Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Page 15
Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst á dögunum. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður er sérfræðíngur Fókuss í slíkum hátíðum og því ekki úr vegi að hann útskýri konseptið fyrir lesendum Lummur lambakjöt Kvikmyndahátiðin í Cannes er lagskipt kaka, brotin upp í hina ýmsu flokka og ekki fyrir óinn- vígða að átta sig á öllu farganinu. Gróflega má þó skipta myndaflóð- inu i tvennt, þær sem eru hluti af „hinu opinbera vali“ hátiðarinnar og síðan þær myndir sem sýndar eru á markaðinum því Cannes er ekki bara kvikmyndahátíö heldur einnig stærsti kvikmyndamarkað- ur heimsins. Höldum okkur við fyrrnefnda flokkinn, hið opinbera val. Gullpálminn (Palme d’ or) Efst trónar keppnin sjálf þar sem 22 myndir viðs vegar úr heiminum keppa um gullpálmann góða. Lung- inn af leikstjórunum eru gamlir kunningjar á borð við Leos Carax, Almodovar, Chen Kaige, Egoy- an, Greenaway, John Sayles, Jarmusch og David Lynch. Hafa sumir orðið tO að gagnrýna valið, sagt það einkennast af gömlum lummum og gott hefði verið að fá svolítið meira af nýju blóði. Þó að erfitt sé að skjóta á líklegan sigur- vegara, vegna þess að fæstar mynd- imar hafa fengið umfjöllun í kvik- myndapressunni, segir mér svo hugur að ef Carax hefur sett saman gott stykki (og nógu dýr var Pola X) sé hans tími kannski kominn. David Cronenberg er formaður dómnefridar að þessu sinni sem auk hans skipa leikstjórarnir Andre Techine, Doris Dorrie, Maurizio Nichetti og George Miller, ieikaramir Jeff Goldbl- um, HoUy Hunter og Dominique Blanc, rithöfundurinn Yasmina Reza (Listaverkið) og óperusöng- konan Barbara Hendricks. Síðan koma undirflokkarnir: Af sérstökum toga (Un Certain Regard) Flokkur mynda sem ekki keppa um guilpálmann en þykja annars athyglisverðar. Samtals 23 myndir í ár. Gullpálmahafinn Youssef Chahine frá Egyptalandi birtist hér með nýjustu mynd sína E1 Akh- ar (“Hinn“), David Mamet teflir fram períódudramanu The Winslow Boy og Chris Doyle töku- maður Wong Kar-Wai (Fallnir englar) sýnir fnnnraun sína Away with Words, svo einhverjar séu nefndar. Restin er þverskurður af veraldarbíói með sterkum austur- lenskum áherslum. Utan keppni (Out of Competition) Hér er hægt að ganga að góðvin- um hátíðarinnar, gjaman leikstjór- um sem unnið hafa gullpálmann og skapað sér nafn, einnig era þama sýndar stórar fallbyssur frá Hollywood-maskínunni og fleira. Samtals 7 myndir í ár. Opnunar- mynd hátíðarinnar, The Barber of Siberia, tilheyrir þessum flokki og er leikstýrt af Nikita Mikhalkov (Burnt by the Sun), þetta er þriggja tíma stórmynd með Juliu Ormond og Richard Harris í aðalhluverk- um (var ekki fullreynt með þau í Smillu?). Þrillerinn Entrapment eftir Jon Amiel er og þama til heiðurs Sean Connery, Kevin Smith sýnir Dogma með Matt Damon og Ben Affleck, Soder- bergh dúkkar upp með nýjustu mynd sína The Limey og gamli skröggurinn Werner Herzog segir okkur frá besta óvini sínum í sam- nefndri mynd. Stuttmyndir (Short Films) Samkeppni þar sem nýtt hæfi- leikafólk fær að spreyta sig og leið- ir það gjarnan til þátttöku í öðram flokkum hátíðarinnar síðar meir. Dæmi um það er skólasystir min úr National Film and Television School í Bretandi, Lynne Ramsay, sem í fyrra vann þessa samkeppni með stuttmynd sinni og birtist nú í „Un Certain Regard" með fyrstu bíómynd sína, Ratcatcher, uppvaxt- arsögu frá Glasgow áttunda áratug- arins. Samtals 12 myndir í ár. Leik- stjóri Festen, Thomas Vinterberg, er formaður dómnefndar. Hálfur mánuður leikstjóra (Director’s Fortnight) Vettvangur fyrstu mynda leik- stjóra og mynda sem þykja merki- legar uppgötvanir, þó ekki teljist hann til hins opinbera vals. Sam- tals 21 mynd í ár. Athygli vekur að nýjustu mynd Spike Lee, Summer of Sam, er að finna hér en aðstand- endur hafa lýst því yfir að með þessu séu þeir að heiðra minningu fyrrum umsjónarmanns þessa flokks, Pierre-Henri Deleau, sem David Chronenberg. „Vandræðabarnið" sem leiðir dómnefndina í Cannes í ár. á sínum tíma „uppgötvaði" Lee með mynd hans She’s Gotta Have It. Franskar myndir eru einnig áberandi hér, en sérstakur flokkur þeirra hefur verið lagður niður. í þeim hópi er að finna fyrstu bíó- mynd íslenska leikstjórans Sól- veigar Anspach, Haut les coeurs, um ófríska konu sem fær krabba- mein. Sólveig hefur starfað við heimildarmyndagerð í