Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 18
, 26 %rikmyndir A A ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 JjV Háskólabíó/Laugarásbíó - Arlington Road: lllur fyrirboði iririr Háskólaprófessorinn Jeff Bridges kennir nútímasögu með áherslu á hryðjuverk og býr í huggulegu úthverfi í Washington- borg ásamt ungum syni sinum. Eig- inkona hans, fyrrum starfsmaður FBI, var drepin nokkrum árum áður í skotbardaga sem um margt minnir á atburðina í Waco fyrir fá- einum árum. Hann kynnist ná- grönnum sínum, arkitektinum Tim Robbins og eiginkonu hans, Joan Cusack, sem virðast indælisfólk þar til Bridges tekur að gruna að ekki sé allt með felldu. Hann verður stað- ráðinn í að grafast fyrir um þau og finnur ýmislegt sem bendir til þess að þau séu höll undir fasisma og hryðjuverkastarfsemi. Kvikmynda Þetta er háspennutryllir með sterku pólitísku yfirbragði og minn- ir um margt á samsæris- og para- nojumyndir áttunda áratugarins, t.d. The Parallax View eftir Alan Pa- kula, þar sem „óvinurinn" virðist ósýnilegur og leit aðalpersónunnar að sannleikanum ber hann út að ystu nöf, bæði andlega og siðferðis- lega. Handritið spilar ágætlega á innbyggðar væntingar okkar til hetju og illmennis, það er Bridges sem er óstöðugur, hnýsinn og tor- trygginn meðan Robbins og Cusack eru gæðin uppmáluð. Bridges er Nágrannar. Jeff Bridges og Tim Robbins. drifmn áfram af sterkri sannleiks- þörf, ef til vill til að heiðra minn- ingu konu sinnar en dauði hennar hvílir þungt á honum. Sú hvöt fær hann til að brjóta friðhelgi einka- lífsins og þannig troða á þeim hug- sjónum sem honum eru kærar með- an hjónin handan götunnar leggja aila áherslu á að vemda bömin sín, sýna ábyrgð og stunda göfugt lífemi í hvívetna. Þetta samspil hugsjóna og raun- veruleika er þungamiðja myndar- innar og í gegnum tengsl persón- anna er reynt að spegla víðara sam- hengi, þ.e. þjóðfélag sem í orði held- ur fram gildum réttlætis og frelsis en er að mörgu leyti að bresta um saumana og undir niðri krauma ólg- andi og ósættanlegar andstæður. í slíkum aðstæðum fmna fasísk öfl næringu sína og myndin teflir fram óhugnanlegri sýn á uppgang þeirra, með vísunum í þekkt hryðjuverk á síðari árum, svo sem sprengjuna í Oklahoma og uppgjörið í Waco í Texas. í það heila er Arlington Road vel heppnuð spennusaga með umhugs- unarverðum og ögrandi vangavelt- um. Hún nær kannski ekki þeim hæöum sem Pakula, Franken- heimer og Friedkin komust í forð- úm daga og er þar helst um að kenna óljósri framsetningu á köfl- um, sérstaklega hvað varðar persón- ur Robbins og Cusack en það breyt- ir ekki því að myndin heldur manni í þéttri greip sinni alla leið að hrikalegum endinum sem sitrn- þungt í manni eins og illur fyrir- boði. Leikstjóri: Mark Petlington. Hand- rit: Ehren Kruger. Kvikmyndataka: Bobby Bukowski. Tónlist: Angelo Badalamenti. Aðalhlutverk: Jeff Brídges, Tim Robbins, Joan Cusack. Ásgrímur Sverrisson !®PI ^ D í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 30. apríl - 2. maí. Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur Sean Connery og Catherine Zeta Jones leika aöalhlutverkin í Entrapment Þjóðemissinninn Sean Connery vinsæll Spennumyndin Entrapment var langvinsælasta kvikmyndin um síðustu helgi í Bandaríkjunum og setti nýtt helgarmet í apríl. í aöalhlutverkum í Entrapment eru bresku leikararnir Sean Connery (Skotland) og Catherine Zeta Jones (Wales) og er víst aö vinsældir þeirra eru þaö sem dró almenning aö myndinni, en hún hefur einmitt veriö markaössett út á vinsældir þeirra. Connery er þrátt fyrir háan aldur einn vinsælasti kvikmyndaleikarinn í dag og Zeta Jones, sem sló rækilega í gegn í Zorro, hefur veriö eitt eftirsóttasta blaöaefni í Bandaríkjunum síöustu mánuöi. Ein önnur ný kvikmynd er ofarlega á listanum, Idle Hands, mynd um táning sem gerist fjöldamoröingi. Myndin fékk litla aösókn þrátt fyrir ágæta dóma og er taliö aö þarna hafi komiö til áhrif frá skólamoröunum í Colorado. Önnur kvikmynd sem beint er aö unglinum, Election, hefur vakiö mun meiri athygli en hún var aöeins sýnd í fjórtán kvikmyndahúsum og var uppselt á allar sýningar. Sýningarsölum veröur fjölgaö um 800 í næstu viku. Nú eru aöeins tvær vikur í Star Wars: Episode 1 og þá má búast viö sprengju í aösókn sem hefur veriö frekar lítil aö undanförnu þegar á heildina er litiö. -HK Tekjur Heildartekjur l.