Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999
13
I>V
Fréttir
Asgeir Logi Asgeirsson bæjarstjóri.
Stærsta áskorunin
að efla atvinnulífið
- segir Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri á Ólafsfiröi
DV, Akureyri:
„Stærsta áskorun okkar sem fór-
um með málefni Ólafsfjaröarbæjar
er sú að skjóta fleiri rótum undir at-
vinnulíflð í bænum og efla það,“
segir Ásgeir Logi Ásgeirsson sem
tók við starfi bæjarstjóra á Ólafs-
firði fyrir um mánuði af Hálfdáni
Kristjánssyni.
„Það sem við þurfum ekki síst að
horfa til er að skapa hér í bænum
fleiri störf fyrir konur. Málið er svo
einfalt að ef okkur tekst ekki að
gera bæinn aðlaðandi fyrir ungar
konur að búa í þá einfaldlega flytja
þær bara í burtu og strákarnir fara
svo á eftir þeim.
Við þurfum að horfa mjög til þess
að auka fjölbreytni atvinnulífsins
hér sem er allt of mikið háð fiskin-
um í sjónum og vinnslu á honum.
Við þurfum sem sagt fleiri fætur
undir atvinnulífið. Fiskveiðar og
vinnsla eru vissulega mjög mikil-
vægar atvinnugreinar en það er
ekki það sem unga fólkið okkar,.
sem hefur farið og lokið ýmsu námi,
getur horflð að ef það kýs að flytja
aftur til bæjarins síns að námi
loknu“ segir Ásgeir Logi.
-gk
Blönduós:
Tugir milljóna króna
í fráveitukerfin
norðan Blöndu
Frá árinu 1995 höfum við lagt
mikla áherslu á endurbætur frá-
veitukerfisins. Á þessu ári verður
unnið að stærsta verkáfanganum
hingað til en þar er um að ræða
kostnað sem hleypur á einhverjum
milljónum króna," segir Skúli Þórð-
arson bæjarstjóri á Blönduósi. Þess-
ar framkvæmdir, sem unnið verður
að á Blönduósi í sumar, verða norð-
an Blöndu, neðan Árbrautar við
bakka Blöndu. Á undanfornum
árum hefur verið unnið að endur-
bótum fráveitukerfisins með það að
markmiði að koma þessum málum í
gott horf. Að mati Skúla bæjarstjóra
verða fráveituframkvæmdimar lík-
lega hálfnaðar þegar verkefni sum-
arins eru að baki og þá verður búið
að verja til þeirra um 50 milljónum
króna.
„Þær kröfur hafa verið settar á
sveitarfélögin að þau komi fráveitu-
málunum í viðunandi horf fyrir
árið 2005 og við því erum við að
bregðast. Við viljum gera þetta af
nokkrum krafti og sem fyrst því að
mínu mati erum við að koma til
móts við þarfir einstaklinga, at-
vinnulífs og umhverfis. Fráveitu-
framkvæmdimar snerta atvinnulíf-
ið með beinum hætti því ef fráveit-
umar em ekki i góðu lagi er erfið-
ara um vik að fá úthlutuðum starfs-
leyfum. Með þessu átaki erum við
ekki einungis að leysa vandamál
nú, heldur ekki síður að horfa til
framtíðar því þau sveitarfélög sem
hafa þessa hluti í lagi munu standa
betur að vígi en hin sem eiga þessu
ólokið," segir Skúli bæjarstjóri.
-ÞÁ
Verkstæði Bílfoss á Hellu.
DV-mynd Njörður
Hella:
Bílaþjónusta aukin
DV, Suöurlandi:
Bílfoss hefur nýlega hafið rekstur
verkstæðis, smurstöðvar og hjól-
barðaverkstæðis á Hellu í húsnæði
sem Hjólbarðaverkstæði Björns Jó-
hannssonar var áður í. Stefnt verð-
ur að því að vera einnig með vara-
hlutaþjónustu á Hellu. Fyrir rekur
Bílfoss varahlutaverslun, smurstöð,
hílaverkstæði og smurstöð á Sel-
fossi og er jafnframt með þjónustu
fyrir mörg bílaumboð.
-NH
Eiginkonan og börnin eru
mínir helstu ráðgjafar
Helgarblaðið kannar hvaða
mann nv'
raðherrarmr
hafa að geyma