Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 32
i 48 MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 Hringiðan Tískusýningar voru haldnar með reglulegu millibili á sýningunni Lifstill ‘99 í Höllinni um helgina. Þar sýndu meðal annarra Gallerí eðaiklasði, Brúðarkjóla- leiga Dóru og Brúðar- kjólaieiga Katrínar. Á laugardaginn voru opnaðar tvær sýningar á Kjar- vaisstöðum. Annars vegar sumarsýning listasafns Reykjavíkur og hins vegar sýning á verkum Hol- lendingsins Karels Appels sem ber yfirskriftina Leikföng af loftinu. Eiríkur Þorláksson, forstöðu- maður listasafns Reykjavíkur, rabbar við Appel og konu hans, Harriet de Visser. Stórsýningin Lífstíll ‘99 - glæsi- leiki og munaður var í gangi um aila helgina. Margt var um manninn og mikiðaðgerast. Þess- ir guttar, Jónas Logi, Þorbjörn Óli, Alexander og Ásgeir, fundu t.d. Nin- tendo tölvu og voru ekki lík- legir til hreyfingar næstu tím- ana. >- t Vorhátíð foreldrafélagsins í ís- aksskóla var haldin á laugardag- inn. Þá var farið i skrúðgöngu með lúðrasveit frá skólanum niður á Miklatún. Hjörtur Guttormsson bar stoltur íslenska fánann. Hólabrekkuskóli er 25 ára um þessar mundir. í tilefni af því var afmælisdagskrá í skólanum á laugardaginn og mikið um að vera. Félagarnir Andrés Pétur og Patrek rúntuðu um lóðina í kraftmiklum kassabíl. yfir bæinn á og hvorki bílar né gangandi vegfarend- ur voru sjáanlegir á götum úti meðan á keppninni stóð. Eftir vel- gengni Selmu streymdu fbúar júróvisjónpartíanna út með íslenska fánann við hún. Halldór og Ingvar voru á rúntinum með fána á lofti og Selmu í botni. Júróvisjónstjarnan Páll Óskar stóð fyrir júró- visjóndjammi á skemmtistaðnum Spotlight á laugar- daginn. Palli var heidur betur sáttur við frammistöðu Selmu í Jerúsalem og sleppti disknum hennar ekki allt kvöldið. DV-myndir Hari Það voru haldin Júróvisjónpartf úti um allan bæ á laugardaginn. Nánast hvert einasta mannsbarn fylgdist með Selmu í Jerúsalem og ekki brást hún okkur, blessunin. Rétt vantaði herslumuninn tii að fá keppnina hingað til lands á næsta ári. Siggi, Dóri, Friða, Sandra, Björn, Hannes, Morgan, Þórunn og Sigurjón horfðu saman á keppnina og skemmtu sér alla vega hið besta. Arngunnur Ýr Gylfa- dóttir opnaði sýningu í Gallerí Sævars Karls á laugardaginn. Lista- konan er hér ásamt klæðskeranum sjálfum, Sævari Karli Ólafssyni, á opnunardaginn. usW-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.