Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 21T Sport Sport Iþróttaljós Sterkur varnarleikur og heitir sóknarmenn „Styrkur liðsins liggur í sterkum varnarmönnum og svo eru þarna sóknarmenn sem eru mjög heitir í dag. Þar má nefna Helga Sigurðsson sem búinn er að skora 7 mörk með liði sínu Stabæk í Noregi. Ríkharður Daðason verður trúlega með honum frammi og Þórður Guðjónsson fyrir aftan þá. Þórður er mjög sterkur leik- maður og hefur verið að leika ágæt- lega með Genk í Belgíu. Auk þessara framantöldu mun reyna mikið á Rún- ar Kristinsson í sóknai’leiknum. Það er svo spuming um vængmennina, hvort það verða Hermann eða Auðun, en það mun eflaust reyna á þá sókn- arlega. Ég skil vel Guðjón að hann vilji stilla upp því liði sem hann hef- ur náð árangri með. Það er alveg á hreinu að það eru stigin sem eru þýð- ingarmest. Passa sig að halda markinu hreinu Menn verða að passa að halda mark- inu hreinu en þá þarf aðeins að skora eitt mark til að vinna sigur. Það þarf að þróa leikkerfið meira í sóknarátt með því að færa tvo menn í fremstu víglínu og einn fyrir aftan í staðinn fyrir að vera með einn mann eins og verið hefur. Ég trú því að íslenska lið- ið vinni sigur og þá ekki síst fyrir Brynjar Björn Gunnarsson, Helgi Sigurðsson, Steinar D. Adolfsson og Guðjón Þórðarson eru hér brosmildir á svip á æfingu landsliðsins þrátt fyrir að stutt sé í alvöruna. DV-mynd Hilmar Þór 532 en í 4. sæti í undankeppni Evrópumóts lands- liða. Þetta er áttunda sinn sem ísland tekur þátt í Evrópumótinu en fyrsta árið var þó keppt með útsláttarfyrirkomulagi. ísland hefur einnig aldrei náð að vinna þrjá leiki í undankeppni Evrópumótsins og því gætu íslensku strákarnir unnið metsigur vinni þeir leikinn gegn Armenum á morgun. Nú þarf sóknin að sýna sig . íslenska landsliðið hefur þrisvar haldið hreinu í síðustu 4 leikjum í Evrópukeppninni og aðeins fengið á sig 2 mörk í 5 leikjum. Það efast þvi enginn um getu liðsins til að spila góðan vamarleik en það er kominn tími hjá liðinu til að sýna sterkan sóknarleik á morg- un. Það má búast við að Guðjón stilli upp mun sókndjarfara liði en í fyrri leikjum og upp- skriftin á morgun er að sigra og halda sér enn í baráttunni um laus sæti upp úr riðlinum. Fjórir aðrir leikir em á árinu, sá næsti er strax á miðvikudag úti í Rússlandi en síðan spilar liðið við Ukraínu heima heimsmeistara Frakklands úti í haust. Allir klárir Þrátt fyrir að óvissa hafi verið i íslensku herbúðunum um að allir leikmenn yrðu klárir fyrir leikinn stefnir nú í að svo verði. Birkir Krist- insson mark- vörður, sem meiddist með ÍBV gegn Breiða- bliki, er búinn að ná sér, Eyjólfur, hefur átt í smámeiðslum líkt og Ríkharður en þeir eru báðir í lagi og Auðun og Helgason er að hressast eftir veikindi. Guðjón tilkynnir byrjunarliðið sídegis í dag en vænta má að hann spili mun meiri sóknarbolta en í síðustu landsleikjum hér heima, gegn Frökk- um og Rússum. -ÓÓJ Island - Armenía Eyjólfur Sverrisson leikur á morgun sinn 50. landsleik en hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir 9 árum. í þeim 49 leikjum sem hann hefur leikið fyr- ir landsliðið hefur hann skorað 5 mörk. Þóröur Guöjónsson spilar sinn 30. landsleik en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1993. Mörk Þóröar með landsliðinu eru orðin 7. Rúnar Kristinsson spilar sinn 75. landsleik og verður því aðeins tveim- ur leikjum frá því að jafna lands- leikjamet Guóna Bergssonar sem er 77 landsleikir. Rúnar hefur skorað 2 mörk i leikjunum 74. Birkir Kristinsson markvörður leik- ur sinn 