssonar, Magnússonar. Móðir Guðrúnar var Snjólaug, dóttir Jóns, b. í Amey, Þor- valdssonar, og Þuríðar Jónsdóttur, b. í Ólafsey, Teitssonar. Móðir Jóns á Skarði var Helga Bjarnadóttir, b. á Skerðingsstöðum, bróður Þórðar, langafa Friðjóns Þórð- arsonar, fyrrv. ráðherra, og Gests, fóð- ur Svavars sendiherra. Bjarni var son- ur Jóns, b. á Breiðabólstað i Hvamms- sveit, Jónssonar, b. þar, Ásgeirssonar, b. á Orrahólum, Bjömssonar, Jónsson- ar eldri í Vogi, Brynjólfssonar. Móðir Jóns yngra var Halldóra Jónsdóttir, b. í Skógum, Jónssonar. Móðir Helgu var Ingveldur Brynjólfsdóttir, b. á Hóli, bróður Hannesar á Hnjúki. Móðir Ing- veldar var Anna, systir Jóns Jónsson- ar á Breiðabólstað. Ólína var dóttir Ivars, b. á Langeyj- amesi, Jónssonar, vinnumanns í Knarrarhöfn, Jónssonar. Móðir ívars var Þorkatla Einarsdóttir frá Kvenhóli. Móðir Ólínu var María Guðrún Marísdóttir, b. á Langeyjamesi, Ein- arssonar, frá Ríp í Skagafirði, Brynj- ólfssonar. Móðir Marísar var Vigdís, vinnukona á Óspaksstöðum, Vigfús- dóttir, Jónssonar. Móðir Maríu Guð- rúnar var Margrét Jónsdóttir á Stakkabergi, Einarssonar. Guðlaugur verður með opið hús að heimili sínu laugard. 1.5. María Einarsdóttir María Einarsdóttir tónlistarkenn- ari, Álfhólsvegi 99, Kópavogi, er sextug í dag. Starfsferill Maria fæddist á Akureyri og ólst þar upp til 1944. Þá flutti hún til Reykjavíkur og ólst þar upp eftir það. Hún stundaði nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur frá 1949 og lauk tón- menntakennaraprófi frá Tónlistar- skólanum i Reykjavík 1963. María var kennari við Bamaskól- ar.n á Fáskrúðsfirði 1957-59, kennari við Tónlistarskóla Kópavogs 1967-68 og hefur verið tónmenntakennari við Kópasvogsskóla frá 1966. Maria hefur verið félagi í Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur frá 1958. Hún söng með Söngsveitinni Fílharmóníu, Fríkirkjukómum í Reykjavík og Pólý- fónkórnum 1958-82. María var í stjóm kvennadeildar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1966-68 og hefur verið í stjórn Kennarasambands Kópavogs. Fjölskylda María giftist 4.8.1957 Sölva Ragnari Sigurðssyni, f. 16.9. 1934, kennara og launafulltrúa hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborgar. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, f. 19.8.1906, d. 30.9.1982, verkamaður í Reykjavík, og k.h., HUdur Ingibjörg HaUdórsdóttir, f. 3.5. 1894, d. 24.4. 1945, ljósmóðir. Böm Maríu og Sölva era HUdur Ingibjörg, f. 21.11.1956, tækniteiknari í Reykjavík, gift Gunnari Jóni HUmars- syni, starfsmanni Landspítalans, og eiga þau þrjú böm og eitt bamabam; Þórunn Ósk, f. 3.1. 1958, þroskaþjálfi í Kópavogi, gift Guðmundi Helgasyni kennara og eiga þau þrjú böm og eitt bamabam; Einar, f. 25.10. 1962, graf- íker í Óðinsvéum; Sölvi, f. 5.10. 1963, lögfræðingur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur leikskóla- kennara og eiga þau tvö böm. Systkini Maríu: tveir drengir sem báðir létust ungir; HUdigimnur, f. 25.3. 