Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 40
i. vimiWur
FKÉTTASKOTIÐ
SIMINN sem aldrei sefur
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnieyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ1999
Reykj avíkurbor g:
Skuldirnar
jukust
Ársreikningar Reykjavíkurborgar
voru lagðir fram og ræddir í borgar-
stjóm í gærkvöld. Samkvæmt þeim
hækkuðu skuldir borgarsjóðs um
826 milljónir króna á árinu 1998.
Peningaleg staða borgarsjóðs versn-
aði um 1443 milljónir króna milli
1997 og 1998.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, sagði i morgun við
DV að fjárhagsstaða borgarinnar
væri hrikaleg og algjörlega á skjön
við það sem meirihluti R-listans
hefði haldið fram. Raunin sé þó allt
önnur samkvæmt ársreikningnum.
Skuldasöfnun sé mikil, mun meiri en
reikningarnir sýndu, vegna þess að
borgin hefði selt sjálfri sér eigin eign-
, _^ir, þ.e.a.s. félagslegar íbúðir, og flutt
skuldir yfir á samstæðureikning til
að bæta stöðu borgarsjóðs á pappírn-
um. Skuldir samkvæmt samstæðu-
reikningnum voru um síðustu ára-
mót um 25,8 milljarðar króna og
höfðu aukist milli ára um 6 millj-
arða. -SÁ
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra mundar startbyssuna nokkrum sekúndum áður en hún ræsti á fjórða hund-
rað hlaupara sem tóku þátt í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins í gærkvöld. Heilsuhlaupið er nú haldið í tólfta sinn
og verður að þessu sinni hlaupið á þrettán stöðum víða um land. DV-mynd Teitur
Helgarblað DV:
" Austurlenskar
lækningar
í Helgarblaði DV verður viðtal
við Ríkharð Jósafatsson, doktor i
austrænum lækningaaðferðum sem
í eitt og hálft ár hefur leitað eftir
leyfi landlæknisembættisins til að
starfa hér við sitt sérfag, en án ár-
angurs. Skyggnst er inn í líf nýju
ráðherranna fimm, forvitnast um
áhugamál og tengsl menntunar
þeirra við þingmennsku. Veiði-
kempur spá í laxveiðispilin og velta
fyrir sér ástandi ánna á komandi
sumri. Nýir þættir hefja göngu sína:
Hvaðan ertu? og Ég á mér draum,
•auk matreiðslugreinanna „Ekkert
vesen.“
Mokveiði hjá frystitogurum en ágreiningur um tegund:
„Falskur“ karfi á
Reykjaneshrygg
- djúpkarfi verður úthafskarfi og Hafró aðhefst ekkert
Úthafskarfinn er ófrýnilegur eins og sjá má.
Sá karfi sem nú veiðist er þvert á móti
fallegur en kallast eigi að síður úthafskarfi.
DV, Akureyri:
íslenskir frystitogarar hafa
mokað upp karfa síðastliðnar
vikur á og nærri Reykjaneshrygg
og hefðu getað veitt mun meira
þar sem frystigeta þeirra hefur
verið látin ráða því hversu mikið
magn hefur verið tekið hverju
sinni. Hér eru menn samkvæmt
skilgreiningu Hafrannsóknar-
stofnunar að veiða úthafskarfa
en staðreyndin er hins vegar sú að
þessi karfi er allur djúpkarfi sem er
bæði stærri en úthafskarfinn og lít-
ur að öðru leyti ekki alveg eins út.
DV hefur itrekað bent á þessar
djúpkarfaveiðar undir merkjum út-
hafskarfaveiða en talað fyrir dauf-
um eyrum eins og fleiri. „Ég held að
þeir hjá Hafrannsóknarstofnun viti
alveg eins og allir aðrir hvað þama
er á ferðinni, þetta var alveg eins á
síðasta ári og auðvitað vita menn
um þetta,“ segir Björn Kjartansson,
skipstjóri á Mánabergi frá Ólafs-
firði. Hann segir sjómenn ekki
ánægða með þessar veiðar, enda
telji þeir að verið sé að ganga á
djúpkarfastofninn sem margir telji
að sé sami stofninn og veitt er úr
hér á heimamiðum. Fleiri hafa bent
á að hér séu menn að skjóta sig í fót-
inn, búiö sé að ganga frá út-
hafskarfastofninum og nú sé djúp-
karfastofninn á sömu leið, stofn sem
þó á að bera uppi karfaveiðina á
heimamiðum.
