Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 Skjaldbreiður eftir Ásgrím Jóns- son. Sýning á verk- um Asgríms Jónssonar Nú um mánaðamótin var opn- uð sýning i Safni Ásgríms Jóns- sonar á verkum listamannsins og mun hún standa til 29. ágúst. Á efri hæðinni eru landslags- myndir, sem eru flestar vatns- litamyndir, en sumar þeirra voru málaðar á ferðum Ásgríms í Skaftafellssýslum. Á neðri hæðinni eru islenskar þjóð- sagnamyndir, bæði vatns- og ol- íulitaverk, auk teikninga. Safnið er opið þriðjudaga til sunnu- daga, frá 13.30 til 16.00. Sýningar Gunnhildur Jónsdóttir sýnir í Nema hvað í kvöld, kl. 20, opnar Gunn- hildur Una Jónsdóttir, nemi í Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskólans, sýningu í gall- eríinu Nema hvað, Skólavörðu- stíg 22C. Þar sýnir hún verk sem hún vann út frá ferðalagi sínu um Asíu og geta gestir meðal annars horft á myndbönd sem byggjast á asískri bardagahefð á meðan þeir borða núðlusúpu. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga, milli kl. 14 og 18. Allir eru velkomnir. Hátíð hafsins verður um helgina. Sjómannadagurinn og hafn- ardagurinn sameinaðir: Fjölbreytt dag- skrá einkennir hátíðina Hátíð hafsins verður haldin um helgina 4. til 6. júní. Þessi hátíð er haldin í samvinnu Sjómannadags- ráðs, Reykjavíkurborgar, Reykja- víkurhafnar og Útvegsmannafélags Reykjavíkur og stefnt er að því að hún verði árlegur viðburður í borg- inni í framtíðinni. Dagskrá helgar- innar er fjölbreytt en hún hefst í dag, kl. 17, þegar hátíðin verður formlega sett. Klukkan 18 hefst svo Samkomur veitingahúsa- og kráakvöld í anda sjómannsins. Á morgun, laugardag, hefst íslandsmót í handflökun kl. 10.30 og hálftíma síðar verður list- sýning opnuð á Miðbakka. Dorg- veiðikeppni bama hefst klukkan 13 og skemmtidagskrá á Miðbakka kl. 14. Á sunnudag byrjar dagskráin á athöfn í Fossvogskirkjugarði, þar sem minnst verður látinna sjó- manna, og klukkan 11 verður minn- ingarguðsþjónusta í Fríkirkjunni. Skemmtisigling fjölskyldunnar verður um Sundin frá Faxaskála kl. 13,14 og 15. Hátíðahöld verða á mið- bakka gömlu hafnarinnar í Reykja- vik þar sem Ámi M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra flytur ávarp, meðal annarra, og sjómenn verða heiðraðir. Tónlist Creedence Clearwater Revival vinsæl: Gildrumezz lýkur hringferð sinni Hljómsveitin Gildrumezz hefur verið á hringferð um landið en henni lýkur nú um helgina í Mos- fellsbæ. Fyrir niu mánuðum ákvað hljóm- Sveitin að spila lög Creedence Cle- arwater Revival eina helgi vegna þess að þeir töldu lögin þeirra vin- sæl á íslandi. Það reyndist hárrétt Skemmtanir hjá þeim félögum, því þeir em enn að. Hringferð hljómsveitarinnar hefur staðið yfir siðan í byrjun apr- íl og endapunkturinn verður settur á veitingahúsinu Álafoss fót best í Mosfellsbæ, heimabæ hljómsveitar- innar. Heimamenn tóku í upphafi mjög vel í þessa hugmynd félaganna því aðsóknin var mjög góð á Creedence Clearwater Revival tón- leikana þeirra sem mörkuðu upphaf hringferðar þeirra um landið. Karl Tómasson, trommuleikari Gildru- mezz, segir að þó þeir taki sér hlé núna eftir helgina muni þeir örugg- lega halda áfram að spila þessa tón- list eftir stutt frí því viðbrögð ís- lendinga hafi ekki látið á sér standa. Veðrið í dag Víða bjart veður en skýjað Um 800 km suður af landinu er 987 mb. lægð á suðausturleið en 1020 mb. hæð er fyrir norðan land. Aust- an- og norðaustanátt, 8-13 m/s með suðausturströndinni fram eftir degi en annars hægari vindur. Víða bjart veður en skýjað og smáskúrir aust- anlands í dag. Hiti 5 til 14 stig, hlýj- ast SV-lands. Á höfuðborgarsvæð- inu verður hæg breytileg átt eða hafgola og bjart veður. Hiti 6 til 11 stig. Sólarupprás á morgun: 3:14 Sólarlag í Reykjavík: 23:38 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21:52 