Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 12
12 MIDVIKUDAGUR 5. MAI 1999 Spurningin Finnst þér hreinlæti íslendinga ábótavant? Margrét Ingólfsdóttlr nemi: Ekki hjá þeim sem ég þekki. Kolbrún Baldvinsdóttir nemi: Nei, ég held ekki. Gunnar Eiríksson nemi: Nei, ég held ekki. Haraldur Ingi Haraldsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri: Nei, það held ég ekki. Ég held að það sé í þokkalegu lagi mið- að við það sem ég hef kynnst í út- löndum. Daníel ívar Jensson nemi: Já. Ágúst Rúnarsson: Nei. Lesendur Kvótinn og kosningarnar Markús Möller hagfr. skrifar: Eftir tuttugu ára deilur um kvótann virt- ist sem nú yrði kosið um hann. Ég er sammála nýja ritstjóranum á DV um að svo verður ekki. Vissulega er kvótamálið í um- ræðunni. Samfylkingin gerir út á það með öðrum nytjastofnum og frjálslyndi flokkurinn nærist á því einu saman. Stjórnarflokk- arnir hafa hins vegar slakað út nógu miklu til að menn hafa af- sökun fyrir að kljúfa ekki. Póli- tískar flóttamannabúðir Sverris Hermannssonar eru ekki alvöru- klofningur og fyrr frýs í neðra en gamlir sjálfstæðismenn kjósi Margréti Frímannsdóttur eða framsóknarmenn Sighvat. Útspil Halldórs og Davíðs nú eru að vísu ekki tromp heldur hundar, en meiri veigur er i auðlinda- nefndinni frá í fyrravor. Kannanir DV sýna hvort eð er að varla er tímabært að kjósa um kvót- ann. Einn daginn vilja 70% auð- lindagjald en næsta dag vilja menn frekar einhvers konar byggðakvóta. Það er að renna réttilega upp fyrir fólki að ómengaður einkakvóti spil- ar rússneska rúllettu á sjávarpláss- Viðhorf til sjávarútvegsmála Byggftakvöti Uppboft á kvóta Þjónustugjald á útgerölr 25,8% jFVIgjandi ^AndvÍg ) Óákveonir/svsra ekkl 34,0% gy go/i 74,2%* 66,0%* tötur mlbast vib þé sem tóku afstööu u siinniii r Kannanir DV sýna hvort eð er að varla er tímabært að kjósa um kvótann, segir Markús m.a. í bréfinu. unum og atvinnunni þar. Það sem fólki virðist þó gremjast mest er ef einhver verður vellauðugur á því að selja „þjóðareignina". En er það stórvandamál þótt ein- hver græði ef enginn tapar? Það rænir mig ekki svefni. Ef hins vegar misskipting kvótans spillir kjörum almennings og komandi kynslóða þá er verið að svipta þjóð- ina sameigninni. Á því er hætta og ástæðan er þessi: Almennar fram- farir, sem allir mega nýta, fara allar í að bæta kjör almennings en framfarir með skömmt- unarseðlum eins og framseljanlegum kvóta hækka fyrst og fremst verðið á skömmtunar- seðlunum. Það er ekki timabært að kjósa um kvótann fyrr en fólki er þessi hætta ljós og þá þarf varla að kjósa. Það er fyrir því lands- fundarsamþykkt sjálf- stæðismanna að kanna hvort gera þurfi sér- stakar ráðstafanir til að þjóðin fái arðinn af fiskistofnunum. Að störfum er nefnd val- inna manna til að kanna alla króka og kima i kvótamálinu og nálægum húsum. í áfangaskýrslu hennar sjást að vísu engin merki um að hún ætli að skoða hvort einkakvóti dugar til að þjóðin njóti auðlinda sinna en ekki er öll nótt úti. Heiðarleg ahugun er ekki trygg- ing fyrir réttri niðurstöðu og ekki verður meira heimtað en að fólk geri sitt besta. En nú er að duga. Borgarstjóri hleypur á sig G.M.H. skrifar: Frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti yfir nýlega að við ættum sem fyrst að sækja um aðild að Efnahags- bandalaginu (ESB). Þetta mál varðar alla íslensku þjóðina og sjálfstæði hennar í framtlð. Landsmenn eiga kröfu til þess, að þjóðaratkvæði ráði úrslitum. Þess vegna hafa flokkarnir - og þeirra á meðal Samfylkingin - farið varlega í því efni að marka stefnuna. Eftir margra alda erlend yfirráð, en aðeins hálfrar aldar frelsi og lýð- ræði, væri óðagot að gerast smáfylki eða hreppur í stóru Evrópusamfélagi. Viðskiptahagsmunir okkar krefjast þess ekki. því að þeir eru tryggðir með aðild að Evrópska efnahags- svæðinu. í miðstýrðu sambandsríki kynni landhelgi okkar, sjávarútveg- ur og úrskurðarvald í srjórnmálum að glatast með öllu fyrr eða síðar. Innan skamms munu aðeins tvær tungur verða talaðar á meginland- inu, enska og þýska. íslenskan, mál örfárra, mun gleymast og þar með fornbókmenntir okkar, menningar- arfurinn. Margrét Frímannsdóttir var nægi- lega vitur til að taka ekki af skarið í þessu máli fyrir kosningar heldur láta þjóðina fyrst skoða málið vel. - Yfirlýsing borgarstjórans kann að fjarlægja fjölda kjósenda úr röðum Samfylkingar. Fátækt veldur veikindum Anna B. Michaelsdóttir, í 3. sæti á lista Húmanistaflokksins í Reykjavík, skrifar: Sú fátækt sem ríkir í landinu hefur félagslegar afleiðingar og veldur margs konar mannlegri þjáningu. Margir eru haldnir van- líðan og þung- lyndi. Ég las í Dagblaðinu 27. apríl þar sem var gerð könnun í Bretlandi um þung- lyndi. 