Frakklandi um árabil. Gagnrýnendavika (Critic’s Week) Heimssamtök kvikmyndagagn- rýnenda sýna hér sjö myndir og velja eina sem þeir telja skara fram úr. Þetta apparat stendur utan við hina formlegu hátíð en er engu að síður orðið fastur liður og fær jafn- an mikla athygli. Ekki má svo gleyma Gullmynda- vélinni (Camera d’or) sem era önn- ur verðlaun hátiðarinnar og veitt athyglisverðustu frumraun leik- stjóra. Eins og ávallt blæs hressilega um hátíðina því þetta er tilfinn- ingasamur bransi. Kínverski leik- stjórinn Zhang Yimou dró tvær myndir sínar, Not One Less og The Road Home, til baka og sakaði að- standendur hátíðarinnar um að hafa einstrengingslega pólitíska sýn á kínverskar kvikmyndir. Gil- les Jacob, sem venjulega þræðir heimsbyggðina með háttvísi diplómatsins, svaraði því aðeins til að aðrar kinverskar myndir hefðu verið valdar í keppnina að þessu sinni. Það er þó athyglisvert að Yimou, sem hingað til hefur ekki skotið upp kollinum í Cannes þeg- ar myndir hans hafa verið valdar í keppnina, skuli draga Not One Less til baka þegar hún hefur verið valin í „Un Certain Regard". Hvað varðar hina myndina þá hafa að- standendur bent á að hún hafi ekki verið valin í eitt eða neitt. Hollywood er minna áberandi i ár en oft áður og vill Jacob kenna um skorti á gæðamyndum frá kvik- myndaverunum, auk þess sem tímasetning hátiðarinnar stangist á við markaðsáætlanir myndver- anna. John Sayles bendir einnig á hina eilífu klemmu stórmógúlanna; þeim líki hátíðin vel en hafi áhyggjur af að fá „listrænan" stimpil á myndir sínar með því að sýna þær í Cannes og draga þannig úr aðsókn á þær. Það er vandlifað í þessum heimi. íslenskir framleiðendur munu herja á hátíðina til að kynna mynd- ir sínar og leita fjármagns í ný verk. Engin íslensk mynd er innan vébanda hins opinbera vals að þessu sinni en koma tímar og koma ráð ... Ásgrímur Sverrisson jlachei \ r ■ „Að þurfa aBeins vera falleg og fá ekkert ann- aö aö gera er þaB leiBinlegasta sem ég get hugsaB mér,“ segir Mlchelle Pfelffer sem leik- ur aBalhlutverkiB í Deep End of the Ocean sem Stjörnubíó hefur hafið sýningar á. Pfeif- fer, sem margir telja aö hafi mesta útgeislun Hollywoodstjarna sem komar eru á fimmtugs- aldurinn, hefur í gegnum árin flakkað milli dramatískra hlutverka (Dangerous Liasons, Love Reld, The Age of Innocence, Dangerous Minds) og gamanhlutverk (Married to the Mob, Batman Returns, One Rne Day) með miklum glæsibrag og reisn og er yfirleitt efst á listum framleiðenda sem eru í leit aB leikkonu I aöalhlutverk. Michelle Pfeiffer er fædd og uppalin í Kaliforn- íu og var kassastúlka í stórmarkaöi þegar hún tók þátt i feguröarsamkeppninni Miss Orange County og sigraði. Með draum í bijósti um aö verða kvikmyndaleikkona fór hún til Hollywood og reyndi að koma sér á framfæri. Fljótt fékk hún lítil hlutverk í sjónvarpsserium og auglýs- ingum, nánast eingöngu út á útlitið. Ekki var byrjunin í kvikmyndum glæsileg því fyrsta aðaF hlutverkiö sem hún fékk var í Grease 2, sem allir eru sammála um að sé sérlega vond kvik- mynd. Það bjó samt mikið í Pfeiffer og þaö sýndi hún í sinni næstu kvikmynd, Scarface, þar sem hún lék eiginkonu Al Paclno. Nú fór boltinn að rúlla og hún lék í hverri myndinni af annarri og eftir frammistöðu hennar í Danger- ous Liasons og Married to the Mob var hún komin efst á stjörnuhimininn í Hollywood. Fæðlngardagur og ár: 29. aþril 1958. Fæðlngarstaður: Santa Ana, Kaliforníu. Stjörnumerkl: Sól f nauti, tungl í meyju. Elglnmaöur: David Kelley, sjónvarpsframleið- andi (Chicago Hope, Ally McBeal). Fyrrum elglnmaður: Peter Horton, leikari. Böm: Claudia Rose (ættleidd), John Henry (með Kelley) Kvlkmyndlr:Hollywood Knights (1980), Callie and Son (1981), Grease 2 (1982), Scarface (1983), Ladyhawke (1985), Into the Night (1985), Sweet Liberty (1986), The Amazon Woman on the Moon (1987) The Witches of Eastwick (1987), Tequila Sunrise (1988), Dangerous Liasons (1988), Married To The Mob (1988), The Fabulous Baker Boys (1989), The Russia House (1990), Frankie & Johnnie (1991), Batman Returns (1992), Love Field (1993), The Age of Innocence (1993), Wolf (1994), Dangerous Minds (1995), One Fine Day (1996), To Gillian on Her 37th Birthday (1996), Up Close and Per- sonal (1996), A Thousand Acres (1997), The Deep End of the Ocean (1999). 4 r 14. maí 1999 f Ókus 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.