Árdegisflóð í Reykjavík: 9:30 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 5 Bergsstaöir skýjaö 3 Bolungarvík alskýjaö 4 Egilsstaöir 4 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 5 Keflavíkurflv. skýjaó 6 Raufarhöfn skúr 4 Reykjavík léttskýjaö 7 Stórhöföi léttskýjaó 6 Bergen alskýjaö 10 Helsinki rigning 18 Kaupmhöfn skýjaó 14 Ósló alskýjaó 12 Stokkhólmur 15 Þórshöfn alskýjað 6 Þrándheimur rigning og súld 10 Algarve heiöskírt 17 Amsterdam skúr á síö.kls. 14 Barcelona léttskýjaö 20 Berlín rigning á sió.kls. 15 Chicago skýjaö 12 Dublin skýjaö 6 Halifax þoka 12 Frankfurt skýjaö 15 Hamborg skýjaö 15 Jan Mayen alskýjaö -1 London skýjaó 12 Lúxemborg skýjaö 12 Mallorca léttskýjaó 21 Montreal heiöskírt 15 Narssarssuaq léttskýjaó 4 New York heiöskírt 19 Orlando skýjaö 22 París hálfskýjaö 14 Róm þokmóöa 22 Vín skýjaö 19 Washington heiöskírt 17 Winnipeg heiöskírt 17 Góð færð á öll- um aðalleiðum Yfirleitt er góð færð á öllum aðalleiðum á land- inu. Vegir á hálendi íslands eru lokaðir vegna snjó- komu og aurbleytu. Aurbleyta hefur einnig gert það Færð á vegum að verkum að öxulþungi hefur verið lækkaður og er það tilkynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Vegavinnuflokkar eru að störfum víða á landinu, meðal annars á suðvesturhominu og Suðurlandi. Skafrenningur m Steinkast E3 Hálka Qþ Ófært Ástand vega B Vegavinna-aögát m Þungfært 0 Öxulþungatakmarkanir © Fært fjallabílum Auður og Arnór eignast son Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 27. mars síðastliðinn kl. 19.04. Við fæðingu var Barn dagsins hann sautján merkur og 53 sentímetrar. Systir hans heitir Nanna Ólína og er tveggja og hálfs árs. Foreldrar drengsins em Auður Ólína Svavarsdótt- ir og Amór Steingrímur Guðjónsson. . \rtf dagstjJJp^ Margt fer öðruvísi en ætlað er. Illur ásetningur Stjörnubíó sýnir um þessar mundir bíómyndina Cruel In- tentions eða Illur ásetningur frá Colombia kvikmyndaverinu. Um er að ræða sálfræðispennumynd sem er nútímauppfærsla af 18. ald- ar skáldsögunni Les Liaisons Dan- gereuses eftir Pierre Laclos. Vell- auðug hálfsystkini, Kathryn og Sebastian, dunda sér við að eyði- leggja mannorð annarra og ástar- sambönd fólks í kringum þau. Sebastian er orðinn leiður á að daðra við og sofa hjá ungum og auðfengnum stúlkum og langar til að gera eitthvað nýtt. í ung- lingablaði rekst hann á viðtal við ///////// Kvikmyndir stúlku sem hann kannast við en hún segist ætla að vera hrein mey þar til hún giftist. Hann ákveður að þetta sé áskorun sem hann ætlar að taka. Margt fer þó öðmvísi en ætlað er þvi systir hans, Kathryn, hefur aðrar hug- myndir. í aðalhlutverkum eru Sarah M. Gellar, Ryan Philippe og Resse Witherspoon. Bíóhöllin: She's All That Saga-Bíó: My Favorite Martian Bíóborgin: Rushmore Háskólabíó: Forces of Nature Háskólabíó: 200 Cigarettes Kringlubíó: True Crime Laugarásbió: EDtv Regnboginn: Taktu lagið, Lóa Stjörnubíó: lllur ásetningur Gengið Almennt gengi LÍ nr. kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollnenqi Dollar 74,700 75,080 74,600 Pund 120,100 120,710 119,680 Kan. dollar 50,610 50,930 50,560 Dönsk kr. 10,3530 10,4100 10,5400 Norsk kr 9,3300 9,3810 9,5030 Sænsk kr. 8,6240 8,6720 8,7080 Fi. mark 12,9378 13,0155 13,1796 Fra.franki 11,7271 11,7976 11,9463 Belg. franki 1,9069 1,9184 1,9425 Sviss. franki 48,4600 48,7200 49,1600 Holl. gyllini 34,9069 35,1166 35,5593 Þýskt mark 39,3309 39,5673 40,0661 ít. lira 0,039730 0,039970 0,040480 Aust. sch. 5,5903 5,6239 5,6948 Port. escudo 0,3837 0,3860 0,3909 Spá. peseti 0,4623 0,4651 0,4710 Jap. yen 0,613900 0,617600 0,617300 írskt pund 97,674 98,261 99,499 SDR 99,830000100,430000 100,380000 ECU 76,9200 77,3900 78,3600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.