Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 37
I>'Vr MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 53 Gradualekórinn í heimsókn hjá stjórnanda sínum, Jóni Stefáns- syni. Forspil að Kanada- ferð í kvöld, kl. 20, heldur Gradu- alekór Langholtskirkju tónleika í Langholtskirkju. Undirleikari kórsins er Lára Bryndis Eggerts- dóttir og einsöngvarar úr röðum kórfélaga koma fram. Efnisskráin mun bera keim af Kanadaferð kórsins í sumar og veröa íslensk og kanadísk verk áberandi, meðal annars ættjarðarlög, þjóðlagaút- seningar eftir Jón Ásgeirsson og Salutatio Marie eftir Jón Nordal. Frá Kanada mun meðal annars hljóma verk þar sem sungið er á indíánamáli og kórinn skapar frumskógastemningu með ýms- um dýra- og fuglahljóðum. Tónleikar Tónleikarnir í kvöld verða sið- ustu tónleikarnir sem haldnir verða i Langholtskirkju fyrir lok- un hennar hinn 1. júní en þá heíj- ast framkvæmdir við uppsetn- ingu kórglugga úr steindu gleri sem listamaðurinn Sigríður Ás- geirsdóttir hefur gert. Að því verki loknu hefst uppsetning á nýju orgeli seinast í júní. Átta manna flokkur kemur með org- elsmiðnum og setur orgelið upp og einnig orgel í Neskirkju. Það tekur rúma tvo mánuði. Tríó Niels-Hennings Orsteds Pedersens í Þjóðleikhúsinu: Klassískir djassópusar og norræn þjóðlög Niels-Henning 0rsted Pedersen er kominn til íslands í 11. sinn og held- ur tónleika í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Niels kom síðast með tríó til íslands á RúRek-djasshátíðina 1994 og voru þá með honum Ole Kock Hansen og Alex Riel. í þetta skipti kemur hann með tríó sitt er leikur með honum á nýjustu plötu hans: This Is All I Ask. Þar.leikur á gítar Ulf Wakeni- us og á trommur Jonas Johanssen. Niels-Henning þarf ekki að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum. Ætli nokkur annar erlendur stór- meistari í tónlist hafl komið jafn oft til að spila fyrir okkur, ef undan eru skildir Erling Blöndal Bengtson og Vladimir Ashkenazy. Þeir eru báðir tengdir íslandi en Niels heillaðist af íslenskri menningu í æsku er hann kynntist íslendingasögunum. Engin lönd, að heimalandinu undaskildu, metur hann meira en ísland og Færeyjar. Niels lék fyrst á íslandi 1977 með Ole Kock og Alex og síðan hefur hann leikið hér með snilling- um á borð við Philip Catherine, Oscar Peterson og Tete Montoliu. Tónleikar Ulf Wakenius kom hingað með Niels 1991 og lék með tríói hans í Háskólabíói. Þar var trommarinn Alvin Queen þriðji maður. Ulf hefur leikið með mörgum stórsnillingum djassins, m.a. Herbie Hancock og Joe Henderson og hann er gítarleik- ari á nýjustu kvartettplötum þeirra Oscars Petersons og Rays Browns. Jonas Johansen er einn af helstu trommurum Dana og hefur leikið með Stórsveit danska útvarpsins síöan 1991. Hann hefur m.a. leikið með Art Farmer, Kenny Drew og Doug Raney og hefur gefið út tvo diska með hljómsveit sinni, Move, þar sem Fredrik Lundin leikur á saxófón. Efnisskrá tríósins er sem fyrr úr ýmsum áttum. Frumsamin verk hans, ný og gömul, klassískir djassópusar og norræn þjóölög - og eitt er víst að það er enginn svikinn þegar Niels-Henning stígur á svið og slær töfragígju sína. Niels-Henning var fyrstur rýþmískra tónlistarmanna til að fá tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs og sá eini sem hefur hlotið þau síð- an er Björk Guðmundsdóttir. Hún var að vísu fyrri til en hann að koma fram i Þjóðleikhúsinu en það er mikill heiður fyrir Jazzvakningu að geta boðið upp á tónleika tríós Niels-Hennings þar í samvinnu við danska sendiráðið á íslandi. Tón- leikamir heflast kl. 21. Niels-Henning Orsted Pedersen sýnir snilli sína í kvöld. A W ** „i dagð^HI^ Val Kilmer leikur blindan mann sem fær sýn. Að sjá og ekki sjá Laugarásbíó sýnir um þessar mundir At First Sight. í henni leikur Val Kilmer ungan mann sem missti sjónina þegar hann var smádrengur. Þegar gerður er á honum tilraunauppskurður fær hann