Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Side 14
> e > v > > bíódómur og lífs örnubíó ★ ★ Sam-bíóin, Nýja bíó, Keflavík og Borgarbió á Akureyri frumsýna í dag spennumyndina Entrapment sem sýnd hefur verið undanfarnar vikur í Bandaríkjunum við metað- sókn. í myndinni segir frá Robert „Mac“ MacDougal (Sean Connery), sem er talinn mestur allra lista- verkaþjófa. Þegar verðmætu mál- verki eftir Rembrandt er stolið í New York bendir allt til þess að MacDougal hafi stolið því. Allavega lítur það þannig út í augum lög- reglukonunnar Virginiu „Gin“ Baker (Catherine Zeta-Jones), sem starfar á vegum tryggingafélags sem mun tapa tuttugu og fjórum milljónum dollara ef verkið finnst ekki. Hún hefur lengi fylgst með MacDougal. Gin fer á fund yfir- manns síns og þvingar hann nán- ast til að láta hana hafa það verk- efni að hafa uppi á málverkinu. Gin er með snjalla áætlun í huga sem miðar að því að veiða meist- araþjófinn Mac í gildru. Hann reynist þó erfiðari bráð þegar á reynir og oft er spurningin hver er að veiða hvern. Loks fer það svo að þau sameina krafta sína í mikilli hættuáætlun sem gæti gefið af sér margar milljónir dollara ef til tekst. Sean Connery leikur meistara- þjófinn af sínum alkunna krafti og húmor sem hefur gert hann að helstu hasarmyndastjörnu heims- ins og er hann ekkert að gefa eftir þrátt fyrir háan aldur. Connery fær verðugan mótleikara, Catherine Zetu-Jones sem sló í gegn i The Mask of Zorro. Auk þeirra leika í myndinni Ving Rhames, Will Patton og Maury Chaykin. Catherine Zeta-Jones hefur skot- ist upp á stjörnuhimininn í Hollywood með ógnarhraða. Fýrir rúmu ári síðan var hún ein fjöl- margra breskra leikkvenna sem stóðu í strögli við að fá hlutverk í kvikmyndum. Eftir frumsýningu á The Mask of Zorro breyttist heim- ur hennar skyndilega og hún varð umsvermuð af blaðamönnum og óð í tilboðum. Ekki hefur Entrapment skyggt á feril hennar heldur hið gagnstæða. í The Mask of Zorro sýndi Zeta-Jones að hún er meira en bara falleg, hún getur líka leik- ið. Catherine Zeta-Jones er velsk að uppruna, fædd og uppalin í sömu sveit og Dylan Thomas. Móðir hennar er írsk og faðir velskur. Hún kom fyrst fram á sviði ellefu ára gömul, lék þá titilhlutverkið 1 söngleiknum Annie. Leikstjóri Entrapment er Jon Amiel, sem síðast leikstýrði Bill Murray í The Man Who Knew too Little. Eins og Connery og Zeta-Jo- nes er Amiel breskur. Hann er lærður bókmenntafræðingur frá Cambridge University þar sem hann stjórnaði Shakespeare-leik- húsinu sem Cambridge og Oxford sameinuðust um. Þetta starf hans leiddi til þess að hann fór að leik- stýra leikritum hjá The Royal Shakespeare Company. Með fram því leikstýrði hann heimildamynd- inni The Silent Twins fyrir BBC, mynd sem vakti mikla athygli. Þá barst hróður hans víða þegar hann leikstýrði sjónvarpsseríunni róm- uðu, The Singing Detective. Fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði, Queen of Hearts, var opnunar- myndin á Cannes kvikmyndahátíð- inni árið 1989. -HK Systur eru systrum verstar Sam-bíóin, Nýja bió í Keflavík og Nýja bíó á Akureyri frumsýna í dag gamanmyndina 10 Things I Hate about You. í henni segir frá ólíkum systrum. Bianca, er vin- sæl, falleg og rómantísk stúlka sem strákar hrífast af. Kat er af allt öðru sauðahúsi, skapvopnd og gáfuð og þolir ekki stráka, sem hún telur vera óæðri verur. Bi- anca þráir heitt að komast í kynni við strákana sem hrífast af henni og ekki vantar að henni er boðið út en