Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 24
24
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999
Langur laugardagur í miðborginni
Langur laugardagur 5. júní nk.
Nú eru kaupmenn á Laugaveginum á fullri ferð
við að undirbúa laugardaginn, en þá er langur
laugardagur og búðir opnar til kl. 17.
íþrótta- og tómstundaráð kemur í bœinn. Þau œtla
að vera með kynningar á sumarstarfi sínu víðs
vegar um Laugaveginn, en þar er að venju af
mörgu að taka, svo sem; hin sívinsœlu leikjanám-
skeið, siglinganámskeið, fjallahjólanámskeið, œvin-
týranámskeið og sundnámskeið. Námskeiðin eru
fyrir börn á aldrinum 6 -14 ára.
Starfsfólk ÍTR veitir upplýsingar um námskeiðin
en þau eru haldin í öllum hverfum borgarinnar
sumarlangt.
Laugaveginum verður lokað frá Barónstíg að
Skólavörðustíg því sumargrín ÍTR verður vítt og
breitt á Laugaveginum, en sumargrínið er
skemmtivagn fullur af leiktœkjum sem verður á
ferðinni um alla borg í sumar.
Meðal leiktœkja sem verða eru; dósakast,
hringjakast, flugvélar, jafnvœgisbalar, stangar-
tennis, stultur, fjölfœtlur, hoppdýna, fellispjöld,
mini-golf, trampólín, stultur o.fl.
Að auki má gera ráð fyrir að heyrist í hljóðfœra-
leikurum hér og þar á Laugaveginum.
Kaupmenn verða með ýmis kostaboð í gangi og
margir œtla út með vörur sínar til að skapa enn
skemmtilegra andrúmsloft.
Þó Laugaveginum verði lokað frá Barónstíg að
Skólavörðustíg vilja kaupmenn minna á að allar
hliðargötur eru opnar og frítt er í öll bílastœðahús
á laugardögum, en frítt í stöðu- og miðamœla eftir
kl. 14.
í miðborginni eru um 300 verslanir og ótrúlegur
fjöldi veitinga- og kaffihúsa.
Frönskgegnheil eikarhúsgögn
Hágæðasófar.
Gamlar glæður
Skólavörðustíg 12 - Sími 561 9988
Sjónvarpsskápur.