Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Síða 4
Verslunar- mannahelgin Stærsta helgi sumarsins er og verður verslunarmannahelgin og i ár er frídagur verslunarmanna 2. ágúst. Líkt og síðustu árin lítur út fyrir að Vest- mannaeyjar og Akureyri berjist um hylli stuðfólks. Dagskráin er farin að skýrast, a.m.k. eru stærstu stuðbönd lands- ins búin að bóka sig. SSSól, Land og synir og Stuðmenn skemmta i Eyj- íþ um en á Akur- eyri segja Skíta- mórall og Sálin „ hans Jóns míns mm halló. Svo er bara að sjá með hverjum Veðurstof- an heldur. Skítamórall í pönkið I Skítamórals-platan „Skítamórall" er þessa dagana í vinnslu erlendis. Formlegur útgáfudagur er 17. júní. Skítamóralsmenn sverja af sér allan samanburð við fyrri verk og segja ekkert lag hugsað sem „Farin 2“. „Nei, þessi plata er allt ööruvísi," segir Addi Fannar. „Hún er fjölbreytt en þó heilsteypt. Við erum m.a.s. vissir um að eitt lagið, „Hei þú (bannað)“, fáist ekki spilað á út- varpsstöðvum. Það er hálfgert pönk. Kannski förum við með það á X-ið.“ Strákarnir sömdu lög eins og of- virkir póstmenn á Herbalife fyrir þetta verkefni og stóðu uppi með 30 lög þegar upptökur hófust. Þeir hættu sér ekki í tveggja diska konsept-plötu, skáru niður og end- uðu með 10 lög. Þegar hefur ballaðan „Einn með þér“ heyrst en næsti smellur verður lagið „Fljúgum áfram“. „Algjört sumar“, segir Addi um það. „Þetta er mjög hresst lag og dá- lítil gospel-lykt af þvi. Vinnsluheitiö var „Sálmur". Skítamórall ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur um helgina enda sjómannadagurinn á sunnudag- inn. Strákarnir spila i Festi i Grinda- vík i kvöld en á morgun verða þeir meö mörg þúsund manna ball í Týs- heimilinu í Vestmannaeyjum. „Ef það er að vera nörd að hafa áhuga á einhverju þá er ég algjört nörd.“ Haraldur Ólafsson er veðurfræð- ingur með stil og skoðanir. Hann er mikið á móti stríðinu í Júgóslavíu og tókst að koma andúð sinni að á nett- an hátt um daginn þegar hann spáði að það „viðraði vel til loftárása" í Serbíu. Þetta varð fleyg setning sem endaði sem titill á lagi á nýjustu plötu Sigurrósar og Ragnar skjálfti notaði hana sem niðurlag á nýlegri grein. En fékk Haraldur orð í eyra hjá fréttastofunni? „Nei. Það er löng hefð fyrir því að veðurfræðingar skjóti inn at- hugasemdum um það hvernig veðrið hefur áhrif á ýmsar athafn- ir manna. Það vefengir heldur eng- ' inn að dimmviðri torveldi loftárás- ir. Stundum er haft á orði að ýmsar starfsstéttir, eins og t.d. sjómenn, eigi líf sitt undir veðri og það virð- ist nú eiga við þama suður frá, með dálítið öðrum hætti reyndar. í stað þess að óska að hann blási ekki upp þá vilja menn að hann létti ekki til.“ Þú lemur ekki krakka konuníðings Haraldur lætur ekki þar við sitja og er með Þjóðarátak gegn stríði beintengt af heimasíðunni sinni. „Ég hef áhyggjur af þessu stríði, m.a. vegna þátttöku okkar í því. Þessi meðferð á Albönum í Kosovo er vissulega ófyrirgefanleg en áður en menn grípa til aðgerða sem valda gríðarlegri sorg og skaða verða þeir að vera vissir um að afskiptin forði frá enn meiri hörmungum. Hið gagn- stæða hefur heldur betur sannast. Það er auðvitað erfitt að horfa upp á illa meðferð á náunganum, en ef ná- granni þinn lemur konuna sína ferð þú ekki