Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 31. MAÍ 1999 15 Súpa og súpa - hið fullkomna útlit Varla eru jólin liðin er bresta á auglýsingar í öllum fjölmiðlum um hvemig endurheimta skuli glatað útlit eftir jólaátið. Heilsuræktar- stöðvar blómstra sem aldrei fyrr og aðdáun á æsku og hreysti er alls- ráðandi. Ég finn til van- máttar þegar ég geng fram hjá verslunum sem bjóða tískufatnað og sé sjálfa mig speglast í glerinu við hlið gín- unnar sem klædd er þröngum, flegnum kjól sem varla nær niður á mið læri. Ég hraða mér burt og reyni að sætta mig við þá staðreynd að engin kona er kona í dag nema hún sé holdlaus og bjór- inn einn á beinunum. Freistingar Þótt jólin séu löngu liðin em freistingarnar enn til staðar. Á þorrablótunum t.d. svignuðu borð- in undan súm, söltuðu og reyktu og hákarlinn var eins og brjóst- sykur í munni manns. Góa gekk í garð með gleði og meiri mat. Varla að maður væri búinn að kyngja síðasta flatkökubitanum þegar bolludagur rann upp og í fram- haldi af honum sprengidagur og þá styttist í páska og fermingarveislur, hvítasunnu og sjó- mannadag. Og sið- an er það 17. júní og grillið í sumarbú- staðnum og maj ónessamlokum- ar í útilegunum. Hvar endar þetta allt saman? Súpa og brauð Þar með er ekki öll sagan sögð því ég hef einnig ánægju af því að borða á veitingastöðum og á mér uppáhaldsstaði. Einn sunnudag eftir göngu í góða veðrinu fór ég á veitingastað í hádeginu þar sem boðið var upp á rétt dagsins sem var súpa og brauð. Alveg mátuleg hressing og kaffisopi á eft- ir. Hvort tveggja bragðaðist vel og snerti hvorki tönn né tungu. Súpan var þykk eins og grautur, saðsöm og ljúf- feng og örugglega alveg hræðilega fítandi. Ég fékk sam- viskubit og hugsaði til gínunnar mjóu í búðarglugganum og vissi að ég hefði átt að velja eitthvað annað af matseðlinum, eins og til dæmis soðsúpu sem inniheldur færri hitaeiningar en uppbökuð súpa því í henni er einungis vatn, grænmeti og viðeigandi krydd. Grænmeti og ávextir En það er skrítið að á meðan næringarfræðingar flytja um það langar ræður að forðast beri fitu og borða meira af trefjaefnum, grænmeti og ávöxtum heilsunnar vegna er nær aldrei boðið upp á annað en uppbakaður súpur á veitingastöðum. Aspas-, sveppa- eða blómkáls-, hnausþykkar og stundum flýtur fitan ofan á. Hvernig stendur á þessu? Eins og öllum er umhugað um útlit sitt og heilsu og forðast tertur og majónes eins og heitan eldinn og hlaupa hálfan daginn ef þeim verður á að innbyrðia súkkulaðibita eða rjómatertusneið. Ég hef ítrekað spurt hvort ekki sé soðsúpa á matseðlum veitinga- húsa, en svarið er oftast nei. Veitingahúsarekstur á sér langa sögu og heilsuræktarstöðvar spretta upp eins og gorkúlur á haug og eru vaxandi atvinnugrein í landinu. Getur verið að það sé samband þama á milli? Gunnhildur Hrólfsdóttir Kjallarinn Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur „En það er skrítið að á meðan næringarfræðingar flytja um það langar ræður að forðast beri fítu og borða meira af trefjaefnum, grænmeti og ávöxtum heilsunnar vegna er nær aldrei boðið upp á annað en uppbakaðar súpur á veitingastöðum. “ Utanríkisstefna Bandaríkjanna Eg vil benda Þórdísi á að Bandaríkin þurfa alls ekki að flytja inn olíu. Það eru nægar byrgðir til í því landi. Innflutn- ingnum er ætlað að efla þau ríki sem framleiða olíuna