1931, húsmóðir í Hafnarfirði; Ragnheiður, f. 5.5. 1934, húsmóðir á Dalvík; Sigvaldi, f. 30.4. 1939, fyrrv. sjómaður, búsettur í Reykjavík. Hálf- systir Maríu, samfeðra, er Hulda, f. 28.1.1945, búsett í Danmörku. Foreldrar Maríu voru Sigvaldi Jó- hannes Þorsteinsson, f. 22.2. 1898, d. 1952, og k.h., María Jóhannsdóttir, f. 22.11.1904, d. 1939, húsmóðir. Kjörforeldrar Maríu voru Einar Benediktsson, f. 21.6. 1900, d. 3.9. 1953, loftskeytamaður í Reykjavík, og k.h., Þórunn I. Þorsteinsdóttir, f. 5.8. 1910, d. 15.4.1989. Þómnn var jafnframt fóð- ursystir Maríu. Ætt Sigvaldi var afi Sigvalda Júlíusson- ar útvarpsþular og Kristjáns Þórs Júl- íussonar, bæjarsjóra á Akureyri. Bróðir Sigvalda var Magnús, afi Magnúsar Gauta, fyrrverandi kaupfé- lagsstjóra á Akureyri. Systir Sigvalda var Rósa, móðir Magnúsar Pétursson- ar píanóleikara. Sigvaldi var sonur Þorsteins, útvegsb. á Upsum á Upsa- strönd, bróður Helga, afa Atla Rúnars, Jóns Baldvins og Óskars Þórs Hall- dórssona fréttamanna. Þorsteinn var sonur Jóns Magnúsar, sjómannafræð- ara, sem kenndur var við hákarla- skipið Mínervu, Magnússonar frá Selá, Jónssonar. Móðir Sigvalda var Anna Björg, dóttir Benedikts Jónssonar, úr Keldu- hverfi. Móðir Önnu Bjargar var Hólm- fríður Gísladóttir, b. á Þorvaldsstöð- um, Sveinssonar. Móðir Þorsteins var Rósa Sigríður, systir Snjólaugar Guðrúnar, móður Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Snjó- laug var einnig móðir Jóhannesar Baldvins, afa Benedikts Ámasonar leiksfjóra. Önnur systir Rósu Sigríðar var Kristín Hólmfríður, móðir Stefáns Baldvins Kristinssonar, pr. á Völlum, afa Þorsteins Sæmundssonar stjömu- fræðings. Rósa Sigríður var dóttir Þorvalds, b. á Krossum, Gunnlaugs- sonar, b. á Hellum, Þorvaldssonar. Móðir Rósu Sigríðar var Snjólaug Baldvinsdóttir. María var dóttir Láru Gissurardótt- ur og Jóhanns Sigurvins Jóhannsson- ar, sjómanns í Syðri-Haga, Jó- hanssonar, b. í Syðri-Haga, Einarsson- ar, b. á Laugalandi á Þelamörk og Sig- ríðar Jensdóttur Buck. Lára var dóttir Gissurar, bátasmiðs í Ytri-Skjaldarvík, Gissurarsonar og Maríu Jónsdóttur frá Efri-Dálksstöð- um. DV Tll hamingju með afmælið 30. apríl 85 ára Margrét Stefánsdóttir, Laugavegi 128, Reykjavík. Kjartan Guðmundsson, Bókhlöðustig 5, Stykkishóhni. Jónína Sigurðardóttir, Egg, Sauðárkróki. 80 ára Guðjón Matthíasson, harmóniku- leikari. Öldugötu 54, Reykjavík. Guðjón tekur á móti gestum í Sölvasal á Sóloni íslandusi laugard. 1.5. kl. 17.00-20.00. 75 ára Sigurbjörg Sigbjörnsdóttir, Útgarði 7, Egilsstöðum. Anna Jóhannsdóttir, Garðsbrún 4, Höfn. 70 ára Sigríður Jónsdóttir, Byggðavegi 86, Akureyri. 60 ára Sigvaldi Sigvaldason, Skúlagötu 56, Reykjavík. Elísa Vilborg Berthelsen, Hvítadal, Dalabyggð. Jósavin H. Aðalsteinsson, Skarðshlíð 23 F, Akureyri. 50 ára Tómas Á. Einarsson tannlæknir, Fannafold 99, Reykjavík. Tómas tekur á móti gestum í sal Tannlækna- félags íslands, Síðumúla 35, laugard. 