faðir systranna hefur sett það sem skilyrði fyrir stefnu- móti að báðum sé boðið út og hingað til hefur enginn fengist til að bjóða Kat út. Eina ráðið sem Bianca sér í stöðunni er að fá myndarlegasta strákinn í skólan- um til að bjóða Kat út og vona um leið að persónutöfrar hans mýki skapvonskuna í henni. Sá dreng- ur finnst en þrautin er erfið að fá hann til þessa verkefnis sem eng- inn annar strákur leggur út í. í hlutverkum systranna eru Larisa Oleynik og Julia Stiles, ungar leikkonur sem hafa nokkra reynslu að baki. Julia Stiles vakti fyrst athygli í Wicket, sem sýnd var á Sundance-kvikmyndahátíð- inni. í nýjustu Hamlet-kvikmynd- inni, sem verið er að gera og er nútímaútgáfa af þessu frægasta leikriti allra tíma, leikur hún Ófelíu á móti Ethan Hawke sem leikur Hamlet. Þá mun hún einnig leika í O þar sem aftur er leitað í smiðju Williams Shakespeares, nú í Othello. Þar verður mótleikari hennar Freddie Prinze jr. Meðfram leik- ferlinum stundar Julia Stiles nám í framhaldsskóla á Manhatt- an þar sem hún býr. Larisa Oleynik kemur úr sjón- varpinu þar sem hún lék í fjögur ár í sjónvarpsseríunni The Secret World of Alex Mack. Auk þess hefur hún leikið í nokkrum sjón- varpsmyndum og sjónvarpsþátt- um. Hún kom fyrst fram átta ára gömul í uppfærslu á Vesalingun- um í San Francisco. Eins og Sti- les stundar Olneyik enn skóla- nám i Norður-Kalifomíu þar sem hún býr með foreldrum sínum. -HK Mars f haust? Eins og kunnugt er benda líkur til að hluti stórmyndarinnar Mars verði kvikmyndaður á íslandi. Ekki er það þó komið á hreint, en ef af verður mun vera byrjað að taka upp hér á landi í haust. Það er aftur á móti alveg ör- uggt að Val Kil- mer mun leika aðalhlutverkið í myndinni hvar sein kvikmyndað, verður. Mótleik- ari hans verður Carrie-Anne Moss, sem gerir það gott þessa dagana í The Mat- rix, þar sem mótleikari hennar er Keanu Reeves. Leikstjóri Mars, sem gerist um borð í geimskipi á leið til Mars, er Martha Coolidge sem á að baki nokkrar misgóðar kvikmyndir. Þekktasta kvikmynd hennar er Rambling Rose sem gerði Lauru Dern að stjörnu. Síð- ustu kvikmyndir hennar, Out To Sea, Three Wishes og Angie hafa að mestu farið fram hjá fjöldanum og lent fljótt á myndbandamark- aðnum. Nú er ljóst að það verða ekki all- ir þeir sömu sem gerðu Silence of the Lambs sem munu koma ná- lægt gerð framhaldsins. Leikstjór- inn Jonathan Demme sem fékk óskarsverðlaun- in fyrir leik- stjórn á Silence of the Lambs hef- ur gefið út yfir- lýsingu þess efn- is að hann muni ekki leikstýra framhaldinu. Mannætan Hannibal Lecter og lögreglukonan Clarice Starling eru aftur aðal- persónurnar í sögunni en Ant- hony Hopkins og Jodie Foster, sem léku þau í Silence of the Lambs, hafa enn ekki gefið út neinar yfirlýsingar um hvort þau muni bregða sér aftur í hlutverk- in. Brad Pitt þykir ekki meðal auð- veldustu leikara, alla vega finnst mönnum erfitt að átta sig á því hvað drengurinn vill. Aðra vikuna er hann með yfirlýsingar um þær myndir sem hann ætlar að leika í en hina vikuna er hann hættur við allt saman. Stutt er síðan gefin var út yfirlýsing um að hann myndi leika titil- hlutverkið í Metal God, en myndin er byggð á ævi Ripper Owens, söngvara þungarokksveit- arinnar Judas Priest. í stað Pitts er nú kom- inn Mark Wahl- berg, sem ekki er ókunnugur tón- listarbransanum. Hann gekk áður undir nafninu Marky Mark og var þekktur rappari og pönkari undir því nafni. Af Brad Pitt er það einnig að frétta að hann hefur