og veita þeim styrk til að vernda landamæri sín. Þetta er kallað valdajafnvægi, Þórdis! Og vandamál bamanna í írak er ekki sök Bandaríkjanna, heldur er það hinn vit- firrti Saddam Hussein sem ber ábyrgð á vel- ferð barna í sínu riki. Heimildarmyndir geta blekkt Kjallarinn Baldvin Berndsen framkvæmdastjóri Þann 21. maí sl. ritaði Þórdís Sigurþórsdóttir pistil um utanrík- isstefnu Bandaríkjanna. Þórdís hefur, að því er mér skilst, MA- próf í þróunarfræðum í þriðja heiminum. Ekki er mér kunnugt um hvaða skóla hún sótti en kennslan sem hún hlaut þar er greinilega mjög slök því Þórdís virðist vera í algjöru myrkri hvað snertir utanríkismál á heimsvísu.' Frelsið í Vestur-Evrópu Ég spyr (og þá fyrst og fremst Þórdísi): Hvers vegna eru Vestur- Evrópurikin frjáls í dag, þ.m.t. ís- land? Er það ekki að þakka utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna, mót- aðri m.a. af Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta! Hvers vegna féll Berlínarmúrinn, og þar með þrældómurinn í Sovétríkjunum? Er það ekki að þakka utanríkis- stefnu Bandaríkjanna, mótaðri m.a. af Ronald Reagan Bandaríkja- forseta! - Þórdís ætti að taka sér ferð til Lúxemborgar og rabba við íbúa þessa fallega lands og spyrja þá hvers vegna þeir fengu ffelsi frá ásókn nasista. Það er engin spuming að utan- ríkisstefna Bandaríkjanna orsak- aði frelsi þessa lands. Virðing íbú- anna felst i þeirri staðreynd að hershöfðingi Bandaríkjahers í síð- ari heimsstyrjöld, George S. Patton, er grafinn þar í landi. Ég samþykki með Þórdísi að Banda- ríkin selja vopn til grunsamlegra aðila í fjölmörgum vafasömum ríkjum en það er gert í skilningi opinna viðskipta við önnur lönd. Flestar þjóðir, sem framleiða vopn, selja þau til vinaþjóða og óbeint til óvina. Það er mjög erfítt að fyrirbyggja slík viðskipti á opn- um frjálsum markaði. Meira að segja frændur okkar Svíar stunda slík viðskipti. Stríð um sjálfræði og öryggi Persaflóastríðið var ekki strið um olíuverð, eins og Þórdís stað- festir, heldur var það stríð um bæði sjálfræði Kúveit og svo til að varð- veita öryggi Bandaríkjanna. Olían er lífæð Bandaríkjanna og sérhver einræðis- herra sem heftir flæði olíunnar til Bandaríkjanna hefur þurft að taka afleiðingun- um. Hefur Þórdís aldrei heyrt um OPEC! Það er OPEC sem stjómar verði á olíunni? Þórdís vitnar í heimildarkvik- mynd frá 1992 til skýringar á Pana- mainnrásinni 1989. Þórdís segir frá aðstoð Bandarikjastjórnar og fjöl- miðla í þessu samhengi. Þetta er auðvitað á misskilningi byggt því það er þá í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að „pressan" og rík- ið eru í samvinnu. Það gengur gegn öllum staðreyndum um þessi tvö öfl í Bandaríkjunum því fjölmiðlar þar i landi eru oft kallaðir fjórða valdið (“The fourth estate") og slík samvinna gerist hreinlega ekki. Manuel Noriega var stærsti inn- flytjandi á eiturlyfjum ul Banda- ríkjanna því hann gaf eiturlyfja- smyglurum Kólumbíu leyfi til að nota land sitt í glæpastarfseminni í fjöldamörg ár. Þessi viðskipti varð að stöðva og það var gert. Panama- skurðurinn var byggður af Banda- ríkjunum og samn- ingurinn er hreinn og beinn: Panama eignaðist skm’ðinn en Bandaríkin gæta öryggis á svæðinu. Þar með er tryggt að skip geti farið um skurðinn áhættu- laust. Ég fæ ekki annað séð en Þórdís hafi látið blekkja sig illa