Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 16
16 enning MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 DV Umsjón Adalsteinn Ingólfsson mm í minningu listamanns Undir áhrifum Ung dönsk kona, Janne Teller, gaf á fimmtu- daginn var út sina fyrstu bók, Eyju Óóins, 500 síðna doðrant um Óðin - þann eineygða - (á mynd) og það sem gerist þegar hann kemur aftur til jarð- arinnar. Hann kem- ur í líki gamals S‘ herramanns sem er ákaflega kurteis og elskulegur en ger- samlega minnislaus (búinn að týna hröfnun- um sínum) og danska nútímasamfélagið veit Íekkert hvað það á við hann að gera - maður- inn hefur enga kennitölu! Janne hefur unnið hjá Evrópubandalaginu og Sameinuðu þjóðun- um og hefur lítið álit á öllum „kerfum". Sagan m þykir sögð af mikilli frásagnargleði og fékk ágæta dóma á útgáfudaginn í dönskum blöð- um. í viðtali við Janne í Politiken kemur fram að það tók hana fjögur ár að skrifa bókina - Ifjögur heil ár: hún tók sér aldrei frí, ekki einu sinni á gamlárskvöld! Hún segist einkum hafa stutt sig við norræna goðafræði við skriftirn- ar en það eru ekki einu áhrifin sem hún fékk frá íslandi; hún nefnir einnig Einar Má Guð- mundsson sem áhrifavald - auk höfundanna : Kafka, Gogoi og Astrid Lindgren! Síðasta kvöldmáltíðin Margir islenskir Ítalíufarar hafa komið til MUanó og hafa þá ekki látið hjá líða að skoða eitt af lykUverkum ítalskrar Endurreisnar, veggmynd Leonardos af Síóustu kvöldmáltíó- inni í matsal mimkanna við kirkjuna Santa Maria della Grazie. Og sjálfsagt hafa margir | þeirra orðið fyrir jafnmiklum vonbrigðum og undirritaður við að sjá myndina fyrsta sinni, þar sem hún er afar illa farin, fyrst og fremst vegna þess að Leonardo (á mynd) var að gera tilraunir með liti, þ.e. að fúska, þegar hann málaði hana. Oftsinnis hefur verið reynt að gera við Síóustu kvöldmáltíóina, en án veru- legs árangurs. Nú er loksins lokið mikiUi viðgerð á myndinni ! sem hófst árið 1977. Eldri lög málningar hafa verið flarlægð, upprunalegir litir magn- aðir upp og nýjum litum bætt við þá fleti sem voru verst útlítandi. Hið síðastnefnda hefur vald- ið listfræðingum nokkrum áhyggjum, og ” hafa sumir þeirra talið að með því að auka nýjum litum við myjidina séu forverðir að ganga á hlut listamannsins. Alt um það er almenningi nú heimUt að 1 skoða Siöustu kvöldmáltióina á nýjan leik eft- ir langt hlé, en nú verða gestir að láta sér lynda að mynda 25 manna biðraðir í hæfUegri fjarlægð frá henni, og fær hvert „hoU“ 15 mín- útur tU að ljúka sér af. Listasafnið kaupir Svavarsverk Um nokkurra ára skeið hefur Svavar Guðni Svavarsson (á mynd), sonur Svavars Guðna- sonar listmálara, verið að selja verk sem hann erfði eftir fóður sinn. Nú mun Listasafn íslands hafa keypt 15 verk eftir Svavar, olíumálverk, pastel- myndir og vatnslitamyndir sem voru í eigu Svavars Guðna, flest þeirra frá árunum 1949-50. Kaupverðið var 1,2 mUljónir. Stórgjaflr tU listasafna geta verið tvíeggjaðar. Sjálfsagt eru þær flestar gefnar af góð- um hug og oft mynda þær kjama listasafnsins sem hvort sem er hefur sjaldnast fjárráð tU stórinnkaupa. Ým- ist em það einkasöfn með verkum eftir marga lista- menn sem eru gefin eða lífs- starf einstakra listamanna. í staðinn er það hlutverk lista- safnsins að sýna gjöflnni virð- ingu