60. landsleik en 11 ár eru lið- in síðan hann lék sinn fyrsta lands- leik. Birkir veróur þar með níundi leik- maðurinn sem nær 60 leikja markinu en hinir átta eru: Guöni Bergsson (77), Rúnar Kristinsson (74), Arnór Guöjohnsen (73), Ólafur Þóröarson (72), Sœvar Jónsson (69), Atli Eö- valdsson (70), Marteinn Geirsson (67), og Siguröur Jónsson (61). -GH Þurfa stuðning íslenska landsliðið í knattspymu á mjög mikilvægan leik fyrir höndum í und- ankeppni Evrópumótsins þegar það mætir Armenum á Laugardalsvellinum klukkan 16 á morgun, laugardag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir ís- lenska liðið, með sigri er það enn í bullandi toppbaráttu riðilsins og á möguleika á að komast í úrslit á stórmóti í fyrsta sinn en fari svo að ekki náist að vinna sigur minnka möguleikarnir á að komast áfram til muna. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast JL^-------með uppgangi landsliðsins á undanfórnum mánuðunum og Guðjón Þórðarson landsliðsþjálf- ari hefur svo sannarlega látið verkin t / tala. Þessi sig- ursælasti knatt- .. spyrnuþjálfari landsins hefur náð að breyta ímynd lands- liðsins. Hann hefur náð að skapa lið sem er tilbúið að fórna sér fyrir málstaðinn og í dag eru landsliðsmennirnir sér meðvitandi um að þeir þurfa að leggja sig 100% fram ætli þeir að halda sæti sínu i liðinu. Ái-angurinn hingað til er frábær en oft þegar vel gengur verða væntingarnar of miklar. Þessu hafa íslendingár oft fengið að kynnast, til dæmis á íþróttasviðinu og í Eurovision, svo eitthvað sé nefnt. Eitt skref 1 einu er góð og gild regla og þetta á við stöðu íslenska landsliðsins í 4. riðli Evrópumótsins. Fyrsta skrefið nú er að innbyrða sigur á Armenum og síðan tekur við undirbúningur fyrir leikinn gegn Rússum sem fram fer í Moskvu næstkom- andi miðvikudag. Guðjón hefur margoft sagt að íslenska landsliðið sé lið þjóðarinnar og fólk eigi að flykkja sér um það. Þetta eru orð að sönnu, á morgun þurfa strákarnir í liðinu að treysta á stuðning áhorfenda. Þeir eiga það svo sannarlega skilið eftir það sem á imdan er gengið. Andstæðingarnir Armenar eru sýnd veiði en ekki gefin. Því fékk íslenska landsliðið að kynnast í fyrri viðureign þjóðanna í Jerevan á síðasta ári þar sem niðurstaðan var markalaust jafntefli. Miklar kröfur eru gerðar til landsliðs- ins en nú gerir liðið á móti kröfur til fólks um að það mæti í Laugardalinn á morgun og hjálpi liðinu að leggja Armenana að velli. „Góð stemning í lidinu“ - segir Logi Ólafsson, þjálfari ÍA og fyrrverandi landsliðsþjálfari Logi Ólafsson, þjálfari Skaga- manna og fyrrverandi landsliðsþjálf- ari, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Armenum og segir raunhæft að lið- inu takist að ná jafntefli i Moskvu á miðvikudag. Á góðum degi ætti að vera möguleiki á sigri. „Leikurinn við Armena kemur mér þannig fyrir sjónir að hann gæti orðiö erfiður vegna þess að liðið þarf að breyta um leikaðferð frá því sem verið hefur og hefur skilað árangri. Það hefur falist í því að draga sig aft- ur og vera þéttir fyrir og snöggir fram. Núna er komin fram sú .krafa að sigra og þeir hafa lýst þvi yfir sjálfír að þeir ætli að sigra í leiknum. Breytingar sem Guðjón hefur boðað er að setja að minnsta kosti tvo menn í fremstu víglínu og að auki þurfa þeir að fara að stjórna leiknum. Ég verð þó að segja að fyrir hönd lands- liðsins er ég bjartsýnn fyrh’ leikinn gegn Armenum,“ sagði Logi Ólafsson í spjallinu við DV. þær sakir að núna ríkir mikil stemn- ing í kringum landsliðið. Liðið á möguleika á að komast áfram og fyr- ir vikið