Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 11
MIÐVTKUDAGUR 5. MAl 1999 11 Fréttir Tveggja daga ferð að ganga á kjörstað - segir Aöalsteinn Valdimarsson, bóndi á Strandseljum við ísafjarðardjúp DV, Vestfjörðum: „Það stendur ekki mikið út af hjá mönnum hér með hey í vor. Vorin eru yfirleitt köld hérna hjá okkur. Það er frek- ar happdrættisvinningur að fá hlý og góð vor eins og þau sem eldra fólkið talar um að hafi verið hérna. Það er búin að vera nokkur regla að árin sem enda á fimm og níu eru ekki góð. Það muna til dæmis flestir eftir vorinu 1995. Ef vorið verður sæmOegt og gróður á eðlilegum tíma eig- um við að sleppa við heyskort," segir Aðalsteinn Valdi- marsson, bóndi á Strandseljum. Aðalsteinn býr ásamt aldraðri móður sinni á bænum Strandseljum við ísafjarðardjúp og hafa þau um 200 fjár auk þess að vera með nokkr- ar mjólkandi kýr. íbúar þessarar harðbýlu sveitar við Djúpið óttast mjög um heyfeng sinn og að vor- koman muni dragast og jafnvel verða til þess að enn fækki þehn \ %, <§•-- "%, 3^k %, Isafjöröur Vigur öSur i Strandsel V F $ Reykjanes # bæjum sem haldast í byggð. Enda hefur verið mikill fólksflótti frá þessari áður blómlegu byggð. „Mannlíf við Djúp einkennist nú orðið af fámenni. Það eru ekki nema ein og tvær manneskjur á bæ. Þrír er bara fjöhnenni. Það vantar fólk sem vill taka við búunum hérna, en þetta þykir sennilega nokkuð einangrað. Dægrastytting felst mest i vinnu og bóklestri, auk þess sem maður föndrar dá- lítið við vísnagerð," segir Að- alsteinn. En er ekki líflegra yfir þessu núna á kosningavori? Koma frambjóðendur ekki við á yfirreið sinni um kjör- dæmið? „Það hefur enginn fram- bjóðandi látið sjá sig enn sem komið er. Enda veit ég ekki hvort ég kemst á kjör- stað. Það er langur vegur að ganga inn í Reykjanes, senni- lega er tveggja daga ferð fyr- ir mig að ganga á kjörstað. Ég tel það vera mannrétt- indabrot að hafa kjörstaði svo langt í burtu að maður komist það ekki fótgangandi, fram og til baka á ein- um og sama deginum," segir hann og kastar að lokum fram eftirfar- andi stöku til blaðamanns: Vítt um landsins veg og stíg, vaskir rápa. Og bændur fara að brúka sig, við blaðasnápa. -GS Atvinna Ha.nd.oi öllum FRAMSOKNARFLOKKURINN Vertu með á miðjunni því að ef ég get hlaupið km á 3.01 get ég það fjandakornið á 2.59. Air Maxkarla. AirMaxkvenna þriskiptur TL loftpúði undir hæl og tábergi, BRS 1000 ytri sóli, stöðugleikaplata undir il.léttur skór með hámarksdempun, frábær aðlögun að fætinum, leiðbeinandi smásöluverð 14.990 kr. Air Int ernational Triax Air Converge Triax kvenna MX + loftpúði undir hæl og tábergi, BRS 1000 ytri sóh, stöðugleikaplata undir sóla.mjög góð dempun og stöðugleiki, leiðbeinandi smásöluverð 9.990 kr. &tík.$ ^^v Air Rollin karla Air Rollin kvenna loftpúði í hæl, BBS 1000 ytri sóh, mjúkur Phylon miUisóh, léttur alhUöa æfingaskór, leiðbeinandi smáaöluverð 4.990 kr. TL - air - 82% af miðsóla er loft. Air Mantra karla loftpúöi í hæl, mjúkur Phylon millisóU, stöðugleikaplata undir sóla.léttur alhUða æfingaskór, leiðbeinandi smásöluverð 8.990 kr. M MX - Loftpúði í hæl og tábergi. Regrind - Ytri sóU úr sterku endurunnu giimmi'i. BRS 1000 sérstyrktur ytri sóU með mjög góðu gripi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.