Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 25 Sport DV DV Sport ENGLAND Lee Hughes, framherji WBA, er mjög eflirsóttur af liöum úr A-deildinni. Hug- hes hefur skoraö 32 mörk fyrir WBA í B- deildinni á tímabilinu og er markahæsti leikmaöurinn á Bretlandseyjum. For- ráðamenn WBA eru ekki á því að láta þennan 22 ára gamla framherja fara en hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að helmingslíkur séu á að Jaap Stam og Ryan Giggs geti leikið með United þegar það sækir Liverpool heim í ensku A-deildinni annað kvöld. Stam á við ökklameiðsli að stríöa og lék ekki gegn Aston Villa á laugardaginn og Giggs hefur ekkert spilað síðan hann meiddist í bikarleiknum gegn Arsenal 14. april. Ruud Gullit segir að ekkert sé hæft i fréttum um að hann sé að kaupa Clarence Seedorf frá Real Mad- rid til Newcastle. Gullit segist oft tala við landa sinn en hafi aldrei nefnt við hann að koma til New- castle. Tottenham virðist hafa unnið kapp- hlaup við Aston Villa um israelska bak- vörðinn Najwan Ghraib sem leikur með Maccabi Haifa. Ghraib er væntan- legur til viðræðna við Tottenham á morgun. Arsenal varð í gær enskur bikarmeist- ari í kvennaflokki með því að sigra Southampton, 2-0, í úrslitaleik á Wembley. Dómaratrióió á leik Liverpool og Tott- enham á laugardag var í þráðlausu sam- bandi, en það var liður í tilraun til að bæta samskipti dómara og aðstoðardóm- ara. Ýmsir tæknilegir örðugleikar komu upp og tilrauninni var hætt í háltleik. George Graham, stjóri Tottenham, er æfur yfir því að þetta skyldi vera reynt án þess að viðkomandi lið væru látin vita. Þrjú lið slást um enska meistaratitil- inn í ár, Arsenal, Man. Utd og Chelsea. Leikirnir sem liðin eiga eftir eru þessir: Arsenal (72 stig): 5. maí...............Tottenham (ú) 11. maí ...........Leeds United (ú) 16. mai..............Aston Villa (h) Manchester United (71 stig): 5. maí .. Liverpool (ú) 9. maí .. Middlesbrough (ú) 12. maí Blackburn (ú) 16. maí . Tottenham (h) Chelsea (68 stig): 5. max . Leeds United (h) 10. mai . Tottenham (ú) 16. maí . Derby (h) -GH/VS Stjarnan vill fá Theódór - allt opið ef HSÍ dregur saman seglin, segir landsliðsþjálfarinn Theódór Guðfinnsson, landsliðs- þjálfari kvenna í handknattleik, hef- ur fengið fyrirspurn frá Stjörnunni um það hvort hann sé tilbúinn að þjálfa íslandsmeistarana á næstu leiktíð. „Já, það er rétt, formaður Stjöm- unnar hringdi í mig og spurði hvort ég væri tilbúinn að taka við liðinu. Ég hef enga ákvörðun tekið í þvi máli. Ég er enn þá landsliðsþjálfari og það samræmist ekki lögum HSÍ að landsliðsþjálfarinn sé jafnframt með félagslið. Taki stjóm HSÍ hins vegar þá ákvörðun að draga saman seglin hjá A-landsliðinu og 2004-nópnum vegna þátttöku 20 ára liðsins í úrslit- um heimsmeistaramótsins í Kína, þá mun ég skoða mína stöðu vel,“ sagði Theódór í samtali við DV. Fyrirhuguð verkefni sem stjórn Handknattleikssambandsins hefur gefið vilyrði um að farið verði í eru fjögurra liða mót í Portúgal um miðj- an júní, afmælismót á Grænlandi i október og sex landa mót hér á landi í byrjun árs 2000. Spurning um Höllu Maríu Halia María Helgadóttir, sem hefur lýsti því yfir að hún muni ekki leika með Víkingi á komandi tímabili, staðfesti það í samtali við DV í gær að Stjarnan væri of- arlega á blaði hjá sér hvað framhaldið varðaði. Hún vildi þó ekki staðfesta það að Stjarnan væri eina félagið sem hún hefði augastað á, hvaða lið yrði fyrir valinu myndi koma í ljós á næstu vikum. -ih Gott golf á Hellu Einar Long, GR, sigraði án forgjaf- ar á árlegu Vormóti Golfklúbbsins