Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Síða 6
 varst Laugardaginn 9. n 1986, klukkan 07. 0? Magnús Skarphéöinsson varö mjög ánægður þegar hann frétti aö hval- bátunum heföi veriö sökkt. „Á Kaffivagninum úti á Granda. Ég heyrði þetta í útvarpinu þar og varð mjög ánægður. Fór niður á höfn og skoðaði þetta og fannst tignarlegt mjög. FalIeg sýn. Ég hef verið í Shea Shepherd í 15 á'r, sem og öðrum 40 náttúrusamtökum. Ég hef samt ekkert heyrt í þeim árum saman en fæ fréttabréfið þeirra en fyrst vinnuaðferðir Páls Watson ekkert sérstakar. Ég held samt að barráttan hafi gengið upp því ís- lendingar munu ekki hefja hval- veiðar aftur nema þeir vilji láta sparka sér út af fiskmörkuðum úti í hinum stóra heimi. Þessu tíma- bili sögu okkar er lokið, líkt og þrælahaldinu á árum áður. Eitt hænufet í átt að Paradís.“ Snemma morguns þann 9. nóvember 1986 vöknuöu íandsmenn viö þær fréttir aö hvalþát- unum í Reykjavíkurhöfn hefði verið sökkt. Grunur lék strax á því aö Sea Shepherd-sam- tökin stæöu fýrir verknaðinum. Þaö fékkst fljótlega staðfest og þjðöin var I losti. Löggan náði engum og stóð sig álíka illa og yfirleitt þegar mikið liggur við. Það hefur allavega enn ekki neinn verið handtekinn fyrir að sökkva bátunum og málið er því í raun óupplýst nú, 13 árum síðar. Brúðkaupsdagurinn er einn af þessum dögum sem flokkaðir eru með þeim eftirminnilegri um æf- ina. Hjónabandið er reyndar talið homsteinn fjöl- skyldunnar og fjölskyldan hornsteinn samfélagsins. í gegnum árin hefur því hins vegar verið haldið fram að upplausn ríki í samfélaginu, fjölskyldan sé að breytast og að normið sé að eiga fleiri mömmur og pabba. Það kom hins vegar í ljós, þegar Fók- us fór á stjá, að hjónabandið er ekki í jafn- miklu rugli og félagsfræðingar halda fram í hinum og þess- um könnunum. Guðbjörg María Garðarsdóttir og Theodór S. Friðgeirsson giftu sig í Háteigskirkju á því gjöfula ári 1979. Velferðarkapphlaupið Könnun Fókuss var óformleg og úrtakið er þau hjón sem sendu brúðkaupsmyndina sína til Mogg- ans sumarið ‘79 og fengu myndina birta. Þetta voru 32 myndir af hjón- um sem litu út eins og fólkið í Glæstum vonum og Leiðarljósi. Fallegir hattar, slör og klunnaleg jakkafót. Einhver gæti ályktað sem svo aö þá hefði lífsgæðakapphlaup- ið verið að sliga þjóðfélagið líkt og það gerir nú. En það er öðru nær. Kristján Guðmundsson og Ragnheiður Víglundsdóttir giftu sig í Keflavik ‘79. Hún var þá 19 ára og hann 24 ára. Þau segja að hjóna- bandið sé að sjálfsögðu enginn dans á rósum en þetta hefur gengið vel hjá þeim. Þau hafa vaxið saman og unnið úr öllum vandamálum sem komið hafa upp. „Við myndum ráðleggja ungu fólki að kynnast vel og búa ekki strax saman heldur gefa sér tíma í þetta,“ segja þau og Ragnheiður bætir því við að hún myndi um- turnast ef 15 ára dóttir þeirra gifti sig eftir 4 ár. „Ungt fólk fer allt of fljótt út í velferðarkapphlaupið: íbúð, bíll, hús. Þetta velferðarkapp- hlaup er hreinlega að fara með ungt fólk í dag og