Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Side 16
m
>
Sjónvarpsstöðin Omega
er án efa stærsta kirkja
landsins. Tíu þúsund
manns stilla sig inn á
hverju kvöldi til að
heyra orð Guðs. Kristnir
menn hvaðanæva af
landinu mæta í
myndver og tala út um
sjálfan sig og Guð.
Mikael Torfason mætti í
beina útsendingu og
fékk botn í hvað Bubbi
Morthens, Davíð
Scheving Thorsteins-
son, Gunnar í
Krossinum, Ómar
Ragnarsson og Snorrí í
Betel eiga sameigin-
legt fyrir utan að vera
heljarmikil karlmenni.
P :':'X f- ' Wjm • : % l i $
T H*f 1 L 0 11 :
■á 1 I L
*
*
„Viö erum bara eins og prent-
smiðja hér í Omega. Menn koma inn
og fá að prenta góðar bækur sem
samræmast sannleikanum. Omega
sjálf hefur enga skoðun aðra en að
vera vettvangur fyrir lifandi trú,“
segir Eiríkur Sigurbjörnsson, sjón-
varpsstjóri heitustu og frjálsustu
sjónvarpsstöðvar landsins.
Sjónvarpsstöðin Omega hefur
starfað sleitulaust frá því í júlí ‘92 og
verður því 7 ára í ár. Stöðin sendir út
kristilegan boðskap ásamt tilkynn-
ingum allan sólarhringinn, alla daga
vikunnar. Lunginn úr efninu kemur
frá útlöndum eða er endursýning á
úpptökum Omega. En það er alltaf
bein útsending kl. 20.30 á hverju
kvöldi og hún stendur eitthvað fram
eftir. Það er nokkuð Ijóst að Omega
er frumlegasta sjónvarpsstöð lands-
ins, í öðru sæti væri þá Skjár 1 með
gamla Dallas-þætti og Hausverk um
helgar og Omega er alveg örugglega
komin til að vera. Hún er líka eina
stöðin sem býður upp á „Pay per
view“ kerfið. En það virkar þannig
að þegar stöðin er læst, sem er á
laugardögum og sunnudögum því þá
er sýnd vönduð fjölskyldudagskrá, þá
borgarðu bara fyrir það sem þú vilt
horfa á.
„Já. Við erum alveg óháðir hér í
Omega," heldur Eiríkur áfram.
„Þetta er sjálfseignarstofnun sem á
sig sjálf.“
Útsending kvöldsins er að hefjast
hjá þessari stöð sem hefur 4,7% jafn-
aðaráhorf á kvöldin en það gera á tí-
unda þúsund manns. Gestir þáttarins
eru ekki af verri endanum í kvöld.
Snorri í Betel mætir i spjall, Mike
Fitzgerald og svo verður Guðlaug-
ur Laufdal á gítarnum og stuð í hús-
inu eins og vanalega. En í gegnum
tíðina hafa ótrúlegustu menn komið í
þáttinn og sagt frá sínum vitnisburði
af Guði og syni hans Jesú. Þetta eru
menn á borð við Bubba Morthens,
Ómar Ragnarsson og Davíð Schev-
ing Thorsteinsson.
Beðið fyrir útsendingu
Guðlaugur Laufdal krýpur fyrir
framan upptökuvélarnar. Hann er að
biðja fyrir útsendingunni og lítur
ekki upp þegar við ryðjumst inn í sal-
inn. Eiríkur útskýrir að hér sé allt
leyfilegt svo lengi sem það þóknist
Guði. Það er hvergi skilti sem á
stendur: „Þögn - útsending." Nei, þú
mátt öskra og Teitur ljósmyndari fær
leyfi til að nota flass og jafnvel standa
fyrir framan upptökuvélamar við að
taka myndir. Guð og Jesús eru vemd-
arar útsendingarinnar og því eru all-
ar áhyggjur óþarfar.
Snorri í Betel gengur í salinn
ásamt fleiri gestum þáttarins og ein-
hverjum áhorfendum. Eiríkur kynnir
hann fyrir blaðamanni DV og Snorri
segist samhryggjast undirrituðum.
Talar um að einhver frá DV hafi
hringt um daginn og beðið hann að
vera í Með og á móti-dálkinum.
Snomi segist hafa sagt: „Ekkert mál.
Með hverju á ég að vera?“ En blaða-
maðurinn sagði honum
að hann ætti að
vera á móti.