á Hellu á dögunum. Einar lék á 71 höggi eins og þeir Helgi Þórisson, GS, og Heiðar Davíð Bragason, GÓS. Vignir Freyr Ágústsson, GO, sigr- aði í keppninni með forgjöf og lék á 65 höggum nettó. Gunnlaugur Jó- hannesson, NK, varð í öðru sæti, einnig á 65 höggum og í þriðja sæti varö Magnús Bjarnason, GÖ, á 66 höggum nettó. Að venju fjölmenntu kylfmgar á mótið og inn á milli var leikið mjög gott golf. -SK Arnar Grétarsson í kuldanum hjá AEK: - forsetinn stjórnar blaðaskrifum Amar Grétarsson, knatt- spymumaður hjá AEK í Grikklandi, er orðinn verulega með óhress með stöðu sína hjá félaginu og vill helst komast þaðan í burtu að þessu tímabili loknu. Amar var ekki valinn í 18 manna hópinn hjá AEK þegar liðið mætti Aris í A- deildinni á sunnudag. Aris vann þann leik, 2-0, eins og fram kom í DV í gær. „Ég var með í næsta leik á undan, gegn Ioni- kos, og tel að ég hafi stað- ið mig vel. Ég fékk góða dóma í flestum blöðum, nema hvað tvö blöð sem tengjast AEK vom með allt annan tón og sögðu að ég hefði verið hræðilegur. Þar virðist vera skrifað samkvæmt fyrirmælum forseta AEK, sem er ekki sáttur við mig eftir að ég neitaði að skrifa undir nýjan samn- ing fyrir sex vikum. Það er því látið líta þannig út í augum stuðningsmanna AEK að ég sé að spila illa, þannig að fólki verði sama um hvort ég leik áfram með liðinu eða ekki,“ sagði Arnar við DV í gær. Þjálfarinn er strengjabrúða „Það er ljóst að ég hef verið settur út í kuldann, ég hef mest lít- ið fengið að spila eftir að ég neitaöi að skrifa undir, og fæ ekki neinar útskýr- ingar. Þjálfar- inn, Oleg Blokhin, er bara strengja- brúða stjórnar AEK og virð- ist gera eins og honum er sagt. Tíminn vinnur hins vegar með mér því það er ljóst að AEKlætur ekki minn samning renna út á næsta tímabili þannig að ég geti fariö frítt frá félag- inu. En ég er eiginlega bú- inn að fá nóg og vil helst af öllu fara héðan í sum- ar. Ég hef vissu fyrir því að geta farið annað ef ég yfirgef AEK.“ lordanescu vill halda mér „Það sem getur reyndar breytt málinu er hvort AEK kemst í meistara- deild Evrópu eða ekki. Annað sætið dugar til þess og við erum í því, stigi á undan Panathinai- kos. Ég veit að þeir vilja halda mér ef liðið kemst þangað. Síðan er mögu- leiki á að rúmenski þjálf- arinn Anghel Iordanescu taki við liði AEK og hann hefur tekið það skýrt fram að hann vilji halda mér, enda var það hann sem á sínum tíma mælti með mér við AEK,“ sagði Arnar Grétarsson. -VS Glæsilegt mark Brynjars Brynjar Gunnarsson tryggði Ör- gryte góðan útisigur, 0-1, á Örebro í sænsku A-deildinni í knattspymu í gærkvöld. Hann skoraði sigur- markið með glæsilegum skalla eftir aukaspymu. Brynjar lék mjög vel í vöm Ör- gryte og sænska sjónvarpið fór fögmm orðum um hann og sagði hann mjög sókndjarfan vamar- mann. Örgryte er þar með efst eftir 4 umferðir með 10 stig en Frölunda er næst með 9 stig. Þórður Þórðarson og félagar i Norrköping unnu sinn fyrsta sigur þegar þeir lögðu Helsingborg, 1-0. Þjálfari liðsins sagði að markvarsla Þórðar og góð vöm hefðu tryggt þennan sigur. Haraldur Ingólfsson lék síðasta korterið með Élfsborg sem tapaði 2-0 fyrir Gautaborg. Hann hressti mjög upp á leik Elfsborg og átti hörkuskot sem strauk þverslána. Loks gerðu Djurgárden og Trelle- borg jafntefli, 2-2. -EH/VS -. ,£*\ - Eins og sjá má er talsverður snjór enn í Ólafsfirði og ekki er farið að sjást i grasið á knattspyrnuvellinum, sem er fremst á myndinni. DV-mynd HJ Þrjár vikur í leik Grasvöllur Ólafsfirðinga er enn á kafi í snjó þegar þrjár vikur era i fyrsta heimaleik þeirra á íslandsmótinu í knattspymu. Hann er gegn KR mánudag- inn 24. maí. Margir eru famir að efast um að völlurinn verði til. Þeir bjart- sýnu segja þó að slíkt séu óþarfa áhyggjur, því völlurinn sé upphitaður, hann komi grænn undan snjónum. Ekkert frost er í jörðu. Hins vegar sést vel á myndinni hve snjórinn er mikill. Snjór var mokaður af æfingasvæði Leifturs, malarvellinum, í síðustu viku. Snjódýptin var 1,5 metrar þar sem mest var. -HJ NBA-DilLDIN Urslit í nótt: Washington-New Jersey . 