Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Síða 24
ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 X99 Vísir.is hefur opnað öðruvísi kosningavef sem unninn er í samvinnu við TölvuMyndir. Gestum Vísis gefst kostur á að finna út hvernig hreyfingar á atkvæðamagni í einstaka kjördæmum breytir skipan þingsæta. visir.is ■ Fréttir úr heimi stjórnmála ■ Fréttir úr kjördæmunum ■ Skýr framsetning á niðurstöðum allra skoðanakannana ■ Framboðin og framboðslistarnir i? Úrslit kosninga frá 1995 ■ Allar upplýsingar varðandi framkvæmd kosninganna ■ Lesendabréf ■ Aðsendar greinar m Leiðarar ■ Véfréttir Gerið spennandi kosningar enn fjörugri með því að fylgjast með þeim á Vísi.is Sviðsljós DV Júmbó- drottning Feit er falleg. Það eru fremur óvenjuleg einkunnarorð í fegurðar- samkeppni. En þau eru í hávegum höfð í keppninni Júmbódrottningin í Taílandi. í þeirri keppni er mest um vert að líkjast þjóðartákni Taí- lendinga, filnum. Sú sem þótti fyrir- ferðarmest í keppninni að þessu sinni er Intraporn Imrom sem er 22 ára lyfjafræðinemi. Alls komust 25 stúlkur í úrslit. Þyngsti þáttakandinn í ár var 160 kíló. Markmið aðstandenda keppn- innar er að finna stóra stúlku sem hefur þokka og glæsileika fílsins. Keppnin fór fram á fílabúgarði fyrir utan Bangkok. Sviðið sem var smíðað fyrir keppnina varð að þola að allir keppendur gætu staðið á því i einu en þeir vógu samtals 2,5 tonn. Þáttakendur dönsuðu og lyftu lóð- um. Stúlkurnar líktu einnig allar eftir Kryddpíunum í einu atrið- anna. Sigurvegarinn verður fila- sendiherra Taílands í eitt ár auk þess sem hann hlýtur hálfa milljón íslenskra króna. Intraporn Inyam, sem varð hlutskörpust í fegurðarsamkeppni feitra í Taílandi um síðastliðna helgi, er ekki nema 90 kíló. Þyngsti þátttakandinn vó 160 kíló. Símamynd Reuter * tvær eins og ykkar er valið! Því í tilefni mæðradagsins sem er 9. maí standa Vísir.is, DV og Matthildur að leitinni að líkustu mæðgum íslands. Fjöldi mynda barst en dómnefnd hefur lokið vali sínu á tíu líkustu mæðgunum. Nú er það ykkar að velja. Atkvæðagreiðslan fer fram á Vísi.is dagana 3. - 6. maí en úrslit verða kynnt laugardaginn 8. maí. Mæðgurnar sem komust í úrslit fá allar blómvönd frá Blómum & ávöxtum en þær sem hreppa titilinn fá að auki ferð til Lundúna með Samvinnuferðum-Landsýn og Pentax Espio 738 myndavél frá Ljósmyndavörum, Skipholti 31.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.