Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 Fréttir Gríðarstemning með okkar fólki í Eurovisionhöllinni í Jerúsalem: Sumum Svíum fannst að ísland ætti að vinna DV, Jerúsalem: Andrúmsloftið meðal íslending- anna í Jerúsalem var rafmagnað þegar laugardagurinn rann upp. Fólk vissi að ísland yrði ofarlega í Eurovisionkeppninni en enginn þorði að segja það. Allir voru nokk- uð vissir um að viö yrðum í einu af funm efstu sætunum. Eftir því sem leið á daginn sannfærðist fólk enn frekar. í skoðanakönnun sem var gerð á lokaæfingunni á föstudaginn varð ísland í efsta sæti, ísland var í toppsætinu í veðbönkum og einnig í áhugamannaklúbbum. Fólk fann að eitthvað var að gerast. Þegar komið var í höllina um kvöldið var mikill hiti og spenna í lofti. Meðbyrinn með íslenska lag- inu var greinilegur. „Þið verðið að vinna,“ sagði ísraelskur sjónvarps- tökumaður við íslendingana. Mjög margir gestir héldu greinilega með litla landinu í Norður-Atlantshaf- inu. Margir ísraelar voru famir að veifa íslenska fánanum. Stemningin í salnum var sterkust og mest klappað þegar íslenska liðið kom upp á sviðið. Klappið hélt áfram lagið út og straumarnir góðir. Selma og hennar fólk stóð sig með mlklum sóma í Jerúsalem og margir töldu að hún hefði átt skilið að vinna. Allt ætlaði um koll að keyra þegar íslendingarnir höfðu lokið sér af. Fram að þessu hafði Króatía skap- aö mesta stemninguna en fremur lítið var klappað þegar Svíþjóð lauk sínu lagi. Þegar úrslitin lágu síðan fyrir um kvöldið - annað sætið og 146 stig - sagði ein norsk stúlka við tíðindamann DV að hún væri eyðilögð - íslendingar hefðu átt að vinna. Meira að segja sumir Svíar voru ósáttir við úrslitin: „Þið hefð- uð átt að vinna.“ Stemningin á staðnum var með íslandi þótt það Sænska söngkonan Charlotta Nil- son náði fyrsta sæti með laginu Take me to your heaven. skilaði ekki beint sigurstigum. Selma söngkona Björnsdóttir var í raun eini íslendingurinn sem hélt sér á jörðinni ailan tímann. Eftir keppnina voru íslending- arnir feiknalega ánægðir enda hef- ur landið aldrei náð svona langt áður. Selma var himinlifandi og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson líka. í hópnum ríkti almenn gleði og hamingja. Breska söngkonan Kalli sagði eftir keppnina að Selma væri frá- bær. Það væri ótrúlegt hvernig hún gæti bæði dansað „eins og brjálæðingur en sungið eins og engill á meðan." „Nú takið þið okkur í gegn á breska listanum," sagði hún. -kpj/-Ótt Frændur vorir, Svíar Já, það munaði ekki miklu að við sigruðum í Eurovision. Vantaði bara nokkur atkvæði upp á að íslendingar stælu sigrinum eins og Manchester gerði fyrr í vikunni. Æsispennandi atkvæðagreiðsla, þar sem Sviamir, skepn- urnar, sigu fram úr á lokasprettinum. Jæja, kannski eigum við ekki að tala illa um Svíana, greyin. ímynd- ið ykkur, ef við hefðum unnið. Þjóðin heföi gengið af göflunum, is- lendingar hefðu fengið mikilmennskubrjál- æði, forsetinn hefði þurft að sæma Selmu riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og Bjöm menntamálaráð- herra hefði þurft að reisa hér tónlistarhöll í ein- um grænum. Sigurinn hefði kostað okkur milljarða í útgjöld- um og það akkúrat á þeim tímapunkti þegar rík- isstjómin er mynduð upp á nýtt undir því fororði að þjóðin spari. Stöðugleikinn er fyrir mestu, seg- ir Davíö og allur stöðugleiki hefði fokið út í veð- ur og vind ef Selma hefði unnið og Island þurft að halda keppnina að ári. Já, Svíarnir björguðu okkur frá þessari koll- steypu, björguðu stöðugleikanum, enda eru Svíar frændur vorir og vinir og svo kannski Þjóð- verjamir, þessir andskotar, sem ekki gáfu okkur eitt einasta atkvæði af því að þeir vora hræddir um að við mundum vinna. En þeir töpuðu líka, Þjóðverjar, og það var gott á þá eins og Bayem Munchen að tapa, enda komnir í æflngu í ósigr- um og skilja ekki