Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Qupperneq 8
Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 Stuttar fréttir i>v Sjálfstæðis- sinnar sækja á í Skotlandi Samkvæmt skoðanakönnun í Sunday Herald fær Verkamanna- flokkurinn í Skotlandi 62 þing- sæti í kosningunum á fimmtu- daginn en Skoski þjóðarflokkur- inn 45 sæti. Er það talsverð fylg- isaukning hjá sjálfstæðissinnum miðað við nýlegar kannanir. Samkvæmt könnun í blaðinu Scotland on Sunday fengi Verka- mannaflokkurinn 57 sæti og Skoski þjóðarflokkurinn 41. Leiðtogi Skoska þjóðarflokks- ins, Alex Salmond, er ánægður með niðurstöður kannananna og segir að næstu daga muni Verka- mannaflokkurinn líta áhyggju- fullur um öxl á sjálfstæðissinna sem sigla hraðbyri i átt til hans. Stuðningurinn við Salmond minnkaði um skeið er hann hafði heitið því að hætta viö skattalækkanir Verkamanna- ílokksins og fordæmt árásir NATO f Kosovo. Nú sætir hins vegar Robin Cook, utanríkisráð- herra Bretlands, gagnrýni fyrir að nota Kosovodeiluna til árása á Salmond. Tsjernomyrdín um Kosovodeiluna: Höfum nálgast pólitíska lausn „Við höfum nálgast pólitíska lausn í Kosovodeilunni," sagði Viktor Tsjernomyrdín, samningamaður Rússa, að loknum viðræðum sinum við Bill Clinton Bandaríkjaforseta i gærkvöld. Háttsettur handariskur embættismaður, sem tók þátt í við- ræðunum, sagði hins vegar að ekki væri að vænta lausnar á næstunni. Embættismaðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, sagði að miðað við frásögn Tsjemomyrdins af sam- tölum sinum við Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta síðastliðinn föstu- daginn hefðu þau ekki fjallað um neitt sem vert væri að íhuga alvar- lega. Til þess að gera hlé á árásunum yrðu að koma visbendingar um að Serbar væru i raun á leið frá Kosovo. Fyrir fund sinn með Tsjernomyrdín í gærkvöld haföi Clinton Ijáð máls á Serbar segja aö um 20 manns hafi látiö lífiö er flugskeyti NATO hæföu nokkrar bifreiöar í gær. Sfmamynd Reuter EflincpJ andans! Baráttuhátíð á Hótel Sögu þriðjudaginn 4. maf kl. 20:30 Nú blásum við til fundar, stillum saman strengi og eflum andann fyrir lokaátök baráttunnar! Fjöibreytt dagskra: KarlakórReykjavíkur-eldrifélagar. Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran. Sigursveinn Magnússon píanó, Herdís og Sólveig Anna Jónsdætur leika á víólu og píanó. Eyvindur P. Eiríksson - upplestur, Guðmundur Magnússon - búktal. Súkkat. Bjartmar Guðlaugsson stjórnar fjöldasöng. Avörp: Guðrún Kr. Óladóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Ögmundur Jónasson. Svanhildur Kaaber stjórnar samkomunni AJlir veikomnir! VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð því að gera hlé á árásunum. Fyrst yrðu þó að Serbar að verða við meginkröf- um Atiantshafsbandalagsins, NATO. Samkvæmt frásögn júgóslavneskra fjölmiðla vörpuðu flugvélar NATO sprengjum á langferðabifreið i Kosovo sem var á leið til Svartfjalla- fands í gær. Bifreiðin var fuli af kon- um og bömum og létust tæpiega tutt- ugu í árásinni. Ætlunin var að gera árás á lögreglu- og herstöð í grennd- inni. Þrir einkabílar og tveir lög- reglubílar eyðilögðust einnig í árásinni. NATO hélt áfram árásum sínum í nótt. Tvö flugskeyti hæfðu sjónvarps- stöð í Novi Sad en engan sakaði. Ibú- ar Belgrad greindu frá árásum á her- flugvöll við úthverfi borgarinnar. Sprengingar heyrðust einnig frá öðr- um úthverfúm. Lögreglan grun- uö um íkveikju á Korsíku Héraðsstjórinn á Korsíku, Bemard Bonnet, hefur verið yfir- heyrður vegna ikveikju þriggja lögreglumanna á veitingastað. Lögmaður lögreglumannanna segir þá hafa fengið skipun um íkveikjuna frá yfirmanni. Lionel Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, hefur farið fram á það við Jacques Chirac forseta að Bonnet verði vikið úr starfi. Bonnet tók við embættinu fyrir rúmu ári eftir að byssu- menn höfðu skotið fyrirrennara hans til bana. Ecevit falin stjórnarmyndun Bulent Ecevit, leiðtoga Lýö- ræðislega vinstriflokksins í Tyrklandi, var í gær falin stjórn- armyndun. Talið er að Ecevit neyðist til að mynda stjóm með óvinum sínum í hinum hægri sinnaða Þjóðarflokki sem hlaut næstflest atkvæði í nýafstöðnum kosningum. Sprenging í Aþenu Þrjár sprengjur sprungu fyrir utan skrifstofu atvinnulausra í Aþenu í morgun. Ekki urðu slys á mönnum. Karl prins í Soho Karl Bretaprins heimsótti Soho í gær til þess að skoða um- merki sprengjuárásarinnar sem var gerð þar á föstudagskvöld. Hann sagði sprengjuárás- irnar þrjár í London að und- anförnu mikið áfall og hann hefði mikla samúð með fórnarlömbunum. 22 ára verk- fræðingur situr nú í haldi í London, grunaður um að bera ábyrgð á sprengjuárásunum sem hafa orðið þremur aö bana. Kona forseti Mireya Moscoso var í gær kjörin forseti Panama. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti í landinu. Byssusali handtekinn Lögregla í Colorado hefur hneppt byssusala i varðhald. Mað- urinn er granaður um að hafa selt ' Dylan Kiebold og Eric Harris skammbyssu sem þeir notuðu þeg- ar þeir drápu 12 skólafélaga og kennara áður en þeir frömdu sjálfsmorð þann 20. april sl. Mótmælendur drepnir Tuttugu og þrír létu lífið þegar öryggissveitir Indónesa hófu skothríð á íjöldafund í Aceh-hér- aði í gær. Fundurinn var haldinn að tilstuðlan samtaka sem berjast fyrir sjálfstæði héraðsins. Fordæma áróður ísraelar sem hafa misst ætt- ingja í sjálfsmorðsárásum palest- inskra öfgamanna segja Netanya- hu forsætisráð- herra notfæra sér þjáningar þeirra með því að nota myndir af sprengjutil- ræði sem átti sér stað i stræt- isvagni fyrir þremur árum í áróðursskyni í kosningabaráttu sinni. Kosningabaráttan harðnar dag frá degi í ísrael en gengið verður að kjörborðinu þann 17. maí. Þak hrundi Að minnsta kosti fjórir létust og tólf slösuðust þegar þak hrundi í safnaðarheimili í Duisburg í vesturhluta Þýskalands í gær. Lltil stúlka æfir sig i dansi í Daulatdiavændishúsinu skammt utan borgar- innar Dhaka f Bangladesh. Yfir 1500 vændiskonur búa í húsinu. Áströlsk samtök, Björgum börnunum, hafa sett ( gang menntaáætlun fyrir vændis- konurnar og ekki sist börn þeirra í þeirri von á þau velji sér annan starfs- vettvang en mæöur þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.