Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Skoðanakönnun DV um óskaríkisstjórnina eftir kosningar: Meirihluti vill óbreytt stjórnarsamstarf - þriðjungur stuðningsmanna VG vill starfa með Sjálfstæðisflokki Oákveðnum fjölgar Samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar könnunar sem Ólafur Þ. Harð- arson, dósent við Háskóla ís- lands, gerði kemur í ljós að þeim ijölgar sem ákveða seint hvaða flokk þeir ætla að styðja í kosn- ingum til Alþingis. Þá hefur þeim fækkað töluvert sem styðja ákveð- inn flokk. Lifandi vísindi sögðu frá. Beinmergsaðgerðir í kjölfar mikillar endurskipu- lagningar á starfsemi stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík munu sérfræðingar á Landspítalanum heQa beinmergsígræðslur síðar á þessu ári. Þá verða allar æða- skurðlækningar aðrar en kransæðaskurðlækningar fluttar á Sjúkrahús Reykjavíkur. Borgarbúar víðsýnir Reykjavík virðist vera eina kjördæmið i landinu þar sem sér- tæk kjördæmamál eru varla til staðar en landsmálin aUsráðandi í kosningabaráttunni. Ríkisút- varpið efiidi til sameiginlegs framboðsfundar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem full- trúar allra framboða tókust á. Minna sparað Sála í almennum og lokuðum skuldabréfaútboðum fyrstu þrjá mánuði ársins nam 12,6 milljörð- um króna sem er um 10 milljörð- um króna lægri fjárhæð en á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í Morgunkorni FBA í gær. Meirihluti kjósenda vill að fram- hald verði á ríkisstjómarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks eftir alþingiskosningamar á laugardag. Um það er mjög ákveð- inn vilji meðal stuðningsmanna rík- isstjórnarflokkanna. Þriðjungur stuðningsmanna Samfylkingarinn- ar vill samstarf Samfylkingar og Framsóknar og tæpur þriöjungur stuðningsmanna Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs vill í ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokki. Þeir sem ekki taka afstöðu til stuðnings við stjómmálaflokkana eru einnig mjög óákveðnir varðandi óska- stjórnina. Þetta em helstu niður- stöður skoðanakönnunar DV sem gerð var á fimmtudag. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar sem og kynja. Spurt var: Hvaða flokkar vilt þú að starfi saman í ríkisstjóm eftir kosningar? 65,8% aðspurðra tóku afstöðu til þessarar spumingar. Ef einungis er litið til þess hóps nefndu 54,2% rik- isstjóm Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks sem óskastjómina eftir „Minn maður í Manchester var svikinn af öðrum og því fór sem fór,“ sagði Lúðvík Arnarsson, 25 ára gamall fararstjóri hjá Úrvali-Útsýn sem var á leið með 120 manna hóp íslendinga á leik Manchester United og Aston Villa á laugardaginn en að- eins 93 aðgöngumiða i vasanum. „Það vora fjórir tímar í leikinn og mig vantaöi 27 miða. Því voru góð ráð dýr. Mér datt ekki annað í hug en að kaupa miðana á svörtum og gerði það. Venjulega kosta miöarnir 7 þúsund krónur en ég þurfti að borga 15 þúsund fyrir stykkið á svörtum. Þetta kostaði mig 400 þús- und krónur og það fé fékk ég lánað hjá vel stæðum farþegum. Ég er í losti,“ sagði fararstjórinn ungi, ný- kominn til landsins. kosningar. Næst í röðinni kom rík- isstjórn Framsóknar og Samfylking- ar en 11,6% nefndu hana. 8,6% vildu ríkisstjóm Samfylkingar og Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, 7,8% vildu ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar og 6,6% rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þá vildu 3,5% samsteypu- stjórn Framsóknar, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. 7,7% aðspurðra nefndu önnur stjómarmynstur. Alls var nefnd 21 útgáfa af ríkis- stjórn. Þar af nefndu 94,1% tveggja flokka ríkisstjórn, 5,1% þriggja flokka ríkisstjórn og 0,8% hreina meirihlutastjórn eins flokks. Lítiil kynjamunur Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar eftir kynjum og búsetu kemur í ljós að meðal þeirra sem vilja óbreytt stjómarsamstarf eftir kosningar em 58% karlar en 42% konur. í hópi þeirra sem vilja ríkisstjórnarsam- starf Sjálfstæðisflokks og Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs eru fleiri karlar eða 65%. Að öðra í ljós kom aö 11 miðar af 27 sem Lúðvík keypti fyrir tæpa hálfa milljón skömmu fyrir leik voru stolnir. Breska lögreglan hreinsaði því til á áhorfendabekkjunum þar sem skjólstæðingar Lúðvíks sátu í góðri trú enda búnir að greiða 48.900 krónur fyrir ferðina - að- göngumiði innifalinn. Meðal þeirra sem þurftu aö yfirgefa áhorfenda- pallana voru íslenskir heimilisfeð- ur með unga syni sína sem áttu bágt með