veröur áhuginn meiri. Við verðum þó að varast eitt; það er sá draugur sem hvílt hefur yfir is- lensku íþróttalífi í gegnum tíðina, að þegar væntingar eru miklar þá gerist ekki neitt,“ sagði Logi. Hæglega gætu náðst góð úrslit í Moskvu „í Rússaleiknum er allt annað upp á teningnum en þar erum við komnir með leikkerfi sem skilað hefur liðinu þeim stigum sem það hefur fengið í riðlinum. Rússar hljóta að vera smeykir fyrir leikinn en breytingar hafa orðið töluverðar hjá þeim og þjálfaraskipti í kjölfar ósigursins í Reykjavik í fyrri leiknum. Það gætu hæglega náðst góð úrslit þar, í það minnsta jafntefli, og með smáheppni sigur,“ sagði Logi. -JKS Guðjón með bestan árangur Guðjón Þórðarsson, landsliðsþjálf- ari íslands í knattspymu, er með bestan árangur allra landsliðsþjálf- ara íslands frá upphafi. Guðjón hefur stjómað liðinu í 19 leikjum, þar af 8 sigurleikjum, 6 jafnteflum og 5 tapleikjum. Guðjón er einnig með bestan ár- angur ef bara teknir eru leikir í keppni og leikir í Evrópukeppni. Það er athyglisvert að Guðjón hef- ur náð betri árangri í leikjum í keppni (61,1%) heldur en í vináttu- landsleikjum (55,0%). Hér til hliðar má sjá graf þar sem Guðjón er borinn saman við þá þjálfara sem standa honum næstir í bestum árangri með íslenska landsliðið. Leikurinn við Armena verður 20. landsleikur íslands undir stjórn Guð- jóns og tíundi leikurinn í alþjóðlegri keppni. Af fyrri 9 hefur liðið unnið 4, gert 3 jafntefli og tapað 2. -ÓÓJ „Verðum að vinna heimaleikina“ - segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari íslands- og bikarmeistara ÍBV Islendingar taka á móti Armenum í 4. riðli í undankeppni Evrópumóts landsliða á Laug- ardalsvellinum á morgun, laugardag, klukkan 16.00. Guðjón Þórðarson og strákamir hafa undirbúið sig vel fyrir leikinn og þrátt fyrir að nokkur afföll virtust ætla að verða á hópn- um hafa allir náð sér og ættu því að vera klár- ir í að taka vel á móti Armeníu í Laugardaln- um á morgun. Allt er hægt í fótbolta Guðjón Þórðarson hefur sýnt og sannað að allt er hægt í fótbolta og frábær árangur lands- liðsins, sem hefur ekki tapað í 10 landsleikjum í röð en hækkað sig um mörg sæti á heims- lista FIFA, gefur okkur tækifæri til að vera bjartsýn fyrir leikinn gegn Armeníu. Þessi góði árangur hefur líka myndað mikla eftirvæntingu fyrir þessum fyrsta heimaleik sumarsins sem ætti að þýða góðan stuðning og marga áhorfendur á leiknum á morgun. Er vonandi að svo verði. Stemningin frá því á leiknum gegn Frökkum er öragglega enn í fersku minni. Hér á síðunni má fmna fróðleik um leikinn og þennan frábæra árangur liðsins að undanfömu auk þess sem DV fékk tvo þekkta þjálfara í úrvalsdeild- inni til að spá í leikinn. ísland og Armenia gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik þjóðanna í Armeníu en ís- lenska hðið hefur enn ekki tap- að leik í riðlinum og aðeins fengið á sig 2 mörk i 5 leikjum. Aldrei lent ofar en í 4. sæti í EM íslenska landsliðið er nú í 3. sæti i riðlinum á eftir Úkrainu og Frakk- landi en ísland hefur aldrei lent ofar Upp um 40 sæti á 21 mánuði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ís- lands- og bikarmeistara ÍBV, er bara nokkuð bjartsýnn fyrir hönd íslenska liðsins þegar hann var beðinn um að meta leikina gegn Armenum í Reykjavík á laugardag og Rússum í Moskvu á miðviku- dag. Hann segir þó að liðið megi alls ekki mæta of værukært í Armeníuleikinn en hann sé viss prófsteinn á liðið. Armeníuleikurinn er hættu- legur „Armeníuleikurinn er svolítið hættulegur fyrir islenska landslið- iö að mörgu