sýn. Eins og gefur að skilja verða viðbrigðin mikil. Honum er nánast hent út í veröld sem hann þekkir ekki og hefur enga mein- ingu fyrir hann. í raun verður hann fyrst að deyja sem blind manneskja til að geta lifað sem sjáandi. Hann er maður sem '///////// Kvikmyndir n/l/ilL aldrei hefur gert mun á ketti og hundi, verð- ur að þekkja að læra liti og fyrst og fremst að ljós er eitthvað sem hann á ekki að hræðast. Með tím- anmn lærir hann að láta ekki aug- un ráða ferðinni heldur hjartað. Auk Kilmers leika í myndinni Mira Sorvino, Kelly McGillis, Steven Weber, Bruce Davison og Nathan Lane. Leikstjóri er Irwin Winkler. Bíóhöllin: She's All That Saga-Bíó: My Favorite Martian Bíóborgin: Rushmore Háskólabió: Forces of Nature Háskólabíó: 200 Cigarettes Kringlubíó: True Crime Laugarásbíó: EDtv Regnboginn: Taktu lagid, Lóa Stjörnubíó: lllur ásetningur \ r ' Veðrið í dag Súld eða rigning í dag verður norðan- og norðaust- anátt á landinu, víðast 4 til 5 vind- stig eða 3-8 m/s. Gera má ráð fyrir dálitilli súld eða rigningu um land- ið norðaustan- og austanvert og eins er spáð rigningu á Suðausturlandi. Suðvestan- og vestanlands verður skýjað með köflum og líkur á síð- degisskúrum. Fremur svalt verður, einkum norðan til. Sólarlag í Reykjavík: 23.27 Sólarupprás á morgun: 3.24 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.22 Árdegisflóð á morgun: 7.36 Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri rigning 8 Bergsstaðir rigning 7 Bolungarvík skúr 6 Egilsstaðir 11 Kirkjubæjarkl. rigning 9 Keflavíkurflv. skýjað 9 Reykjavík úrkoma í grennd 8 Stórhöfði ringing 8 Bergen léttskýjað 12 Helsinki léttskýjað 15 Kaupmhöfn rigning á síð.kls. 13 Ósló skýjað 15 Stokkhólmur 13 Þórshöfn skýjað 10 Þrándheimur skúr á síð.kls. 9 Algarve skýjað 21 Amsterdam alskýjað 15 Barcelona mistur 22 Berlín skýjað 30 Chicago léttskýjað 19 Dublin rigning og súld 10 Halifax léttskýjað 16 Frankfurt skýjað 28 Hamborg skýjað 19 Jan Mayen alskýjað 2 London rigning 13 Lúxemborg skýjað 25 Mallorca mistur 23 Montreal heiðskírt 20 Narssarssuaq rigning 9 New York léttskýjað 21 Orlando hálfskýjað 23 París léttskýjað 26 Róm heiðskírt 26 Vín léttskýjað 26 Washington heiðskírt 18 Winnipeg 10 Valný og Jón eignast dóttur Litla myndarlega telp- an á myndinni fæddist á sjúkrahúsi Akraness 3. Barn dagsins maí síðastliðinn, kl. 17.47. Við fæðingu var hún 12,5 merkur að þyngd og 50 sentímetra löng. Foreldr- ar hennar eru Valný Heba Hauksdóttir og Jón Tryggvi Jónsson. Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 kurteis, 8 hugarburður, 9 áköf, 10 flöggin, 12 matarveisla, 13 næða, 15 embætti, 16 bardagi, 18 stertur, 20 komist, 22 flölga. Lóðrétt: 1 lyfti, 2 tilhneiging, 3 skaga, 4 vart, 5 góð, 6 klaki, 7 hólf, 11 óhreinka, 12 kvenmannsnafn, 14 vit, 17 gangur, 19 einkennisstafir, 21 borðaði. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 gómsætt, 8 ágætt, 9 ei, 10 fara, 11 tin, 12 amt, 14 kinn, 15 óa, 16 ranga, 18 nagg, 20 er, 22, nöf, 23 áin. Lóðrétt: 1 gáfa, 2 ógaman, 3 mær, 4 staka, 5 ættingi, 6 tein, 7 tinna, 13 traf, 15 ógn, 17 gen, 19 gá, 21 ró. Gengið Almennt gengi LÍ 28. 05. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 74,370 74,750 73,460 Pund 118,740 119,350 118,960 Kan. dollar 50,410 50,720 49,800 Dönsk kr. 10,4550 10,5120 10,5380 Norsk kr 9,4320 9,4840 9,4420 Sænsk kr. 8,6510 8,6990 8,8000 Fi. mark 13,0640 13,1425 13,1780 Fra. franki 11,8414 11,9126 11,9448 Belg. franki 1,9255 1,9371 1,9423 Sviss. franki 48,8100 49,0800 48,7200 Holl. gyllini 35,2473 35,4591 35,5548 Þýskt mark 39,7145 39,9531 40,0610 ít. líra 0,040120 0,04036 0,040470 Aust. sch. 5,6448 5,6788 5,6941 Port. escudo 0,3874 0,3898 0,3908 Spá. peseti 0,4668 0,4696 0,4710 Jap. yen 0,617000 0,62070 0,615700 írskt pund 98,626 99,219 99,487 SDR 99,850000 100,45000 99,580000 ECU 77,6700 78,1400 78,3500 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.