80% tilfella voru vegna fjár- hagsörðugleika fólks. Haldið þið að ísland sé einhver undantekning? Ef þetta er ástæðan þar þá er hún hér til staðar einnig. Af hverju hafa þunglyndislyf, geðdeyfilyf og róandi aukist gríðar- lega undanfarin ár? 25 þúsund ís- lendingar nota þessi lyf á íslandi. Þetta segir mér heilmikið hvað QJÍQPG^ þjónusta allan sólarhringii 25 þúsund Islendingar nota þunglyndislyf, geðdeyfilif og róandi á íslandi, það segir mér heilmikíð hvað þjóðfélagslegt munstur okkar gerir fólk að sjúklingum, segir m.a. í bréfinu. sent mynd af $er med bréfum sínum sem irt verða á lesendasíðu þjóðfélagslegt munstur okkar gerir fólk að sjúklingum. Fjárhagslegir erfiðleikar valda einnig því að fólk getur ekki leyst út lyfin sín. Fjölskyldur með lág laun tefja eða sleppa því að fara til læknis mun oftar en þeir tekjuhærri. Þetta hefur komið fram í könnun sem land- læknisembættið hefur gert og á jafnt við um foreldrana og börnin. Húmanistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur sett fram raunhæfar tillögur um afnám fá- tæktar. Hinir flokkarnir þegja þunnu hljóði um tillögur sinar og munu engu breyta frekar en áður. Hjálpið okkur, kjósendur góðir, að koma málsvara húmanisma inn á þing svo við getum þar unnið áfram að raunhæfum tillögum okkar. Já, hjálpið okkur að koma húmanista á þing. Rök Kára eru yfirgnæfandi Gunnar Sveinsson hringdi: í sjónvarpsþætti á Stöð 2 þar sem þeir Kári Stefánsson, for- stjóri íslenskrar erfðagreiningar, og Sigmundur Guðbjarnason pró- fessor háðu eins konar einvígi um gagnagrunninn svokallaða kom berlega fram að rök Kára eru yfir- gnæfandi. Ekki er þar með sagt að málflutningur Sigmundar hafi verið marklaus, síður en svo. Ein- vígi þetta var afar fróðlegt og mætti gera meira af því að ræða mikilvæg mál á þennan hátt í sjónvarpi því tímaskortur hefur oftar en ekki drepið málum á dreif og gert þau meira og minna marklaus. Þolir ekki vinstri stjórn Sigmar Hróbjartssson skrifar: Líklega hitti Davíð naglann á höfuðið á brandarafundinum á Akureyri þegar hann sagði að ís- lenskt efhahagslíf þyldi ekki vlnstri stjórn. Þá er að sjálfsögðu átt við emahagslíf „Kolkrabbans" sem lifir og hrærist í því að auka misskiptingu auðs og verðmæta. Skýrasta dæmið um það er gjafa- kvótakerfið. Með „sölu" ríkis- eigna og einkavinavæðingu hefur drjúgum miðað í sömu átt. Þeim sem yndi hafa af því að skáka peð- um á taflborði efhahagslífsins að sínum geðþótta, þótt það sé ekki alltaf endilega í samræmi við þjóðarhag, þykir sjálfsagt ekki óþægilegt að hafa vinveitta ráða- menn við landstjórnina. Og æ sér gjöf til gjalda. Það er verkefni vinstri stjórnar undir forystu Samfylkingarinnar að koma á halialausum ríkisbúskap. Hætta gjafasölu á ríkiseignum og að ala púka á fjósbitanum. Stýra ríkis- rjármálum í almannaþágu. Svanfríður og siðferðið Sigrun Björnsdóttir hringdi: í þættinum í vikulokin sl. laug- ardag ræddu saman þau Tómas Ingi Olrich, Svanfríður Jónasdótt- ir og Valgerður Sverrisdóttir al- þingismenn um stjórnmálin og fleira eins og í þeim þætti gerist. Þar kom að Svanfríður fór að minnast á siðferði I stjórnmálum og tók þá Tómas Ingi við sér og benti Svanfríði á siðferði það sem tíðkað var í hennar framboði er efsti maður á listanum samkvæmt prófkjöri var neyddur til að láta sirt sæti laust svo að Svanfríður kæmist í það sæti. Brást Svanfríð- ur ókvæða við og sagöi orðrétt: Skammsatu þín, Ingi Olrich, og virtist komast í mikinn ham. Mér fmnst til vansa fyrir einn þing- mann að sleppa sér svona fyrir framan alþjóð. Ekki sist vegna þess að siðferðið hjá Samfylking- unni var ekkthaft í sérstökum há- vegum i prófkjörinu á Norðaustur- landi, eins og dæmin sönnuðu. Breytum stjórn- málunum Ó.H. skrifar: íslenskt félagshyggjufólk á þess nú kost að breyta íslenskum stjórnmálum. Með því að styðja Samfylkinguna veljum við fram- tíð þar sem einn sterkur stjórn- málaflokkur með sjónarmið jafn- aðarstefhu að leiðarljósi verður mófvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Við sköpum hreyfingu sem hefur sömu möguleika og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur í dag til þess að komast til valda og áhrifa. Með því að velja aðra flokka erum við að hafna þessum möguleika. Við erum að kjósa óbreytt ástand og draga úr þvi afli sem felst í sam- eiginlegu framboði félagshyggju- flokkanna. Þeir sem styðja vinstri-græna eru að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins eins og svo skýrt kemur fram í ummæl- um formanns þess flokks. Veljum Samfylkinguna, veljum breyting- ar en ekki óbreytt ástand.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.