113-102 Richmond 24, Strickland 24, Thorpe 22 - Marbury 37, Gill 18, Kittles 14. New York-Boston .........95-88 Ewing 27, Houston 21, Sprewell 13 - Pierce 18, Mercer 18, Potapenko 13. Chicago-Detroit.........71-115 Harper 17, Kukoc 12, Carr 12 - Hill 23, Stackhouse 18, Dele 13. Denver-Sacramento .... 104-112 Billups 26, Fortson 21, Van Exel 20 - Divac 25, Stojakovic 17, Pollard 16. Vancouver-Golden State . . 83-91 Rahim 20, Massenburg 14, Lopez 11 - Marshall 18, Cummings 18, Mills 13. LA Lakers-Dallas.......115-102 O’Neal 26, Rice 22, Bryant 17 - Finley 24, Davis 13, Bradley 13. Úrslit í fyrrinótt: Cleveland-Atlanta ........65-76 Declercq 10, Anderson 9, Butler 9 - Blaylock 19, Long 19, Smith 18. Detroit-Philadelphia....100-96 HiU 35, Hunter 21, Dumars 15 - Iver- son 27, Geiger 16, Hughes 16. Miami-Charlotte.........100-93 Mashburn 20, Mourning 19, Porter 18 - Jones 23, Brown 17, CampbeU 16. Houston-LA Clippers .... 110-84 Olajuwon 20, Barkley 19, Pippen 14, Mack 14 - Hudson 20, Taylor 18, Skinner 14. Sacramento-Phoenix .... 111-100 WiUiams 24, MaxweU 16, WiUiamson 14 - GugUotta 21, Kidd 15, Robinson 14. Denver-Portland........102-110 BUlups 20, McDyess 18, Fortson 17 - Stoudamire 17, Sabonis 16, Rider 16. Riðlakeppninni í NBA-deUdinni lýkur annaö kvöld en vegna verk- fallsins á sl. hausti leikur hvert lið 50 aðeins leiki að þessu sinni. -JKS Hilmar og Magnús Agnar hjá Hildesheim: Tilboð komið - líst mjög vel á þýska félagið, segir Hilmar Þórlindsson Níu marka veisla í Rómaborg Hvorki fleiri né færri en níu mörk voru skoruð í viðureign Roma og Inter í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu á Ólympíuleikvanginum í Rómaborg í gærkvöld. Gestirnir í inter fóru þar með sigur af hólmi, 4-5, og lyftu sér upp um eitt sæti, í það áttunda. Roma situr áfram í fimmta sætinu. Þeir Ronaldo og Ivan Zamorano skoruðu 2 mörk hvor fyrir Inter og Diego Simeone eitt, en hann gerði sig- urmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Fyrir Rómverja skoruðu þeir Francesco Totti, Paolo Sergio, Marco Delvecchio og Eusebio Di Francesco. Á myndinni hér að ofan virðist Damiano Tommasi hjá Roma fá væna flugferð eftir spark frá Inter-manninum Benoit Cauet. Eflaust er þó um hefðbundna baráttu um boltann að ræða, en greinllegt að hvorugur leikmaðurinn er tilbúinn að gefa nokkuð eftir í slagnum. Mynd Reuter Handknattleiksmennirnir Hilmar Þórlindsson og Magnús Agnar Magnússon komu heim frá Þýska- landi á sunnudaginn með tilboð í farteskinu frá þýska B-deildarliðinu Hildesheim. „Við fengum tilboð í hendumar sem við erum að fara yfir og við munum líklega gera þeim gagntil- boö í vikunni. Okkur leist annars mjög vel á félagið og á staðinn. For- ráðamenn félagsins hafa sett stefn- una á að fara upp og mér er sagt að það hafi burði til þess,“ sagði Hilm- ar í samtali við DV í gær. Stjarnan ekki hindrun Hilmar hefur leikið með Stjöm- unni og er samningsbundinn félag- inu en hann sagði aö Stjamán myndi ekki standa í vegi fyrir hon- um ef samningar tækjust. Magnús Agnar lék með Gróttu/KR