er í raun meinsemd á þjóðfélaginu." Ester Grét- arsdóttir og Hjörtur Jó- hannsson í Sandgerði eru sammála þeim Kristjáni og Ragnheiði. „Vandamálið núna er að fólk vill eiga allt, lifsgæða- kapphlaup- ið er að s 1 i g a f ó 1 k þannig að það getur ekki talað saman. Síð- an hleypur fólkið hvort í sína áttina um leið og eitthvað bjátar á,“ segir Ester en hún og Hjörtur hafa eignast þrjú börn á þessum tuttugu árum og eru virkilega hamingjusöm í dag. 5 af 32 skildu Það kom á óvart hversu fá hjón af þessum 32 sem voru í Moggan- um ‘79 skildu. Þau voru aðeins fimm og til samanburðar má geta þess að fern brúðhjón hafa flutt til útlanda þannig að hlutfall brott- fluttra og skilinna er svipað. Sveinn Hall Másson vélstjóri og Ingibjörg Þórarinsdóttir giftu sig ‘79 en skildu fyrir fimmtán árum. Ingibjörg er nú búsett í Bandaríkj- unum og gift Kana. Sveinn býr í Reykjavík og er í sambúð. Þau Ingi- björg áttu einn strák sem bjó í Bandaríkjunum um tíma en starfar nú á íslandi. Hann er tvítugur. „Við vorum búin að vera saman í fimm eða sex ár þegar við giftum okkur,“ segir Sveinn og því ljóst að þau vissu hvað þau voru að fara út í. „Þetta lak síðan bara í burtu á nokkrum árum.“ Var ekki erfitt skilja? „Nei. Það er bara eins og gengur og gerist," svarar Sveinn. „Þetta er ekki mikil blóðtaka ef það er ekk- ert eftir af hjónabandinu." Hin árlega brúðkaupsvertíð er hafin. Það er því ekki úr vegi að reyna að lesa í hvernig þetta mun fara hjá þeim sem gifta sig í sumar. Fókus fletti 20 ára gömlum blöðum og fann 32 brúðkaupsmyndir frá sumrinu ‘79. Sláandi niðurstöður. Aðeins 5 hjón hafa skilið og 4 búa í útlöndum. það Ekki stór- ar veislur „Mér finnst að eigi bara að bjóða sín- um nánustu í brúðkaup ið,“ segir Guðbjörg Garðarsdóttir sem giftist Theodór Friðgeirs- syni í Háteigskirkju á því gjöfula ári 1979. Þau eru nú fara að eignast sitt fyrsta barnabarn og eru mjög sátt við líf- ið sem hefur blessað þau með þremur börnum. Já, flestir af þeim sem haft var samband við voru sammála um að brúðkaupsveislurnar sem haldnar eru í dag séu orðnar frekar öfga- fullar. Reynsla þessara hjóna hér á síðunni segir að Séð og heyrt brúð- kaup séu ekki vænlegur kostur ef það á að endast. Lífsgæðakapp- hlaupið, GSM-simarnir, nýju bíl- amir, stressið og bankalánin eru fljót að éta upp eitt lítið hjónaband í risastórum alheimi. Sigrún Karlsdóttir lyfjafræð- ingur og Magnús Björn Brynj- ólfsson héraðsdómslögmaður giftu sig þegar þau voru bæði í háskóla- námi og þeim sýnist fólk vera að gifta sig eldra núna en þá. Þau voru, svo dæmi sé tekið, 23 og 25 ára þegar brúðkaupið fór fram. Hún var komin tvo mánuði á leið Sigrún Karlsdóttir og Magnús Björn Brynjólfsson segja gald- urinn við að þrauka í 20 ár feiast í því að skemmta sér saman en ekki hvort í sínu lagi. en það var ekki þess Vegna sem þau giftu sig. Síðan þá hafa þau eignast þrjú börn og finnst fólkið í ungu hjónaböndunum gera of mikl- ar kröfur. „Fólk virðist ekki tilbúið að leggja nógu mikið