Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Síða 19
I>"V FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1999 19 „Við höfum ekki gagnrýnt hug- myndina um að leggja fram 250 milljónir á ári til að berjast við þennan vanda. En okkur þykir ekki trúverðugt þegar Framsóknarflokk- urinn biður um stuðning til að vera í forystu í baráttu við þeirri vá sem við blasir. Þeir hafa neftiilega farið með þessi mál í fjögur ár, í félags- málaráðuneytinu og í heilbrigðis- ráðuneytinu. Staðan sem við blasir í dag er ekki fógur. Við erum með 48 meðferðarpláss fyrir ungt fólk í dag, þar af eru 36 á meðferðarstofnunum úti á landi og 12 á Stuðlum. Það eru 4 pláss fyrir neyðarvistun sem nýt- ast ekki alltaf. Biðlistinn eftir lang- tímameðferð eftir að börnin eða unglingamir hafa farið í gegnum greiningarmeðferð og afeitrun er kannski allt upp í 6 til 8 mánuðir. Foreldrar ungra fikniefnaneytenda njóta ekki réttinda til jafns við for- eldra langveikra barna eða fatlaðra, samt eru þetta auðvitað mjög veik böm. Þau njóta sáralítillar aðstoðar ríkisins. Þegar búið er að fella allar okkar tillögur, meðal annars auk- inn stuðning við Bamavemdarstofu til að taka á þessu, og þegar Fram- sóknarflokkurinn hefur ekki viljað styðja sálfræði- og félagsráðgjöf án þess að hún sé greidd að fullu, þá verð ég að segja alveg eins og er að ég hef ekki trú á að flokkurinn ætli að taka á málinu. Öðram er betur treystandi." Svala Jónsdóttir, Kópavogi: Davíö Oddsson hefur sagt aó núver- andi fyrirkomulag varðandi lœkkun skattprósentu tekjuskatts og tekju- tengdar barnabœtur komi betur út fyrir barnafólk. Er þetta rétt hjá Davíð? „Nei, þetta er rangt. Vegna þess að skattabreytingar núverandi rík- isstjórnar komu illa út fyrir lág- tekjufólk og einstaklinga sem hafa tekjur upp að 180 þúsund krónum á mánuði. Ef bætumar hefðu fylgt eðlilegri launaþróun, og skattleysis- mörkin, hefði gamla kerfið komið betur út fyrir þessa hópa. Núna búa millitekjuhópamir og þau hjón sem lenda í þessu millitekjubili við mjög háa jaðarskatta. Beita á fjölþrepa tekjuskattskerfi í átt til jöfnunar, sérstaklega fyrir lágtekjufólk og millitekjuhópa. Barnabætur hafa verið skertar um 2 milljarða á síð- asta kjörtímabili. Mig minnir að 24 þúsund einstaklingar og fjölskyldur hafi misst bamabætur við þessar aðgerðir. Núna koma þeir á hnján- um og segja æ,æ, við ætluðum að laga þetta.“ Drífa Eysteinsdóttir, Selfossi: Er þaó þín skoóun aó rekstri vist- heimilisins Sogns sé betur borgió innan stœrri stofnunar eóa álíturöu þaö hagsmuni vistmanna og 25 starfsmanna auk þeirrar sérhœfing- ar aö hlúa aó því þar sem það er? „Ég vil að Sogn sé sérstök rekstr- areining. Ég tel það ekki einvörð- ungu hag vistmanna og starfs- manna heldur þjóðfélagsins alls. Það er afar mikilvægt að Sogn fái að vaxa og dafha og einnig mjög brýnt að auka við starfsemina, þ.e. auka möguleikana á að geta tekið á móti fóngum sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða. Það er engin spum- ing að við eigum að auka við verk- efnin og sinna þessum málum á svipaðan hátt og gert er hjá ná- grannaþjóðunum.