með sýningum og út- gáfu. Og það getur verið afar vandasamt og í sumum tUvik- um alls ekki listamanninum í hag. Mér skUst að kjarninn í listaverkaeign Listasafns Kópavogs séu verk Gerðar Helgadóttur og hjónanna Magnúsar og Barböru Árna- son. Þetta vorið er haldin stór yfirlitssýning á verkum Magnúsar en bæði Gerði og Barböru hafa þegar verið gerð slik skU. Ég ímynda mér að það hafl verið nokkur höf- uðverkur fyrir aðstandendur Gerðarsafns að undirbúa þessa sýningu. FeriU Magnús- ar er flókinn og ómarkviss og Magnús Á. Árnason - Nikulásargjá, 1960. ógerningur að hengja hann á einhvern listasögulegan snaga. Ekki svo að skilja að hann hafi verið einhver brautryðj- andi því verk hans era algjörlega hefðbundin, hvert á sinn hátt, en hann breytti oft um stU, hélt sig þó mest á löngu troðnum slóðum. Efni, tækni, stíll og aldur Verkin á sýningunni virðast í grófum dráttum flokkuð eftir efni, tækni, stU og aldri. Uppi eru aðallega málverk, þau eldri í vestursal en yngri í austursal. Á neðri hæð eru teikningar og meginþorri högg- myndanna. Flest eiga verkin það sameigin- legt að vera stíf og lífvana en þó eru nokk- ur portretta hans (skúlptúrar) nokkuð fal- leg, t.d. bamamyndimar og myndin af Þor- steini Valdimarssyni skáldi. Litaskalinn í málverkunum er oft flnlegur en formmótun- in er einhvem veginn of flöt til að myndim- ar verði spennandi. Nokkrar myndir sem hanga gegnt innganginum í austursalinn eru þó að mínu mati faUegar, t.d. Steinn og Fannaflekkir, þó hann bregði þar nokkuð fyrir sig spaðanum sem ýmsum þykir ómerkileg tækni. Ég get ekki annað sagt en vel hafl verið stað- ið að uppsetningu sýningarinnar. Eins og þeg- ar er komið fram er hún einkennUeg sem myndlistarsýning en sjálf er sýningin eins konar portrett og sem slik dregur hún upp áhugaverða mynd af óvenjulegum manni sem helgaði listinni aUt sitt líf án þess að ná veru- lega góðum tökum á henni. Sjálf hef ég þá kenningu að Magnús hefði ekki átt að læra, hann hefði notið sín mun betur sem„náttúru- barn“ eða „naívisti“ þó óvíst sé að honum hefði sjálfum verið sú niðurstaða mín að skapi. Myndlist Áslaug Thorlacius Saxófónleikarinn David Sanbom hefur löngum verið tengdur bræðingstónlist. Flestar plötur hans munu flokkast undir þá tegund tónlistar og jafnvel undir instrúm- ental-popp þótt einnig hafl hann hljóðritað „hreina“ djasstónlist ef svo má kalla það. Á nýjasta geisladiski sínum er hann í sam- starfi með Marcus MiUer likt og Miles Dav- is á plötu sinni Amandla. Afraksturinn hér er þó aUur annar og miklu poppaðri eins og búast má við þar sem finnast hljóðritanir eins og Daydr- eaming eftir Arethu Franklin sem Cassandra WUson syngur og gamli blússmellurinn Ain¥t no Sunshine í flutningi Stings. Nú er nær aldarfjórðungur frá því að fyrsta plata San- borns kom út svo að hann má teljast einn af frumherjum bræðingstónlistar. Það má kannski helst líkja tónlist hans við annan frumherja bræðingsins, Ramsey Lewis, að því leyti að báðir vora þeir heldur léttari á bárunni en Herbie Hancock og þeir Brekkubræður, Michael og Randy. Fyrsta lagið á Inside er reyndar tUeinkað Hancock og Michael Brecker kemur þar við sögu sem og reyndar í fleiri lögum. Aðrir gestir era til að mynda Don Alias á slag- verk, Gene Lake trommari, gítarleikarinn BiU