af mörkum sjálft. Ung pör skemmta sér líka mikið sitt í hvoru lagi og neita að sleppa félögunum. Því fylgir sú hætta að það gleymist að viðhalda góðu sambandi við makann. Það er að vissu leyti nauðsyn að geta skemmt sér saman,“ segja Sigrún og Magnús og þau ættu að vita það, komin með 20 ára reynslu. Skildu og giftu sig aftur Auðvitað eru þau hjón sem haft var samband við misjöfn. Eins og áður sagði þá skildu fimm og kannski eru einhver að endurskoða allt sitt á þessum dögum. Sum vildu alls ekki tala um hjóna- bandið sitt og einu sinni kom það meira að segja upp að karl- vildi ólmur tala og ræddi heimspekilega um hjónabandið sem stofnun en þá kom konan heim og skipaði honum að skella á. Svo það er augljóst að erfiðleikar í hjónabandi hverfa ekki þótt fólk sé búið að vera gift í 20 ár. Rósa Ingvarsdóttir og Ólaf- ur Björnsson giftu sig í Njarð- vík fyrir tuttugu árum en skildu þremur árum seinná. Þá áttu þau barn og voru ekki al- veg búin að höndla hjónaband- ið en tveimur árum seinna tóku þau saman aftur og endumýj- uðu heitin. Síðan þá hefur allt gengið eins og í sögu og nú eiga þau tvö börn og eru á leið til Mallorca til að halda upp á brúð- kaupsafmælið. Þau eru sammála um að það sé mjög mikil vinna að halda ástinni við. En hvaö finnst ykkur um skiln- aöartíönina sem alltaf er veriö aö tala um hjá ungu fólki? „Aukið vinnuálag er örugglega stór þáttur í skilnuðum. Þegar við giftum okkur gátu krakkar byrjað með minna og sætt sig við það. Nú eru kröfurnar orðnar svo miklar að um leið og börnin koma þá fer ailt á annan endann.“ Rósa og Ólafur eru heldur ekki sátt við þessi gæsa- og steggjapartí. „Þau eru seinni tíma fyrirbæri sem mættu gleymast," segja þau en þeg- ac þau giftu sig tíðkaðist ekkert svoleiðis. En getiö þiö miölaö eitthvaö þess- ari 20 ára reynslu til þeirra sem eru aöfara aö gifta sig í sumar? „Það er alla vega öruggt að það er ekki til nein ein lausn á farsælu hjónabandi. Grunnurinn er að fólk sameinist um að takast á við vanda- málin og flýja þau ekki. Ungt fólk virðist guggna á því að finna lausn- irnar sem þarf til að láta hjónaband endast.“ Líkt og Superman og Clark Kent eru þessir tónlistarmenn einn og sami maðurinn. Auðvitað er Hjálmar súpermaðurinn og hoppar inn í síma- klefa þegar hann tekur niður sólgleraugun og setur kennaratyggjó á nef- ið á sér. Svo gnæflr hann yfir listaheiminum, semur hvert meistaraverk- ið af öðru, tjáir sig um mikilfengleik Jóns Leifs og bjargar konum úr brennandi byggingum. Sem Rúnar Kent tekur Ofurmennið niður fyrir sig og syngur dægurtónlist á Feita dvergnum og reynir að standast freisting- ar spilakassa. Einn er spilafikill, annar styrkjafíkill, báðir frá Ísafírði og með sítt að aftan. Þarf að segja meira? Runar Þor Petursson. Hjálmar Helgi Ragnarsson. - og 4 hjón fluttu til útlanda 27 eru enn gift 32 hjónabönd _____________ , ca 15% skilnaðarhlutfal 4 hjón í útlöndum 5 hjón eru skilin 6 f Ó k U S 4. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.