“ Heiður Eysteinsdóttir, Selfossi: Ætlar Samfylkingin aó beita sér fyr- ir leiöréttingu á því misrœmi og jafn- vel misrétti sem oröió hefur vart í skattkerfinu vegna hœkkunar sjálf- rœöisaldurs? „Þegar sjálfræðisaldurinn var hækkaður þá gleymdist að taka á mjög mörgum þáttum. Bæði hvað varðar börnin sjálf, rétt þeirra í samfélaginu og einnig það sem lýtur að foreldrum. Það verður að taka með heildstæðum hætti á þessum málum og á það bentum við þegar lögin voru afgreidd. Það er for- gangsmál að gera heildstæða sam- antekt á stöðunni. Á það hafa marg- ir bent, s.s. umboðsmaður barna, foreldrasamtök og börnin sjálf. Við teljum líka rétt að foreldrar geti nýtt ónýttan persónuafslátt barna sinna upp að 18 ára aldri. Tekjujöfnun Ásthildur Lárusdóttir, Akur- eyri: Samfylkingin talar um að nú sé komió aö fyrirtœkjum aö leggja til samfélagsins. Er hugmyndin sú aö skattpína þau og hrekja úr landi? „Aldeilis ekki. Tillögur okkar fela í sér hækkun um 1% á tryggingar- gjaldi stærri fyrirtækja. Við leggj- um ekki til hækkun á smáfyrirtæki og einyrkja en við viljum láta skoða skattalegt umhverfi þeirra. Ef skoð- aðar em tölur um skattgreiðslur fyrirtækja síðustu þrjú árin kemur í ljós að hagnaður fýrirtækja var 100 milljarðar og tekjuskatturinn 16 milljarðar. Á sama tíma greiddu einstaklingar 80 milljarða í skatt sem er fimmföld upphæð. Launafólk lagði sitt af mörkum í þjóðarsátt- inni og var lofað leiðréttingu. Við það hefur ekki verið staðið og Sam- fylkingin er komin til leiks til þess að efna þau loforð." Njörður Helgason, Vík 1 Mýr- dal: Hver er stefna Samfylkingarinn- ar í byggðamálum? „Það þarf sértækar aðgerðir í byggðamálum og kannski ekki síst í jaðarbyggðunum. Það eru hins veg- ar aðgerðir sem ekki er hægt að setja eingöngu á. Það þarf að skoða skattalegt umhverfi fyrirækja og ég tel það frekar til árangurs að taka á því í byggðamálunum fremur en koma á mismunandi tekjuskatti til að viöhalda byggð. Fasteignagjöld hvíla víða mjög þungt á fyrirtækj- um. ekki síst í ferðaþjónustu. Sam- göngur og menntun skipta þama miklu máli og við verðum að auka möguleika á fjarnámi og gera samn- inga um að menn skili jafnvel vinnuframlagi eftir að námi er lok- ið. Þá þarf öflug landbúnaðar- og sjávarútvegsstefna einnig að koma til.“ Haukur Þór Hannessson, Reykjavík: Hvaö eru réttlátir skatt- ar? „Það er að nota skattkerfið til tekjujöfnunar og að skattbyrði þeirra sem minna hafa í tekjur og þeirra með millitekjur sé hlutfalls- lega lægri heldur en þeirra sem meira hafa fyrir sig að leggja. Tekju- jöfnunin á að fara í gegnum fjöl- þrepa tekjuskattskerfi." Brynjólfur Sævarsson, Reykja- vík: Hvernig œtliö þiö aó komast hjá jaöaráhrifum ífjölþrepa skattkerfi? „Við teljum að það sé eðlilegra að nota tekjuskattinn sem tæki til jafn- aðar heldur en að vera með allar þessar bótagreiðslur. Það verður að setja þak á jaðaráhrif. Þetta er gífur- legt óréttlæti eins og staða mála er í dag.