með heimildar- myndinni (ósk- arsverðlaun eru enginn gæðastimp- ill. Hins vegar, hefði myndin hlotið nóbelsverð- laun væri annað upp á teningn- um!). Ég verð því að kalla þetta „The Þórdís Deception". Það er fremur dapurt að Banda- ríkin hafi hlotið það hlutverk að vera „lögregla alheimsins“ og þurfi að hjálpa Balkanskagalönd- unum, forða þeim frá Serbum og öðrum þjóðum sem stunda „hreinsanir" á sínum heimaslóð- um. En ég spyr: Ef ekki Bandarík- in þá hver? Við verðum að styðja NATO og um leið Bandaríkin við þessar hörmulegu aðstæður. Bandaríska þjóðin styrkir þetta átak og synir hennar leggja lif sitt í hættu, enn eina ferðina, til að tryggja frið í Evrópu. Samanburð- ur á vopnaviðskiptum þjóða er því algerlega út í hött. Baldvin Bemdsen „Við verðum að styðja NATO og um leið Bandaríkin við þessar hörmulegu aðstæður. Bandaríska þjóðin styrkir þetta átak og synir hennar leggja líf sitt í hættu, enn eina ferðina, til að tryggja frið í Evrópu.“ Með og á móti Vindstigin kvödd Veðirstofa íslands tilkynnti nýlega að hún myndi hætta að nota hug- takið vindstig í veðurspám 1. júní. í stað vindstiga mun Veðurstofan styðjast við hinn alþjóðlega staðal metra á sekúndu eða m/s. Þessar breytingar hafa það í för með sér að gömul íslensk heiti á ýmsum veðrafyrirbærum, sem tengjast vindstigunum, eins og logn, gola, kaldi og rok, hverfa. Breytum ekki málinu „Við á Veðurstofunni erum ekki að breyta íslensku máli eða fella út úr málinu góð orð. Við erum hins vegar að hætta að nota kvarða sem byggist á áætluðum vindstyrk þar sem hver tala á kvarðanum er tengd ákveðnu heiti (t.d. 3 vindstig = gola, 6 vind- stig = stinn- ingskaldi). Bæði heitin og kvarðinn verða áfram til rétt eins og faðmur, dagleið eða þumlungr þótt við tilgreinum lengdir nú fremur í metrum, kilómetrum eða senti- metrum. í stað vindstiganna ætl- um við hins vegar að nota al- þjóðlega viðurkennda hraðaein- ingu, m/s, enda fjölgar ört stöð- um þar sem vindur er mældur en ekki áætlaður, eins og áður var aðalreglan. Þannig ætlum við að segja frá því að vindhrað- inn sé 8, 9 eða 10 m/s en ekki kaldi, enda gétúr káídi þýtt sam- kvæmt viðmiðunartöflum 8,0-10.7 m/s sem jafngildir 5 vindstigum." Höldum okkar sérstöðu „Mér þykir alltaf ástæða að staldra við þegar við slítum ein- hvern þráð. Við íslendingar höf- um þá sérstöðu að það hefur ekki orðið hefðarrof í okkar tungu eins og í t.d. dönsku, ensku og norsku. ís- lenska hefðin hefur ætíð ver- ið í málinu sem gerir það að verkum að við getum enn lesið ævafoma texta með skiln- ingi. Þar af leiðandi er ástæða að staldra við og íhuga málið þegar við hverfum frá slíkum málhefð- um eins og heitum á ákveðnum veðrum. Veðurstofan hefur vel og lengi fylgt þessum hefðum. Kul, gola, stinningskaldi og fár- viðri éru orð sem allir skilja. Þessar breytingar eru svo sem engin ósköp en við sem erum til- törulega fastheldin á gamlar hefðir vörum alltaf við þegar stigin eru skref sem slíta ákveðna þræði. Ég gef ekki mik- ið fyrir samræmingu milli þjóða. Við íslendingar megum hafa okkar sérstöðu óhræddir og þurfum ekki að hafa áhyggjur þótt einhver híi á okkur." -hvs Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekiö við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is Magnús Jónsson veöurstofustiórí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.