hætt við að leika í næstu kvik- mynd Cameron Crowes sem hafði enn ekki fengið nafn. Jæja, við erum í heimi Hollywood-ævintýranna þar sem fólk á þrítugsaldri leikur unglinga á menntaskólaaldri leika þvílíkar klækjafléttur að lífsreynt fólk helm- ingi eldra gæti vart leikið slíkt eft- ir. Þetta virkar ágætlega framan af enda yfirleitt skemmtilegt að horfa á ungt og fallegt fólk velta sér upp úr ósóma og myndin fær plús fyrir skemmtilega ósvifni, hreinskilið tungutak og skort á siðsemi (meiri nekt hefði þó átt vel við en það verð- ur ekki allt fengið í þessum heimi). Hér er lagt út af hinni lævi blönd- uðu frönsku skáldsögu Les Liaisons Dangereuses frá 1782 sem filmuð hefur verið nokkrum sinnum áður og með hvað mestum árangri af Stephen Frears 1988 með Glenn Close, John Malkovich, Michelle Pfeiffer og Umu Thurman í aðal- hlutverkum. Cruel Intentions stend- ur henni langt að baki en er þó ekki alls varnað. Sebastian Valmont (Phillippe) og Kathryn Merteuil (Gellar) eru stjúpsystkin og lifa í vellystingum praktuglega á Manhattan-eyju. Þeim leiðist báðum greyjunum og sér til dundurs skemmta þau sér við að eyðileggja líf álíka efnaðra jafnaldra sinna. Sebastian er mikill bósi og finnst flest of auðvelt þar til hann rekst á tímaritsgrein þar sem hin óspjallaða Annette Hargrove (Witherspoon) heitir því að halda jómfrúrásjónu skemmtileg skil og Blair er hin dægilegasta gelgja sem er fljót að læra. Phillippe virðist hins vegar hafa horft of mikið á Malkovich en passar illa i svo dýra skó meðan Witherspoon, þrátt fyrir að vera hæfileikarík leikkona, nær einfaldlega fekki að gefa Annette þetta sambland af sakleysi og ráð- vendni sem er nauðsynlegt til að persónan gangi upp. Frammistaða þeirra síðast- nefndu (sem munu víst vera kærustupar) sem og ónóg undir- bygging, gera það að verkum að mikilvægasti hluti verksins, þegar Sebastian verður ástfanginn af Annette, virkar ósannfærandi. Maður trúir honum einfaldlega ekki og þar með fer mikið fyrir lít- ið. Ofan í kaupið leitar stöðugt á mann sú spurning hvort atburðir verksins bjóði upp á nægilega mik- inn lífsháska fyrir veraldarvanan ungdóminn nú til dags. Dæmi þar hver fyrir sig. Leikstjórn og handrit: Roger Kumbie, eftir skáldsögu Choderlos De Laclos Les Liaisons Dangereuses. Kvikmyndataka: Theo Van de Sande. Tónlist: Aðalhlutverk: Sarah Michelle Gellar, Ryan Phillippe, Reese Witherspoon, Selma Blair. Ásgrímur Sverrisson Kathryn hefur yfirgefið hana - og slíkt gerir enginn án refsingar. Sebastian vílar ekki fyrir sér slíka smámuni en stóra verkefnið er Annette sem reynist þrautin þyngri og að því kemur að Sebasti- an er orðinn bálskotinn í henni, sjálfum sér og stjúpsystur hans til mikillar hrellingar. Lengi vel má hafa af þessu nokkra skemmtan enda er þetta safarík saga þar sem siðleysi og sjálfsdýrkun riða vel búnum hús- um. Gellar gerir hlutverki vergjarnrar yfirstéttarpíku með sér einmitt þannig uns hinn eini sanni dúkkar upp. Þetta finnst Sebastian verðugt viðfangsefni og veðjar við stjúpsystur sína að hann verði snöggur að forfæra þessa dömu. Tapi hann veðmálinu fær hún forláta sportbíl hans en fari allt eftir áætlun fær hann að sam- rekkja stjúpsystur sinni - og „má stinga honum hvar sem er“ segir lífsreynd systirin. í leiðinni vill hún að hann komist yfir hina ungu og sætu Cecile (Blair) og rústi þannig mannorð hennar enda er hún ástæðan fyrir því að kærasti 22 f Ó k U S 4. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.