og vita ekki að þeir áttu mest- an þáttinn í því að íslenska ríkistjórnin slyppi fyrir horn með stöðugleikann. Við verðum, að efla vináttu- og stjómmála- tengsl við Þýskaland og forsætisráðherra þyrfti helst að fara aftur í opinbera heimsókn til Þýska- lands, til að þakka fyrir sig. En annað sætið var flott hjá Selmu og miðað við allar móttökumar í ísrael og hvað Selma var algjörlega lömuð af geðshræringu vegna þeirrar athygli sem hún vakti, var þetta frábær frammi- staða og íslenska þjóðin hélt niðri í sér andanum fram eftir öllu laugardagskvöldi og ýmist hló eða grét yfir úrslitunum. Hún grét yfir því að tapa svona naumlega og flestum líður eins og Bæjurum eftir leikinn í Barcelona. En ráðherramir hlógu af gleði í anda þess stöðugleika, sem nú er tryggður. Eurovision hefði nefnilega getað kollvarpað kosningaúrslit- unum og ef Selma hefði ekki lamast vegna athygl- innar hefðum við unnið og við getum þakkað at- hyglinni, Svíunum og Þjóöverjunum fyrir að hafa sloppið með skrekkinn. En samt, samt var þetta skítt að tapa, af því að við vorum svo nálægt því að sigra. En það er ekki Selmu að kenna, heldur þessum þjóðum sem hafa ekki tónlistarsmekk. Og Svíunum, frændum vor- um, sem brugðust ekki frekar en fyrri daginn, að gefa okkur langt nef. Dagfari sandkorn Sjgurvissa Útvarpið þótti fara heldur geyst í fréttaflutningi sínum á föstudag þegar Björn Bjama- son menntamálaráðherra var beinlínis spurður að því hvar ís- lendingar ættu að halda Eurovision- keppnina að ári. Slík var sigurviss- an. En ekki var á vísan að róa í þessari keppni eins og íslending- ar ættu að vita manna best. Þó Selma Björns- dóttir stæði sig eins og hetja fór sænska meiköppgell- an sem söng Abbalagið með sigur af hólmi með því að bjóða áheyr- endum með sér í draumaveröld... Skattafár Eftir á að hyggja andar kannski einhver léttar þar sem sigur í Eurovisionkeppninni hefði leitt af sér ógurleg læti við byggingu ráðstefnu- og tónlistar- miðstöövar sem Ingibjörg Sól- rún Glsladóttir borgarstjóri setti á oddinn í kosningabarátt- unni í fyrra. En það eru svo sem fleiri en borgar- stjóri sem vilja slíka miðstöð, þar á meðal öflugir þrýstihópar alls kyns menning- armógúla. Bygging tónlistarhúss og ráðstefnumið- stöðvar hefði aukið verulega á þensluna sem ríki og sveitarfélög eiga víst að hamla gegn, og senni- lega haft verulegar skattahækk- anir í för með sér. Er nokkuð víst að þær hafa ekki verið efst á óskalista Selmu... Hinn vinalausi Mikið uppnám varð innan stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Vestfirðinga, Básafells hf., þegar Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frá Rifi, keypti sig inn í fyrirtækið með það fyrir augum að ná yfirráðum þar. Þetta mistókst og nú situr hann uppi áhrifalaus með hlut sinn. Stjómendur Básafells eru sagðir með það á hreinu að Ein- ar Oddur Krist- jánsson alþingismaður og Hin- rik Kristjánsson, sem stjórnar frystihúsi Básafells á Flateyri, séu höfuðpaurar í málinu og nú er þess beðið að uppgjör fari fram og Einar Oddur og Hinrik hljóti verðskuldaða ráðningu. Vestra gengur Guðmundur undir nafn- inu „hinn vinalausi“... Heiðurssætið Miklar breytingar hafa orðið á borgarstjórn á þessu kjörtíma- bili, svo miklar að menn hafa séð fyr- ir sér alveg nýja borgarstjórn í lok kjörtímabilsins. í þvi sambandi var nefnt að ef kjörtímabilið væri aðeins lengra gæti far- ið svo að Gylfi Þ. Gíslason, sem var í 30. sæti R-listans, heið- urssætinu, mundi setjast í borg- arstjórn. Hingað til hefur heið- urssætið þótt örugg trygging fyr- ir því að menn þyrftu ekki að setjast í borgarstjórn. En ekkert er öruggt í henni veröld og líkur á að erfitt muni reynast að skipa heiðursssæti listanna í komandi borgarstjórnarkosningum. Og nóg hafa vandræðin verið fyr- ir... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.