„Eins og
vanalega," segir
Snorri og allir í
salnum hlæja.
„Ég fæ aldrei að
vera með neinu,
eins jákvæður
og ég er.“
Bænin held-
ur áfram og
færist í raun
yfir hópinn.
Allir taka þátt.
Einn af stjóm-
endum kvölds-
ins hefur sest
við viðtals-
borðið með Mike og þeir
biðja saman. Snorri segir:
„Hallelúja," og tekur
bremsuna af sér. Talar
tungum að hætti frelsaðra
og enginn hefur neitt til
að skammast sín fyrir.
Þetta eru kristnir menn. Meirihlut-
inn karlmenn og það engir smákarl-
menn. Þetta eru heljarmenni sem
faðmast og takast í hendur. Ganga
augljóslega í buxum á sínu heimili og
virðast gegnheilir. Máttarstólpar i
sinni fjölskyldu og salt jarðar hvar
sem þeir koma. Snorri náttúrlega
kóngurinn þó hann myndi eflaust
neita því og segja Jesúm konung í
sínu ríki. En persónutöfrar Snorra
em svo miklir að hann hefur áhrif
jafnvel þó hann þegi, sem hann gerir
sjaldan.
Stærsta kirkja landsins
„Við látum dagskrána bara leiðast
af fmgrurn fram,“ hvíslar Eiríkur
nokkrum sekúndum fyrir útsend-
ingu. „Hvetjum fólk til að vera þátt-
takendur og hringja inn. Hér á bak
við eru sex símabásar og þar taka
sjálfboðaliðar við þakkarbænum og
fyrirbænum sem lesnar era upp í lok
útsendingarinnar."
Það eru líka allir velkomnir í beina
útsendingu á Omega. Hver sem er
getur tekið kvöldrúntinn og kíkt í
stúdíóið á Grensásvegi 8 og tekið þátt
í stærstu messu á íslandi. Biskupinn
myndi allavega folna ef mætingin í
messurnar hjá honum væri svipuð og
áhorfið á Omega. Tíu þúsund manns.
Sem dæmi um frjálsræðið í dag-
skrá Omega þá, þrem sekúndum áður
en þátturinn
hefst, stekkur Ei-
ríkur upp og rýk-
1 Snorri í Betei er með allt á hreinu:
„Kynvilla er synd, fóstureyðing er synd
og hjónaskilnaðir eru synd.“
2 Mike á Lindinni er að opna útibú í
Færeyjum og þar verður líklega talað
tungum.
3 Eiríkur Sigurbjörnsson var sjálfur
iangt leiddur í drykkju og rugli þegar
hann fann Jesúm fyrir 24 árum.
4 Guðlaugur Laufdal er Elvis þessarar
samkomu.
5 Elísabet Magnúsdóttir eignaðist lif-
andi trú í gegnum Omega og vinnur nú
hjá stöðinni. í sjálfboðavinnu, að sjálf-
sögðu.
6 „Við látum dagskrána bara ieiðast
af fingrum fram,“ segir Eiríkur
sjónvarpsstjóri.
7 Jesús er væntanlegur! Hann kemur
til að frelsa okkur frá Nató og ESB!
Þau bera merki Dýrsins!
ur að viðtalsborðinu. Hann sest við
hliðina á Mike frá útvarpsstöðinn
Lindinni og útsendingin hefst.
Viðtalið er á léttu nótunum, lof sé
Drottni. Fjallar um Lindina og
Omega sem reknar eru að hluta með
peningum frá guðhræddum Banda-
ríkjamönnum. Þeir í Lindinni eru í
stuði með Guði þessa dagana og eru
art nm5 i'i+mú í Færeyjum. Eiríkur
stingur upp á því
að senda bara út
með ljósleiðara og
tala tungum á stöð-
inni og útrýma með
því öllum tungu-
málamúrum. Töku-
mennirnir þrír
vanda sig við að ná
öllum í mynd. Við-
talið fjallar annars aðallega
um framtíð miðlanna og
alla þættina sem þá félaga
Mike og Eirík langar að
taka upp. Þetta minnir
óneitanlega á markaðsfund
hjá Skjá 1 og maður sér ný-
útskrifaða Verzló-gæjana
sitja við borð og
ræða um væntanlega
styrktaraðila. Hér
eru sponsorarnir
bara Jesús og Guð
og amen sagt á eftir
setningum. Það er
eini munurinn.