(-) Entrapment 20.145 20.145 2. (1) The Matrix 8.715 129.715 3. (2) Life 6.481 46.260 4. (3) Never Been Kissed 4.072 36.500 5. (5) Analyze This 2.175 98.465 6. (7) 10 Things 1 Hate about You 1.811 31.135 7. (-) Idle Hands 1.807 1.807 8. (6) Lost and Found 1.254 5.007 9. (4) Pushing Tin 1.250 14.378 10. (8) Go 1.152 14.378 11. (9) The Out-Of-Towners 1.104 24.947 12. (11) Cookle's Fortune 1.001 6.557 13. (10) Forces of Nature 0.875 49.484 14. (13) Life Is Beautiful 0.831 53.072 15. (12) Shakespeare in Love 0.825 92.887 16. (19) A Walk on the Moon 0.512 2.540 17. (14) Twln Dragons 0.495 6.966 18. (16) Foollsh 0.448 4.744 19. (15) Doug's lst Movie 0.419 17.313 20. (18) Baby Geniuses 0.388 24.118 Sam-bíóin - Permanent Midnight Handritshöfundur í vímu Ben Stiller leikur Jerry Stahl, handritshöfund sem hefur meiri áhuga á fíkniefnum en vinnunni. ,, Þær eru orðnar nokkrar kvikmyndirnar um hæfi- leikaríka einstaklinga sem jafn- framt eru heróinneytendur og eyðileggja þar með allt fyrir sér, hvort sem það er starfið eða einka- lífið. Permanent Midnight er i þessum hópi. Ben Stiller leikur ungan og efnilegan handritshöf- und í Hollywood, Jerry Stahl, sem hefur alla hæfileika til að ná langt í bransanum en kemur sér í þá að- stöðu að lofa upp í ermina á sér. Þegar ekki er hægt aö afkasta meira með eðlilegum hætti er leit- að á náðir lyfja og að lokum dugar ekkert annað en heróín til að halda honum gangandi. Að eigin sögn hafði Jerry Stahl 5000 dollara í vikulaun (320.000 kr.) en eyddi 6000 dollurum á viku í eiturlyf og það gengur ekki upp, líkamlega eða efhahagslega. StaW er því alla myndina á hraðferð niður í ræsið. Ben Stiller, sem hingað til hefur nánast eingöngu leikið í gaman- myndum, með ágætum árangri, nær góðum tökum á hlutverki sínu og er hann enn eitt dæmið um góðan gamanleikara sem á ekki svo erfitt með að söðla um yfir í dramatísk hlutverk. Stiller leikur af miklum krafti og er laus við yfirmáta tilfinningasemi hvað varðar persónuna þannig að sam- úðin með Stahl verður aldrei nein sem hann á heldur ekki skilið Stahl er dæmi um veiklyndan mann sem sjálf- ur kemur sér í öll þau vandræði sem hann lendir í. Permanent Midnigt er þrátt fyrfr sterkan leik Stillers aldrei nema miðlungs- mynd, formúlumynd af því taginu að þetta hefur allt sést áður. Og það hlýtur að skrifast á reikning leikstjórans Davids Veloz að fram- vindan er skrykkjótt og allir aðrir en Stahl eru nánast eins og áhorf- endur. Þegar á móti kemur að Jerry Stahl er ekki mjög áhuga- verður persónuleiki og eins og hann hirtist í myndinni er ekki von á góðu. Vandræðalegast er samband Stahls við eiginkonu sína, Söndru, sem Elizabeth Hurley leikur. Af hverju þetta metnaðarfulla glæsikvendi, sem hefúr allt til alls í Hollywood, er að hanga með þessum vonlausa karakter í langan tíma er öllum óskiljanlegt og skýringar eru eng- ar. Það er helst að Kitty, stúlkan sem Stahl hittir í byrjun myndar- innar, og hann rekur sögu sína fyrir, veki áhuga. Hún hefur lent í sams konar vandamálum og Stahl og hafði ég mun meiri meðaukum með henni. Nýstimið Maria Bello fer vel með lítið hlutverk. Permanent Midnight er ekki kvikmynd um hæfileikaríkan handritshöfund sem sló í gegn, honum kynnumst við aldrei. Þetta er aðeins mynd um heróínneyt- anda og margar betri slíkar mynd- ir hafa verið geröar. Leikstjóri: David Veloz. Handrit David Veloz, eftir sjálfsævisögu Jerrys Stahls. Kvikmyndataka: Robert D. Yeoman. Tónlist: Danny Benair og Daniel Licht. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Mario Bello, Elizabeth Hurley, Janeane Garofalo og Peter Greene. Hilmar Karlsson Kvikmyi^da GAGNRYNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.