og lemur krakkana hans og kveikir svo i húsinu. Það myndi ekki hjálpa konunni neitt. Ég hef rifjað upp í þessu sambandi gamla amer- íska hippaslagorðið: „Fighting for peace is like fucking for virginity". Það era sífellt fleiri að uppgötva að leiðin að betri heimi verður ekki radd með sprengjum." Saknar golunnar Haraldur er rúmlega þrítugur og segist snemma hafa fengið áhuga á veðrinu. „Já, ég var á barnaskólaaldrinum. Ég var fræðilega sinnaður og mældi lítið. Ég var með hitamæli jú, en hlustaði þeim mun meira á veðrið í útvarpinu." Voru veöurfrœdingarnir í sjónvarp- inu þá þínar poppstjörnur? „Já, það má kannski segja það. Ég fékk þögn á heimilinu þegar veðrið í sjónvarpinu var sent út. Ég hafði fyr- ir leik stundum þegar ég hlustaði á veðurlýsinguna í útvarpinu að giska á hvernig veðrið væri á næsta stað sem lesa ætti.“ Hvaö um þetta nýja m/s kerfi í staó- inn fyrir gömlu góöu vindstiginn - af hverju er verið aö fokka svona í manni með þetta? „Það er nú það. í mínum huga veg- ur þyngst að það er betra að allur heimurinn noti sömu einingarnar í öllum eðlisfræðilegum viðfangsefn- um. Metri og sekúndá era alþjóðlegar Haraldur Ólafsson er það mikið nörd að hann veit ekki einu sinni hvað það er að vera nörd. Hann er því kannski súpernörd. En hann hefur skoðanir og liggur ekki á þeim. Honum finnst jafn- vitlaust að berjast fyrir friði og að ríða fyrir meydómi. mælieiningar og það auðveldar allt starf ef menn geta haldið sig við þær. Ég sakna þó gömlu íslensku orðanna eins og „gola“ og „stinningskaldi" og mundi vilja halda þeim. Á tíföldum hraða Hinn friðelskandi veðurfræðingur hefur vitaskuld áhuga á tungumálinu esperanto, sem framsýnir fyrr á öld- inni töldu að myndi sameina þjóðir heimsins. „Allir ættu að læra esperanto til að auðvelda samskipti sín á milli," segir Haraldur bjartsýnn. Er esperanto ekki draumur sem er löngu búinn? „Það held ég ekki. Ég held að þjóð- ir heimsins sætti sig ekki til lengdar við ensku sem alþjóðasamskiptamál. Enskan er svo mikið vandræðamál og erfið fyrir Asíubúa. Esperanto er miklu auðveldara. Ég held að það sé tímaspursmál hvenær þessar stóru þjóðir, t.d. i Asíu, sætti sig ekki við það lengur að þeirra bestu menn þurfi að eyða mörgum árum ævi sinnar í að læra ensku þegar þeir geta komist af með mál sem þær læra á nokkrum vikum. Maður kemst á tífóldum hraða inn í þetta tungumál miðað við önnur. Það er gaman að keyra á 200 km hraða þegar hinn kosturinn er dráttarvél á 20.“ Algjört nörd Veðrið og esperanto verða að telj- ast fremur „nörduð" áhugamál. Gengst Haraldur við að vera nörd? „Ég veit nú ekki almennilega hvað það merkir," viðurkennir hann. „Ef það er að vera nörd að hafa áhuga á einhverju er ég algjört nörd.“ Að lokum: Viðrar vel til loftárása um helgina? Hér skreppur Haraldur frá til að líta í kortin. Spáir svo: „Það viðrar vel til manndrápa á Austurlandi, en heldur verr á Vesturlandi. Við verð- um að vona að það fari enginn að sprengja okkur. Hins vegar er tvisýnt með Kosovo, mér sýnist ætla að verða lægðardrag yfir Serbíu." -glh HELVITI SVEIÍKJAbiDI ME Ð JUROVlSJON ÞAB.NA í 3ÚR.ÓSALE M... 3A, ÞAU KLIKKUÐU A TEKTANUM... HANN HEFOl FREKAR. ÁtT AO B'fRJA... f Ó k U S 4. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.