1.5. milli kl. 17.00 og 20.00. Sigurður Jónsson, Hávallagötu 7, Reykjavík. Ingibjörg Engilbertsdóttir, Reynigrund 49, Kópavogi. María Hákonardóttir, Hamarsteigi 5, Mosfellsbæ. Anna Sigríður Reykdal, Aðalstræti 12, ísafirði. Elísabet Hallgrímsdóttir, Mánahlið 7, Akureyri. Páll Einarsson, Illugagötu 23, Vestmannaeyjum. Smáauglýsingar Opið í kvöld til kl. 22. Athugið að tekið er á móti auglýsingum í helgarblaðið til kl.17. DV kemur út laugardaginn 1. maí. Smáauglýsingadeild Þverholti 11. Sími 550 5000 Opið sunnudaginn 2. maí, frá kl. 16-22. Lokað á morgun, 1. maí. Jón Kortsson Jón Sigurbergur Korts- son, Hveramörk 19, Hveragerði er sextugur í dag. Starfsferill Jón fæddist á Torfa- stöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp. Hann lauk iðn- skólanámi í bifvélavirkj- un og síðar meistaraprófi í sömu iðn. Jón var bifvélavirki hjá Kaupfélagi Rangæinga þar til hann setti á stofn Steypustöð- ina Þverá 1970 en hana starfrækti hann í tíu ár. Þá ók hann eigin vörubifreið til 1992. Hann hefur síð- an rekið eigið bifvélaverkstæði í Hveragerði. Fjölskylda Jón kvæntist 3.6. 1961 Selmu Eg- ilsdóttur, f. 30.3. 1942, saumakonu í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Guðmundur Egill Þorsteinsson og Kristín Alda Guðmundsdóttir. Jón og Selma skildu. Börn Jóns og Selmu eru Eyvindur, f. 9.3.1961, vél- tæknifræðingur í Sviss, var kvæntur Lorya Björk Jónsson og eru dætur þeirra Stefanía Kristín og Katrín Þóra; Kristín Auður, f. 17.1.1962, tölvu- ritari í Mosfellsbæ, gift Sigurði Maríssyni, f. 31.12. 1959, en börn þeirra eru Ólafur og Pet- rún; Yngvi Karl, f. 9.1. 1963, æskulýðs- og tóm- stundafulltrúi í Hveragerði, en kona hans var Petra Jónsson; Lilja Sól- rún, f. 25.2. 1964, hagfræðingur og matarfræðingur í Hveragerði, en maður hennar var Jes Vollertsen, og dóttir Lilju er Guðbjörg Esther; Ingibjörg Guðmunda, f. 26.9. 1972, líffræðinemi í Danmörku; Ólöf Guð- rún, f. 6.5. 1976, háskólanemi í Reykjavík. Systur Jóns eru Jóna Guðrún, f. 28.2. 1934, og á hún fjórar dætur; Eygló, f. 29.5. 1940, og eignaðist hún tvö böm. Uppeldisbróðir Jóns er Gunnar Ingi Birgisson, f. 30.9. 1947, og á hann tvær dætur. Foreldrar Jóns voru Kort Ey- vindsson, f. 1.12. 1901 í Seljalandi undir Eyjafjöllum, d. 21.8. 1964, bóndi á Torfastöðum, og k.h., Ingi- björg Jónsdóttir, f. 17.3. 1909, á Torfastöðum, húsfreyja í Reykjavík. Ætt Kort var sonur Eyvindar, b. í Seljalandi og síðar í Reykjavík, Ey- vindssonar, Jónssonar, b. í Sauð- túni, Eyvindssonar, b. í Svínhaga og Sauðtúni, Nikulássonar, b. á Rauð- nefsstöðum, Eyvindssonar duggusmiðs. Ingibjörg er dóttir Jóns, b. á Torfastöðum, Guðmundssonar, b. á Langekru á Rangárvöllum, Jónsson- ar, b. á Háarhna i Þykkvabæ. Jón tekur á móti gestum í Félags- heimili Ölfusinga, við hliðina á Eden, í dag, föstud. 30.4., milli kl. 20.00 og 23.00. Jón Kortsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.