„Veiðin á þessum karfa hefur
verið geysilega góð og menn
hafa orðið að halda aftur af sér
við veiðarnar til að taka ekki
meira um borð en vinnslan í
skipunum hefur undan að
vinna. Það er því frystigetan
sem hefur ráðið ferðinni," segir
Bjöm Kjartansson. Hann segir
Mánabergið hafa landað tvíveg-
is fullfermi á um 30 dögum og sé
frystigeta þess skips þó ekki
mjög mikil.
Einn viðmælenda DV um þetta
mál orðaði afstöðu Hafrannsóknar-
stofnunar til málsins þannig að þar
á bæ gætu menn allt eins skipað sjó-
mönnum að veiða ýsu en skrá hana
sem þorsk eða að allt sem veiddist í
silungsá væri skráð sem lax. „Þetta
er ekki gott og hlýtur að koma okk-
ur í koll síðar þegar við ætlum okk-
ur að fara að veiða karfa á heima-
miðurn," segir Björn Kjartansson.
-gk
Bílaíkveikja:
Grunur
um bensín-
sprengju
Grunur leikur á að kveikt hafi
verið í bil og tjóni valdið á öðrum
með bensínsprengju fyrir utan hús í
Næfurási. Slökkvilið var kallað út
um miðja nótt, um klukkan fjögur,
til að slökkva eld sem hafði kviknað
í Ford Fairmont-bifreið, sem komin
er talsvert til ára sinna, og mun
yngri Renault-bíl sem stóð þar við
hliðina. Eldurinn eyðilagði Fordinn
en hinn bíllinn skemmdist á
annarri hliðinni.
Tæknideild lögreglunnar var
send á staðinn í nótt til að kanna
verksummerki þar sem eigandi
Fordsins taldi að um íkveikju með
bensínsprengju hefði verið að ræða.
Niðurstöður rannsóknar lögregl-
unnar liggja ekki fyrir. -Ótt
Byggðastofnun:
Ekkert að
vanbúnaði
100 milljóna króna lánsloforð
byggðastofnunar til fyrirtækjanna
Rauðsíðu, Rauðfeldar og Bolfisks á
Vestfiörðum hafði í morgun ekki
verið efnt.
Egill Jónsson, stjórnarformaður
Byggðastofnunar, sagði í samtali við
DV í morgun að stjómin hefði sam-
þykkt þessa fyrirgreiðslu í síðasta
mánuði og eftir þvi sem hann vissi
best hefðu fyrirtækin uppfyllt þau
skilyrði sem stjórnin setti þeim fyrir
fyrirgreiðslunni. Því ætti ekkert að
vera að vanbúnaði að greiða út lánið.
-SÁ
Miðbærinn:
Vor í rottum
„Rotturnar koma upp þegar gróð-
ur fer að vaxa en alltaf er það tengt
biluðum eða brotnum skolpræsum,"
sagði Guðmundur Björnsson mein-
dýraeyðir í morgun en hann hefur í
nógu að snúast þvi það er vor í rott-
um. Miklar framkvæmdir i miðbæ
Reykjavíkur hcifa opnað rottunum
greiða leið upp á yfirboröið og eru
þær að verða algeng sjón í götu-
myndinni víða í borginni . Á leik-
skóla við Eggertsgötu léku rotturn-
ar sér í mölinni bömunum til mik-
illar skemmtunar.
„Börnin vora sem betur fer inni
við en héldu að þetta væru hamstr-
ar og klöppuðu saman lófunum.
Við hringdum í meindýaeyði og
höfum ekki séð þær síðan,“ sagði
ein fóstran. -EIR
Veðrið á morgun:
Víöa bjart
veöur
Á morgun verður fremur hæg
breytileg átt og víða bjart veður
en dálitlar skúrir sunnanlands
síðdegis. Hiti verður á bilinu 6
til 15 stig, hlýjast í innsveitum.
Veðrið í dag er á bls. 37.
Tölur við vindörvar sýna
vindhraða í metrum á sekúndu.
STÓRSÝNING
Bíla- og búvélasýningar
Ingvars Helgasonar og
Bílheima um landið
Á morgun laugard. S. júní
Ásbyrgi........................ 10-12
Þórshöfn....................... 15-17
Vopnafiöróur................... 19-21
Hejgason hf. Bilheimar ehf.
Savarkáfita 2 ScevarhölOc 2a ■ Slmi 52S 9000
SwnS^aooö www.bilMmar.ls