“ Kvótakerfið Svanfríður Sigþórsdóttir, Hafn- arfirði: Hvernig œtlió þió aó skatt- leggja gróða þeirra sem selja kvóta? „Það hafa komið fram tillögur um að skattleggja kvótagróðann sér- staklega. Það er hins vegar erfitt vegna þess að í flestum tilvikum er um að ræða hlutafélög og um þau gilda sérstök lög. Það getur orðið erfitt að taka eina atvinnugrein um- fram aðra. Við viljum hins vegar fara þá leið að mæta hæstaréttar- dóminum meö öðrum hætti. Við leggjum til í fyrsta lagi að sjávarút- vegskerfið sé allt endurskoðað fyrir árið 2002. Á meðan endurskoðunin fer fram viljum við setja allar þær viðbótarheimildir sem verða til á leigumarkað núna í haust. Leigan verður bundin ákveðnum skilyrð- um sem era tengd byggðum. Hún kemur inn á kvótalausar útgerðir og til báta- og smábátaútgerða. Það verður sett hámark þannig að engar stórútgerðir eða fjársterkir aðilar geti keypt upp allar veiðiheimild- imar. Við köllum þetta leigu vegna þess að við viðurkennum ekki eignarétt á veiðiheimildunum. Fram til 2002 fara 5-10% af afla- heimildum á þennan leigumarkað. Við segjum 5-10% vegna þess aö við verðum að taka tillit til þess hvort um skeröingu er að ræða eða ekki. Með þessu erum við að mæta hæstarréttardóminum aö hluta, hleypa nýliðum að í greininni og sjá hvort leigumarkaðurinn gengur upp. Við viljum skoða hvort þessi leið sé fær.“ Jón Björnsson, Reykjavík: Hvaðan sœkiróu umboö til þeirrar yfirlýsingar aó þú sért forsœtisráó- herraefni Samfylkingarinnar? „Þetta er rangt. Ég hef aldrei lýst þessu yfir. Ég hef sagt að ef Sam- fylkingin tekur þátt í viðræðum um stjórnarmyndun þá muni ég leiða það ferli.“ Ingibjörg og ESB Björn Jónsson, Reykjavík: Er Ingibjörg Sólrún aö reyna aö minnka möguleika þína og Samfylk- ingarinnar á að ná góöum árangri meö útspili sínu um Evrópusam- bandsaöild og um leió aó styrkja stööu sína eftir kosningar? „Ég myndi ekki kalla þetta útspil. Þetta er skoðun Ingibjargar og hún beinist ekki gegn mér frekar en þeg- ar Vilhjálmur Egilsson heldur þessu fram innan Sjálfstæðisflokksins. Einstaklingar mega að sjálfsögðu hafa skoðanir en Samfylkingin vill ekki sækja um aðild að Evrópusam- bandinu á næsta kjörtímabili. Við viljum hins vegar opna lýðræðis- lega umræðu um málið." Eyjólfur Jónsson, Reykjavlk: Hversu miklum peningum eyöir Samfylkingin í kosningabaráttuna og hverjir greiöafyrir hana? „Það er erfitt að svara því í dag hversu miklu við eyðum vegna þess að kosningabaráttan er ekki búin. Hins vegar greiðum við sjálf. Við höfum safnað peningum og flokk- arnir lögðu til af þeirra fjármagni inn í baráttuna. Þá koma til styrkt- arlínur hjá flokksbundnum félögum og stuöningsmönnum Samfylking- arinnar. Þeir era fjölmargir utan þessara flokka. Samfylkingin nýtur lánstrausts í gegnum þá flokka sem að henni standa því um er að ræða flokka með mjög góða fjármála- stjóm, bæði Alþýðuflokkurinn, Al- þýðubandalagið og Kvennalistinn. Allir reikningar verða birtir eftir kosningar. Samfylkingin vill að bók- hald stjórnmálaflokka sé opið.