Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 29
................................................ ... mittii ....... ... . --gaak _________________________________________________<■■■.*, ........................................................................................................................................................ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1999 29 Marlene Dietrich í tali og tónum Ríkey Ingimundardóttir sýnir í Eden í Hverageröi. Málverk og leirlistarverk Síðastliðinn miðvikudag opn- aði Ríkey Ingimundardóttir sýn- ingu í Eden í Hveragerði. Við- fangsefni hennar eru ástir, ævin- týri og önnur undur úr ríki nátt- úrunnar þar sem hún leikur við raunveruleikann með fantasíu- blæ eins og henni er einni lagið. Á meðan á sýningunni stendur tekur Ríkey að sér að gera handa- og andlitsmót af gestrnn. Ríkey er vel þekkt listakona og hefur hald- ið fjölda einkasýninga, innan- lands sem utanlands. Sýningin stendur til 10. maí. Sýningar Gluggasýning í Sneglu í gluggum Sneglu á horni Grett- isgötu og Klapparstígs stendur yfir sýning á verkum eftir Ing- unni Ernu Stefánsdóttur og Jónu Sigríði Jónsdóttur. Sýna þær kertastjaka unna í steinleir með þrykkmunstri, pastelmyndir og textílverk. Þær stöllur hafa báðar lokið námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands, Ingunn Erna frá keramikdeild 1985 og Jóna Sigríður frá textíldeild 1985. Sýningin stendur til 6. maí. Ahugaleikarar takast á við verk Jök- uls Jakobssonar. Möguleikhúsið: Herbergi 213 í kvöld sýnir Leikfélagið Leyndir draumar Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson í Möguleikhúsinu, í leik- stjóm Sigurþórs A. Heimissonar. Jökull Jakobsson er eitt þekktasta leikskáld þjóðarinnar og var Her- bergi 213 eitt af síðustu leikritunum sem hann samdi. Leikritið var frumsýnt i Þjóðleikhúsinu á Litla sviðinu 29. desember 1994. Skemmst er að minnast að leikritið var einnig flutt í Ríkisútvarpinu fyrir stuttu og leikstýrði Sveinn Einars- son þeirri útsendingu. Leikhús Leikfélagið Leyndir draumar er áhugaleikfélag í Reykjavík sem frá stofnun 1995 hefur sett uppp verk af ýmsum toga. Þar má nefna eigin verk með leikstjóranum Hlín Agn- arsdóttur sem telst guðmóðir Leyndra drauma. Voru það verkin Magdalena og Mitt bælda líf. Þá hafa félagar úr hópnum verið með götuleikhús og leikið Örsögur eftir Þorvald Þorsteinsson, leikið hreyfispuna á kaffihúsum, tekist á við klassíkina: Glæpur, glæpur eftir Strindberg; og í vetur setti hópur- inn á svið nýklassíkina Clius 9 - Á bleiku skýi, eftir Caryl Churchill. Hún var talin ein kynþokkafyllsta kona aldarinnar - fagurskapaðir fót- leggir hennar, tælandi röddin og jafnvel kinnbeinin komu róti á hug og hjörtu karlmanna um víða ver- öld; hún fékk blóðið til að þjóta örar um æðar ráðherra í ríkisstjóm ís- lands í Trípólíbíói, fékk virðulega gagnrýnendur til að reyta hár sitt af hrifningu á Signubökkum,' banda- ríska hermenn til að gleyma ógnum striðsins á vígvöllunum: Hún hét Marlene Dietrich. í kvöld mun Sif Ragnhildardóttir Sif Ragnhildardóttir syngur lög Marlene Dietrich í Kaffileikhúsinu. flytja nokkur frægustu lög Marlene í Kaffileikhúsinu - eins og henni einni er lagið. Um undirleik sjá tón- listarmennirnir Jóhann Kristinsson og Tómas R. Einarsson. Serimóníu- meistari og kynnir kvöldsins er Arthúr Björgvin Bollason en hann mun á sinn þjóðkunna hátt fjalla um ævi Marlene sem, eins og allir vita, var ákaflega viðburðarik. Sif hefur við nokkur tækifæri heiðrað minningu Marlene með því að syngja nokkur helstu lög hennar við frábærar undirtektir og hefur hún nú sett saman þessa söngdagskrá fyrir þetta eina kvöld. Skemmtanir Bubbi í Mosfellsbæ Eins og alheimur veit unnu Mos- fellingar það glæsta afrek að hampa íslandsmeistaratitli karla í handbolta í fyrsta sinn um síðustu helgi. Sigur- hátíðin heldur áfram í kvöld en þá mun mun Bubbi Morthens sækja sig- urvegarana heim og halda tónleika sem hæfa meisturum. Tónleikarnir verða á veitingastaðnum Álafoss föt bezt. Þeir heQast stundvíslega klukk- an 11 og standa fram eftir nóttu. Veðrið f dag Skúrir eða slydduél Yfir Suður-Skandinavíu er 996 mb lægð sem hreyfist allhratt aust- ur. Á Grænlandshafl er 1009 mb lægð sem þokast austur, en yfir Norður-Grænlandi er 1026 mb hæð. I dag verður norðaustankaldi á Vestfjörðum, en annars norðlæg eða breytileg átt, víðast gola. Skúrir eða slydduél um mestallt land, sist þó inn til landsins norðan til. Hiti 3 til 8 stig sunnan til en 0 til 6 norðan til í dag. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt í fyrstu en norðan- gola síðdegis. Smáskúrir eða slydd- uél fram eftir degi. Hiti 2 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.47 Sólarupprás á morgun: 5.01 Síðdegisflóð í Reykjavik: 18.43 Árdegisflóð á morgun: 6.53 Veðrið kl. Akureyri Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaóir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg 6 í morgun: alskýjaó 1 0 skýjaö 1 úrkoma í grennd 2 slydda 0 skúr 3 skúr 3 rign. og súld 5 skýjað 4 skýjað 7 léttskýjaö 8 léttskýjað 4 rigning 2 skýjað 15 léttskýjað 7 hálfskýjað 12 heióskírt 7 heiðskírt 6 þokumóóa 8 alskýjað 3 heiðskírt 9 léttskýjað 7 léttskýjaó 6 snjóél -4 mistur 6 léttskýjaö 10 þokuruóningur 12 léttskýjað 9 skýjaö 1 hálfskýjaó 9 þokumóöa 19 þokumóóa 11 þokumóöa 15 hálfskýjaö 11 skýjaó 10 heiöskírt 13 Hálkublettir á heiðum Hálkublettir eru á Hafnseyrarheiði, Steingríms- fjarðarheiði, Vatnsskarði og Vopnafjarðarheiði. Snjókoma hefur verið á Holtavörðuheiði og þar var unnið við hreinsun í rnorgun. Vegna aurbleytu er Færð á vegum öxulþungi takmarkaður víða á vegum og er það til- kynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Yfirleitt er takmörkunin miðuð við sjö eða tiu tonn. Ingunn Mist Myndarlega stúlkan á myndinni heitir Ingunn Mist. Hún fæddist á fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ak- Barn dagsins ureyri 4. október síðast- liðinn. Við fæðingu var hún 16 merkur og 53 sentímetrar. Foreldrar hennar eru Oddný Krist- jánsdóttir og Bergþór Sig- urðsson og er Ingunn Mist þeirra fyrsta barn. Vinnie Jo- nes, fyrrum atvinnu- maöur í knatt- spyrnu, leikur harösvíraö- an hand- rukkara. Undir- heimaslagur Bíóhöllin sýnir bresku saka- málamyndina Lock Stock & Two Smoking Barrels. í byrjun kynn- umst við fjórum smáglæpamönn- um sem hafa safnað að sér 25.000 pundum og treysta einum þeirra fyrir því að margfalda upphæðina í póker. En sá hefur hingað til alltaf getað séð fyrir hvaða spil mótspilarinn hefur á hendi. Hann getur samt ekki séð við svindli og þegar hann hittir félaga sína næst þá er hann búinn að tapa 500.000 pundum sem hann á ekki og eru félagar hans jafná- byrgir. Sá sem á ///////// Kvikmyndir skuldina er stór- glæpon og félagamir hafa viku til að bjarga málum, annars verða þeir fyrir því að missa einstaka líkamshluta. í kjöl- farið fylgir hröð atburðarás þar sem við sögu koma tveir vitgrann- ir þjófar, þrjú glæpagengi, eitur- lyf, tvær verðmætar byssur, hátt í milljón pund og harðsvíraður at- vinnurukkari. Nýjar myndir i kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Payback Saga-Bíó: Jack Frost Bíóborgin: Message in Bottle Háskólabíó: A Civil Action Háskólabíó: Dóttir hermanns grætur ei Kringlubíó: Simon Birch Laugarásbíó: The Corruptor Regnboginn: The Faculty Stjörnubíó: Átta millímetrar Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Almennt gengi LÍ 3Ó. 04. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 73,270 73,650 72,800 Pund 118,090 118,700 117,920 Kan. dollar 50,000 50,310 48,090 Dönsk kr. 10,4610 10,5190 10,5400 Norsk kr 9,4130 9,4650 9,3480 Sænsk kr. 8,7310 8,7790 8,7470 Fi. mark 13,0683 13,1468 13,1678 Fra. franki 11,8454 11,9166 11,9355 Belg. franki 1,9261 1,9377 1,9408 Sviss. franki 48,2000 48,4700 49,0400 Holl. gyllini 35,2590 35,4709 35,5274 Þýskt mark 39,7277 39,9664 40,0302 ít. líra 0,040130 0,04037 0,040440 Aust. sch. 5,6467 5,6807 5,6897 Port. escudo 0,3876 0,3899 0,3905 Spá. pesetí 0,4670 0,4698 0,4706 Jap. yen 0,612500 0,61610 0,607200 írskt pund 98,659 99,252 99,410 SDR 99,030000 99,62000 98,840000 ECU 77,7000 78,1700 78,2900 Lárétt: 1 ás, 5 hæð, 7 lærlingur, 9 hress, 10 óþéttir, 12 mynni, 13 garð- inn, 14 málmi, 16 átt, 17 kjáni, 19 lærði, 21 rauðleitur. Lóðrétt: 1 þrengsli, 2 eftirlit, 3 mjúka, 4 hæðinni, 5 snemma, 6 flókna, 8 kirtlar, 11 trjónur, 12 reyk- ir, 15 hjálp, 18 ullarhnoðrar, 20 fluga. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 dögg, 5 ess, 8 aðall, 9 KA. 10 fum, 11 ólík, 12 næla, 14 ern, 15 farg, 17 óa, 18 rum, 20 óaði, 22 krás, 23 rið. Lóðrétt: 1 dafnar, 2 óðu, 3 gamla, 5 ellegar, 6 skír, 7 sakna, 13 æfur, 16 rós, 17 óði, 19 má, 21 ið. Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.