að leyna vonbrigðum sin- um og jafnvel tárum. „Strax og mér varð ljóst hvað gerst haföi gaf ég mig fram við lög- regluna og útskýrði fyrir þeim mál- ið á þremur stundarfjórðungum. Það er ekki rétt sem fram hefur komið í fréttum að mér hafi verið leyti er ekki marktækur munur eft- ir kynjum eða búsetu. Óákveönir eru óákveðnir Þegar niðurstöðurnar era greind- ar eftir stuðningi við stjórnmála- flokka kemur í ljós að meðal stuðn- ingsmanna stjórnarflokkanna er yf- irgnæfandi vilji fyrir áframhald- andi samstarfi þeirra. Þó er áhug- inn meiri meðal framsóknarmanna þar sem 80% styðja óbreytt samstarf á móti 73% sjálfstæðismanna. Stuðningur viö óbreytt stjórnar- samstarf mælist vart meðal stuðn- ingsmanna annarra flokka. En í hópi óákveðinna og þeirra sem svara ekki spumingu um stuðning við flokka em 14,3% fylgjandi sam- starfi Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks. Að öðm leyti em óákveðnir kjósendur mjög óákveðnir í afstöðu til óskastjómar eins og sést á með- fylgjandi grafi. 33% samfylkingarmanna vilja Framsókn Meðal stuðningsmanna Samfylk- ingar er mestur áhugi á ríkisstjóm- arsamstarfi með Framsókn en 33% stungið í fangelsi. Viðræður mínar við lögregluna urðu m.a. til þess að faðir og ungur sonur hans fengu að fara inn á völlinn þegar hálftími var liðinn af leiknum," sagði Lúð- vík. Níu íslendingar urðu þó að bíta í það súra epli að missa af leiknum vegna viðskipta fararstjórans skömmu fyrir leik. Þeir hurfu inn á bar hótels síns og þar hitti Lúðvík þá er hann slapp frá lögreglunni:. „Þeir sátu í góðu yfirlæti og dmkku bjór. Þeir buðu mér meira að segja einn þrátt fyrir allt. Ég sannfærði þá um að ferðaskrifstof- an myndi endurgreiða þeim ferð- ina og allan þann skaða sem af hefði hlotist og mér skildist að flestir vildu fá aðra fótboltaferð síð- samfylkingarmanna nefndu þann kost. 20% nefndu ríkisstjóm Sam- fylkingar og Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs og 16% ríkis- stjóm Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks. Sjálfstæðisflokkur virðist eiga mjög upp á pallborðið hjá stuðn- ingsmönnum Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs en 30% þeirra vildu fara í ríkisstjórnar- samstarf með Sjálfstæðisflokki. 23% nefndu Samfylkinguna sem samstarfsaðila í ríkisstjóm og 14 samsteypustjórn Samfylkingar, Framsóknar og Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs. Framsókn er úti í kuldanum hjá Vinstrihreyf- ingunni - grænu framboði þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi. Loks er erfitt að henda reiður á vilja þeirra sem styðja Frjálslynda flokkinn. 14% þeirra nefndu sam- starf Framsóknar og Samfylkingar og 21% eru óákveðin eða svara ekki. Hins vegar er mjög mikil dreifing á öðrum valkostum og falla þeir því undir flokkinn „ann- að“. -hlh Lúövík Arnarsson - svikinn í Manchester. ar,“ sagði Lúðvík Arnarsson sem hefur starfað hjá Úrvali-Útsýn í hálft annað ár og sérhæft sig í fót- boltaferðum. Hann hefur leikið knattspyrnu með FH og þjálfar nú þriðja flokk liðsins. Lúðvík heldur með Arsenal. -EIR Jackson í Keflavík Jesse Jackson öldungadeildar- þingmaður átti, ásamt nítján öörum fulltrú- um í banda- rískri sendi- nefnd, skamma viðdvöl hér á landi í gær- morgun á heim- leið til Bandaríkjanna frá Serbíu. Morgunblaðið sagði frá. Slæm óvissa „Auðvitað hafa menn áhyggjur og það er mjög slæmt að svona óvissuástand komi upp en ég hef þá trú að eigendur fyrirtækisins hafi metnað og burði til að kippa þessu í liðinn á faglegan hátt,“ segir Ámi Johnsen alþingismað- ur við Dag um slæma stöðu V innslustöð var innar. Siðleysi Fuglavemdarfélag íslands hef- ur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem það fordæmir gæsaveiðar að vori og segir þær algerlega sið- laijsar og auk þess lagabrot. Mokveiði Togarar, sem eru á karfaveið- um á Reykjaneshrygg, hafa verið að mokfiska á þeim slóðum að undanfórnu eða allt að 50 tonn í hali en meira ráða þeir varla við ef vinnslan um borð á að hafa við. Karfinn er í flestum tilfellum hausskorinn og heilfrystur. ís- lensku togararnir eru ýmist rétt innan við 200 mílna línuna eða rétt utan við hana. Flóttamenn til Dalvíkur Páll Pétursson félagsmálaráð- herra hefur ákveðið að taka boði Dalvíkurbyggð- ar um að taka á móti u.þ.b. helmingi þeirra 50 flóttamanna sem væntanleg- ir eru til lands- ins nú í vik- unni, sam- kvæmt frétt frá neytinu. Með stolna miða á Manchester United-Aston Villa: Ég er í losti - segir fararstjórinn sem fékk lánað hjá farþegum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.