í vetur en lék með Stjörnunni í fyrra og hefur verið orðaður við Garðabæjarliðið fari svo að ekkert verði af samningi hjá Hildesheim. Hildesheim leikur í B-deild nyrðri og hafnaði í 3. sæti á nýaf- staðinni leiktíð, 22 stigum á eftir Hameln sem varð í öðra sæti deild- arinnar, en Nordhorn, félagið sem Guömundur Hrafnkelsson mun leika með á næsta tímabili, varð efst og leikur í A-deildinni að ári. -GH Blctnd í nm Spœnski knattspyrnudómarinn Antonio Lopez Niceto kom sér á spjöld sögunnar þar í landi um helgina þegar hann sýndi 16 leik- mönnum í leik Bilbao og Atletico Madrid gula spjaldið. Þetta er met þar í landi en eftir voru menn sam- mála um að leikurinn hefði alls ekki verið grófur og því ekki borið öll þessi spjöld. Einn úr hvoru liði fór af leikvelli vegna tveggja gulra spjalda. Rússinn Yevgeny Kafelnikov er tekjuhæsti tenn- isspilarinn það sem af er árinu. Tekjumar fyrstu fjóra mánuðina era 56 mUljónir og er hann efstur á styrkleikalist- anum. Richard Krajek, Hollandi, er annar á tekjulistanum með um 42 milljónir. Brasilíu- maðurinn Gustavo Kuerten hefur þénað um 40 milljónir. Rakel Pétursdóttir og Raj Boni- facius urðu um helgina Islands- meistarar í kvenna- og karlaflokki í tennis. Halla B. Þórhallsdóttir varð önnur í kvennaflokki og Sig- urlaug Siguróardóttir þriðja. Davió Halldórsson varð í öðru sæti hjá körlunum og þeir Jón Axel Jónsson og Rúrik Vatnars- son deildu með sér þriðja sætinu. Frestur til aó sækja um að halda úrslitakeppni 'heimsmeistaramóts- ins í knattspymu rann út um helgina. Sex þjóðir skiluðu inn um- sóknum til Alþjóða knattspymu- sambandsins sem ákveður i mars á næsta ári hver hreppir hnossið. Þær þjóðir sem viija halda keppn- ina eru: Brasilia, England, Þýska- land, Nígería, S-Afrika og Marokkó. Þjálfaraskipti urðu hjá þýska A- deildarliðinu Stuttgart í gær. Ralf Rangnick, sem átti aö taka við lið- inu þann 1. júlí, var beðinn um taka við strax vegna glaks gengis liðsins að undanfomu. Hann tekur við starfi Rainer Adrion sem ráð- inn var tímabundið eftir að Win- fried Schaefer var rekinn úr starfi i desember. Stuttgart hefur nú leik- ið 8 leiki í röð án þess að vinna og er í 11. sæti af 18 liðum. John Elway, leikstjómandi Denver Broncos í banda- ríska mðningn- um, hefur ákveð- ið að leggja skóna á hilluna, 38 ára gamall. Elway er ein af goðsagna- persónumun í bandarísku íþróttalífi enda hefur hann markaö djúp spor í ruðninginn, þjóðaríþróttina I Bandaríkjunum. Hann hefur tví- vegis unnið sigur í úrslitaleik Super-bowl og alls lék hann firnm úrslitaleiki á ferli sínum. Elway er þriðja goðsögnin í banda- rísku íþróttalífi sem hættir á skömmum tíma. Fyrst var þaö Michael Jordan körfuknattleiks- kappi, þá Wayne Gretzky íshokkí- spilari og nú Elway. Þórhallur Dan Jóhannsson leik- ur ekki með Fylkismönnum í 1. deildinni í knattspymu fyrr en um miðjan júní. Nagli sem komið haiði verið fyrir í rist Þórhalls brotnaði í hörðu samstuði i leik í deildabik- amum fyrir skömmu. AGF og Lyngby skildu jöfn, 1-1, i dönsku A-deildinni i knattspymu á sunnudag. Ólafur H. Kristjánsson lék allan leikinn með AGF en Tómas Ingi Tómasson aðeins fyrri hálfleikinn. Dynamo Berlin, þekktasta knatt- spyrnufélag Austur-Þýskalands á sinum tíma, tók í gær upp sitt gam- alkunna nafn. Eftir sameiningu þýsku ríkjanna fyrir áratug var nafni félagsins breytt í FC Berlín. Á aðalfundi í gær var samþykkt með 125 atkvæðum gegn 3 að taka upp Dynamo-nafnið á ný. Dynamo, sem varð 10 sinnum austur-þýskur meistari, leikur nú í norðaustur- riðli þýsku C-deildarinnar. Rúnar