Frisell og hammondspilarinn Ricky Pet- erson. Upptökustjóm er í höndum MUlers sem sér um bassa- og píanóleik og stór Coltrane hluti disksins er tekinn upp í heimahljóðver- um þeirra félaga. Ljúfur og þægUegur diskur handa þeim sem vUja finna ilm af djass- og fönkréttum án þess að fara aUa leið. Geislaplötur Ingvi Þór Kormáksson Helgispjöll - „ólíkur eftir tímabilum". Vart er hægt að hugsa sér ólíkari altósax- ófónleikara en þá Sanborn og John Coltrane. Sumir aðdáendur Coltranes myndu segja að það jaðraði við helgispjöll að nefna þá í sömu andrá. Þótt hvoru tveggja músíkin flokkist strangt tUtekið undir djass þá er óravegur þarna á milli. Að vísu er tónlist Coltranes mjög ólík innbyrðis eftir tímabU- um og hvort hann var að fást við eigin verk eða alþekkt lög úr söngleikjum og baUöður á borð við Lush Life. Á tveggja diska albúmi sem spannar síðustu tíu árin í lífi hans má heyra sitt af hverju tagi. Talsverð áhersla er lögð á að kynna tU sögunnar aðgengi- legri hljóðritanir meistarans en nasasjón fá hlustendur vissulega af nokkram „erfiðari" verkun- um. í heild virðist sem vel hafi tekist til um valið, sérstaklega þó ef meiningin hefur verið að kynna John Coltrane og list hans fyrir þeim sem ekki þekkja mikið tU. Þar hjálpar líka til stuttur og útúrdúralaus pistiU í diskbæklingi. Á diskunum eru náttúrlega margar frægar hljóðritanir og margir heimsins bestu djassleik- arar koma við sögu; Elvin Jones, Tommy Flanagan, Lee Morgan og Paul Chambers, svo aðeins örfárra sé getið. Einnig má finna hljóðritun af verkinu India sem ekki hefur komið út áður og tón- leikaupptöku af My Favorite Things auk þeirrar sem þekkt- ust er af því lagi. AUt í aUt eru þetta tuttugu verk og sum býsna löng en öll meiri háttar. Bókarævintýri Ljóðabók Sindra Freyssonar, harði kjarninn (njósnir um eigin líf), sem kom út hjá Forlaginu ekki aUs fyrir löngu, sker sig þægilega úr öðr- um slíkum bókum fyrir hugkvæmt útlit. Hér er um að ræða ferhyrnda kUju þar sem ljóðum, prentuðum með fingerðri steinskrift, er faUega fyrir komið hægra megin á síðunum þannig að þau fylgja jaðri þeirra. Síðurnar á móti þeim eru auðar, nema hvað þar fljóta mismunandi stór „stikkorð" eða setn- ingar úr ljóðunum á hvítum eða dökkum grunni. Við að fletta bókinni verður lesandinn því þátttakandi í dálitlu bókarævintýri, án þess þó að missa sjónar á þvi sem gerist í sjálf- um ljóðunum. Það var auglýsingastofan Hun- ang sem sá um útlitið. Sorglega neikvætt í vandaðri sýningarskrá eru nokkrar greinar um manninn Magnús og er ljóst að þar hefur farið gáfaður, skemmtflegur, flinkur og vinsæU maður. Höfundar þeirra forðast hins vegar aUir að fjáfla sérstaklega um listina en lesa má miUi lín- anna að hann hafi þó hvorki skarað fram úr á sviði tónlistar, myndlistar né ritlistar en á aUar greinar lagði hann gjörva hönd um ævina. Þetta virðist kannski þversagnarkennt og sorglega neikvætt þar sem um er að ræða heUdarferfl manns sem virðist aUa tíð hafa unnið af alúð og heflindum að list sinni. Mistökin voru e.t.v. að gefa lífsstarf hans á safn með öUu sem því fylgir. Ég held því miður að minningu Magnúsar sé enginn greiði gerður með svona saman- tekt, hún hefði geymst mun betur í brotum hér og þar. Tveir saxar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.