leyti. Viö erum komn- ir í þannig mál að við verðum að vinna heimaleikina ef við ætlum að komast í þá stöðu sem enginn hefur spáð okkur fyrir um eins og Guðjón þjálfari hefur oft sagt. Miðað við fyrri leikinn úti í Armeníu þá era þeir með frískt lið, fljóta og þeir era t.d. mun ag- aðri en leikmennn Andorra. Við þurfum að varast þá mjög og fara ekki værukærir í leikinn. Hins vegar finnst mér kominn þannig karakter í íslenska landsliðið að leikmenn ná að gera það sem þeir þurfa og ég ætla að vona að svo verði í þessum leik. Ég hallast að því að við vinnum þennan leik með tveimur mörkum. Þetta er ákveðin prófraun á það að kunna að nýta sér þessa velgengni sem þeir hafa fengið til þessa í keppn- inni,“ sagði Bjami í spjallinu við DV. - Heldur þú að leikinn verði sóknarleikur frá upphafi? „Já, ég á von á þvi að svo verði. Armenar eru komnir til Reykjavíkur til að verjast og eru eflaust sáttir með það. Þeir spila ekki upp á sigur sem slíkan heldur leika af öryggi sem þýðir að við verðum að taka framkvæðið frá fyrstu mínútu," sagði Bjami. - Strax í kjölfarið fylgir Rússa- leikurinn. Hvemig líst þér á það dæmi? „Þar eflaust komum við til með að leika aftarlega á vellinum. Sá leikur verður mjög erfiður fyrir okkar menn og að ná stigi þar yrðu frábær úrslit að mínu mati. Það hefur verið þó nokkurt rót á rússneska liðinu og m.a. urðu þjálfaraskipti og liðið hefur alls ekki náð taktinum í keppninni. Við vitum allir að þar er á ferð mikil knattspyrnuþjóð og hefðin er gríðarlega sterk. Rússaleikurinn verður ekki síður erflður en viður- eignin við Úkraínu ytra snemma í vor. Það er mín von að stig náist út úr þeim leik en það yrði sig- ur fyrir okkur. Að vinna Armeníu á laugar- dag og gera síð- an jafn- tefli í Moskvu, þá vær- um við komnir í frábær mál,“ sagði Bjarni Jóhannsson. -JKS Hinn góði árangur Guðjóns með landsliöið sést kannski best á heimslista FIFA, þar sem íslenska landsliðið hefur farið úr 88. sæti (ágúst 1997) upp í 48. sæti (apríl og maí 1999). Liðið hefur hækkað sig um 16 sæti á árinu 1999 en Armenía er nú í 90. sæti á listanum. -ÓÓJ Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari gefur landsliðsmanninum Helga Kolviðssyni góð ráð á æfingu landsliðsins í gær. DV-mynd Hilmar Þór Besti árángur landsliðsþjálfara M - súlur sýna sigurhlutföll þjálfarana 70% 60 - 57,9% 70,0% 50 40 30 20 10 O 61,1% 50,0% 45,7% 44,4% 38,9% Guðjón Þórðarson Guðni Kjartansson Ásgeir Elíasson Siegfried Held Tony Knapp 37,5% 33,3% 1 I öllum leikjum leikjum í keppni í leikjum í EM Tíu leikir í röð - án taps undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar 13. maí 1998 (ú) Island- Sádí Arabía 1-1 (Lárus Orri) 6. júnT1998 (ú)ísland-Suður Afríka 1-1 (Stefán Þór) 19. ágúst 1998 (h) Ísland-Lettland 4-1 (Þóröur G. 2, Ríkharður, Auöun) 5. september 1998 (h, EM) Ísland-Frakkland 1-1 (Ríkharður) 10. október 1998 (ú, EM)ísland-Armenía 0-0 14. október 1998 (ú, EM) Ísland-Rússland 1-0 (Sjálfsmark) 10. mars 1999 (ú) Ísland-Lúxemborg 2-1 (Arnar G., Helgi) 27. mars 1999 (ú, EM) Ísland-Andorra 2-0 (Eyjólfur, Steinar) 31. mars 1999 (ú, EM) Ísland-Úkraína 1-1 (Lárus Orri) 28. apríl 1999 (ú) Ísland-Malta 2-1 (Þóröur, Ríkharður) Samtals:10 leikir, 5 sigrar og 5 jafntefli, 15 mörk skoruö, 7 mörk fengin á okkur _______________________________________________________inrra Island mætir Armeníu í sjötta leik okkar í 4. riðli undankeppni Evrópumótsins: - Guðjón og strákarnir er klárir í slaginn til að taka vel á móti Armenum á morgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.