“ Jón Kári Jónsson, Reykjavík: Hverjar eru skuldir Alþýöubanda- lagsins, til hve langs tíma eru þœr, * hvernig á aö greióa þœr og meö hjálp hverra? „Um áramótin 1996 skuldaði Al- þýðubandalagið rétt rúmar 52 millj- ónir. Þær hafa verið greiddar vera- lega niður síðan og eru nú trúlega um 30 milljónir. Við höfum staðið við allar okkar skuldbindingar í við- skiptabanka okkar og erum hvergi í vanskilum. Við gerum þetta með frjálsum framlögum flokksmanna okkar. Við höfum einnig leitað eftir fjárstuðningi fyrirtækja og einstak- linga og enn fremur greitt að hluta með ríkisframlögum til stjórnmála- flokkanna. Við höfum einnig dregið úr starfsemi flokksins og rekstri hans. Þú ert velkominn að kynna þér málið. Bókhald Alþýðubanda- lagsins er opið, endurskoðað af lög- giltum endurskoðendum og liggur allt frammi." Hákon Hákonarson, Reykjavík: Ertu fylgjandi hernaöarbandalagi eins og NATO? „Það er stefna Samfylkingarinnar að segja ísland ekki úr NATO á næsta kjörtímabili og við það mun ég standa." En Jóhanna? Ingibjörg Hjálmarsdóttir, Reykjavík: Hvers vegna var ekkert rœtt viö Jóhönnu Siguröardóttur um að veróa talsmaóur Samfylkingar- innar? „Ákvörðunin var tekin eftir tals- verðar umræður innan Samfylking- arinnar. Sighvatur Björgvinsson hafði samband við æðstu stofnanir Alþýðuflokksins og greindi síðan Jó- hönnu frá niðurstöðu þeirra sem var sú að ég yrði talsmaður Sam- fylkingarinnar. Eftir það var málið rætt innan flokksstofnana Kvenna- • lista og Alþýðubandalags og um það var víðtæk samstaða. Við Jóhanna eigum mjög gott samstarf.“ Karl Ormsson, Reykjavik: Ertu sammála Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur um aö ganga í Evrópusam- bandiö þó þaö kosti aö hleypa erlend- um veióiskipum inn í landhelgina? „Nei. Það er stefna Samfylkingar- innar að ekki sé stefnt að því að sækja um aðild að Evrópusamband- inu á þessu kjörtímabili, fyrst og fremst vegna þess að stjórn og yfir- ráð okkar yfir auðlindunum verða að vera ótvíræð. Það liggur ekki fyr- ir pólitískur vilji innan Evrópusam- bandsins að við fáum sérstakar ívilnanir varðandi auðlindir okkar, þótt það sé tæknilega mögulegt." Helgi Jóhannesson, Kópavogi: Ættu handhafar gjafakvóta, sem ekki er notaóur, ekki aó skila honum í stað þess að selja hann sem eigin eign? „Auðvitað má skoða það að slík- um kvóta yrði skilað inn og hann kæmi síðan til endurúthlutunar til byggða sem farið hafa illa út úr kvótakerfinu. En það þarf að byrja á granninum og afnema þetta brask með veiðiheimildir." Þór Gylfason, Reykjavík: Hvaö þýöir oröió félagshyggja? „Það táknar það að stefna skuli að * meiri jöfnuði og réttlæti í skiptingu gæðanna. Við búum við mjög mikla misskiptingu gæða i þjóðfélaginu, gæða sem við erum stolt af. Hjá fimmtu ríkustu þjóð í heimi erum við með 27 þúsund einstaklinga með laun undir fátæktarmörkum. Við viljum jafna kjörin og ekki draga úr möguleikum einstaklinga." Sandra Gunnarsdóttir, Kópa- vogi: Hvað þykir þér um þau um- mœli Davíös Oddssonar forsœtisráö- herra aö baráttuherferö öryrkja kosti ^ trúlega jafn mikiö og kosningabar- átta Sjálfstœöisfokksins sem sýni að öryrkjar séu aldeilis ekki fátœkir? „Þessi ummæli dæma sig sjálf og eru forsætisráðherra ekki sæm- andi.“ Ótt/JBP/aþ/hvs/SÁ/hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.