Jesús er
væntanlegur
„Hann snart mig, ó, hann snart
mig,“ syngur Guðlaugur en hann
hljómar eins og Elvis án fótaburðar-
ins. „Ég er þinn Guð, sem læknar þig.
Ég er Drottinn sem þig elskar," held-
ur söngurinn áfram. „Beina leið í
Drottins sveit.“
Snorri tekur undir og fylgist með
nýjum spyrlum og enn nými gestum
stíga á stokk. Ólafur Jóhannesson,
formaður félagsins Vinir ísraels,
mætir en hann hefur farið 22 sinnum
til ísraels og hyggst fara tvisvar til
viðbótar á þessu ári. Ef hann væri
ísraeli og formaður Vina íslands væri
viðtal við hann í öllum Qölmiðlum
landsins.
„Hjálpræðið kemur frá gyðingum.
Sá sem blessar ísrael verður blessað-
ur. Sá sem bölvar ísrael verður bölv-
aður,“ er boðskapur Ólafs í hnot-
skum.
Elvis Guðs tekur annað lag og ekki
laust við að það sé síonisk sveifla í
mannskapnum. Snorri og Eiríkur
setjast við borðið og taka á spjall þeg-
ar Gulli rokk lýkur sér af.
Eftir smákurteisishjal er Snorri
lagður af stað. Ekkert stöðvar hann
og sögurnar ryðjast upp úr honum.
Hann er snortinn maður og kann vel
við að tala. Segir sögu af honum Bibl-
íu-Sigga sem seldi Biblíur mn allt
land að fyrirskipan drottins. En um
Omega og framtíð kristinna manna
segir Snorri þetta vera spumingu
upp á líf og dauða og að samstaðan sé
það sem skipti mestu máli.
Salurinn er svolítið að kaupa það
og kallar amen og hallelúja. Enda er
Snorri falleg manneskja. Hann er góð-
lega útgáfan af Gunnari í Krossin-
um. Þeir eru báðir jafningjar á víg-
velli mælskunnar en það er eitthvað
við útgeislun Snorra sem setur hann
stalli ofar en kollega sinn.
En Snorri hefur skoðun á öllu og er
Evróvisjon engin undantekning.
Hann minnist að sjálfsögðu á Dönu
International og fullyrðir að hún sé
ekki í vitlausum líkama. Hún var víst
niðurlægð um síðustu helgi þegar
hún datt á sviðinu. Þar var Guð að
verki og augljóst að herrann lætur
ekki að sér hæða.
„Kynvilla er synd, fóstrueyðing er
synd og hjónaskilnaðir eru synd,“
segir Snorri. Gömul tugga fyrir suma
en heilagur sannleikur fyrir aðra.
Svo fer Snorri vítt og breitt. Ræðir
um sannar sögur Biblíunnar út frá
Times og tekur svo til við að útskýra
fyrir mönnum af hverju hann er viss
um að Jesús Kristur sé væntanlegur
aftur til jarðarinnar. í fyrsta lagi er
það engillinn sem minnst er á í Opin-
berunarbókinni. Sá er i raun spádóm-
ur um sjónvarpspredikara sem kom
fram fyrir 10 ámm. í öðm lagi er
setningin: „Fallinn er Babýlon." En
hebreska sögnin babylon þýðir að
ragla og Snorri telur ruglið vera spír-
itismann og nýaldarhreyfinguna.
Dana er gott dæmi um ruglið sem er
í gangi. Þriðja og síðasta vísbending-
in um endurkomu Jesú er ESB. En
það bendir víst allt til þess að ESB, í
bóli með Nató sé sjálft Dýrið og ein-
staklingamir bera merki þess. Þetta
er allt fundið út með draumaráðn-
ingu í draumi sem sagt er frá i Biblí-
unni. Svo er ESB auðvitað með sinn
Rómarsáttmála og það gefur fyrirheit
um mikilmennskubijálæði í hæsta
gæðaflokki. Ætli þetta sé ástæðan fyr-
ir því að Davíð Oddsson vill ekki
heyra minnst á Evrópusambandið?
Hvað sem því líður þá er þátturinn
búinn og það eina sem við getum gert
er að vera rétt stillt og bíða róleg eft-
ir Jesú. Mikael Torfason
24
f Ó k U S 4. júní 1999