Kristinsson hjá Lilleström var valinn besti leikmaður apríl- mánaðar í norsku A-deildinni af norska knatt- spymusamband- inu og ríkis- sjónvarpinu þar i landi. Honum var afhent viðurkenn- ingin fyrir leik liðsins við Stabæk á sunnudaginn. Hugh Dallas, besti dómari Skota, varð fyrir aðkasti stuðningsmanna Celtic í leik Glasgowarliðanna Celt- ic og Rangers í fyrrakvöld þar sem Rangers innsiglaði sigur sinn i skosku A-deildinni. Smápeningi var hent i höfuð Dallas í fyrri hálf- leik og þurfti að gera hlé á leiknum á meðan gert var að sárum dómar- ans. Stuðningsmenn Celtic voru mjög ósáttir út í Dallas yfir þeirri ákvörðun hans að reka Stephane Mahe af leikvelli á 35. mínútu leiksins. Celtic og Rangers eigast við í úr- slitum skosku bikarkeppninnar síð- ar í þessum mánuði og Hugh Dallas mun einnig dæma þann leik. Flestir vora sammála því að Dallas hefði dæmt leikinn einstak- lega vel og hann væri i hópi bestu dómara í Evrópu. Hearts vann Dunfermline, 2-0, í fallslag í skosku A-deildinni i knatt- spymu i gær. Dunfermline situr þar með eitt á botninum með 28 stig en næst fyrir ofan er nú Dundee United með 33. Eitt lið fellur. ÍA sigraöi ÍBV, 2-1, í leik um 5. sæti i deildabikarkeppni kvenna í knattspymu á ÁsvöUum á sunnu- dag. í DV í gær var sagt að leikur- inn hefði endað 1-1, en það voru upplýsingar sem blaðið fékk hjá vallarverði. Hisham Gomes, Trínidadbúinn sem lék með Breiðabliki hluta úr síðasta tímabúi, er væntanlegur aft- ur tU Kópavogsliðsins og spUar með því aUt tímabUið í úrvalsdeUd- inni i knattspymu. Válerenga tók í gærkvöld foryst- una i norsku A-deUdinni með því að vinna Molde, 2-0. Eftir fjórar umferðir er Válerenga með 10 stig, Stabæk 9, LiUeström 9, Molde 9 og Odd Grenland 9 stig. Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslit- um deUdabikarsins í knattspymu í kvöld. Fylkir mætir Vikingi á Fylk- isveUi og ÍBV mætir ÍR á grasveUin- um við HelgafeU í Eyjum. Stefán Logi Magnússon lék sinn fyrsta leik í marki Öster i sænsku B-deUdinni í knattspymu um helg- ina. Hann stóð sig ágæUega en lið hans tapaði 0-1 fyrir Gunnilse. Stef- án er varamarkvörður öster en tók stöðu hins fræga Thomasar Ra- velli, sem datt á hjólaskautum og gat ekki spUað. -JKS/GH/EH/VS Hendry heimsmeistari Skotinn Stephen Hendry tryggði sér í gærkvöld heimsmeistaratitilinn í snóker. Hendry sigraði Mark Williams frá Wales í úrslitum, 18-11. Stephen Hendry sýndi mikið öryggi í úrslitunum og Williams átti í raun aldrei möguleika á sigri. Fyrir síðustu lotuna hafði Hendry yfir, 15-9, og hann vann síöan þrjá ramma af fimm i gærkvöld. Þetta var sjöundi heims- meistaratitill Skotans. -SK Tileinkaði konunni sigurinn Ástralski kylfingurinn Stuart Appleby vann nauman sigur á stórmóti atvinnumanna í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Appleby, sem missti eiginkonu sína i fyrra í sviplegu bílslysi í London, tileinkaði henni sigurinn. „Hún hvatti mig stöðugt og ég veit að hún er alltaf með mér,“ sagði Appleby eftir sigurinn. -SK Tvöfalt hjá Fylkismönnum Fylkir varð á sunnudag Reykjavíkurmeistari í innanhússknatt- spymu karla með því að sigra Val, 5-3, í framlengdum úrslitaleik í Austurbergi. Reykjavíkurmótið var spilað í janúarbyrjun að vanda en vegna kæramáls á hendur KR-ingum, sem notuðu ólöglega leik- menn, þurfti að spila nýjan úrslitaleik. Fylkir er þar með tvöfaldur innanhússmeistari 1999 en liðið sigraði einnig á íslandsmótinu inn- anhúss. -VS Frelsi,festa framsökn FRAMS0KNARFL0KKURINN Vertu með á miðjunni t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.